Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Laugardagur 7. september 1974—39. árg. 169. tbl.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Fundur á fimmtudag
Alþýðubandalagið i Reykjavik heldur félagsfund næstkomandi
fimmtudag kl. 20.30 i Lindarbæ.
Svava Jakobsdóttir, alþm., fjallar um stjórnarskiptin og stjórn-
málaástandið — og Eövarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, um
stööuna og horfurnar i verkalýðs- og kjaramálum.
Inntaka nýrra félaga. — Onnur mál.               Stjórnin.
Var það
manndráp?
Maður úrskurðaður í 30
daga varðhald vegna láts
aldraðs manns
Karlmaður hefur verið úr-
skurðaður i 30 daga gæsluvarð-
hald vegna láts Daniels Simonar-
sonar, 74 ára manns, sem fannst
látinn i rúmi sinu að Vesturgötu
26a i Reykjavik á miðvikudags-
kvöldið.
Rannsóknarlögreglan tjáði
Þjóðviljanum, að samkvæmt
vitnisburði mannsins, sem I
gæsluvarðhaldi situr, þá séu atvik
málsins þessi:
Fanginn kom að húsi Daniels og
spurði þar eftir einhverjum
manni. Sá maður var ekki stadd-
ur i húsinu, en Daniel bauð komu-
manni inn að ganga. Settust þeir
að drykkju, og kveðst komumað-
1 ur hafa verið alldrukkinn, sem og
Daniel heitinn.
Urðu þeir ósáttir og brátt flug-
ust þeir harkalega á. Tók maður-
inn til þess ráðs, að hann batt
hendur Daniels með  hálsbindi.
Siðar um kvöldið komu hjón,
sem búa i öðrum enda kjallara
sama húss. Þau sáu að eitthvað
var bogið við ástand Daniels og
kölluðu á lögregluna.
Réttarkrufning hefur farið.
fram, og benda bráðabirgða-
niðurstöður ekki til, að dauða
Daniels hafi borið að með óeðli-
legum hætti, en frekari rannsókn-
ir munu fara fram.
Lögreglan kveður þær fregnir
sem dagblaðið Visir hefur flutt af
málinu, vera sérlega villandi og
út i bláinn, enda ekki frá lögregl-
unni fengnar.          __qq
Sœvar fékk
verðlaun
6-landakeppninni i
skák er lokið. íslending-
ar höfnuðu naumlega i
þriðja sæti. Sævar
Bjarnason, sem keppti i
unglingasveitinni, hlaut
Næsti
fundur
ASÍ og
ríkis-
stjórnar á
miðvikudag
Fulltrúar rikisstjórnarinnar
komu ekki fram mcft neitt um-
fram það sem er i stjórnar-
sáttmálanum, sagði Eðvarð
Sigurðsson formaður Dags-
brúnar um fyrsta fund rlkis-
stjórnarinnar með viðræðu-
nefnd Alþýðusambandsins,
sem haldinn var i gærmorgun.
Ekkert nýtt kom fram á
fundinum, en skipst var á
skoðunum og málin rædd al-
mennt. Næsti viðræðufundur
er ákveðinn á miðvikudaginn i
næstu viku. Ekki vildi Eðvarð
láta hafa neitt eftir sér um
horfurnar á þessu stigí máls-
ins.
sérstök verðlaun i lok
mótsins fyrir flestar
unnar skákir.
Þjóðviljinn ræddi við Sævar i
gær, og sagði hann þannig frá lir-
slitum mótsins:
Vestur-þjóðverjar urðu I fyrsta
sæti eins og við var búist með 22
vinninga, danir höfðu 16 1/2 vinn-
ing, Islendingar 15 (unnu 3 sveit-
ir), sviar 15 (unnu 2 1/2), finnar
14, og norðmenn ráku lestina með
7 vinninga.
t siðustu umferð fóru leikar
þannig:
Ingvar og Björgvin gerðu jafn-
tefli, Jónas vann, Magnús, Sævar
og Guölaug^gerðu jafntefli. Crslit
við sviana voru sem hér segir:
Ingvar tapaði, Björgvin vann,
Jónas og Magnús töpuðu, Sævar
vann og Guðlaug tapaði.
Innbyrðis i islenska hópnum
komu vinningar, jafntefli og töp
þannig út:
Ingvar gerði fjögur jafntefli,
tapaði einni skák og hafði þvi alls
tvo vinninga.
Björgvin vann eina, gerði 2
jafntefli og tapaði tveimur, hafði
þvi 2 vinninga.
Jónas vann tvær, gerði eitt
jafntefli og tapaði tveimur, fékk 2
1/2 vinning.
Sævar vann þrjár skákir og
gerði tvö jafntefli, hafði fjóra-
vinninga.
Guðlaug vann tvær, gerði eitt
jafntefli og tapaði 2 skákum,
hafði þvi 2 1/2 vinning.
Þess skal getið, að islendingar
voru þeir einu sem unnu danina á
móti þessu.

mynd — gsp
A sjóvinnunámskeiði
Nú stendur yl'ir sjóvinnu-
námskeið i Reykjavflc með
þátttöku fólks viða að af land-
inu. Hörður Þorsteinsson veit-
ir þessu námskeiði forstöðu,
en hann hefur lengi verið
áhugamaður um að sllk nám-
skeið kæmust á. Námskeiðin
eru haldin á vegum mennta-
málaráðuneytisins, en kostuð
af Fiskifélaginu fyrir hönd
sjávarútvegsráðuneytisins, en
fyrrverandi sjávarútvegsráð-
herra, Lúðvik Jósepsson,
beitti sér fyrir þvi að nám-
skeið þessi kæmust á.
Námskeið það, sem nú
stendur, starfar i tveimur
gengjum. Annað gengið starf-
ar nú uppi i Sjómannasköla,
þar sem farið er yfir undir-
stöðuatriði siglingarfræðinn-
ar, og þá sérstaklega hvernig
best er aö kenna unglingum
þau fræði, en námskeiðið mið-
ar einmitt að þvi að gera þátt
takendurna færa til að kenna
bóklega og verklega fræði sjó-
mennskunnar i almenna
grunnskólakerfinu. Boklegu
kennsluna annast Hörður Þor-
steinsson, og eru það engir
aukvisar, sem við þann hluta
námsins fást þessa stundina.
þvi þar eru reyndir skipstjór-
ar og stýrimenn og aðrir
kunnáttumenn i sjómennsku.
I Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar voru hins vegar við
verklegt nám 8 manneskjur
undir öruggri handleiðslu Pét-
urs Ólafssonar, gamalreynds
sjóhunds á togurum og fragt-
skipum.
Þessir átta eru héðan og
þaðan að af landinu, og sagði
Pétur okkur, þegar við litum
þar við, að þeirsem námskeiðið
sækja væru ýmist kennarar
við barna eða unglingaskóla
eða  hyggðust  b.ióða  fram
krafta sina til þess að kenna
þar.
Eftir helgina fer sá hópur,
sem er undir handleiðslu Pét-
urs, að nema bókleg fræði
siglingavisindanna, en þá á
hópurinn að kunna netabæt-
ingar og splæsingar og hvern-
ig best er að kenna öðrum
fræðin.
Þegar Þjóðviljamenn litu
upp i Austurbæjarsköla voru
nemendur Péturs að læra að
bæta stykki i grófriðið net, svo
og virasplæsingu. Pétur sagði
að byrjað væri á að kenna
hnýtingar, en siðan tækju
vandasamari verkefni við.
Ein kona var i þessum hópi,
Alda Snæhólm, og mætti for-
dæmi hennar verða til eftir-
breytni fyrir kynsystur henn-
ar, svo islensk sjómannastétt
mætti verða bæði vel mönnuð
og kvennuð i framtiöinni.
-úþ
Graðhestur seldur
á 1,5 milj.
Reykvískur viðskiptamaður greiddi
hœsta verð sem þekkst hefur hér
fyrir fjögurra vetra graðhest
Náttfari, fjögurra vetra grað-
foli frá Ytra-Dalsskarði i Eyja-
firði var nýlega seldur fyrir hærri
upphæð en dæmi eru til um.
Náttfari var seldur fyrir 1.5
miljóni, og mun kaupandinn
vera Sigurbjörn Eiriksson fram-
kvæmdastjóri i Reykjavik, sem
áður var kenndur viö Glaumbæ.
Náttfari fékk hæstu einkunn og
verðlaun á landsmóti hesta-
mannafélaganna  á  Vindheima-
melum i sumar i þeim flokki
graðhesta sem hann var dæmdur
i.
Folinn er, svo sem vænta má,
sérlega glæsilegur, en hann er
undan Sörla á Sauðárkróki. Eig-
andi Sörla er Sveinn Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri.
Þvilikt verð sem þetta hefur
aldrei áður verið boðið i eða gefið
fyrir hest hér á landi, og sem
dæmi um hina öru þróun i verð-
lagningu hrossa má benda á, að
fyrir sex árum, þegar Sörli faðir
Náttfara var fjögurra vetra, buðu
útlendingar 100 þúsund krónur i
hann.
Það fylgir og sögunni, að eig-
andinn, Sveinn Guðmundsson,var
gerður að athlægi fyrir að láta
ekki folann fyrir það verð.
Hvor hagnast á viðskiptunum,
seljandi eða kaupandi?
Þessu er eflaust vandi að svara,
en Sigurbjörn mun eiga margar
hryssur, og innan tiðar á hann ef-
laust marga fola sem einhverjir
geta orðið jafnokar Náttfara, og
hvað skyldu menn bjóðati^ þá
Það er enginn vafi, að'Sigur-
björn veit hvað hann er að gera
með þvi að greiða 1,5 miljón
fyrir graðfolann. Það eru t.d.
miklar likur á að eftir þess met-
sölu rjúki verð á hrossum enn
upp, frá þvi sem verið hefur, og
þá vonast þeir til að græða, stærri
bógarnir i hrossaversluninni.
-GG
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12