Þjóðviljinn - 10.11.1974, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 10.11.1974, Blaðsíða 23
Sunnudagur 10. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23 Hvar er langamma? Hvar er amma? Hvar er mamma? Hvar er ég sjálf? Vorum við kannski aldrei til? Tað vildi verið íslendska mentamálaráðherranum til mikla æru . Svona spurningar koma fram í hugann, þegar flett er fslandssögunni sem kennd er í 7. bekk. Hún nær yfir tímabilið 1874—1944. Voðalega hafa verið margir og mikilvægir karlmenn í landinu á þessu tímabili, kvenmannslausir og barnlausir. Þorsteinn M. Jónsson skrifaði bókina. Bjarni Jónsson og Hall- dór Pétursson teiknuðu í hana myndir, svo eru margar Ijósmyndir að auki, eða samtals 134 myndir sé káputeikningin talin með, þó er bókin ekki nema 94 blaðsíður. Af hverju eru svo þessar myndir? Auðvitað eru þær langflestar af karlmönnunum, sem gerðu allt og stjórnuðu öllu og áttu allt! Af þeim eru 79 andlitsmyndir. Sumir eru með skegg, aðrir með gleraugu, og sumir bæði með skegg og gleraugu, en enginn þeirra brosir. Framan í hvern ættu þeir svo sem að brosa? Hvern annan kannski? Þeir eru alvar- legir af því þeir bera ábyrgð á öllu sem gert var í landinu — og þó. Það er mynd af einni konu. Hún heitir Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Hún stofnaði kvenfélag — varla hafa verið margir í því eins og kvenfólk virðist hafa verið sjald- gæft á þessum tíma. Svo eru 15 myndir af karlmönnum, þar sem þeir eru margir í hóp eða einn maður, það eru engar myndir af kven- fólki svona einu sér, þó hefur verið til fleira kvenfólk en Bríet, fyrst hún gat stofnað félag. Þrjár myndir eru af fjölskyldum. Þar sjást konur og börn. Fyrsta er kvöldvaka í baðstofu og sést heimilisfólk að störf- um og börn að leik, önnur myndin er úr sölubúð í Reykjavík, þar er fjöl- skyldufólk að versla, þá þriðju er varla að marka, þó fjölskylda sjáist flýja eldgos í bakgrunni. Þá eru karlmannshendur að rétta og taka á móti stjórnarskránni fremst og aðalatriði í þessari táknrænu mynd.. Þrjár aðrar myndir eru af körlum og konum. Þær eru: lestarferð, götumynd frá Reykjavík og mynd af Alþingis- hátíðinni 1930. Loks eru þrjár myndir úr atvinnulif inu af körlum og konum við fiskvinnu, og á einni þeirra sjást börn vinna við f iskbreiðslu. Hinar myndirnar eru svo af landslagi, tækjum eða mannvirkjum án þess fólk sé með. Tvær myndir eru af íþróttaiðkun. önnur sýnir drengi læra sund hjá karlkyns sundkennara, hin af glímumönnum. Myndir af tveim mál- verkum eru í bókinni — önnur af fjalli, hin af karlmanni að hvíla sig í f jallshlíð. Þá eru myndir af tveim myndastyttum önnur af karlmanni og dreng, hin af karlmanni með dauða konu á bakinu. — Þetta eru nú bara myndirnar. Hvernig skyldi textinn vera? Skrifið Kompunni og segið hvað ykkur finnst vanta í textann! KRAKKAR Sendið Kompunni teikningar, Ijósmyndir, sögur og vísur eftir ykkur sjálf Ef einhver krotaði á kennarann Eftir INGRID SJÖSTRAND Kennaranum likaði ekki að ég krotaði á Gústav Vasa i sögubókinni. — Hvernig þætti þér það ef þú værir Gústav Vasa og börnin krotuðu á þig? sagði kennar- inn. — Mér þætti það ágætt, sagði ég. En ef einhver krotaði á kennarann eftir fimm hundruð ár! Ég á við, að það eru ekki all- ir sem kæra sig um að láta krota á sig, eftir fimm hundruð ár! — Gústav Vasa var uppi fyrir 400 árum, sagði kennarinn snöggt. Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi. NAPÓLEON Eftir MIROSLAV HOLUB Börn, hvenær var Napoleon Bonaparte fædd- ur? spyr kennarinn. Fyrir þúsund árum, segja börnin. Fyrir hundrað árum, segja bömin. Enginn veit það. Börn, hvað var það sem Napoleon Bonaparte gerði? spyr kennarinn. Hann vann strið, segja börnin. Hann tapaði striði, segja börnin. Enginn veit það. Slátrarinn okkar átti hund segir Franki og hann hét Napoleon og slátrarinn var vanur að berja hann og hundurinn dó úr hungri fyrir ári. Og nú vorkenna öll börnin Napoleon. Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi. Völundarhúsið Hvorn innganginn á að nota til að komast stystu leið inn I hringherbergið?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.