Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 1
UOmiUINN Föstudagur 20. ágúst 1976. — 41. árg. —183. tbl. Mjólkursölumálið: Kaupmenn ósammála? ólafur Yngvason og kona hans, Arta Yngvason, fyrir utan Teigasel 11, en þar er fjögurra herbergja Ibúö þeirra á fyrstu hæð. Með þeim á myndinni eru börn þeirra þrjú, Björg, Rakel og Ólafur. Mynd: — gsp afhent í gær var fyrsta verkamanna- ibúðin i Seljahverfi afhent eigendum sinum. t dag verða siöan lyklar að fleiri ibúðum af- hentir, en um fjögur hundruð manns munu flytja inn i ibúðir sinar á næstunni. Gert er ráð fyrir að innan árs muni afhend- ingum alira íbúðanna verða lok- ið. i gær Það var ólafur Yngvason og fjölskylda hans sem tók við lyklunum úr hendi borgarstjóra i gær og var um leið boðið til kaffisamsætis. Upplýsti borgar- stjóri að i haust yrði ný aksturs- leið Strætisvagna Reykjavikur sett i gang og myndii hún sinna þörfum þeirra, sem flytjast i hið nýja hverfi, en verkamannabú- Rikharður Steinbergsson verkfræðingur hefur lagt drjúga hönd á plóginn við byggingu verkamanna- bústaðanna, en hann er framkvæmdastjóri bygg- inganefndarinnar. Hér er hann vinstri ásamt ólafi Yngvasyni i eldhúsinu. staðirnir eru i Seljahverfi, sem er nokkuð afskekkt. VERKAMANNAB (JS TAÐIR: Fyrsta íbúðin Nei, segir for maður Kaup- mannasam- takanna — Herferð gegn smœrri verslunum, segja smákaupmenn t Alþýðublaðinu i gær er viðtal við Astbjörn Egilsson kaupmann i Ingólfskjöri við Grettisgötu. Þar segir hann að yfirtaka kaup- manna á mjólkursölu sé „herferð sem miði að þvi, að koma þeim kaupmönnum undir sem smæstir eru, svo að hinir stærri geti setið einir að kökunni.” Þessa viðhorfs mun gæta nokk- uð i hópi smærri kaupmanna, ekki sist þeirra sem reka verslan- ir f gömlu hverfunum. Þeir óttast að fólk beini viðskiptum sinum öllum til stóru búðanna þegar mjólkin verður komin þangað. Einnig hrýs þeim hugur við að leggja i þann kostnað sem það hefur i för með sér fyrir þá að taka við mjólkursölu auk þess sem margir hafa hreinlega ekki húsrými til þess. Þessar áhyggjur smákaup- manna sjást ma. af þvi að nokkrir þeirra hafa gert sér ferð i höfuð- stöðvar undirskriftasöfnunar- innar gegn lokun mjólkurbúða til þess að fá lista. Þjóðviljinn hafði tal af Gunnari Snorrasyni formanni Kaup- Sjá klippt og skorið á 4. síðu Almannavarnaœfing við Kröflu: Starfsmenn þustu í burt á nokkrum mín. mannasamtakanna og spurði hvort klofningur væri kominn upp i samtökum út af þessu máli. — Nei, það er ekki rétt að klofingur sé i samtökunum, kaup- Framhald á bls. 14. Um 33% bensín- hækkun á ári Lítrinn kostar nú 76 krónur i gær hækkaði bensinlltr- inn i 76 krónur úr 70 krónum og er þetta þriðja bensin- hækkunin á þessu ári og sjötta hækkun frá ársbyrjun 1975. Hefur bensinlitrinn hækkað úr 57 krónum á einu ári eða um 19 krónur, sem eru rúmlega 33,3%. 11. janúar 1975 hækkaði bensinlitrinn úr 49 krónum i 51 krónu. 19. febrúar hækkaði hann siðan i 57 krónur og hélst það verð til 13. nóvember, en þá hækkaði hann i 60 krónur. 31. mars siðast liðinn hækkaði bensin enn og þá kostaði litrinn 66 krónur. Hækkun i 70 krónur fyrir litra varð siðan 6. mai i vor, og frá og með gærdeginum kostar litrinn 76 krónur. Er þessi siðasta hækkun 8,6% og veldur um 0,25% kjararýrn- un hjá þeim launþegum sem eiga bil og fá ekki bilastyrki. Astæðan til þessarar verð - hækkunar nú er sögð felling is- lensku krónunnar gagnvart annarri mynt. — úþ „Fœreyingar háðari og notuðu hvert það farartœki sem til náðist I fyrrakvöld æfðu starfsmenn við Kröflu við- brögð við hugsanlegu eld- gosi á svæðinu. Æfingin var skipulögð af Almanna- vörnum rfkisins og tókst eins og best verður á kosið að sögn Þorkels Erlings- sonar ef t i r I i ts ve r k- fræðings á staðnum. — Þeir hringdu hingað til okkar frá Reykjahlið og tilkynntu okkur —• i plati auðvitað — að jaröskjálftar væru byrjaðir. Allir starfsmenn hér voru beðnir um að leggja tafarlaust niður vinnu og hópa sig saman. Skömmu siðar hringdu þeir aftur og til- kynntu að eldgos væri að hefjast. Menn voru beðnir að yfirgefa svæðið eins og hratt og kostur væri á. Nú,við hlýddum þessu að sjálf- sögðu, sagði Þorkell. Ætli það hafi ekki liðið svona stundarf jórð- ungur frá símtalinu þar til allir voru komnir niður i Námaskarð. Við fórum þangað á hverjum þeim bil sem nærtækur var og urðum samkvæmt fyrirmælum Almannavarna að láta skrá okkur út af svæðinu. Skráningin tók öllu lengri tima en búist haföi verið við og auðvitað kom eitt og annað i ljós sem betur mætti fara. Ég held þvi að æfingin hafi náð til- gangi sinum og þeir hjá Al- mannavörnum voru a.m.k. alveg sáttir við þetta eftir þvi sem ég best veit. —gsp. fiskveiðum en íslendingar” viðtal við Poul Reinert SJÁ 7. SÍÐU Frá 1. ágúst 1974 — 1, ágúst 1976 hœkkaði verðlagið um 100%, en kaup aðeins um 50% Á árinu 1971 - 1973 hœkkaði kaupið um 100% en verðlagið um 50% Sjá leiðara, síðu 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.