Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.11.1975, Blaðsíða 11
Fimratudagur 13. nóvember 1975. . ÞJóÐVILJINN — SIÐA 11 ÞaB fordæmi mun bera ávöxt er timarliöa fram, verði þjóð okkar auðið lifs i sæmd. Þvi skulum við félagar eigi gráta „Björn bónda” i dag, held- ur ganga til verks og safna liði. Kjartan ólafsson. Halldór Ólafsson, ritstjóri tsa- firði andaðist i sjúkrahúsi i Reykjavik þann 2. nóv. s.l., 73 ára að aldri. Hann verður jarðsettur i dag frá ísafjarðarkirkju. Halldór var fæddur 18. mai 1902 á Kaldrananesi i Strandasýslu. 1 æsku átti Halldór heima á ýmsum stöðum i Strandasýslu, siðast á Gjögri við Reykjarfjörð, en við þann stað var hann siðan kennd- ur, i daglegu tali kallaður Halldór frá Gjögri. Halldór stundaði nám i Gagn- fræðaskólanum á Akureyri, og út- skrifaðist þaðan gagnfræðingur vorið 1923, en slikt þótti allgóð menntun i þá tið. Halldór var hinn mesti öðlingsmaður og drengur góður i hvivetna, enda hlóðust á hann margs konar félagsmála- störf, þar sem hann hafði tekið sér stöðu i fremstu viglinu hinna róttæku. I „rauða bænum” ísa- firði gerðist hann ritstjóri Skutuls 1928—1930, svo Baldurs til 1958, er það blað var lagt niður, en sið- an hefur Halldór verið ritstjóri Vestfirðings, blaðs Alþýðubanda- lagsmanna. Nú þegar Halldórs nýtur ekki lengur við, verður hans skarð vandfyllt hjá okkur Alþýðubandalagsmönnum á Vestfjörðum, bæði hvað varðar útgáfu Vestfirðings og önnur störf. Árið 1946 var Halldór ráðinn bókavörður við Bókasafn Isa- fjarðar og gegndi hann þvi starfi með mikilli prýöi til 1972, er hann varð að láta af störfum fyrir aldurs sakir. Þegar Átthagafélagi Stranda- manna á tsafiröi var hleypt af stokkunum, var Halldór kosinn formaður þess, og var hann það i nokkur ár. Römm er sú taug, er rekka dregur, föðurtúna til. Stranda- mannafélag okkar hefur gengist fyrir nokkrum hópferðum til föðurtúnanna, og var sú siðasta farin á nýliðnu sumri. Haldið var. norður i Arneshrepp, svo langt sem komist verður i rútubil. í bakaleiðinni var farið niður á Gjögur. Er þangað kom hafði ég eitthvað orð á þvi, að það tæki þvi ekki að fara út úr rútunni, þvi að hér væri ekkert að sjá. Halldór vinur minn var nú ekki á sama máli. Hann snaraðist út úr rút- unni og ég hreyfði engum frekari mótmælum. Mér sýndist reyndar sem Halldór hefði þangað erindi nokkuð, og það flaug fyrir i huga minum, að nú væri Halldór að kveðja sina hollvætti i siðasta sinn, hann ætti ekki afturkvæmt á Gjögur. Ég óska svo góðrar ferðar og heimkomu fyrir handan móðuna. Aðstandendum votta ég samúð. Helgi Björnsson, Hnifsdal Hinn 3. þ.m. barst mér sú frétt, að Halldór Ólafsson hefði látist á sjúkrahúsi i Reykjavik daginn áður. Með Halldóri er genginn einn staðfastasti og þrautseigasti forystumaður sósiaiisma á Vest- fjörðum. Kynni min af Halldóri voru einkum i sambandi við stjórnmálaafskipti og hófust ekki að ráði fyrr en haustið 1959, þegar farið var að undirbúa alþingis- kosningarnar, hinar fyrstu eftir kjördæmabreytinguna, sem sam- þykkt var á sumarþinginu. Úrslit kosninganna i júni 1959 þóttu ekki benda til mikils fylgis Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum. Menn voru þó bjartsýnir og töldu að með breyttri kjördæmaskipan hefði aðstaðan breyst okkur i hag, eins og siðar kom i ljós, i kosning- unum, sem fram fóru i október. Þá og siðar mun það einkum hafa hvilt á Halldóri, sem for- manni kjördæmisráðs að undir- búa og boða til þeirra ráðstefna, sem Alþýðubandalagið hefur haldið á Vestfjörðum. Ekki verð- ur með sanni sagt að alltaf hafi rikt lognmolla á þessum fundum. Sérstaklega minnist ég ráðstefn- unnar i september 1968, sem hófst á þvi að 13 fulltrúar gengu af fundi og sögðu þar með skilið við fyrri samstarfsmenn sina. Þá fannst mér að glögglega kæmi i ljós þrautseigja og staðfesta Hall- dórs, sem ekki haggaðist þótt á móti blési. Með óbifanlegri bjart- sýni hvatti hann okkur, sem eftir vorum, til áframhaldandi bar- áttu, sem skyldi miðast við það á næstu árum, að fylla i þau skörð, sem höggvist höfðu i raðir okkar. Ég hitti Halldór siðast á kjör- dæmisráðstefnu Alþýðubanda- lagsins, sem haldin var i Súg- andafirði 6.-7. september sl. Þegar ég kvaddi hann að fundar- lokum minntist ég á skipulag kjördæmisráðsins og hugmynd, sem ég hafði i sambandi við það. „Þetta þurfum við að hugleiða rækilega og ræða nánar siðar”, sagði Halldór að skilnaði. Nú hef- ur sú breyting á orðið, sem raskar þeim ráðagerðum. Alþýðubanda- lagið hefur misst einn reyndasta málsvara sinn á Vestfjörðum. Til okkar, sem eftir stöndum, ætti fordæmi Halldórs að vera hvatn- ing til áframhaldandi baráttu fyr- ir málstað sósialisma og verka- lýðs, uns takmarkinu er náð. Ég votta ástvinum hans mina innilegustu samúð. Guðm. Friögeir Magnússon, Þingeyri Arið 1946 flutti ég til tsafjarðar. Ekki hafði ég dvalið þar lengi er ég kynntist Halldóri ólafssyni. Við vorum pólitiskir samherjar og þvi eðlilegt, að leiðir okkar lægju brátt saman. Halldór hafði um langt skeið verið einn aðal forystumaður sósialista á Isafirði. Var það engan veginn auðvelt hlutverk. Flokkurinn var lengst af fálið- aður, en stjórnmálabaráttan óvenju hörð og óvægin þar sem tveir stórir flokkar börðust oftast um meirihluta i bæjarstjórn og um þingsæti. En Halldórhafði bjargfasta trú á lokasigri þess málstaðar er hann barðist fyrir og helgaði honum krafta sina til hinstu stundar. Hjá honum varð aldrei vart uppgjafartóns. Þáttur Halldórs i vestfirskri blaðaútgáfu verður seint of metinn. Hann gaf út um áratuga- skeið blaðið Baldur og siðar Vest- firðing, málgagn Alþýðubanda- lagsins á Vestfjörðum. Hann var allt i senn ritstjóri, blaðamaður, auglýsingarstjóri og innheimtu- maður. Og allt þetta annaðist hann i fristundum sinum og án minnstu þóknunar. Ég held mér sé óhætt að fullyrða, að Vest- firðingur hafi verið eina vest- firska blaðið, sem kom reglulega út seinni árin. Atti það áreiðan- lega stærsta þáttinn i þvi að verstfirsk blaðaútgáfa lognaðist ekki út af. Halldór var tiður gestur á heimili minu meðan ég bjó á tsa- firði. Minnist ég margra ánægju- legra stunda með honum. Ekki var sist ánægjulegt að fá hann i heimsókn er einhver ótiðindin spurðust utan úr heimi. Vissu- lega urðum við báðir fyrir von- brigðum með marga hluti. Hann tók öllu með ihugulli ró og stillingu. Að leiðarlokum færi ég honum minar bestu þakkir fyrir viðkynn- ingu og vináttu sem ekki gleymist. Guðraundur Árnason róttækasta blaðsins i bænum, — allt til dauðadags. Hálf öld er langur timi á kvarða mannsæfinnar, og ekki þarf að hugsa sig lengi um til að fullyrða, að af pólitiskum ritstjórum is- lenskra blaða þriðja áratugsins stóð Halldór að sjálfsögðu fyrir löngu einn eftir i starfi (timarit þá undanskilin). Hann var allra manna þraut- seigastur, — það orð segir reynd- ar meira um manninn en nokkuð orð annað. Hér verða ekki talin öll þau fjöl- mörgu trúnaöarstörf, sem Hall- dór ólafsson gegndi um dagana fyrir stjórnmálahreyfingu is- lenskra sósialista, enda yrði það æði löng runa. En þakkir skulu færðar að leiðarlokum frá flokki okkar, Alþýðubandalaginu fyrir það allt. Nú um stundir er i tisku i stjórn- málum að vegsama ungdóminn, ogmargir telja flesta þá, sem náð hafa fimmtugsaldri, hins vegar dagaða uppi i pólitik. Slikt má fara nærri lagi, en eitt er vist, að undantekningar eru þá frá þeirri reglu, sem flestum öðrum. Það sannaðist m.a. á Halldóri ólafs- syni, sem við kveðjum nú. Þótt orðinn væri 73 ára gamall, þótti hann enn fyrir tveimur mánuðum sjálfkjörinn sem formaður kjör- dæmisráðs Alþýðubandalags- manna á Vestfjörðum, auk þess að gegna starfi ritstjóra Vestfirð- ings.Slikum erekkifisjað saman. Þegar Alþýðubandalagsmenn á Vestfjörðum halda i ferð sina á Strandir að sumri, mun margur sakna vinar i stað, þar sem Halldór var. En fordæmi hans og þeirra hinna, sem aldrei spurðuumeigin hag, voru aldrei hálfir en alltaf heilir i baráttunni, — það fordæmi lifir. Ilalldór ólafsson talar á útifundi á isafirði 1. mai 1933. Kratarnir fóru að hreinsa burtu allt það róttæka úr sinum herbuðum. Þá var Kommúnistaflokkurinn stofnaður. Halldór Ólafsson var einn af stofnendum hans. Árið 1934 var eitt sinn auglýstur fundur i verkalýðs- félaginu og ekkert sagt hvað ætti að vera til umræðu en mjög agiterað bak við tjöldin hjá krötunum. Við fengum einhverja nasasjón af þvi að það ætti að reka okkur fjögur: Halldór ólafsson, Karitas Skarphéðinsdóttur, Eyjólf Arnason og mig. Kratarnir hóuðu saman og nú skyldi slagurinn standa. Það var mjög fjölmennt, alveg fullt hús og flest af þeirra fólki vissi vist hvað það átti að gera. Svo kom fram karl og fór að tauta einhverja tillögu og þær héldu kerlingarnar að hann hlyti að vera með okkur þessj maður og byrjuðu að garga: Ilvað er þetta? Ætlar hann nú að halda ræðu? Hann Gvcndur ponta! Ha, ha. Hann Gvendur ponta að halda ræðu! Þá brosti Finnur svo hýrt og vinglaði hendinni framan i fólkið. Nú, já, við megum ekki strax. Við eigum að hlusta, sögðu kerlingarnar. Þá kom fram tillagan, sem karlinn var fenginn til að flytja, að þessum fjórum, sem ég nefndi áðan, væri vikið úr félaginu fyrir það að standa uppi i hárinu á þeim sem ættu að ráða. Já, Finnur varð ákaflega náðugur á svipinn og stóð upp og spurði hvort hann mætti, með leyfi tillögumanns, koma með viðaukatillögu: Sarat skulu þessir hafa vinnuréttindi þar til öðru visi verður ákveðið. Ég man eftir þessu. Um þessa atburði finnst ekki staf- krókur i furidargerðarbókum verkalýðsfélagsins. Svo fór fram atkvæðagreiðsla. Fyrirfram var ákveðið að engar ræður skyldu fara fram nema það átti að veita mér 5 minútur svona i kveðjuskyni af þvi að ég þótti lélegasti ræðumaðurinn. Þeir voru svona horskir. Tillaga þessi var samþykkt með 120 atkvæðum að þvi er mig minnir, en 80 voru á móti. Þannig var brottreksturinn framkvæmdur. Og þar við sat. Við vorum rekin úr vinnu. Halldór Ólafsson var hér i bæjarvinnu. Hann var nokkurs konar skjólstæðingur verkstjórans, Guðmundar Kristjánssonar, sem var mjög vandvirkur maður, dýrfirðingur eins og ég—en krati. Ég held að Guðmundur hafi verið snyrtivirkasti verkstjóri sem bærinn hefur átt. Ég var að frétta látið hans núna. Hann fór ekki eftir þvi hvaða skoðanir menn höfðu heldur hvað þeir voru lagnir við verkið. Hann gerði allt sem hann gat til þess að halda i Halldór. Svo var honum alveg fyrir- skipað að hann megi ekki láta hann hafa nokkurn hlut að gera. Herferðin gegn hinum róttæku var sú að þeir yrðu að flýja úr bænum og allt mögulegt yrði gert til að þeir hefðu ekki að éta. Þar var Halldór harðast úti þvi hann hafði engan bakhjarl. Arið 1936 varð hann að flýja úr bænum og gerðist þá vinnumaður hjá bróður Gunnars Benediktssonar á Gljúfri i ölfusi. Hér fara á eftir nokkrir kaflar úr einkabréfum lrá Halldóri sem sýna best hvernig ástandið var vorið 1937: Það er eins og maður gcti hvergi fengið að þræla fyrir sér, og ekki býsl ég við að mikla þýðingu liafi fyrir mig að koina heim, þar eru sjálfsagt nógir ura þau fáu hand- tök scm eru og svo eru sveltitilraunirnar sjálfsagt ennþá i fullu gildi. Já, það er i sannlcika sagt helviti hart að geta ekki verið heima. Þú liefur sjálfsagt l'rétt að ihaldið. Bændaflokkurinn og Nasistar hafa nú myndað „breiðfylkingu" gegn sosial- isinaniim.. Ég læt hér fylgja visur um þessa „breiðfvlk- ingu” afturhaldsins: Til að ógna almcnning, efla Kveldúlfsvaldið, hundist hefur „breiðfylking” hölvað afturhaldið. Þamiig ætlar auðvaldið eftir Hitlers kenning leggja bönd á lýðræðið, lýðsins heill og menning. Og á möti þessu dugar aðeins samfylking fölksins og harátta fyrir lýðræði og atvinnu, frelsi og sosialisma. Ég treysti ykkur til að afhjúpa þessa „breiðfylkingu" og tilgang hennar, og þið þurfiö að leggja mikiö kapp á að vinna lylgi Irá ihaldinu. Mér er auvitað ljóst að þið hafið við rauiiua andstæðinga að etja, sem einskis svifast og geta beitt bæði atvinnukúgun, peningum og kerlingum i kosningaharáttunni, en það dugir ekki að láta slikt á sig la, og eitt er ég viss uin, stcinningin á fundunum verður ykkar megin, svo framarlega sem ykkur tekst að afhjúpa blekkingar ibaldsins og sýna fram á að krata- broddaruir standa nióti ciningu vinstriflokkanna i kosningunum. og ég er viss mn að ykkur tekst þaö. Hér mælir hinn ódeigi baráttumaður. Útlegð Halldórs entist i 7 ár. Árið 1946 misstu kratar meirihluta i bæjar- stjórn tsafjarðar og Halldór vat' ráðinn bókavörður. Þvi starfi gegndi hann siðan i mestu trúmennsku. (Guðjón Ft'iðriksson færði i letur eftir frásögn Jóns Jóns- sonar skraddara á Isafirði).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.