Þjóðviljinn - 05.08.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.08.1976, Blaðsíða 1
UÚBVIUINN Fimmtudagur 5. ágúst 1976. — 41. árg. —170. tbl. Bœndur gramir vegna ummœla í útvarpinu Bretar þrautskipu- leggja veiðar sínar Már Elisson. ’ Ég er sammála þeirri spá Þjóðhagsstofnunar að líklega muni veiðast hér um 320 þúsund tonn af þorski á þessu ári, sagði Már Elísson, fiskimála- stjóri i viðtali við Þjóð- viljann í gær. Hann minnti þó á, að i þeirri tölu væri ekki tekið tillit til hugsan- legra áhrifa svæðalokana á síðari hluta ársins. Hann kvaöst telja aö tslend- ingar heföi veitt 165-170 þúsund tonn af þorski á fyrstu sex mán- uöum ársins, en aö alls veiddum við 260 þúsund tonn á þessu ári. Hann telur aö útlendingar muni ekki veiöa nema 50-60 þúsund tonn alls á árinu. Már sagöist engar tölur hafa um veiöar breta hér viö land.enda væru þeir ekki skyldugir til þess aö gefa neinar tölur upp þvi afli þeirra væri ekki takmarkaöur viö magn, heldur aöeins meö ákveönum svæöum og skipa- fjölda. Már sagöi, að bretarnir heföu skipulagt veiöar sínar hér viö land mjög vel aö undanförnu. Biðu ætiö jafnmörg skip utan landhelgismarkanna og héöan færu er þau heföu fengiö nægan afla til þess aö sigla á heimamiö. Kvaðst hann búast viö að bret- arnir nýttu heimildir sinar til veiöa hér viö land svo sem best verði á kosið. STÆRSTA AVISANA- SYINDLMÁLIÐ ENN í RANNSÓKN Seðlabankinn lýkur rannsókn sinni i nœstu viku. Þá hefjast sakadómsyfirheyrslur. Yfir 20 manns eru viðriðnir málið 20% hækkun í strætó? Borgarráö hefur samþykkt aö fara þess á leit við verölagsyfirvöld aö fargjöld meö Strætisvögnum Reykja- vikur veröi hækkuö um aö meöaltali 20%. Borgarráö hefur einnig ákveðiö að hætta sölu 1000- kr. farmiðaspjalda þar til verölagsyfirvöld hafa afgreitt hækkunarbeiðnina. Þúsund krónu spjöldin veröa þvi ekki til sölu frá og meö deginum i dag, en 500- kr. farmiðaspjöld verða seld áfram,svo og farmiðar barna og unglinga. Eitt stærsta ávisanasvindlmál sem upp hefur komiö hérlendis er nú i rannsókn hjá Seöal- bankanum. Björn Tryggvason aöstoöarbankastjóri vildi ekkert um máliö segja er blaöiö ræddi viö hann i gær, annaö en þaö aö bankinnskilaöi því af sér tU saka- dóms eftir viku eöa svo. Hann staöfesti þó aö þessa væri stærsta ávisanamál sinnar tegundar sem komiö heföi upp hérlendis. Þjóðviljinn hefur það eftir áreiöanlegum upplýsingum aö rannsókn máls þess hafi hafist i tengslum viö rannsókn áGeirfinns- málinu svonefnda. Mál þetta mun nátilávisanaviöskiptaum þaöbil 20 manna og ná þau allt aftur til ársins 1972. Þarna koma viö sögu nafnkunnir einstaklingar, en engin nöfn veröa látin uppi fyrr en sakadómur hefur kveöiö upp úrskurö sinn. Þegar Seölabankinn hefur lokiö rannsókn sinni fer máliö til meö- feröar sakadóms. Hefjast þá yfir- heyrslur yfir þeim einstaklingum sem þarna koma viö sögu en þeir eru sem fyrr segir liölega 20 talsins. Kunnugir telja aö útilokaö sé aö framkvæma þaö vfötæka ávisanasvindl sem hér um ræöir án þess aö einstakir menn i bankakerfinu hjálpi þar til meö einhverjum hætti. Veröur hlutur slikra vafalaust einnig rann- sakaður. Leifur Bragason 12 ára, frá Selfossi, vann fyrstu verölaun I Blaðbera- happdrætti Þjóöviljans I vetur. Hann er nú nýkominn úr Færeyja- feröinni, en þangaö fór hann meö Flugfélagi lslands og dvaldist i viku ásamt blaöamanni Þjóöviljans. Hér á myndinni er Leiiur staddur á gamla virkinu i hafnarmynninu I Þórshöfn og skoöar konunglegt danskt fallstykki, sem beinir kjaftinum ógnvekjandi út á haf, þótt gamalt sé og ryögaö. Mynd: Guöjón Friöriksson. Þj óðvilj ahúsið Málarar óskast f sjálfboðavinnu við Þjóðvilja- húsið i kvöld og annað kvöld. Vinna hefst i kvöld klukkan átta og eru menn vinsamlegast beðnir að taka með sér áhöld ef þvi verður við komið. Bygginganefndin. Laxárdeilan blossar upp á ný Þáttur Páls Heiöars Jónssonar um orkumál, sem var á dagskrá útvarpsins' I fyrrakvöld, hefur vakiö mikla gremju meöal bænda viö Laxá. Landeigendafélag Mývatns og Laxár ritaöi útvarps- ráöi bréf, sem tekiö var fyrir á fundi ráösins i gær, þar sem bændur héldu fram aö á þá heföi veriö hallaö. (Jtvarpsraö ákva'ö aö leggja svo fyrir aö landeig- endur fengju aö koma sjónar- miöum sinum á framfæri I næsta þætti um orkumál. 1 þættinum i fyrrakvöld komu meðal annars fram Jakob Björnsson, orkumálastjóri, og Knútur Otterstedt, rafveitustjóri Framhald á bls. 14 Yon á breytíngum á skatta- lögunum? Ætlun fjármálaráðherra var sú á siöasta vori aö leggja fram breytingar við skattalög, en að hans sögn þá vannst ekki timi til aö ljúka þar aö lútandi lagasmið fyrir það, aö þingmönnum var hleypt i sumarfri Þessa dagana vinnur rikis- skattstjóri, Sigurbjörn Þor- björnsson, aö þvi aö gera breyt- ingartillögur til ráðherra, og er ætlunin að þessar breytingar við skattalögin liti dagsins ljós á haustþinginu. 1 þessu sambandi er vert aö hafa i huga, aö sifelldar breyt- ingar á skattalögum siðustu ára- tugina, til þess gerðar aö einfalda lögin og framkvæmd þeirra, hafa undantekningarlitiö oröiö til þess aö flækja þau.og er nú svo komið aö ekki er á færi annarra en sér- læröra fræöimanna, aö skilja þau til fulls. Skýrsla rikisskattstjóra um staögreiðslukerfi skatta, sem hann samdi fyrir ekki löngu, liggur til yfirlestrar og vangaveltu i f jármálaráöu- neytinu. —úþ. Útgerðamenn bjartsýnir: Hœrra loðnuverð? Aö sögn Kristjáns Ragnars- sonar, framkvstj. LÍÚ, eru út- gerðarmenn bjartsýnir á sumar- veiöar loönu, og aö framtiö veröi á þeim veiöiskap yfir sumar- mánuöina. Kristján sagöi, aö vert væri þó að hafa i huga, að hafisinn gæti komið i veg fyrir slikar veibar, en þaö heföi einmitt gerst i fyrra- sumar. Nú mun is vera kominn á vesturhluta þess veiðisvæðis, sem loöna hefur fengist á. Þá benti Kristján og á, aö ekki heföi oröiö um svo almennar loönuveiöar nú ef loðnuverð hefði veriö hiö sama og var i fyrra- sumar. Og enn má búast viö hærra loönuverði, þvi ákveöa á nýtt verð, sem taka átti gildi 1. ágúst, og vegna hærra' heims- markaösverös á loðnumjöli en ráð var fyrir gert fyrir ekki all- löngu siöan, gefur tilefni til, aö ■verð á sumarloðnu verði hækkað á næstu dögum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.