Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINNÞriðjudagur 15. mai 1973
STEINAR MEÐ FIMMU
þegar IBK
sigraði FH
5:0 og varð
um leið
sigurvegari í
Litlu bikar-
keppninni
Það er sannarlega
ekki ónýtt fyrir lið að
hafa mann i sinum röð-
um eins og Steinar
Jóhannsson er um
þessar mundir. Það má
segja að maðurinn sé
algerlega óstöðvandi
við markið enda hafa
þau lið sem ÍBK hefur
leikið gegn i vor greini-
lega fengið að finna
fyrir „dýrlingnum"
þeirra Keflvíkinga.
Steinar hefur skorað
mark i öllum leikjum
ÍBK i vor nema einum
og i þeim 6 leikjum sem
ÍBK hefur leikið i Litlu
bikarkeppninni hefur
hann skorað 10 mörk af
18 mörkum liðsins. Og
á sunnudaginn sýndi
hann snilli sina svo um
munaði er hann skoraði
5 mörk gegn FH og var
óheppinn að skora ekki
ein 2 i viðbót. Þessi 5:0
sigur ÍBK gefur alis
ekki rétta mynd af
gangi leiksins. ÍBK
hefði átt að vinna hann
með minnst 10 marka
mun slikir voru yfir-
burðir Keflvikinganna i
leiknum.
Sigurvegarar IBK I Litlu bikarkeppninni, fremri röð frá v. Einar Gunnarsson, Gisli Torfason, Guöni Kjartansson fyrirliöi, Astráöur Gunnars-
son og Grétar Magnússon. Aftari röö f.v. Albert Hjálmarsson, Steinar Jóhannsson, Jón Ólafur Jónsson, Gunnar Jónsson, Karl Hermannsson,
Hjörtur Zakarlasson, Þorsteinn.ólafsson og Ólafur Júllusson.
FH-liðið, sem vakti á sér
nokkra athygli í fyrra, er það
komst i urslit bikarkeppninnar,
var hreint eins og smástrákalið
i höndum eða réttara sagt fótum
þeirra IBK-manna. FH átti ekki
eitt einasta, sagt og skrifað ekki
eitt, marktækifæri i leiknum og
alls komust FH leikmennirnir 7
sinnum inn i vitateig IBK án
þess nokkru sinni að skapa sér
marktækifæri.
Leikið var á hinum nýja velli
Hafnfirðinga i Kaplakrika en
hann er enn mjög slæmur, bæði
mishæðóttur og ósléttur og laus
i sér en hann getur eflaust orðið
ágætur með timanum. Fyrir
bragðið áttu liðin erfitt með að
ná upp samleik og þvi var mikið
um langspyrnur og hlaup i
leiknum. Marktækifæri IBK
manna hlóðust upp en enginn
þeirra nýtti þau nema Steinar.
Fyrsta markið skoraði hann á
Framhald á bls. 15.
Enn sigrar
ÍA Blikana
Margt er þaö i sambandi við
boltaleiki sem gaman væri aö fá
skýringu á, eins og til að mynda
það að sama virðist hve sterkt
tBK liðið er, það virðist ekki geta
sigrað Breiðablik. Eins og hitt að
Skagamenn, hversu slakt sem lið
þeirra er virðist það alltaf eiga
vísan sigur gegn Breiðabliki.
Svona mætti lengi telja milli liða
bæði f handknattleik og knatt-
spyrnu. Skagamenn virðast alls
ekki liklegir til stórræða eins og
er, en samt sigruðu þeir Breiða-
blik, sem er nýbuið að sigra og
gera jafntefli við IBK, 2:0 I Litlu
bikarkeppninni á laugardaginn
uppá Akranesi.
Leikurinn fór fram i miklu roki
og kulda og einkenndist mjög af
þeim aðstæðum. Breiðablik sótti
undan rokinu i fyrri hálfleik, en
náði ekki að skora þótt oft munaði
mjóu. Aftur á móti skoruðu
Skagamenn fyrra mark sitt gegn
rokinu og olli það nokkrum deil-
um þar eð Breiðabliksmenn héldu
þvi fram að markvörður þeirra
hefði verið búinn að handsama
boltann, en honum sparkað úr
höndum hans.
I siðari hálfleik skoruðu
Breiðabliksmenn mark.
Guðmundur Þórðarson gerði það,
en markið var dæmt af vegna
rangstöðu og enn urðu miklar
deilur við dómarann. Svo eftir
einar 10 til 15 minútur af siðari
hálfleik innsiglaði Jón Gunn-
laugsson sigur 1A með marki
skoruðu af marklinu eftir mikla
pressu Skagamanna að Breiða-
bliks-markinu. Og 2:0 sigur 1A
varð urslit leiksins.
Þar hita þeir sig upp á því
sem fLestír menn bifa ekki
1 sannleika sagt fallast manni
hendur við að horfa á mót eins
og kraftlyftingamót islands sem
fram fór I KR-húsinu sl. laugar-
dag. Þarna horfir maður á
menn hita sig upp f þeirri þyngd
sem allir venjulegir menn væru
stoltir af að láta  fljóta   undir.
Vissulega eru lyftingar mikil
átakaiþrótt en þær eru þó heldur
litið hjá þessum ósköpum enda
eru kraftlyftingar, eins og
nafnið bendir til, aðeins mæli-
kvarði á beina krafta án tækni
en tæknin er ekki svo lífill hluti
af venjulegum lyftingum.
En svo við snúuiii okkur aö
mótinu sjálfu, þá var þarna
mikið metaregn i flestum
þyngdarflokkum. f fluguvigt
sigraði Sigurður Grétarsson
UMFS og setti tslandsmet I öll-
um greinunum, bekkpressu 52,5
kg, hnébeygju 92,5 kg, rétt-
stöðulyftu 120 kg, samtals 265
kg. Allar þessar tölur eru ný ísl.
met.
t dvergvigt sigraði Gunnar
Jóhannsson með 80 kg, 120 kg og
155 kg, samtals 355 kg, og allar
þessar tölur eru fsl.met.
f fjaðurvigt sigraði Jón
Pálsson UMFS með 55 kg, 100
kg, 135 kg og 290 kg. Hér er ekki
um met að ræða. Það varð hins-
vegar metaregn hjá Skúla
Óskarssyni I léttvigt, 112,5 kg,
180 kg og 235 kg, samtals 527,5
kg — allt ný isl. met.
Ólafur Emilsson sigraði i
millivigt með 125 kg, 180 kg, 230
kg, samtals 535 kg. Ekkert met.
Guðmundur Guðjónsson setti
aftur á tnóti met I iéttþungavigt
með 145 kg, 222,5 kg, 252,5 kg —
samtals 620 kg, en sii tala er
met.
t millivigt sigraði ólafur
Sigurgeirsson með 157,5 kg (met
jöfnun),215 kg, — samtals 632,5
kg. Kristmundur Baldursson
sigraði I þungavigt með 140 kg,
190 kg, 250 kg, — samtals 580 kg.
Og Sigtryggur Sigurðsson
sigraði I yfirþungavigt með 160
kg, 235 kg og 265, samtals 660 kg.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16