Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN  Þriðjudagur 25. júni 1974.
Ð[o)[?(s)öðQ[F
lOBIikarí
sigruöu
Ármann
Magnús Pétursson ágætur
dómari leiks Breiðabliks gegn
Armenningum, sem leikinn
var á heimavelli siðarnefndu
sl. föstudag, var ekki feiminn
við litaspjöldin frekar en oft
áður. Ekki voru liðnar nema
10 minútur af leiknum þegar
vinstri útherji Breiðabliks
fékk reisupassann.
Brottreksturinn var vissu-
lega fyllilega réttlætanlegur,
en margir töldu að um leið
væri leiknum i rauninni lokið
og þá jafnvel möguleikar
Breiðabliks úr sögunni i bili.
En það fór á annan veg,
Breiðablik sigraði með tveim-
ur mörkum gegn engu.
Guðmundur Þórðarson tók
forystuna fyrir Blikana
snemma i fyrri hálfleik og var
staðan i leikhléi 1—0. t siðari
hálfleik skoraði Gunnar
Þórarinsson 2—0,en Armenn-
ingar náðu einu marki á sið-
ustu minútunum.
Linuverðir i leiknum voru
tveir vallargestir um ferm-
ingu og er furðulegt að slikt
skuli koma fyrir.     —gsp
Haukar
töpuðu
Haukar, sem hafa komið svo
mjög á óvart með jafntefli og
sigrum yfir efstu liðum 2.
deildar, urðu að þola 1—0 tap
gegn Selfyssingum, sem sóttu
þá heim á Kaplakrika. Markið
kom snemma i siðari hálfleik,
þegar Sigurður Reynir fékk
stungubolta og hafði betur i
kapphlaupi við varnarmenn
Hauka, sem þykja þó margir
fráir á fæti.
Hitinn var míkill eins og
annars staðar, og 2 leikmenn
Selfyssinga fengu að sjá gula
spjaldið fyrir að seilast I
vatnsflösku, sem stóð við hlið
arlinuna.
—gsp
ísfiröingar
enn á
botninum
Isfirðingar sitja enn á botn-
inum með aðeins 1 stig eftir 6
leiki. Þeir heldu til Húsavikur
á laugardaginn og sneru heim
með 1—2 ósigur, eftir slakan
leik.
Heimamenn skoruðu 2
fyrstu mörkin og voru það
Gisli Haraldsson og Magnús
Torfason. A siðustu minútu
leiksins náðu Isfirðingar að
rétta hlut sinn nokkuð, þegar
þeir skoruðu úr vítaspyrnu,
sem naumlega nýttist. Mark-
vörðurinn varði fyrsta skotið,
en þar eð dómarinn taldi, að
hann hefði hreyft sig áður en
skotið reið af, var Isfirðingum
gefið annað tækifæri. Einn
varði Sigurður markvörður,
en hélt ekki boltanum, sem
hrökk i stöngina og inn. —gsp
staðan
/•v
Staðan	I	1.  deild  að	loknum
leikjum I 6.		umferð er þessi:	
ÍA		6 4 2 0	11:3 10
ÍBV		6 2 3 1	7:4  7
KR		5 2 2 1	5:4  6
Víkingur		6 2 2 2	6:5  6
tBK		6 2 2 2	6:5  6
Valur		6 0 5 1	7:8  5
Fram		5 0 3 2	6:8  3
ÍBA		6 114	4:15 3
Grimur Sæmundsen, ungur og efnilegur varnarleikmaður Vals hirðir boltann, eftir að Jóhannes Eðvaldsson hefur barist við Gisla Torfason
(liggjandi). Dýri Guðmundsson horfir á.
Alltof heitt ti
að spila fótbolta!
Hitanum var kennt um lélegan leik Vals og ÍBK,
sem endaði án þess aö mark væri skorað
Blautur völlur, holóttur
völlur, grenjandi rigning,
hifandi rok, brjálaður
dómari, — allt eru þetta
orð, sem notuð eru til að
afsaka íslenskan knatt-
spyrnuleik, þegar gæði
hansþykja fara niður fyrir
lágmark veisæmisins. En
ég hef aldrei heyrt að á is-
landi væri hægt að kenna
of HÁU hitastigi um léleg-
an leik. En umburðarlynd-
ir áhorfendur létu sér samt
þau orð um munn fara, um
leið og þeir yfirgáfu
heimavöll Keflvíkinga eft-
ir leik þeirra gegn Vals-
mönnum á  laugardaginn.
Þá verður að játast, að fyrir ó-
vana menn hlýtur að vera nokkuð
trfitt að leika I miklum hita, þar
s*m golan nær þvi ekki einu sinni
ae vera svalandi. Leikmenn
kv*rtuðu enda nokkuð eftir leik-
inn en þó er ekki mögulegt að
kenda ytri aðstæðum sifellt um,
ef ilOk gengur.
KeHvikingar ná sér ekki á strik
enn sem komið er og Valur öllu
betri, átti fleiri tækifæri og lék á
margan hátt skemmtilegri sókn-
arleik, sem byggðist upp á góðum
hraða miðjuleikmanna. En furðu-
legt er að lið með mjög þokkalega
útherja skuli nota kantana jafn
litið og raun er á, það kom varla
fyrir að sending kæmi út til hlið-
anna. Allir boltar komu inn að
miðju, þar sem vörn IBK var þétt
og stóð sig með sóma. Miðherjar
Vals eru jú ágætir og snöggir, en
kapp er best með forsjá, og mættu
þeir hafa það í huga.
Vörnin hjá Keflvikingum er
áberandi betri hluti liðsins.og stig
úr þessum leik er henni að þakka
en ekki sókninni, sem virtist
máttlitil og hjálparvana við mark
Valsmanna.
Besta tækifæri leiksins var þeg-
ar Kristinn Björnsson komst inn i
sendingu Grétars Magnússonar
til Þorsteins markvarðar IBK.
Kristinn stóð þá einn fyrir innan,
skaut föstu skoti að marki, en
Þorsteinn var rétt staðsettur
gagnvart þessari skyndilegu
hættu og tókst að bjarga. A sið-
ustu minútunum munaði siðan
litlu að gestirnir tækju bæði stig-
in. En Þorsteinn var ákveðinn og
bjargaði laglega þrumuskoti frá
vitateig, sem stefndi i bláhornið
efst uppi.
Leiknum lauk þvi 0-0. Hitinn
virtist hafa nokkuð lamandi áhrif
á leikmenn og áhorfendur, sem
vonandi fá þó i sumar tækifæri til
að venjast sliku veðurfari hér á
Fróni.
—gsp
Yfirburðasigur IBV
Akureyringar máttu þakka fyrir að sleppa með 0:3 tap gegn ÍBV
Eyjamenn áttu ekki í
neinum erfiðleikum með
lið Akureyringa á laugar-
daginn, jafnvel þótt leikur-
inn færi fram á heimavelli
þeirra síðarnefndu. Sigur-
inn varð 3:0 og máttu
heimamenn þakka fyrir að
tapa ekki með meiri mun,
enda má segja að eyja-
menn hafi sótt nær látlaust
allan leikinn.
Þrátt fyrir nær stanslausa sókn
eyjamanna tókst þeim ekki að
skora fyrr en á 30. minútu leiks-
ins. Þá var það að örn óskarsson
framkvæmdi hornspyrnu og sendi
boltann til Tómasar Pálssonar,
sem var óvaldaður nærri stöng,
og hann átti auðvelt með að skalla
boltann i netið.
Ekki urðu mörkin fleiri i fyrri
hálfleik. Það var ekki fyrr en á 60.
minútu að Sveinn Sveinsson, hinn
ungi og efnilegi leikmaður IBV,
bætti öðru marki við og þvi þriðja
Orn Óskarsson á 80. mintitu eftir
skemmtilega og vel útfærða sókn-
arlotu ÍBV.
Með þessum sigri hafa Eyja-
menn náð 2. sætinu I deildinni
með 7 stig og þeir verða áreiðan-
lega með i toppbaráttunni i sum-
ar. Besti maður liðsins að þessu
sinni var Óskar Valtýsson en örn
Óskarsson átti einnig góðan leik
eins og oftast.
Akureyringar sitja enn á botn-
inum ásamt Fram og má mikið
lagast leikur liðsins ef það ætlar
sér að sleppa við fall.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16