Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Miðvikudagur 23. júni 1976. —41. árg. —134. tbl.
Surnarferð Alþýðu-
bandalagsins 27.júní
Hákon Guömundsson formaður
Landverndar veröur aðalræðu-
maður i Sumarferð Alþýðubanda-
lagsins á sunnudaginn kemur.
Flytur hann ræðu sina á fögrum
staö á Selhöföa i Skriðufellsskógi
i Þjórsárdal.en þar verður áð.
Nú er orðið brýnt aö fólk láti
skrá sig i feröina, en dragi þaö
ekki fram á seinasta dag. Yrði
það mjög til aö auðvelda allan
undirbúning.
Spá Þjóðhagsstofnunar:
ALLT AÐ 320 ÞÚSUND
TONN AF ÞORSKI í ÁR
Þjóðhagsstofnunin spáir þvl að
þorskaflinn á tslandsmiðum i ár
verði alls 290-320 þúsund tonn eða
langt umfram það sem fiskifræð-
ingar höfðu talið hæfilegt að veiða
miðað við ástand fiskistofnanna.
f spá sinni byggir stofnunin á
fiskveiðisamningum þeim sem
gerðir hafa verið við erlend riki,
veiðum islendinga sjálfra á fyrri
hluta ársins og svo loks spá sem
miðast við að gerðar verði auknar
friðunarráðatafanir, — lægri
talan — eða að þær verði
óbreyttar frá þvi sem nú er —
hærri talan.
t greinargerð Þjóðhags-
stofnunar segir orðrétt á þessa
leið:
„Að undanförnu hafa orðið
mlklar umræður um afleiðingar
Verkfrœðingar
Reykjavikurborgar
boða:
Verk-
fall á
morgun
Verkfræðingar hjá
Reykjavikurborg hafa átt i kjara-
deilu við borgina siðan 1. janúar
si. og hafa þegar farið i tvö stutt
timasett verkföll, en á morgun
fimmtudag,hafa þeirboðað verk-
fall, sem er ótimasett. Og ekki
nóg með það; að sögn þeirra sem
að byggingariðnaðinum vinna,
hafa verkfræðingar borgarinnar
farið sér afar hægt i vor og aðeins
sett út eitt hús á dag í stað 6 húsa
þegar venjulegur vinnuhraði er á
jteiin, aðsögn tæknifræðings, sem
mikið þarf til þeirra að sækja.
Þessi tæknifræðingur bætti við að
útlit væri fyrir að byggingar-
iðnaðurinn I borginni stöðvaðist
siðla siimars, bara vegna „farðu
þér hægt"-vinnubragðanna, þótt
ekki kæmi til verkfalls.
Að sögn yfirverkfræðings
mælingadeildar borgarinnar er
það misjafnt hve mörg hús eru
Framhald á bls. 14.
ofveiði islenskra fiskstofna, og er
þorskstofninn einkum talinn.
hætt kominn. Hafa nú þegar verið
gerðar ýmsar friðunarráð-
stafanir, og er útfærsla fiskveiði-
lögsögunnar vitaskuld þeirra
mikilvægust. Þá hafa ákvæði um
gerð og magn veiðarfæra verið
hert, friðunarsvæðum fjölgað og
þau stækkuð. Ahrif þessara
aðgerða á árinu 1976 eru um
margt óviss, þar sem ekki hefur
eða um 40 þúsund tonnum umfram það
sem fiskifrœðingar töídu hámark og 90
þúsund tonnum fram yfir það sem þeir
töldu að ráðlegt vœri að veiða hér
verið ákveðiö að draga úr þorsk
veiðum meðákvæðum um
hámarksaflá eða stöðvun veiða á
vissum   timabilum.   Miðað   við
þorskafla islendinga á timabilinu
Frh. á bls. 3
Hákon Guðmundsson formaður
Landverndar verður ræðumaður
sumarferða Alþýðubandalagsins
á sunnudag.
Enginn meiddist
Engin meiðsli urðu á mannfólki þegar þessi kranabifreið stór-
skemmdi eittaf Viðlagasjóðshúsunum IKópavcgiigær. Eins og sjá má
eru svalirnar grátt leiknar og húsfreyja þakkaði slnum sæla fyrir
rigninguna i gær, þvl annars hefði hiín verið úti á svölum i sólbaði, eftir
þvl sem hún sjálf segir. Sjá nánar á baksiðu.
Mynd:eik.
ÓLAFUR JÓHANNESSON
KOMINN í BETLARAHÓPINN
Fjórir ráðherrar tilbúnir að senda
„bœnaskjal" til hersins — tveir
hafa lýst sig andviga og tveir hafa
ekkert sagt ennþá
t „Dagblaðinu" i gær er það
haft eftir ólafi Jóhannessyni,
dóinsmálaráðherra og for-
manni Framsóknarflokksins að
hann sjái ekkert athugavert við
það að bandarikjamenn kiti fé
af hendi rakna til gerðar vega
og flugvalla, en sem kunnugt er
berst Gunnar > Thoroddsen
með oddi og egg fyrir þvi að
rikisstjórnin sendi „bænaskjal"
til bandarikjamanna þessu við-
vfkjandi.
Þarmeðhafa fjórir ráðherrar
tjáð sig samþykka þvi að betla
af hernum, tveir hafa lýst sig
andviga þvi og tveir hafa ekki
tjáð sig opinberlega um málið
enn. Þeir sem eru samþykkir
betlinueru ólafur Jóhaiui.esson,
Halldór E. Sigurðsson, Gunnar
Thoroddsen og Matthias
Bjarnason. Þeir Geir Hall-
grímsson og Einar Agústsson
hafa lýst sig andviga betlinu, en
Matthias A. Mathiesen og Vil-
hjálmur Hjálmarsson hafa ekki
tjað sig opinberiega ennþá. En
alla vega er ljóst að alvarlegur
ágreiningur er kominn upp inn-
an rikisstjórnarinnar um málið.
Sagt er að stysta bil sem til er
sé á milli astar og haturs. Þegar
sá stóri hluti almennings, sem
skrifaði undir óskir um ævar-
andt hersetu á tslandi hjá VL
fyrir tveimurárum, var leiddur
I allan sannleikann um tilgangs-
leysi hersins hér á landi, hvað
vörnum tslands og islenskra
hagsmuna viðkemur, í þorska-
striðinu við breta á liðnum
mánuðum, snerist fyrrverandi
ást á hernum uppi hatur, sem
braust út með þeim hætti að
hugsunin „látum helvítin borga
fyrir að fá að vera hér" varð
alls ráðandi hjá stórum hópi
fyrrverandi hernámssinna.
Gunnar Thoroddsen varð
fyrstur ráðherra til að meðtaka
þetta álit manna og bera það á
borð fyrir rikisstjórnina og þar
bersthann fyrir þessari hugsjón
sinni af oddi og egg. Það er i
sjálfu sér ekkert nýtt að þeir
sem telja sig standa tæpt I Sjálf-
stæðisflokknum taki að dansa
eftir einhverri Hnu, sem þeir
telja vera almenningsálit. Hitt
er athyglisverðara að innan
Framsóknarflokksins virðist
vera komin upp harðvitug
deila um máliö. Þeir Einar
Agústsson og Þórarinn Þórar-
insson, formaður þingflokks
framsóknarmanna,hafa lýst sig
algerlega andviga betlinu og er
þetta einkar athyglisvert með
Þórarin,    sem  vanalega tekur
ekki afstöðu fyrr en flokkslinan
liggur fyrir og dansar pent og
örugglega eftir henni. Nú hefur
Ólafur formaður hinsvegar sagt
já, eftir að Þórarinn var búinn
að segja nei,og þá liður Þórarni
sjálfsagt afar illa.
Þetta niðurlægingarmál allt á
sjálfsagt eftir að verða ofarlega
á baugi næstu vikur og verður
fróðlegt að sjá hvernig rikis-
stjórnin leysir þær deilur sem
upp eru komnar innan hennar,
en það verður eflaust gert með
„fullum sigri" eins og vanalega.
—S.dór
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16