Þjóðviljinn - 13.06.1973, Blaðsíða 1
(RO
UOBVIUINN
Miðvikudagur 13. iúni 1973 — 38. árg. —132. tbl.
W
\
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA Í KRON
k A
HERINN Á AÐ FARA
Bandarikjastjórn var send orðsending í gcer
i gær afhenti Einar
Ágústsson, utanríkisráð-
herra, sendiherra Banda-
ríkjanna á islandi orðsend-
ingu þess efnis að islenzka
rikisst jórnin óskaði nú
endurskoðunar á her-
Sœnsk rausn við Vietnam STOKKHÓLMI 12/6. — Samvinnusáttmálinn milli Sviþjóðar og Norður-Vietnam sem undirritaður var um helg- ina á meðan Krister Wickman utanrikisráðherra Svia stóð við i Hanoi er sá viðtækasti sem Sviar hafa gert við at- vinnulega vanþróað land. Sáttmálinn tekur til efnahags- og tækniaðstoðar og verða á næsta fjárhagsári veitt.. • 314 miljónum sænskra króna Vi- etnömum til ráðstöfunar. Mik- ið af fjárveitingunni fer til lyfja og sjúkrahúsbúnaðar, en einnig til byggingar sjúkra- húsa og framkvæmda I trjá- vöruiönaði.
stöðvasamningnum frá
1951 samkvæmt 7. grein
hans. i bréfi islenzku ríkis-
stjórnarinnar er tekið
fram, að orðsending sama
efnis verði send Atlanz-
hafsbandalaginu fyrir lok
þessa mánaðar.
Með þessu bréfi hefur
verið hafizt handa um
framkvæmd þess ákvæðis
ríkisst jórnarsáttmá lans,
sem kveður á um brottför
Bandaríkjahers frá islandi.
Samkvæmt herstöðva-
samningnum frá 1951 öðl-
ast islendingar rétt til ein-
hliða uppsagnar samnings-
ins 6 mánuðum eftir að
Atlanzhafsbanda laginu
hefur verið send beiðni um
endurskoðun i samræmi við
7. grein hans.
Brottför hersins skal
samkvæmt herstöðva-
samningnum síðan hafa átt
sér stað 12 mánuðum eftir
uppsögn. Hér er því sam-
tals um 18 mánuði að ræða
og rennur sá tími út um
áramótin 1974 og 1975.
Framkvæmd þessa mikilvæga
ákvæðis stjórnarsáttmálans hef-
ur dregizt lengur en menn höfðu i
upphafi vonað, m.a. vegna eðli:
legs forgangs landhelgismálsins,
en nú er klukkan sett af stað og
munu næstu mánuðir skera úr um
framgang málsins.
Oft hefur verið á það minnt, aö
ákvæðið um brottför Bandarikja-
hers frá fslandi er einn af horn-
steinum núverandi stjórnarsam-
starfs, enda i samræmi viö yfir-
lýsta stefnu allra stuðningsflokka
rikisstjórnarinnar fyrir siðustu
alþingiskosningar.
Astæða þess, að samningnum
er ekki sagt upp nú þegar, heldur
óskað endurskoðunar, er sú, að
samkvæmt herstöðvasamningn-
um frá 1951, er einhliða uppsögn
af tslands hálfu þá fyrst lögmæt,
er slik endurskoðun hefur staðið i
6 mánuði. Mögulegt er að til upp-
sagnar þurfi ekki að koma, ef
Bandarikjamenn reynast fáan-
legir til að vikja frekar með sam-
komulagi.
bað var yfirlýst stefna allra is-
lenzkra stjórnmálaflokka, er
bandariski herinn kom hingað
fyrir 22 árum, að hann ætti ekki
að ’sitja hér til frambúðar, en
hverfa á braut er friðarhorfur
bötnuðu.
Nú er af öllum talið friðvæn-
legra i okkar heimshluta en oftast
áður og engin herhlaup — nema
innrás NATO flota Breta i is-
ienzka fiskveiðilandhelgi.
Til upprifjunar birtum við hér
ákvæöi 7. greinar herstööva-
samningsins frá 1951 um endur-
skoðun eða uppsögn samningsins,
og ákvæði rikisstjórnarsáttmál-
ans frá 1971 um þessi efni.
Framhald á bls. 15.
Frost og snjór
á Norðurlandi
VAJNTRÚ Á
HERNAÐAR-
RANDALÖG
Nýja-Sjáland œtlar að draga úr þátttöku
sinni i SEATO til að tryggja friðinn
WELLINGTON 12/6. — Nýja
Sjáland mun smátt og smátt
draga úr þátttöku sinni í Suðaust-
ur-Asiubandalaginu SEATO sagði
forsætisráðherra landsins, Nor-
man Kirk i dag.
Hernaðarbandalag þetta var á
sinum tima skapað af Bandarikj-
unum til að fullkomna hringinn
utan um Sovétrikin og Kina. Nú
segir'Kirk að það sé lifsnauðsyn
að taka upp eðlileg samskipti við
Kina ef tryggja eigi frið i Suð-
austur-Asiu. Lýsir þetta vantrú
forsætisráðherrans á gildi hern-
aðarbandalaga til varnar friðn-
um. Sagði hann berum oröum, að
hlutverk þess væri að halda kalda
striðinu sem lengst.
1 SEATO eru i fysta lagi hin
nýju og gömlu nýlenduveldi,
Bandarikin, Bretland og Frakk-
land, og i öðru lagi Astralia, Nýja
Sjáland, Filippseyjar og Thai-
land.
beir sem brugðu sér i Landmannalaugar um hvitasunnuna til að flatmaga þar i sól og bllðu og svamla i
heitum laugum urðu heldur en ekki fyrir vonbrigðum. Þar var versta veöur, snjór og kuldi. Þessi mynd
er tekin i Landmannalaugum um helgina og segir sitt um veðurfar i þeirri góðu vin.
Versta veöur hefur veriö
nú um helgina miðað við
árstíma. Hefur verið
nokkurt frost að næturlagi,
allt upp i 5 - 6 stig. Kaldast
hefur verið fyrir norðan og
Útvarpsráð:
Krefst rannsóknar á
Keflavikursjónvarpi
Eftirfarandi tillaga var
samþykkt á fundi útvarpsráðs
i gær.
„Útvarpsráð mælist ein-
dregiö til þess, að mennta-
málaráðherra láti fara fram
opinbera rannsókn á fjöl-
miðlarekstri Bandaríkjahers
á Keflavikurflugvelli án tafar,
með tilliti til einkaréttar rlkis-
útvarpsins til útvarpsreksturs
á íslandi.”
Flutningsmaður tillögunnar
var Njörður P. Njarðvik, for-
maöur útvarpsráðs. Tillagan
vár samþykkt að viöhöfðu
nafnakalli með 4 atkvæðum
gegn 2. Já sögðu: Njörður P.
Narðvlk, Ólafur R. Einarsson,
Ólafur Ragnar Grimsson og
Stefán Júliusson. Nei sögðu
Tómas Karlsson, Valdimar
Kristinsson og Þorvaldur G.
Kristjánsson.
þar hefur einnig snjóað
talsvert.
Við höfðum samband við
Pál Bergþórsson á veður-
stofunni og inntum hann
eftir fréttum um veðrið.
Hann sagði þetta vera þrá-
láta norðanátt, ættaða
norðan úr Ishafi. Sjór er
kaldur fyrirnorðan lan&og
þegar svo stendur á skiptir
engu þótt litið sé um ís ná-
lægt landi.
Fyrir norðan hefur verið
kaldast. bar hefur verið 1 - 3 stiga
hiti yfir hádaginn og þar sem
þetta er hafátt þar hefur verið
skýjaðra en fyrir sunnan. Að
næturlagi hefur frostiö farið niður
i 5 - 6 stig.
Talsvert hefur einnig snjóað og
var t.d. i fyrradag samfellt snjó-
komusvæði frá Skagafirði að
Langanesi. Ekki hefur þó fest
mikinn snjó i byggö,en viða er þó
allt grátt. A heiöum er þó nokkur
snjór, einna mest i útsveitum þvi
þar er úrkoman mest. Páll sagði
að ekki væri að vænta neinna
breylinga á næstunni.
Framhald á bls. 15.
Aðalfundur
Útgáfufélags
Þjóðviljans
er í kvöld
Aðalfundur útgáfufélags
Þjóðviljans verður haldinn i
kvöld að Grettisgötu 3. Fund-
urinn hefst kl 20:30.
A dagskrá eru ýmis venju-
leg aðalfundarstörf, en auk
þess verður rætt um ýmis
vandamál er snerta útgáfu
Þjóðviljans.
Stjórn útgáfufélags
Þjóöviljans.