Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Miövikudagur 26. marz 1975. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 11
Litla bikarkeppnin:
Breiðablik náði
jafntefli gegn
skagamönnum2:2
Blikarnir úr Kópavogi gerðu
heldur betur góða ferö upp á
Akranes sl. laugardag er þeir
léku gegn heimamönnum I Litlu
bikarkeppninni. Þeir náöu jafn-
tefli 2:2 gegn islandsmeisturun-
um og ekki bara þaö, heldur unnu
þeir upp 2:0 forskot skagamanna
og voru óheppnir að skora ekki
sigurmarkið i siðari hálfleik, þvi
þá áttu þeir m.a. stangarskot og
nokkur mjög góð marktækifæri.
Skagamenn réðu lögum og lof-
um i fyrri hálfleik og þeir Matt-
hias og Hörður Jóhannesson
skoruðu sitt markiö hvor, auk
þess sem Teitur Þórðarson átti
skot i stöng.
En i siðari hálfleik snérist
leikurinn við, þá voru það
Breiðabliksmenn sem sóttu mun
meira. Hinrik Þórhallsson og Þór
Hreiðarsson skoruðu sitt markið
hvor og jöfnuðu þar með 2:3.
Siðan áttu Blikarnir skot i stöng
og undir lokin komst Þór
Hreiðarsson einn innfyrir ÍA-
vörnina en mistókst að skora
sigurmarkið.
Bikarnir mega vel við una úr-
slit þessara 2ja fyrstu leikja sinna
i LB. Þeir hafa náð jafntefli gegn
gull- og silfurliðunum siðasta
Islandsmóts. Geri önnur 2.
deildarlið betur.
SæmdursilfurmerkiGLÍ
Þegar Landsflokkagllmunni lauk sl. laugardag gekk Kjartan Bergmann Guðjónsson form. Glimusam-
bands islands fram og kallaði til sin elsta þátttakandann i Landsflokkagllmunni, Pétur Sigurðsson, sem
stendur á fimmtugu en lét sig ekki muna um að taka þátt ikeppninni og ná 3. sæti I sinum þyngdarflokki.
Kjartan sæmdi Pétur þarna silfurmerki GLÍ fyrir langt og heilladrjúgt starf að glimumáium. A mynd-
inni sést Pétur þakka Kjartani heiðurinn.
íslandsmótiö í lyftingum
Hreinn bætti Islands-
metið um heil 85 kíló
og aðrir keppendur féllu í skuggann
fyrir heljarmenninu af Ströndum
Hreinn   Halldórsson   setur fslandsmet sitt á tslandsmótinu I
lyftingunn(Mynd: Einar)
Heljarmennið af Stróndum,
Hreinn Halldórsson, sem er
þekktari sem kúluvarpari en
lyftingamaður, tók að gamni sinu
þátt i Islandsmótinu i lyftingum
um siðustu helgi og gerði þar
slika hluti að áhorfendur sem
keppendur stóðu á öndinni.
Hreinn hefur ekkert æft
lyftingatviþrautina, en afl hans er
slikt að menn hreinlega trúðu
vart sinum eigin augum. Án þess
að kunna nokkra tækni i lyfting-
um bætti hann Islandsmetið i
yfirþungavigt um 85 kg. og setti
samtals 5 íslandsmet á mótinu.
Hreinn snaraði 150 kg. jafnhattaði
175,5 kg. eða samtals 325 kg.
Eldra samanlagða metið var 240
kg. Með meiri tækni gæti Hreinn
hæglega orðið einn besti lyftinga-
maður heims, sliku heljarafli býr
hann yfir.
i  þungavigt  sigraði  Oskar
Sigurpálsson, snaraði 130 kg. og
jafnhattaði 190, samtals 320 kg.
Oskar átti mjög góða tilraun i
jafnh. við 200 kg. en náði ekki
jafnvæginu.
í milliþungavigt sigraði Guð-
mundur Sigurðsson, snaraði 140
kg. en jafnhattaði 180 kg. eða
samtals 320 kg. Og i léttþungavigt
sigraði Arni Þór Helgason,
snaraði 105 kg. jafnhattaði 140 kg.
eða samtals 245 kg.
I næsta mánuði fer Norður-
landameistaramótið hér fram og
búast menn við eftir þessum
árangri að dæma að Island geti
þar náð 3. sæti i flokkakeppninni.
Þróttur
deild
Þróttur er kominn uppi 1. deild i
handknattleiknum. Liðið sigraði
KR 22:19 i siðasta leik sinum i 2.
deild sl. laugardag og þar með er
liðið komið.upp i 1. deild i fyrsta
sinn. Þróttur hlaut 23 stig, KA 21
og KR 20 stig.
Þróttarar geta þakkað Bjarna
Jónssyni öðrum fremur velgengni
sina i vetur. Bjarni hefur verið
þjálfari og leikmaður liðsins og
fyrir utan það að hafa verið góður
þjálfari hefur hann verið sá leik-
maðurinn sem bundið hefur liðið
saman i vörn og sókn, einmitt sá
leikmaður sem Þrótt hefur
vantað undanfarin ár, þvi alltaf
• hefur vantað herslumuninn hjá
Þrótti. Þetta er þvi mikill per-
sónulegur sigur fyrir Bjarna.
Fullyrða má að Þróttur eigi
fullt erindi uppi 1. deild. Liðið er
með þeim bestu sem komið hafa
upp undanfarin ár.      —S.dór
1. dcilitarlio Þröttar. isjariu jonsson þjálfari þess er I neðri röðlengst t.v.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16