Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Þriðjudagur 29. júni 1976—41. árg. —139. tbl.
Steingrimur Hermannsson, fram-
kvœmdastjóri Rannsóknaráðs rikisins:
Taka ber spá-
dóma svörtu
skýrslunnar
alvarlega
Ég tel mjög óráðlegt að taka
spádóma svörtu skýrslunnar ekki
mjög alvarlega, sagöi Steingrim-
ur Hermannsson, framkvæmda-
stjóri Rannsóknaráðs rlkisins og
ritari Framsóknarflokksins, er
Þjóðviljinn ræddi við hann i gær.
Blaðið sneri sér til Steingrims
vegna ummæla Matthiasar I
Þjóðviljanum sl. fimmtudag að
hann óttaðist ekki þó að þorskafl-
inn færi i 320 þúsund lestir á þessu
ári eða um 100 þúsund tonn fram
yfir það sem fiskifræðingar hafa
talið hæfilegt skv. svörtu skýrsl-
unni. Svarta skýrslan var for-
senda spádóma sem gerðir voru i
skýrslu Rannsóknarráðs rfkisins
um sjávarútvegsmál og greint
var frá opinberlega.
Ég er sammála Matthiasi um
það út af fyrir sig að ég trúi ekki á
svörtu skýrsluna, enda er átrún-
aður óþarflega stórt orö að nefna i
þessu sambandi. En ég tel hik-
laust að leitast beri við að fara
sem mest eftir henni. Ég tel að
með svo miklum veiðum hér við
land á þorski sé teflt á tæpasta
vaðið, og ég vil benda á að fiski-
fræðingar hafa talið að heldur
beri að lækka töluna um þorsk-
veiðar hér við land en að hækka
hana.
Svarta skýrslan er tilkomin
fyrir störf vinnuhóps um sjávar-
útvegsmál og ég þekki vel þær
forsendur sem þar er byggt á. Ég
leyfi mér að fullyrða aö þær tölur
sem þar birtast séu visindalega
vel grundaðar og þar er beitt að-
ferðum sem Islenskir vlsinda-
menn og erlendir eru sammála
um að rétt sé að nota.
Ég tel þvi að allt sem fer veru-
lega yfir það mark sem svarta
skýrslan gerir ráð fyrir stefni
þorskstofninum i hættu.
Greinar um
kosninga-
slag á Italíu
Blaðamaöur Þjóðviljans, Árni Bergmann, var á
(talíu um kosningar þær, er fram fóru þar fyrir
rúmri viku. Vegna talsambandsörðugleika gat hann
ekki f lutt fréttir jafnóðum af þeirri hríð. En í dag
hefstgreinaflokkur blaðamannsins um heyrtog séð
í kosningaslag í Róm. Næsta grein kemur svo á
morgun.
Or sumarferð Alþýðubandalagsins á sunnudaginn var, en þátttakendur í henni
voru hátt á 9. hundrað manns og mikil stemning ríkjandi. Sjá opnu og 10. síðu.
(Ljósm.:eik)
Kerplöturnar vantar mjög viða
og á einum staðnum hafði vantað
piötur við sama kerið I fimm vik-
ur. Vikulega mætti þá öryggiseft-
irlitiðá staðinn án þess að heimta
tafarlausar urbætur. Maðurinn á
þessari mynd stlgur vinstra fæti á
kerplötuna við eitt kerið. — gsp
Yfirmenn í Alverinu ganga
breiðu götuna:
Freistandi að
láta kerplöt-
urnar mæta
af gangi
1 heimsókn Þjv. til Álvers-
manna i Straumsvik sl. föstudag
komu margar dauðagildrurnar i
ljós þar sem verkamenn vinna I
kerskálunum tveimur. Að sögn
Sigurðar T. Sigurðssonar, trúnað-
armanns i kerskálum, hafa for-
ráðamenn enda stundum valið
sér breiða veginn, þ.e. lokað aug-
unum fyrir slæmum aðbúnaði og
notað mannskapinn allan til
framleiðslustarfa i stað þess að
vinna aö nauðsynlegum lagfær-
ingum.
Eitt af þvi sem Sigurður nefndi
eru svokallaðar kerplöntur, sem
lagðar eru meðfram hverju keri.
Maðurinn á meðfylgjandi mynd
styður einmitt vinstra fæti sinum
á eina slika. Sigurður sagði að
viða vantaöi þessar plötur og væri
þá slysahætta veruleg. Á göngu-
ferð okkar um skálana mættum
við einmitt einum vinnufélaga
Siguröar sem var i vinnu á fyrsta
degi eftir langt veikindafri. Hafði
hann hlotið beinbrot og fleiri
meiðsli er vagn sem hann ók lenti
með hjólin á milli gólfs og kers —
en kerplatan var ekki fyrir hendi.
Sigurður sagði það fasta reglu
að menn frá öryggiseftirlitinu
kæmu á hverjum þriðjudegi og
litu á aðbunaðinn og þá m.a. á
kerplöturnar og ásigkomulag
þeirra. Skv. reglunni ætti siðan að
kippa hverjum hlut I lag fyrir lok
þeirrar sömu viku og væri gert
ráð fyrir sérstökum mönnum i
slikar lagfæringar. Hann sagði
það þó margoft koma fyrir að
mennirnir væru teknir i önnur
störf á meðan ekkert væri gert til
að draga ur slysahættunni og
benti á t.d. eitt ker, sem staðið
hafði i fimm vikur án nokkurrar
kerplötu. öryggisverðir höfðu
þo skoðað það ker vikulega allan
timann, ef marka má þá reglu,
sem á að vera I heiðri höfð.
— Þessir menn hjá öryggiseft-
irliti rlkisins hafa enga þekkingu
né áhuga á þvi sem hér er að ger-
ast, sagði Sigurður trunaðarmað-
ur. — Við höfum hringt i þá og
Framhald á bls. 14.
Skipulagsleysi
rafmagnsmála
A fundi fréttamanna með þeim
Helga Bergs, stjórnarformanni
Rafmagnsveitna rikisins og Val-
garði Thoroddsen rafveitustjóra I
gær létu þeir báðir i Ijós þá per-
sónulegu skoðun sina að skipu-
lagsleysi og glundroði i yfirstjórn
rafmagnsmála stæði þeim málum
mjög fyrir þrifum.
Eins og kunnust er hafa margar
stofnanir á hendi rannsóknir I
orkumálum og rekstur rafmagns-
mannvirkja. Rekur sig þar eitt á
annars horn og stundum eru tveir
aðilar að  gera  svipaðar  rann-
sóknir.
Nú er verið að gera rafmagns-
linu frá Akureyri að Kröflu og sér
RARIK um framkvæmdir fyrir
iðnaðarráöuneytið. Hins vegar
veit enginn enn sem komið er
hver mun sjá um rekstur þessar-
ar linu, hvort það verður Kröflu-
virkjun, Laxárvirkjun, Raf-
magnsveitur rikisins, Lands-
virkjun eða hugsanlega Norður-
landsvirkjun, það er óráðin gáta.
— GFr
Rafmagnsverð hækkar
Hinn 1. júli nk. mun heildsölu-   henni liggur nú krafa um hækkun
verð á rafmagni um  allt land   á smásöluverði sem ekki hefur
hækka um 15%. Rikisstjórnin hef-   verið tekin afstaða til.
ur samþykkt þessa hækkun og hjá                         — GFr
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16