Þjóðviljinn - 05.07.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.07.1974, Blaðsíða 1
Föstudagur 5. júll 1974 — 39. árg. —115. tbl. APOTEK OPID ÖLL KVÖLD TIL KL. 7, | NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2, SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 ÞÁÐBORGAR SIG AÐ VERZLA f KRON k ' 'M Alþýðubandalagið skrifar Framsókn og Samtökunum bréf: Núverandi stjórnarflokkar snúi sér til Alþýðuflokksins Olafi Jóhannessyni verði falið að gera tilraun til stjórnarmyndunar Alþýðubandalagið hvetur til myndunar nýrrar vinstri stjórnar og að leitað verði eftir þátttöku Alþýöuf lokksins i slíkri stjorn. Ragnar Arnalds lagði til við for- seta Islands að ólafi Jóhannessyni yrði falið að gera tilraun til stjórnar- myndunar. Fréttir af fundum Framsóknar- flokksins og Alþýðu- flokksins benda til að þar sé mikill vilji tii að gera tilraun til myndunar vinstri stjórnar. 1 gær skýrði Þjóðviljinn frá bréfi þvi sem framkvæmdastjórn og þingflokkur Alþýðubanda- lagsins sendi Alþýðuflokknum. Er Ragnar Arnalds hafði gengið á fund forseta íslands i fyrradag, þá sendi hann fyrir hönd sömu aðila bréf til formanns Fram- sóknarflokksins og formanhs Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Bréfið er svohljóðandi: „Eins og kunnugt er var það niðurstaðan i nýafstöðnum kosningum til Alþingis, aö stjórn- málaflokkarnir, sem standa að Á ekki að skrifa annál þióðhátíðar 1974? núverandi rikisstjórn . fengu helming þingsæta án þess þó að fá starfhæfan meiri hluta á Alþingi. Meö hliðsjón af þessum úrslitum er það tillaga Alþýðubandalags- ins, að núverandi stjórnarflokkar snúi sér til Alþýðuflokksins og fari fram á viðræður flokkanna um myndun nýrrar rikisstjórnar, og i samræmi við þetta stjónar- mið hefur Alþýðubandalagið lagt til við forseta tslands, dr. Kristján Eldjárn, að formanni Framsóknarflokksins verði falið að gera tilraun til stjórnarmynd- unar. Jafnframt hefur Alþýðu- bandalagið ritað flokksstjórn Alþýðuflokksins bréf og óskað eftir sérstökum viðræðum Alþýðubandalagsins og Alþýðu- flokksins um þá stöðu, sem nú er komin upp i islenskum stjórn- málum.” Þær fréttir sem heyrst hafa af fundi þingflokks Framsóknar- flokksins eru þær helstar að þar hafi verið almennt viðhorf manna að gera skyldi tilraun til mynd- unar nýrrar vinstri stjórnar. Þessi fundur var haldinn I fyrra- dag. Þjóðviljinn skýrði frá þvi i gær að gerð hefði verið samþykkt um þátttöku I vinstri stjórn á flokks- stjórnarfundi Alþýðuflokksins. Það rétta mun vera að ekki var gerð nein samþykkt á fundinum en það viðhorf var yfirgnæfandi hjá fundarmönnum sem tóku til máls að eðlilegt væri að flokkur- inn kannaði möguleika á aðild að vinstri stjórn. Gert er ráð fyrir að forseti tilkynni i dag, hverjum hann felur fyrstað gera tilraun til myndunar stjórnar. Á ÍSLANDIER: í gegnum réttarvegginn Kvöldsólin á Mývatni, þar sem þessi mynd er tekin, er falleg eins og annars staðar og geislar hennar hafa löngum haft lag á að smeygja sér viða. Þessi mynd er tekin I gegnum litið gat á gömlum og fallegum | réttarvegg, sem lengi gerði sitt gagn og gerir raunar enn. Markaður fyrir 500 þúsund fiskkassa Að sögn Indriða G. Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra Þjóðhátiðar 1974, hefur ekkert veriö ákveðið hvort annáll þessarar þjóðhátiðar;l974, verður skrifaður eöur ei, en eins og menn eflaust vita var það gert 1944 og mikil bók gefin út sem hét — Lýðveldishátiðin á Þingvöllum 1944. Indriði sagði hinsvegar að nefndin héldi öllum gögnum saman þannig að auðvelt yrði aö vinna annál um hátiðina. Ekki sagðist hann sjálfur vilja skrifa þá bók, til þess væri hann nálinu of nátengdur. Þá skrifaði Indriði að til þess að fá annál um hátiðina skrifaðan yrði að koma fram tillaga i Þjóðhátiðarnefnd 1974, þar sem skorað væri á rikisvaldið að láta framkvæma slikt verk. Þá væri illa komið hjá sögu- þjóðinni ef hún fengi ekki sina bók um þetta merkisár, skrif- aöar hafa verið bækur á tslandi af minna tilefni. —S.dór Eins og komið hefur fram í fréttatilkynningu, hefur verið stofnað félag til undirbúnings stofnunar fiskkassaverksmiðju hér á landi. Einn af stjórnar- mönnum þessa félags er Hörður Jónsson efnaverkfræðingur og höfðum viö samband við hann I gær og báðum hann segja okkur nánar frá þessu væntanlega fyrir- tæki og möguleikum þess hér á landi. Hörður sagði möguleika þessarar verksmiðju hér á landi mikla. Þegar menn fóru að velta þessu fyrir sér var búið að flytja inn 40 þúsund fiskkassa frá Noregi, en I dag er búið að flytja inn um 180 þúsund fiskkassa úr plasti og notkun þeirra vex stöðugt. Talað er um að taka fisk- kassa i notkun á næstu loðnu- vertið og jafnvel i Norðursjónum. Þá er kominn markaður fyrir um 200 þúsund kassa. Að sögn Harðar er reiknað með að markaðurinn hér á landi sé I heild um 500 þúsund kassar og einnig er reiknað með að þegar hann er mettur gangi um 15% kassanna úr sér á ári, sem þýðir að ársframleiðsla verksmiðj- unnar yrði um 75 þúsund kassar, sem er nægur markaður til þess að það borgi sig að setja verk- smiðjuna upp. Þar fyrir utan eru möguleikar á framleiðslu flutningapalla úr plasti, ölkassa og margskonar kassa og Iláta sem notuð eru i matvælaframleiðslu. Það er áætlað að þessi verk- smiöja verði reist á Akureyri i tengslum við Sjálfbjörg, og áð það félag sé að einhverju leyti þátttakendur i fyrirtækinu. Aætlað er að um það bil 10 manns vinni I verksmiðjunni til að byrja meö, en auðvitað fer það eftir þvi hve margvisleg framleiðslan veröur, hve margt starfsfólk verksmiðjan þarf. Hörður sagði að lokum að menn vildu hraða framkvæmd þessa máls sem frekast er kostur, þvi aö þótt ekki sé hugsað um meira en kassana, þá liggur á að verk- smiðjan komist sem fyrst af stað. —S.dór Gerir tilraunir til fœkkunar flugvargs Arni Heimir Jónsson liffræðingur hefur verið ráðinn af menntamála- ráðuneytinu til að gera til- raunir til fækkunar flugvargs, þ.e. svartbaks og hrafns i landinu. Einnig mun hann safna upplýsingum um tjón af völdum þessara fugla bæði i æðarvörpum og eins varðandi lambadráp þeirra. Mun Árni skila skýrslu til ráðuneytisins um þessi mál i haust. Arni mun hafa byrjað rann- sóknir sinar á Álftanesi, en þar er eitt af stærstu æðar- vörpum landsins. Siðan fer hann vitt um landiö og safnar upplýsingum og gerir til- raunir. Eins og oft hefur komið fram i fréttum hafa æðar- varpsbændur kvartað mjög undanfarin ár vegna ágangs flugvargs i varpi og þá ekki sist vegna mjög örrar fjölg- unar vargsins. Fram til þessa hefur lítið sem ekkert verið gert til fækkunar honum, enda hafa fuglafræðingar ekki viljað Ijá þvi niáli lið. A siðasta Búnaðarþingi kom fram tillaga til stjórnar Búnaðarfélags tslands um að hún hlutaðist til um það við menntamálaráðuneytið að hafist verði þegar handa um eyöingu svartbaks og hrafns. Stjórn Bt hefur svo unnið að þessu máli með þeim árangri að ráðuncytið hefur ráðiö Arna Heimi Jónsson til starfa i sumar og binda bændur miklar vonir við þetta starf hans og að þegar þvi er lokið verði hafist handa um fækkun á flugvargi. —S.dór Farfuglar Til eru tvær tegundir farfugla. Aðra geta menn barið augurn ef þeir lita til himins en hin til- heyrir mannkyninu og getur ekki flogið af eigin rammleik. Við kynnum þá siðarncfndu á bls. ©

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.