Þjóðviljinn - 18.07.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.07.1974, Blaðsíða 1
ALÞINGI KEMUR SAMAN í DAG Alþingi kemur saman i dag kl. 2 aö lokinni guösþjónustu I dóm- kirkjunni. Þessi mynd var tekin af þingflokki Alþýöubandalags- ins sem kom saman til fyrsta fundar i gær. Frá vinstri: Eövarð Sigurðsson, Jónas Arnason, Magnús Kjartansson, Stefán Jóns- son, Heigi Seljan, Ragnar Arnalds, Lúövik Jósepsson, Karl Sigurbergsson (varamaöur Gils Guömundssonar), Geir Gunnarsson, Garöar Sigurösson og Svava Jakobsdóttir. (Ljósm. AK) Skattskráin á morgun Margir skattleysingjar á Suðureyri Skattskárnar eru nú óðum að verða tilbúnar svo skömm stund mun líða þar til landsmönnum gefst færi á að renna augum hver þeirra hlutur verður af greiðslum í ríkissjóð og bæjarsjóði i ár. Þeir 43.884 einstaklingar i Reykjavík, sem skatt skulu greiöa, fá tiöindin af sinum greiöslum á morgun, föstudag, Reyknesingar i byrjun næstu viku og Akureyringar aö likindum strax á mánudag. Súöfiröingar hafa fengiö sína skattseöla senda, og þar hefur skattskráin veriö lögö fram. Sagöi Gisli Guömundsson, hinn ötuli fréttaritari okkar á Suöur- eyri, aö þar væri margt ljótt aö sjáj margir núllistar væru þar i skránni og gilti einu hvort sá skattlausi væri atvinnurekandi eöa kaupmaður. Hins vegar sagöi Gisli, að greinilegt væri, að þeir, sem ættu ekkert nema eigin vinnu til aö lifa af, svo og eftirlaunin frá rikinu, þyrftu aö greiða vel sinn hlut. Lofar Gisli fréttabréfi á næstunni um skattlagningu á Suðureyri. —úþ Verður virkjað við Torfajökul? Viö Torfajökul, i allt að 1000 metra hæðyfir sjávarmáli, er eitt mesta háhitasvæöi landsins. Orkumálastjóri, Jakob Björnsson, sagöi blaöinu á dögunum, að Torfajökulssvæöiö væri vænlegt til þess að reisa þar gufuaflsstöö til rafmagnsfram- leiöslu, en á þvi væru þó vissulega ýmsir vankantar, eins og hæö svæðisins yfir sjó og aögangur aö þvi. 1 viðtali við blaðið, sem væntanlega verður birt næstu daga, sagði orkumálastjóri, aö verkefni Orkumálastofnunar væru með almesta móti i ár, enda fyrsta árið sem allar fjárbeiðnir stofnunarinnar heföu náð fram að ganga. Jakob sagði, að allt virtist benda til þess, að hagkvæmt væri að virkja Jökulsá á Fjöllum við Dettifoss, en athuganir eru einnig i gangi varðandi virkjun Jökuls- ánna tveggja i Skagafirði, við Blöndu og á Glámusvæðinu á Vestfjörðum. Á næsta ári mun Orkustofnun rannsaka virkjunarmöguleika á svæðinu suður af Dranga jökli, við Hverfisfljót og við Markarfljót. —úþ Ragnar Arnalds formaður þing- flokks Alþýðu- bandalags Á fundi þingflokks Alþýðubanda- lagsins i gær var Ragnar Arnalds endurkjörinn formaður þing- flokksins. Varaformaður þing- flokksins er Lúðvik Jósepsson og ritari Helgi Seljan. Spítalalæknar segja upp störfum Una ekki margföldu verkamannakaupi í gær höfðu 75 læknar við rikisspitalana og Borga rspíta I ann í Reykjavík sagt upp störfum. Læknafélögin standa ekki á bak við uppsagnirnar, en Ijóst er að óánægja með launa- kjör er ástæða þeirra. Læknar taka nú laun samkvæmt úrskurði kjaradóms, er féll 15. febrúar síðastliðinn. Dagvinnukaup spítalalækna er nú 80 til 120 þúsund krónur. Pétur Pétursson, starfs- mannastjóri rikisspitalanna, tjáði blaðinu i gær, að uppsagnir streymdu inn. 38 læknar hefðu sagt upp störfum. Sagði Pétur, að þær stöður, sem fyrst heföi verið sagt upp, hefðu verið aug- lýstar, en engar umsóknir hefðu enn borist. Taldi Pétur ljóst, aö orsök uppsagnanna væri óánægja með kaup, þótt þess væri hvergi getið i uppsagnarbréf- unum. Jóhannes Pálmason, skrif- stofustjóri á Borgarspital- anum, sagði, að skrifstofunni hefðu borist 37 uppsagnir lækna. Sú fyrsta tæki gildi 7. ágúst. Læknar hafa tveggja mánaða uppsagnarfrest. Sagði Jóhannes, að stöðurnar hefðu ekki verið auglýstar enn. Aðstoðarlæknar hefðu almennt ekki sagt upp, enda væru þeir margir ráðnir til skamms tima. Gisli Teitsson fram- kvæmdastjóri Heilsuverndar- stöðvarinnar i Reykjavik sagði, að sér vitanlega hefði enginn læknir þar sagt upp störfum nýverið. A Landakotsspitalanum fengum viö þær upplýsingar, að læknar þar væru ekki fast- ráðnir i venjuiegum skilningi, enda væri um séreignar- stofnun að ræða. óánægja Páll Þórðarson. framkvæmdastjóri Lækna- félags Reykjavikur og Læknafélags tslands vildi taka það fram, að lækna- félögin stæðu ekki á bak við þessar uppsagnir, en ljóst væri, að orsökin væri of lág laun. Læknar hefðu verið óánægðir með dóm kjaradóms i febrúar. Málið hefði verið sett i dóm, eftir aðeins einn samningafund. Sagði Páll, að Læknaféiag lslands hefði fyrir skömmu sent fjármálaráðuneytinu bréf um þessi mál, en ekkert svar hefði borist enn. Gott kaup Oft og tiðum er erfitt að segja til um, hvort menn eru á háu kaupi eða ekki. Langur vinnutimi og greiðslur fyrir ýmiss konar auka eða hliðar- störf geta gert það að verkum, að árslaun verða feykihá, þótt grunnkaupið sé lágt. Það er vitað mál, að læknar hafa úr stórum fjárhæðum að moða. En fyrir hvað þiggja þeir öll sin laun? An efa vinna s p i t a 1 a 1 æ k n a r mikla yfirvinnu, standa vaktir, og margir hverjir eru i einka- praxis og fá ósmáan pening út úr þvi. Fljótt á litið mætti þvi halda, að grunnkaupið væri lágt, þvi að einhver hlýtur orsökin fyrir óánægju læknanna að vera. Samkvæmt kjaradómi er fastakaup lækna með tilheyrandi verölagsupp- bótum þannig: Sérfræðingar hafa 116 til 120 þúsund krónur á mánuði fyrir 40 stunda vinnuviku. Aðstoðarlæknar hafa fyrir venjulega dagvinnu um 80 til 100 þúsund krónur á mánuði, og fer það eftir þvi i hvaða flokki þeir teljast vera. Fyrir hvern yfirvinnutima fá spitalalæknar 700-800 krónur, og er aldrei greidd yfirvinna fyrir skemmri tima en þrjár stundir, hvað sem raunveruleg vinna er mikil. Vaktir Eins og áður segir, vinna læknar ekki bara 8 tima á dag, og þvi bætist vaktaálag og aðrar greiðslur ofan á hin lágu laun. T.d. þurfa læknar að standa svokallaðar gæsluvaktir. 1 mörgun tilfellum er ekki rétt aö tala um að þeir staiidi vakt- irnar, þvi að þeir hafa rúm til að hviiast i. Fyrir þessar vaktir þiggja Iæknarnir dágott timakaup, a.m.k. myndi sérhver Dagsbrúnarmaður þakka fyrir að fá hátt á annað hundr, krónur á timann fyrir að hvila sig. En ekki er unnt að sofa á öllum gæsluvöktum. Læknar verða að sinna sinum sjúk- lingum ef eitthvað bjátar á. En læknum er bætt slikt rúm.rusk, eða eins og segir i kjaradómnum: ,,Sé læknir á gæsluvakt kallaður til starfa, ber honum yfirvinnukaup fyrir þann tima, sem unninn er, þó aldrei minna en tvær klst. fyrir útkall.” ó.P.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.