Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Miðvikudagur 9. júnil976—41. árg. —123. tbl.
Aukin goshætta
við Kröflu
Landið hefur risið um tœpan
metra á nokkrum vikum
— jarðskjálftum fœkkar ekki
Vísitalan tœp 15 stig
yfir rauða strikið
9% kauphækkun
A þessu landsvæði hefur land ris-
iö um tæpan metra i nokkrum
vikum.
Samkvæmt tölum hagstof-
unnar var vlsitala framfærslu-
kostnaðar koinin upp i 578,64
stig þann 1. júní S.l. Það þýðir i
raun að framfærslukostnaður i
landinu hafi hækkað um tæp
18% á siðustu sjö mánuðum, en
1. nóv. s.l. var visitala fram-
færslukostnaðar 491 stig.
1 almennu kjarasamningunum
sem undirritaðir voru 28. febrú-
ar s.l. var kveðið á um, að
„rauða strikið" skyldi miðað
við 557 stig. Það var þó bundið
þeim skilyrðum, að dregin
skyldu frá þau stig sem stafa af
hækkunum á launalið bóndans
og hækkunum á áfengis- og tó-
baksverði. Þegar sú hækkun
hefur verið dregin frá verður
niðurstaðan sú, að kaup skal
hækka um 2,67% þann 1. júli
n.k., þvi að i stað þess að miða
hækkunina við 21,64 stig er að-
eins miðað við tæpra 15 stiga
hækkun.
Að auki kemur svo til fram-
kvæmda um næstu mánaðamót
áfangahækkun um 6% sem
samið var um I kjarasamning-
unura i febrúar og er 2,67%
hækkunin reiknuð ofan á kaupið
þegar sú hækkun er tekin með,
þannig að alls hækkar kaup um
8,88%.
Þessi tæpra 9% kauphækkun
1. júli nægir þo ekki til að færa
kaupmátt launa i sama horf og
hann var I nóvember s.l., en
nánar er um það atriði f jallað i
leiðara Þjóðviljans I dag. í mai-
mánuði einum nam hækkun á
visitölu framfærslukostnaðar
13,1 stigi, sem gerir 2,32% i
þeim mánuði.
— Við teljum að hættan á gosi
við Kröflu sé meiri nú en var fyrir
nokkrum vikum og ástæðan er sú
að landið er tekið að rfsa á ný á
þvi svæði sem jarðsigið varð mest
i gosinu f vetur, og auk þess hefur
jarðskjálftum ekki fækkað. Þeir
eru að visu ekki finnanlegir, að-
eins mælaniegir, en þeim hefur
ekki fækkað frá þvi sem var I vet-
ur, og ég tel að ástæða sé til að
vera vel á verði, sagði Axel
Björnsson jarðeðlisfræðingur,
einn þeirra starfsmanna Orku-
stofnunar sem fylgist náið með
ástandinu við Kröflu.
Axel sagði að i gosinu i vetur
hefði landið I norðurhluta Hlfðar
dals sigið um 1,5 m. miðað við
suðurhlutann, en á undanförnum
vikum hefur orðið vart við að
landið væri farið að risa á ný og
hefur það hækkað aftur sem nem-
ur 1/3 hluta þess sem það seig og
nú uppá siðkastið hefur það risið
sem svarar 1/2 sm. á dag.
Eftir að mesta jarðskjálfta-
hrinan gekk yfir eftir gosið,
mældust veikir skjálftar sem
varla fundust nema á mæla.
Þessir skjálftar hafa ekki
minnkað eins og búist var við, og
eins og eðlilegt hefði verið, ef ró
væri að komast á á svæöinu,
heldur hafa þeir haldið áfram
undanfarið og verið stöðugir sl. 6
vikur.
Axel sagði að það væri þvi
greinileg hreyfing á landinu
þarna, og i sambandi við skjálft-
ana sem stöðugt halda ái'ram þá
hafa þeir fært sig, þannig að
komið hafa fram skjálftar á
Námafjallssvæðinu, mun sunnar
Axel   Björnsson
fræðingur.
jarðeðlis-
heldur en áður var, og það hafa
mælst þetta 10—15 skjálftar á
sólarhring. Þá hefur magn og
gassamsetning í holunum breyst.
Ekki sagðist Axel þora að spá
neinu um það hve hátt landið
mætti risa á þessu svæði án þess
að alvarleg hætta væri á gosi. —
Það og ýmislegt fleira er einmitt
það sem við erum að velta fyrir
okkur þessa stundina, en mörgu
er mjög erfitt að svara i þessu
sambandi, en þaö er alveg ljóst að
ástæða er til að fylgjast mjög vel
með öllu sem þarna gerist, eins
og gert hefur verið i vetur, þar
má alls ekki slaka á, sagði Axel
að lokum.            —S.dór
Snýst nú ,,öll heimsins frægð" upp I ramma alvöru?
Hundertwasser gef ur
út verk Dunganons
Sýningin f Bogasal á þeim
furðuheimi, sem Karl Einarsson
Dunganon, hertogi af Sánkti
Kildu, gerði sér, hefur vakið
mikla athygli. Nú er engu likara
en að austurrfski málarinn
Hundertwasser muni taka hönd-
um saman við Halldór Laxness
um að tryggja Dunganon heims-
frægð — en Halldór hefur skrifað
um hann.tvær sögur merkar, eins
og kunnúgt" er.
Ihindertwasser mun hafa setið
þrjár stundir samfleytt yfir
handaverkum Dunganons nú um
hélgina og látið sfðan uppi mikia
aðdáun á þeim frumlega ævin-
týraheimi sem hertoginn skapaði
sér. Hefur hann farið fram á leyfi
til að gefa út bók litprentaða með
verkum Dunganons og það er lik-
legt, að með þvi öfluga út-
breiðslukerfi sem starfar að vel-
gengni Hundertwassers, þá muni
bók sú viða fara.
fslenska rfkið hefur þegið i arf
verk Dunganons, en Listasafn ts-
lands mun ekki hafa sýnt þeim
neina sérstaka hrifningu til
þessa.
Yfirvinnubann
útvarpsmanna
Efni um Listahátíð á opnu
Ráðuneytið
á næsta leik
Landsmenn hafa óþyrmi-
lega orðið varir við yfirvinnu-
bann starfsfólks hljóðvarpsins
yfir hvitasunnjhelgiria og þá
alveg sérstaklega hvað við-
kom fréttum sem voru alls
engar hvitasunnudagana. Það
skiptir kannski minna máli
hvort klassiskri tónlist er út-
varpað beint af hljómleikum
eða af plötum, eftir þvi taka
menn litið.
—  Það hefur nákvæmlega
ekkert gerst i málinu, við höf-
um ekki verið boðuð á sátta-
fund og yfirvinnubannið
heldur áfram, sagði Dóra
Ingvadóttir sem á sæti i nefnd
þeirri er f jallar um málið fyrir
starfsmannafélag hljóðvarps-
ins.
— Eina sem við okkur hefur
verið sagt, er að skila inn
kröfugerð og greinargerð til
kjaranefndar eins og öll önnur
félög eiga að gera fyrir kl. 17 á
morgun (i dag), annað er það
ekki, sagði Dóra.
Aðspurð sagðist hún ekki
vita neitt um það hvort starfs-
fólk sjónvarpsins færi einnig i
yfirvinnubann; það yrði bara
að koma i ljós ef svo færi.
—S.dór
Piltur drukknaði
og stúlkur
slösuðust
Þvi miður varð hvitasunnu-
helgin, þessi mikla ferðahelgi
ekki stórslysalaus. Ungur
piltur, Þórólfur Tryggvason
frá Litla Hamri i öngulstaða-
hreppi.féll af hestbaki á Núpá
sl. laugardag og drukknaði.
Hann var ásamt fleira fólki að
reka fé þegar slysið varð.
Þórólfur var með tvo til reiðar
og mun hestur sá er hann sat
hafa hrasað i ánni, en óvenju
mikið vatn var í henni og féll
Þórólfur af baki.
Þrátt fyrir mikla leit sam
ferðamanna hans, fanst lik
Þórólfs  ekki  fyrr  en  undir
Framhald á 14. siðu.
Þýskur togari strikaður út af skrá
t gær voru hér við land 49 er-
lendir togarar og 19 erlendir
bátar að veiðum, allt sam-
kvæmt samningum sem rfkis-
stjórnin hefur gert við hin ýmsu
riki. Samtals þvi 68 erlend skip
að veiðum innan landhelginnar.
Það voru 24 bretar 21 þjóðverji,
2 belgar og 2 færeyingar.
Þá gerðist það sl. sunnudag
við veiðarfæra - könnun sem
landhelgisgæslan framkvæmdi
hjá færeyskum belgiskum og
þýskum togurum hér við land að
v-þýski togarinn „Bremer-
haven" reyndist vera með ólög-
leg veiðarfæri.og eftir að þýska
eftirlitsskipið hafði staðfest
þetta, var togarinn strikaður út
af listanum yfir þá þýska togara
sem hér mega veiða og kemur
ekki annar togari i hans stað.
Poki þessa þýska togara
reyndist vera klæddur þannig
að möskvastærðin var ekki
nema 40 mm. en á að vera 135
mm. Hér var þvi um fádæma
gróft brot að ræða. Mun land-
helgisgæslan litið sem ekkert
hafa getað haft eftirlit með
veiðarfærum erlendra skipa hér
við land, en nú mun ákveðið að
efla þetta eftirlit verulega.
-^S.dór
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16