Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Fimmtudagur 17. júni 1976—41. árg. —130. tbl.
Þjóðviljinn flytur lands-
mönnum árnaðaróskir
á lýðveldisafmælinu
Skoðanakönnun
á Italiu:
Vinstri-
flokk-
arnir
eflast
RÓM 16/6 Reuter — Niðurstöður
skoöanakönnunar, sem Rómar-
blaðið La Republica lét fram fara
i dag, benda til þess að fylgi
vinstriflokkanna fari vaxandi og
vanti þá nú aðeins 2% á ao fá
helming allra atkvæöa.
1 Ef úrslit kosninganna verða i
samræmi við skoðanakönnunina,
munu hvorki vinstriflokkarnir né
hægri — miöflokkarnir fá meiri-
hluta I kosningunum. Jafnframt
lýsti de Martino, leiðtogi Sósial-
istaflokksins, yfir þvi aö flokkur
hans myndi engan hlut eiga að
næstu rlkisstjórn nema þvi aöeins
að Kommúnistaflokkurinn ætti
aðild að henni.
Niðurstöðurnar benda til þess
að Kristilegi demókrataflokkur-
inn, sem verið hefur stærsti flokk-
ur landsins frá striðslokum, muni
fá 34,4% atkvæða, Kommúnista-
flokkurinn 32,9% og Sósialista-
flokkurinn, sem er sá þriðji
stærsti, 12,5%. Samkvæmt þessu
hefur fylgi kristilegra demókrata
heldur minnkað siðustu vikuna en
fylgi kommúnista og sósialista
aukist. Lockheed-hneykslin eru
talin valda miklu um fylgistap
kristilegra demókrata, en hins
vegar mun það hafa komið
kommúnistum og sósialistum til
góða að ýmsir áberandi kaþólikk-
ar, sem i vissum málum hafa
staðið upp i hárinu á Vatfkaninu,
hafa lýst yfir stuðningi við þá,
Talið er að hægri- og miðflokk-
arnir geti náö þingmeirihluta
meö stuðningi fasistaflokksins
MSI, en enginn italskur stjórn-
málamaður utan þess flokks
hefur til þessa viljað láta i það
skina að samstarf við hann komi
til greina.
Alltí
óvissu
Að sögn Björns Halldórssonar
hjá fræðsluskrifstofu Reykjavik-
ur hefur enn engin ákvörðun verið
tekin um það hvað gert verður við
húsnæðið i Miðbæjarbarnaskól-
a ii u in næsta vetur eftir að
Menntaskólinn við Tjörnina, sem
svo hefur heitið undanfarin ár,
flytur úr húsinu og fær inni i
Vogaskóla.
Björn sagði að mikið hefði verið
rætt um hvað gera ætti við hús-
næðið en ákvörðun ekki verið tek-
in nema hvað Námsflokkar
Reykjavikur sem voru I þessu
húsnæði meðan barnaskóli var
þarna, fá nú aftur inni i Mið-
bæjarskólanum með kvöld-
kennslu sina.
Einu sinni var rætt um að
Fósturskólinn fengi húsið, en nú
hefur hann fenguð nýtt húsnæði
og taldi Björn ekki ólíklegt að ein-
hver sérskóli fengi þarna inni
næsta vetur, en ákvöröun um
þetta mál allt er ekki langt
undan.
—S.dór
i gær var unniö viö að reisa palla á Lækjartorgi en þar veröur barnaskemmtun um
miðjandagÉdag, 17. júní. — Mynd—eik.
Meira en helmingur
þjóðarinnar fœddur
á lýðveldistímanum
Sumarferð
Alþýðubanda-
lagsins -
sjá siðu 16
og17
Meira en helmingur islendinga
er fæddur á lýðveldistimanum.
íbúaf jöldi á tslandi er i dag um
220.500 og þar af eru 131.600
fæddir eftir 17. júni 1944, að sögn
Guðna  Baldurssonar hjá  Hag-
stofu íslands.
Lýðveldisárið 1944 i árslok voru
islendingar samtals 127,791,
þannig að á þeim 32 árum sem
liðin eru siðan hefur islendingum
fjölgað um 92.709. Það hafa þvi
38.891 islendingur látist siðan
1944.
—S.dór
Þjóðhátiðar-
efni á siðum
12,13,14 og 15
Elkem heldur áfram
Að sögn Gunnars Sigurðssonar,
stjórnarformanns islenska járn-
blendifélagsins, bendir margt til
þess, að strax i haust verði hafist
handa að nýju við framkvæmdir á
Grundartanga, en sem kunnugt
er lögðust þær niður er auðhring-
urinn Union Carbide dró sig út úr
fyrirhugaðri stofnun járnblendi-
verksmiðju á staðnum.
Um leið og það var ákveðið i
byrjun þessa árs, var rætt við
norska fyrirtækið Elkem Spiger-
verket a/s og þvi boðin þátttaka i
stað UC. Hafa samningaviðræður
siðan staðið yfir og mátti heyra á
Gunnari, aö litið væri eftir nema
lausn tæknilegra samkomulags-
atriða. Gifurlegir fjármunir
munu tapast vegna ákvörðunar
Union Carbide um að hætta þátt-
töku og verður sá auðhringur að
bera allt fjárhagslegt tjón af þvi
og greiða skaðabætur. Hefur ver-
ið gerður samningur þar sem
kveðið er á um 4,6 miljón banda-
rikjadala um „lausnargjald" og
er sú fjárhæð talin fullnægjandi
til þess að islenskir aðilar sleppi
skaðlaust frá þessu ævintýri.
Skuldbindingar járnblendifé-
lagsins viö ýmsa aðila eru fjöl-
margar. Sú stærsta er þó gagn-
vart Landsvirkjun, en frá og með
1. janúar 1978 verður járnblendi-
félagið að greiða henni hvorki
meira né minna en eitt hundrað
sextiu og fimm þúsund banda-
rikjadali á hverjum mánuði fyrir
rafmagn. Er þó fyrirsjáanlegt að
rekstur verði alls ekki kominn i
gang er þær greiðslur hef jast. Sú
orka sem þar er keypt nýtist þvi
ekki en verður engu að siður að
greiðast.
Norska fyrirtækið Elkem er eitt
af stærstu fyrirtækjum heims á
sviði járnblendiframleiðslu og i
útreikningum sinum munu þeir
hafa komist að þvi, að rekstrar-
möguleikar verksmiðjunnar á ts-
landi væru ágætir. Ekki er hægt
að nýta nema mjóg litinn hluta
allrar þeirrar undirbúningsvinnu
sem unnin hefur verið vegna
Framhald á bls. 22
Yfir 250 „á götunni"
Gera má ráð fyrir að eftir-
spurn eftir menntaskóianámi sé
u.þ.b. 10% meiri nú en oftast
áður og samtals eru um 850 um-
sóknir eftir námi næsta vetur
hér i höfuðborginni einni.
Skólarnir i Reykjavik taka hins
vegar ekki nema um 600 nem-
endur samtals og þar við bætist
að skólinn i Kópavogi er löngu
yfirfullur og verður að öllum
íikindum nauðsynlegt að vlsa
þaðan fjölda manns til höfuð-
borgarinnar.
t samtali við Heimi Þorleifs-
son kennara i MR, sem á sæti i
nefnd þeirri sem árlega reynir
að jafna  niður nemendum  á
menntaskólana, kom fram, að
aðsókn er minni en buist var viö
t.d. á tsafirði og i Hafnarfirði.
Þangað verður straumnun beint
að einhverju leyti auk þess sem
menntadeildir á höfuðborgar-
svæðinu taka við hluta nem-
enda. Þannig er reiknað með
að unnt verði að koma öllum
einhvers staðar fyrir, en vand-
inn er meiri en oft áöur.
Hver menntaskólanna þriggja
i Reykjavik ræður við um 200
nýja nemendur árlega, en
löngum hafa menn mátt sitja
þröngt og mikið verið þjappað
saman. Heimir sagði að þess
væru alls engin merki að menn
teldu menntaskólanám slæma
fjárfestingu þessa dagana,
þvert á móti virtist áhuginn
mikill og þess mætti geta að fólk
t.d. úr Breiðholti sæktist að þvi
er virtist frekar eftir námi i
menntaskóla heldur en námi i
menntadeild fjölbrautarskólans
sem þar starfar, en hann getur
útskrifað stúdenta að loknu
fjögurra ára námi.
Umsóknum utan af landi og
annars staðar þaðan, þar sem
fólk þarf að yfirgefa heimili sin
vegna skólanámsins, verður
beint i heimavistarskólana eins
og frekast er unnt og þannig
reynt að létta  á  reykviskum
skólum.
Breyttar reglur um inntöku i
menntaskóla virðast hafa aukið
aðsóknina töluvert, en nú er lagt
mat á námsárangur úr gagn-
fræðaskólum bæði i svo-
kölluðum samræmdum grein-
um og svo hins vegar i svo-
ne'ndum skólaprófsgreinum.
l'nn hefur samræmingar-
nefndin sem Heimir á sæti i ekki
séð leið til lausnar vandans,
sem skapast hefur vegna þess-
ara mörgu umsókna, en ef að
likum lætur gengur þó dæmið
upp að lokum, eöa sú hefur
a.m.k. verið reglan hingað til.
—gsp
J
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24