Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Laugardagur 26. júní 1976 — 41. árg. —137. tbl.
Trúnaðarmaður i álverinu segir:
Ólafur Jóhann fyrir
rétti í VL-máli
í gær gerðist sá at-
burður að ólafur Jó-
hann Sigurðsson rit-
höfundur var
kallaður fyrir bæjar-
þing Reykjavikur til
að bera vitni i mál-
um vl-inga gegn
Svavari Gestssyni
ritstjóra Þjóðvilj-
ans. Sjá bls. 3
Dauðagildmr í kerskálum
Öryggiseftirlitið
daufheyrist við
öllum óskum
starfsmanna
um tafarlausa
leiðréttingu
— Það má líkja vinnuað-
stöðunni hérna við það, að
einhver lítt skynsamur
náungi standi með dýnamit
í annarri hendinni og hvell-
hettu í hinni og sé svo að
leika sér með þetta allan
liðlangan daginn. Slysa-
hættan í kerskálunum er
ofboðsleg, menn leika sér
að hættunum allan daginn
og margítrekaðar óskir
starfsmannanna um að
málunum verði kippt í lag
hafa verið hunsaðar. Við
höfum snúið okkur til yf ir-
manna hér og öryggis-
eftirlits rikisins en þessir
aðilar daufheyrast við
okkar óskum.
Það er Sigurður T. Sigurðsson,
trúnaöarmaöur verkamanna í
kerskálum Alversins, sem þessi
oro mælir. 1 gær fylgdi hann blm.
Þjv. um kerskálana og drö upp
ófagra mynd af ástandinu. —
„Vinnuslys hérna eru enda afar
tið og þótt okkur takist langoftast
aö rekja þau beint til lélegs aö-
búnaðar finnst okkur að ráöandi
menn hér skrifi öll óhöpp á reikn-
ing starfsmanna, saki þá um
kæruleysi, slóðaskap og annað
þess háttar. Menn eru orönir
langþreyttir á þessu og það mega
allir vita, að verkamenn munu
ekki þola óbreytt ástand öllu
lengur. Við erum hins vegar I
erfiðri aðstöðu til þess að fara i
verkfall, þvi það eru ekki ekki aö-
eins hundruð miljóna í húf i heldur
miljarðatjón fyrirsjáanlegt ef
verkamenn i kerskálum leggðu
niður vinnu sina. En það verður
ekki endalaust gengið á_ rétt okk-_
ar i þessu máli, sagðf "Sigúrður."
— Ennþá hefur ekki komið til
dauðsfalls i kerskála nilmer tvö
vegna vatnsleka, en þar er
sannarlega tekin mikil áhætta.
Vatn leiðir rafmagn og þegar öll
gólf eru rennandí blaut myndast
hætta á að „samtenging" milli
Framhald á bls. 14.
Skarkao með tréiurk i einu kerinu I kerskála álversins. „Ris" eða spenna hefur myndast og þurr tré-
lurkur, sem rekinn er á kaf I kerið getur þar hjálpað upp á sakirnar.Sé hann hins vegar rakur eða
blautur eins og ávaiit I mikiili rigningu er hann stórhættulegur og mikil hætta fyrir hendi á öflugri
sprengingu, aö sögn trúnaðarmanns I skálanumMyhd: — gsp
Ráðamenn
álversins
spurðir eftir
helgina
Þegar blm. sótti álverið
heim i gær og hafði fylgt
trúnaðarmanni f kerskalum
um vinnusvæðið og skoðað
allar þær dauðagildrur sem
þar leynast, sneri hann sér
til Einars Guðmundssonar
framleiðslustjóra, en hann
er m.a. yfirmaður i ker-
skálunum. Var hann beðinn
um sitt álit á fullyrðingum
trúnaðarmanns um vinnuað-
stöðuna og slysahættuna,
sem fyrir hendi var.
Einar vildi ekkert um
málið segja. Sagðist hann
reiðubúinn til þess að taka á
móti skriflegum spurningum
biaðsins ogsvara siðan aftur
skriflega og benti blm. á hve
oft vildi skolast til rétt
meining, þegar fréttamenn
ættu I hlut.
Siðar f heimsókninni var
Hans Jetzek tekinn tali og
varð það að samkomulagi að
eftir helgi skyldi rætt við
öryggisfulltrúa Alversins um
hvað gert væri til þess að
fyrirbyggia óhöpp. Sagði
Jetzek að ekki skorti vilja
ráðamanna til þess að gera
ýtrustu varrúðarráðstafanir
:og þótt viða væri vafalaust
pottur brotinn væri annars
staðar unnið af fullum krafti
og áhuga við lagfæringar.
—gsp
„Slysakeppnin" er lævíst
bragð til að sundra okkur"
— segir trúnaðarmaður i álverinu um viðleitni
ráðamanna til þess að fœkka vinnuslysunum
Þegar blm. Þjv. gekk eftir
aðalgötunni meðfram kerskalum
álversins blasti við stórt skilti ut-
an dyra þar sem menn voru
hvattir til að sýna fyllstu aðgát
við störf. Einnig stóð þar stórum
stöfum að nú væru liðnir átján
dagar frá siðasta alvarlega
vinnuslysinu. Sigurður T.
Sigurösson trúnaðarmaður var
spurður um hvað væri gert til
þess að fækka slysunum.
— Okkur finnst allt annað gert
en að efla sjálft öryggi vinnu-
staðarins. Þaö er i gangi svo-
kölluð „Slysakeppni" sem ég hef
alltaf haft megnustu skömm á.
Hún er ekkert annaö en  lævist
WÉM	SUMARFERÐWÁ MORGUN
	Á morgun verður farin sumarferð Alþýðubandalagsins austur fyrir f jall, upp Landsveit, að Sigöldu og Þórisvatni og til baka um Þjórsárdal og Skeið. Lengst verður áð í Galtalækjarskógi og Skriðufellsskógi. Nauðsynlegt er að fólk haf i með | sér nesti. Mæting er við Umferðamiðstöðina kl. 7.30, brottför kl.8. Ráðgert er að koma í bæinn aftur um 9-leytið. 1 ferðinni verður ef nt til glæsilegs happadrættis og er stærsti vinningurinn ferð fyrir tvo til Jugóslavíu og uppihald þar i 3 vikur. Ferðin verður farin á vegum Landsýnar 14. júlí nk. Skrifstof a Alþýðubandalagsins verður opin til kl. 9 í kvöld en áríðandi er að miðar séu keyptir f yrir hádegi.
œ%AjÆ	KAUPIÐ MIÐANA FYRIR HÁDEGI
|      <4R?V	\ SKRIFSTOFAN ER OPIN TIL KL. 21
Sigurður T. Sigurðsson — þetta er
leikur með mannslif allan daginn.
bragð til þess að sundra verka-
mönnunum og setja þá i ákvenða
pressu. Þeir mæta nánast með
nækjurnar i vinnuna til þess eins
að skemma ekki fyrir félögum
sinum.
Keppnin er nefnilega þannig að
sá flokkur eða sú vakt sem hefur
besta mætingu fær verðlaun. Það
eru miðar sem hægt er aö safna
saman og taka siðan ákveðnar
vörutegundir i ákveðnum
verslunum út á. Ef einhver
meiðist og tekur sér nauðsynlegt
veikindafri bitnar það á félögum
hans, sem missa af miðunuxn
fyrir vikið. Þannig eru allir undir
þeirri pressu að mæta sem allra
fyrst að loknum veikindum eða
meiöslum til þess að spilla ekki
fyrir náunganum.
Þetta er lævis og hættuleg
keppni, en virðist óneitanlega vel
úthugsuð og tiðkast raunar i
mörgum stórum fyrirtækjum er-
lendis, sagöi Sigurður.       —gsp
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16