Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Miðvikudagur 17. iúli 1974 — 39. árg. —125. tbl. Úr ársskýrslu Framkvœmdastofnunar rikisins: Einkaneysla óx um 50% á 4 árum — fjármunamyndun yfir 80% Fjármunamyndun i sjávarútvegi og fiskvinnslu óx um verslun og skildum greinum um 15% að raungildi I ársskýrslu fram- kvæmdastofnunar ríkisins fyrir árið 1973, sem nýlega er komin út, er að finna margar athyglisverðar upplýsingar. Þar eru m.a. birtar töflur um þjóðarfram- leiðslu og verðmætaráð- stöfun á árunum 1969 — 1973 og fjármunamyndun áranna 1970-1973 Þarna kemur fram, að á árunum 1969 — 1973 hefur einkaneysla aukist á föstu verðlagi um kringum 50% samneysla um 25%, heildarf jármunamyndunin (atvinnuvegir og annað) um yfir 80% og vergar þjóðartekjur um u.þ.b. 44% Allt á föstu verðlagi A árunum 1970-1973 hefur fjár- munamyndun I atvinnuvegum þjóöarinnar aukist á föstu verö- lagi um nær 90% Fjármuna- myndun i ibúöarhúsabyggingum hefur á sama tima vaxiö um yfir 100 % á föstu verölagi og fjár- munamyndun i byggingum og mannvirkjum hins opinbera um kringum 25% einnig á föstu verð- lagi. Það er athyglisvert aö viröa fyrir sér, hvernig fjármuna- myndunin skiptist á hinar ein- stöku atvinnugreinar. Arið 1973 er fjármunamyndun I fisk veiðum og vinnslu sjávarafurða yfir fjórfalt meiri á föstu verölagi en 1970. Fjármunamyndun i land- búnaöi vex um kringum 60% 315%, en hjá þessi þrjú ár miöað viö fast verö- lag, en hins vegar er vöxturinn hjá flokkunum „Verslun, skrif- stofur,veitingar o.fl.” aöeins um 15% Ariö 1970 nam fjármuna- myndun i fiskveiöum og vinnslu sjávarafurða 20,8% af heildar- fjármunamyndun atvinnu- veganna, en 1973 var hlutur þess- ara greina kominn upp i 46,5% af heildarf jármunamyndum at- vinnuveganna. Hlutur verslunar- innar og skildra greina haföi hins vegar lækkaö úr 12,1% af heildar- fjármunamyndun atvinnuveg- anna niöur i 7,5%. MjöII Snæsdóttir Alþingi kémnr saman á morgun — 15 nýir þingmenn, þar af taka 7 sæti á þingi i fyrsta sinn Alþingi kemur saman til fundar á morgun, fimmtu- daginn 18. júli. Munu þing- menn fyrst vera við guðs- þjónustu i dómkirkjunni, en ganga siðan fylktu liði til alþingishússins til fundar i sameinuðu þingi. Aldursfor- seti, Guðlaugur Gfsiason, mun stýra fundi, þar til for- seti sameinaðs þings hefur verið kjörinn. Ekki er Ijóst, hvað alþingi mun sitja lengi, að þessu sinni, en ekki er ólikiegt, að þing- menn þurfi mánaðartima til að kanna leiðir til fikis- stjórnarmyndunar og sfðan að samþykkja nauðsynlegar að- gerðir i efnahagsmálum. Nýir þingmenn Allmiklar breytingar hafa orðiö á þingheimi i nýafstöðn- um kosningum. Aðeins Fram- sóknarflokkurinn hefur jafn- marga þingmenn nú og áður, eða 17. Fjöldi i þingflokkum hinna stjórnmálaflokkanna er nú sem hér segir: Alþýðuflokkur 5 (áður 6), Sjálfstæðisflokkur 25 (áður 22), Alþýðubandalag 11 (áður 10) og Samtök frjálslyndra og vinstri manna 2 (áður 5). 15 menn taka nú sæti á þingi en áttu þar ekki sæti áður. Allmargir þeirra hafa þó setið á þingi sem varamenn. Þessir nýju þingmenn eru: Stefán Jónsson, hann skipaði efsta sæti G-listans i Norðurlandi eystra. Var fyrir kosningar fyrsti varamaður landskjörinna þingmanna Alþýðubandalagsins. 7 af þingmönnum Fram- sóknarflokksins áttu ekki sæti á siðasta þingi: Ingi Tryggvason (Norðurl.eystra), Tómas Arnason (Austurl.), Jón Helgason (Suðurl.), Gunnlaugur Finnsson (Vestf.), Páll Pétursson (Norðurl. vest.), Halldór Asgrimsson (Austf.) og Þórarinn Sigurjónsson (Suðurl.). Fjórir þeir siðast- nefndu hafa aldrei setið á þingi fyrr, en hinir þrir mætt sem varamenn. 1 þingflokki Sjálfstæðis- flokksins eru sex menn, er ekki áttu sæti á siðasta þingi: Albert Guðmundsson (Rvik.), Eyjólfur Konráð Jónsson (Nl.vest.), Jón G. Sólnes (Nl.eyst.), Guðmundur H. Garðarsson (landskj.), Sigur- laug Bjarnadóttir (landskj.) og Axel Jónsson (landskj.). Þau Sigurlaug og Albert hafa ekki setið á þingi fyrr, en hinir mætt sem varamenn. t þingflokki Alþýðuflokks- ins er það Sighvatur Björgvinsson (landskj) einn, sem ekki hefur fyrr setið á þingi. Þingmenn SFVM sátu báðir á siðasta þingi. Alþingi hefur ávallt störf með fundi i sameinuðu þingi. Stýrir aldursforseti fundi, þar til forseti hefur verið kosinn. Aidursforseti mun vera Guðlaugur Gislason, en hann verður 66 ára 1. ágúst næst- komandi. Kjósa þarf embættismenn, forseta og ritara, skoða kjörbréf þingmanna, kjósa i nefndir og kjósa til efri deildar, en i henni sitja 20 þingmenn. Ekki er ljóst, hvað þessi störf taka langan tima. Unnt er að fresta fundi á hvaða stigi sem er , og er ekki óalgengt að i þetta fari meira en einn dagur, einkum ef ekki er ljóst, hvernig meirihlutamyndun á þingi verður háttað, eins og nú er. Hátiðarfundur 28. júli verður haldinn á Þingvöllum hátiðarfundur i sameinuðu þingi. Eitt mál verður á dagsskrá, tillaga til Framhald á 3. siðu. Fornleifarannsóknirnar við Suðurgötu: Korn og tuskubútur það nýjasta sem fundist hefur — Rabbað við Mjöll Snæsdóttur Eins og komið hefur fram i fréttum er unniö af kappi við fornleifarannsóknirnar við Suð- urgötuna I Reykjavfk, að baki húss Steindórsprents og Her- kastalans. Þar uppgötvuðu menn, að eitthvað merkilegt gæti verið að finna, þegar i ljós kom mikill öskuhaugur við grunntöku Stein- dórsprents á sinum tima. Þetta er þriðja sumarið, sem unnið er þarna við uppgröft, og hefur á þessum tima margt merkilegt komið I Ijós eins og raunar oft hefur verið sagt frá I fréttum. Fyrr i sumar fannst þarna ein- hverskonar barnaglingur, einna likast brúðu, og eins hefur fundist glerperla með gulli inni, sem talið er aö hafi verið gert af sparnaðarástæðum, sagði Mjöll Snæsdóttir fornleifanemi, er við hittum hana i Suðurgötunni þar sem hún var að grafa upp ásamt 10 félögum sinum. — Það nýjasta, sem upp hefur komið hjá okkur og ekki hefur verið sagt frá i fréttum, er tusku- dula og dálitið af korni, sennilega bygg, en það á þó eftir að ganga endanlega úr skugga um hvaða korntegund þetta er. Kornið fannst i dálitilli holu, sem hellum var hlaðið i kringum, gæti hafa veriö korngeymsla á sinum tima. — En varðandi glerperluna, sem ég sagði þér frá áðan, þá hafa tvær aðrar fundist hérna, I fyrra og hitteðfyrra. Þetta eru, eins og ég sagði, glerperlur með einhverju af gulli innani, og er talið, að þetta hafi verið gert i sparnaðarskyni, þar eö ódýrara var að skreyta perlurnar á þennan hátt en að kaupa ekta perlur. Og óneitanlega urðu þær fallegri eftir að búið var að setja i þær gull, sagði Mjöll Við uppgröftinn kemur i ljós að bæjarstæði hefur verið þarna, sennilega allt frá 10. öld. Kannski ekki alltaf Ibúðarhús, en ein- hverjar byggingar hafa þarna veriö. Það sýna rústirnar greini- lega. Nú vinna við uppgröftinn 11 manns. Else Nordahl, fornleifa- fræðingur frá Sviþjóð , veitir hon- um forstöðu eins og undanfarin sumur, en þar að auki vinna þarna 4 forleifafræðinemar, einn jarðfræðinemi, einn sem er að læra fornminjaviðgerðir og 4 að- stoðarmenn. Mjöll sagði, að unnið yrði áfram I sumar við uppgröftinn og eins næsta sumar en meira væri ekki ákveðið. Ahugi er á að grafa vfðar á þessu svæði, en hvort það veröur gert fer eftir þvi, hve mikinn áhuga borgaryfirvöld hafa á þessum ranhsóknum, þ.e. hve miklu fé verður varið til þeirra I framtiðinni. —S.dór Geir sendir bréf I gær sendi Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, formönnum annarra stjórnmála- flokka bréf, þar sem hann óskar eftir viðræðum um ástand og horfur i efnahagsmálum og um stjórnarmyndun. Formenn flokkanna hafa nú fengið i hendur nýja skýrslu frá Hagrannsóknadeild um ástand efnahagsmála nú um mitt þetta ár. Hann er ekki að kikja niöur I brunn eða holu pilturinn á myndinni. Hann er aöeins að rannsaka staðinn þar sem kornið fannst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.