Þjóðviljinn - 28.02.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.02.1974, Blaðsíða 1
DWÐVIUINN Fimmtudagur 28. febrúar 1974 — 39. árg. —49. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON APQTEK OPIÐ OLL KVOLD TIL KU 7. NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2. SUNNUOAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 Tölvuskrá „Varins lands” Fram með gögnin, VL-menn! Auðvitað fóðrum við tölvu á öllum undirskriftunum, sagði Ragnar Ingimarsson i Morg- unblaðinu á sunnudag. Auðvit- að er gerðskrá, tölvuskrá, yfir alla undirskrifendur, sagði Ragnhildur Helgadóttir á Al- þingi á Þriðjudag. En á að varðveita skrána og láta hana i té vildarvinum VL, hjá Sjálf- stæðisflokknum og bandariska sendiráðinu, eða á að eyði- leggja hana? Það er spurning- in. Alþýðubandalagsmenn hafa krafist þess á Alþingi að tölvugögnin verði öll afhent um leið og undirskriftalistarn- ir, og siðan verði tölvugögnin eyðilögð, svo að reynt sé að girða fyrir misnotkun. Nóg er hættan samt, þvi hver veit hvað gerð hafa verið mörg eintök af tölvuspólunni? Nú er VL-manna að svara. Geta þeir lagt fram sannanir um að tölvuvinnslan þjóni ekki neinu öðru markmiði en þvi sem þeir sjálfir hafa gefið upp? Ef þeir hafa engin undir- mál i huga, er þeim þá nokkuð að vanbúnaði að afhenda tölvugögnin? Það nýtur nú vaxandi hljómgrunns að undirbúin verði lög um tölvuskrár sem girði fyrir notkun þeirra til persónunjósna. Við erum þeg- ar orðnir á eftir nágranna- löndunum i þessu efni. Lesið um sœnsku lögin á siðu O Helgi Tómasson einn af þremur bestu balletdönsurum heims kemur með dansflokk hingað í næstu viku. © Lán húsnœðismálastjórnar hœkka um 260 þúsund Eru nú 1 miljón og 60 þúsund kr. Vegna fréttar I Morgunblaðinu i gær, sem að sjálfsögðu hafði ekki að innihalda nema hálfan sann- leika, en það er að visu ekki i frá- sögur færandi um fréttir i þvi blaði, sneri Þjóðviljinn sér til Ólafs Jónssonar, sem er fulltrúi Alþýðubandalagsins i húsnæðis- málastjórn, og spurði hann að þvi i hverju það lægi, að tillaga um 1200 þúsund króna lágmarkslán til húsabygginga hafi verið felld. — Það rétta i þessu máli er, sagði Ólafur, að það var sam- þykkt með 5 atkvæðum gegn tveimur I húsnæðismálastjórn i fyrradag að hækka lánsfjárhæð- ina til þeirra sem hefja og eða hófu byggingarframkvæmdir eftir siðustu áramót úr 800 þúsund i 1 miljón og 60 þúsund. Hækkun þessi er i fullu samræmi við hækkun "byggingarvisitölunnar á siðasta árí. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i húsnæðismálastjórn voru með yfirboð, og lögðu til að lánsupp- hæðin hækkaði i 1200 þúsund, og rökstuddu þá hækkunartillögu með þvi, að siðan i april 1970 hefði byggingarvisitala hækkað meir en lán húsnæðismálastjórnar. 1 tið viðreisnarstjórnarinnar, nánar tiltekið i april 1970 þegar ný lög um húsnæðismálalánakerfið voru samþykkt og til lsta nóvember sama ár þegar reglu- gerð var sett, hafði byggingar- visitala hækkað mjög, en sú hækkun var ekki samræmd hækkun ibúðarlána. Hitt er viður- kennt af öllum að siðan i nóvember 1970 hafa ibúðarlánin hækkað i fullu samræmi við hækkun byggingarvisitölunnar. A siðasta ári voru lánin hækkuð úr 600 þúsundum i 800 þúsund, og nú úr 800 þúsundum i 1 miljón og 60 þúsund, ef tillaga meirihluta hús- næðismálastjórnar verður sam- ykkt af félagsmálaráðherra. — Eru möguleikar á þvi að sinna öllum lánsumsóknum? Framhald á 14. siðu. Eins og kunnugt er sögðu eigendur fiskmjölsverksmiðja upp loðnuverði frá og með lsta mars. Fundir hafa verið haldnir daglega um væntan- legt verð á bræðsluloðnunni, en það hefur verið frá byrjun vertiðarinnarkrónur 3,35 fyrir kilóið. Verðlagsráð sjávarút- vegsins.hefur sent málið frá sér tilyfirnefndar, en þar var haldinn fundur i gær og áfram verður fundað i dag. Einnig er verið að ræða verðlagningu frystrar loðnu, en það er nú 13,65 krónur fyrir kilóið, en það verð átti að gilda til lsta mars. Þessa mynd tók Ari Kárason i loðnuþró á Kletti i Reykjavik, en þar var þá hafin bræðsla eftir verkfall og loðn- unni ýtt og mokað i snigla sem færa hana inn i verksmiðjuna. —úþ Yfirlýsing Laings: Bretar taki sér 200 mílur LUNDÓNUM 27/2 — Austen Laing, framkvæmdastjóri sambands breskra togaraeigenda, sagði I dag á ráðstefnu um yfirráðarétt á höfunum, sem stendur yfir i Lundúnum, að breskir fiskimenn vildu að Bretar færðu út landhelgi sina I tvö hundruð sjómílur. Sagði Laing aö þetta yrði þó að gerast I samráði viö EBE og ennfremur yrðu Bretar og Norðmenn að semja um þetta sin á milli. Téða ráðstefnu sitja stjórnarfulltrúar, lögfræðiráöunautar og kaupsýslumenn viðsvegar að úr heiminum. Kjarasamningar voru undirritaðir í gær Öllum verkföllum lokið Það var á tíunda tímanum í gærmorgun, að kjarasamningarnir voru undirritaðir af samninga- nefndum Alþýðusambands islands og Vinnuveitenda- sambandsins, en í hvorri nefnd voru 30 menn. Hjá samningamönnunum hafði þá bæst við enn ein vökunótt, þvi að ráðgert hafði verið að undir- ritun samninga færi fram klukkan hálf niu kvöldið áður. Það sem tafði undirritun samninga var, að málmiðnaðar- menn höfðu ekki lokið samningum um sin sérmál, en þar var fyrst og fremst um að ræða kröfu þeirra um að yfir- borganir, sem almennt hafa tiðkast i greininni, yrðu festar sem umsamiðkaup i samningum. Þeir héldu þvi áfram verkfalli, þótt samningar almennu verka- lýðsfélaganna lægju fyrir, og þau hefðu aflýst verkfalli og sama gerðu mörg önnur iðnaðarmannafélög, sem biðu úrslita i deilu málmiðnaðar- manna. Nóttin fór svo i að leita lausnar á þessari deilu og tókst það loks um morguninn, en þá var samþykkt sérstök 10% hækkun til málmiðnaðarmannanna. Verkföllum iðnaðarmannanna var svo aflýst i gær, þegar fundir höfðu verið haldnir i félögunum, en þarna var um að ræða, auk málmiðnaðarmanna, byggingar- iðnaðarmenn og rafvirkja. Trésmiðafélag Reykjavikur hélt sinn fund á Hótel Loftleiðum klukkan 2, en Félag járniðnaðar- manna var með sinn fund i Kópa- vogsbiói klukkan hálf sex siðdegis. Voru samningarnir samþykktir i öllum verkalýðsfélögum, sem hlut áttu að máli og einnig hjá atvinnurekendum, sem héldu sina fundi i gær. CARACAS 24/2 Ofurstaiher Venezuela og bróður hans varf gær rænt af hópi borgarskæru- liða, sem krefjast um 80 miljón króna lausnargjalds fyrir mennina. Voru þeir hafðir á brott af um 20 manna hópi frá óðali sinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.