Þjóðviljinn - 14.03.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.03.1973, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 14. marz 1973 — 38. árg. — 62. tbl. Bretar vonast eftir stuðningi hér innanlands í „þorskastríðinu99 VONIN BUNDIN VIÐ STJÓRNARSKIPTI! Mikið fjölmenni á kapprœðufundi t fyrrakvöld var efnt til kappræðufundar i Sigtúni við Austurföll. Þar áttust við annars vegar talsmenn Heim- dailar og Sambands ungra sjálfstæðismanna en hins vegar talsmenn Æskulýðs- nefndar Alþýðubandalagsins. Fundurinn var afar fjöisöttur — er talið að 500-600 hafi sótt hann. Kappræðufundurinn fór vel fram — „heimdallarbaulið” heyrðist varla — en hart var deilt á báða bóga. Ræðumenn af hálfu Alþýðubandalagsins voru Svavar Gestsson rit- stjóri, Sigurður Magnússon rafvélavirki og Óttar Proppé kennari. Af hálfu Heimdallar töluðu Friðrik Sófusson, Jón H. Magnússon og Davið Odds- son. Orklippanúr Evening Telegraph. YERÐIIR FRYSTLM; L( Æ)MJ STOÐVUl)? Mikið af kvenloðnunni hefur þegar hrygnt og nú er orðið of dýrt að flokka úr svonefnda 100% kvenloðnu Eftir fjögurra vikna loðnuveiði er hætt við að stöðva verði fryst- ingu á loðnu sem seld er til Japans vegna þess hve stór hluti kvenloðnunnar hefur lokið hrygn- ingu og er þá ekki lengur gjald- geng vara fyrir Japani. í spjalli við Guömund H. Garðarsson, fulltrúa hjá Sölu- miðstöö hraðfrystihúsanna kom fram að SH og SIS hafa fryst um 15.500 tonn af loönu og tslenzka umboðssalan 14-1500 tonn. Upphaflega var samið um sölu á 10 þúsund tonnum af hálfu StS og SH, siðan var samið um sölu á 5 þúsund tonnum til viðbótar og nú nýlega um sölu á 3 þúsund tonnum, en siöasta samningi fylgdi sú kvöö að aðeins yrði um 100% kvenloðnu aö ræöa, eins og það er kallað, en nú er orðiö mjög dýrt að flokka 100% loðnuna úr vegna þess hve mikill hluti kven- loðnunnar hefur hrygnt. Frystigetan fullnýtt Það er athyglisvert að þann tima sem loðnuveiöarnar hafa staðiö hefur frystigetan verið nýtt til fullnustu i nánd við þau svæði sem loðnan hefur veiözt, þannig aö ekki er hægt aö búast við öllu meiri afköstum á næsta ári, jafn- vel þó að japanskir kaupendur vildu fá meir en þeir fá I ár. Þá veröur athyglisvert aö sjá hvað japanski markaðurinn getur tekiö við miklu magni af loðnu. — Héðan munu fara 16-17 þúsund tonn og frá Noregi um 8 þúsund tonn, þannig að Japanir taka á móti um 25 þúsund tonnum og er eftir aö sjá hvort þaö veröur of mikið eöa of litiö magn fyrir hinn stóra japanska markað. Til þessa hefur engin önnur þjóð haft áhuga á þessari tegund fæðu. Frysta loðnan misdýr Frysta loðnan er misdýr. 1 lægsta flokki er svonefnd 40-50% loðna en I hæsta flokki 100% kven- loðna. Aætlað söluverö frystu loðnunnar er 500-600 miljónir króna. Framhald á bls. 15. Þetta sýnir tvennt: Hvað Bretar eru vonlausir ef íslendingar standa saman — og að Bretar telja sig eiga hauka í horni meðal hœgri manna á íslandi Brezka útgerðar- auðvaldið vonast til þess að draumar stjómarand- stöðunnará Islandi um fall vinstri stjómarinnar rætist og ný ríkisstjórn auðvalds- hagsmuna muni færa því sigurinn í landhelgis- deilunni! En þetta sýnir hvað brezku landhelgis- brjótamir telja stöðu sína vonlausa á miðunum og gagnvart því sameinaða ís- lenzka almenningsáliti sem vinstri stjómin hefur haft forystu fyrir undanfarin misseri. Það eru örvilnaðir menn sem skrifa svona: „Sumir halda jafnvel að það sé aðeins spuming um tíma hvenær stjórnarskipti verða í landinu. Vonin er sú/ að ný stjórn verði fúsari til viðræðna við Breta og Vestur-Þ jóðverja um það að binda endi á deiluna.". t dálknum „Togaraveiðin I vikunni”á fimmtudaginn var (8. marz) I Grimsby-blaðinu Evening Telegraph var ritað um landhelgisdeiluna mjög eindregið út frá sjónarmiðum þeirra sem halda úti brezku landshelgis- brjótunum hér viö land. Er þar fyrst rætt um það, þegar islenzkir varðskipsmenn klipptu á togvira hjá 11 landhelgisbrjótum á þrem sólarhringum. Dráttar- bátnum Statesman er hrósaö og hann sagður hafa komiö i veg fyrir annaö verra (!) en viöur- kennt, aö brezku togararnir hafi neyðzt til aö þrengja aö sér á veiöisvæöi sinu fyrir noröaustur- landi. Þaö sé ávinningur fyrir ts- lendinga. Siöan er talaö um, aö timinn vinni ekki lengur meö Is- Framhald á bls. 15. The general feeliag in tbe industry is íhat the Icelandic Government, by rejecting the judgment of the Internalional Court, has overplayed its hand. Somc even think that it is only a matter of tirne before there is a change of nower in the country. Th<* ruling leít-wing >f dion is cortainly losing a . reni deal of popular support. Inflation ís ramp- ant and industrial unrest is grovving. Icelandic t r a w 1 e r men have been on strike for the past five weeks. In Britain, that would be equivalent to the dockers, míners and railwaymen being out. The hope is that a new government would be more ready to tatk with Britain and West Germany about settiing the dispute.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.