Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Miðvikudagur 2. mars 1977—42. árg. — 50. tbl.

Stórlega sér á trjám á
Brúsastööum hjá Rcyni
Guðmundssyni
Mengun frá
álverinu?:
Hestar
fúlsa vid
heyi
Reynir Guðmundsson sem
býr á Brúsastö&um skammt
utan Hafnarf jaröar hefur tvo
hesta á fóðrum. Við hittum
hann að máii þar sem hann
vinnur i áhaldahúsi Hafnar-
fjarðar. Hann sagði að nú i
vetur hefði brugðið svo við
að hestarnir skildu heima-
hey og hey ofan úr Kollafirði
að þegar þeim væri gefið það
i bland og vildu ekki éta
heimaheyið. Hér er einhver
andskotinn að og ég hef
lúmskan grun um að mengun
frá álverinU eigi einhvern
þátt i þessu, sagði Reynir.
Hestarnir eru uppaldir á
Brúsastöðum og hefur alla
tið likað vel hinn fjölbreytti
túngróður Ur hrauninu og
verið gráðugir i hann.
Reynir tók fram að heyið Ur
Kollafirði og frá BrUsastöð-
um væri nákvæmlega eins
verkað en það lægi i lögum i
hlöðunni og hann vissi ná-
kvæmlega hvað hvort væri.
Reynir sagði ennfremur að
það sæi stórlega á trjám hjá
sér. Birkitré hafa nú verið
blaðlaus sjávar- og álvers-
megin i 3-4 ár en á þessum
tima hefur sjór ekki gengið
yfir landið. Reynir hefur bú-
ið i 20 ár á Brúsastöðum og
tengdafólk hans miklu leng-
ur.
Reynir sagði aö lokum að
álverið væri staðreynd og
margir hefðu vinnu af þvi og
þvi færi best á að ekki stæði
mikill styrr um það. En ef
ekki yrðu sett upp hreinsi-
tæki á allranæstu árum þá
yrði f arið að deila fast um ál-
verið i Hafnarfirði.   —GFr
Sjá baksíöu
SVR:
Fargjöld
hækka
enn
t dag verður mikil hækkun á
fargjöldum með Strætisvögnum
Reykjavikur. Einstök fargjöld
fullorðinna hækka um 10 kr. og
kostar farmiði nú kr. 60 f stað 50
áður. Farmiði fyrir barn kostar
nú kr. 20 I stað kr. 18 áður.
Meðaltalshækkunin er um 23 af
hundraði.
Tilfinnanlegasta hækkunin er
samt á farmiðaspjöldum fyrir
aldraða og öryrkja. Þeir
fengu áður 58 miða fyrir kr.
1.000, en fá nú aðeins 44 miða.
Farmiðaspjöld fyrir fullorðna á
1000 kr. eru nú með 19 miðum i
stað 21 áður, og farmiðaspjöld
fyrir kr. 2000 með 44 miðum i
staö 58. Farmiðaspjöld fyrir
börn með 40 miðum kosta á dag
kr. 600 i stað kr. 500 áður.
Hollustuhœttir
í Straumsvík
á þingi:
ENGAR EFNDIR í
STÆRSTU MÁL UM
Jf
þeireru„við-
rœðugóðir
segir í
skýrslu
heilbrigðis-
eftirlitsins
Þetta er skýrsla um argasta
hneyksli, — sagði Jónas Arnason
á Alþingi i gær, þegar Matthlas
Bjarnason heilbrigðisráöherra
hafði flutt mönnum skýrslu heil-
brigðiseftirlits rfkisins um holl-
ustuhætti I alvcrinu f Straumsvfk.
t skýrslunni kemur m.a. fram
að þegar er farið að bera atimjög
á atvinnusjiikdómum af völdum
mengunar á vinnustaðnum og
minnt er á að I könnun, sem fram
fór fyrir þremur árum kom i ljós
að 83% þeirra starfsmanna sem
athugaðir voru höfðu skerta
heyrn, en f jórði hver maður hafði
orðið fyrir verulegu heyrnartapi.
i skýrslunni kemur fram, að
það er fyrst um áramótin 1971 og
1972, að islensk heilbrigðisyfir-
völd fara fyrst að blanda sér i
ástand mála á þessum vinnustað
en þá var vinstri stjórnin nýtekin
við völdum og MagnUs Kjartans-
son tekinn við heiibrigðismálun-
um.
Um samskiptin við forráða-
menn verksmiðjunnar segir i
skýrslu      Heilbrigðiseftirlitsins:
„að þeir hafi i flestum tilvikum
verið viðræðugóðir, en efndir
framkvæmda verið misjafnar. Þó
hefur i flestum tilvikum verið
ráðin bót á hlutum, nema stóru
eða alvarlegustu mengunarmái-
uiiiiin, bæði innandyra og utan.
Þar hafa efndir verið engar."
Sjá síðu 6
gærkvöldi stýrði
Spassky svörtu mönnun-
um sinum i sókn gegn
hvítliðum Horts og tók oft
töluverða áhættu. Mörg-
um þótti sýnt að sá
sovéski hefði komið sér i
slæma klípu, en þegar
skákin   fór   í   bið   hafði
hann frípeð sem vóg upp
á móti sterku biskupapari
Horts. Staðan er fremur
jafnteflisleg.
Mynd: —gsp
SJA 10. SIÐU
Sovétmenn
leyfa
japönum
veiðar
MOSKVU 28/2 Reuter — Sovét-
rikin tilkynntu Japan i dag, að
japönsk fiskiskip fengju enn um
sinn að veiða eins og aður innan
hinnar nýju 200 milna fiskveiði-
iögsögu Sovétrikjanna á Kyrra-
hafi og Norður-lshafi, en sú út-
færsia gengur i gildi nú um
mánaðamótin.
Gildir þessi ráðstöfun að sögn
meðan yfir standa samningavið-
ræður sovétmanna og japana um
fiskveiðiréttindi, sem nú eru
hafnar. Að öðru leyti hafa sovésk
stjórnarvöld tilkynnt, að erlend
riki megi þvi aðeins stunda veiðar
innan hinnar nýju fiskveiðilög-
sögu að þau hafi gert samning um
veiðarnar við Sovétrikin.
Bandaríska 200 mflna
lögsagan tekur gildi
WASHINGTON 1/3 Reuter— Hin
nýja 200 milna fiskveiðilögsaga
Bandarikjanna, gekk f gildi á
miðnætti s.l., en Bandarikjaþing
samþykkti útfærsluna siðastliðið
ár, cl'tir að mistókst á hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna að
ná samkomulagi um alþjóðlega
útfærslu i 200 mllur. Innan hinnar
nýjti fiskveiðilögsögu eru sum
auðugustu fiskimið Bandarikj-
anna, sem til þessa hafa verið
mjög sótt af erlendum skipum.
Samkvæmt Utfærslulögunum
má leyfa erlendum  fiskiskipum
Kúba lýsir
sigfúsa til
samninga
að veiða innan lögsögunnar, ef
talið er að einhverjir fiskistofnar
séu svo sterkir, að þeir þoli meiri
sókn en frá bandarikjamönnum
einum. Veiðar Utlendinga á
nokkrum tegundum, þar á meðal
þorski og ýsu Kyrrahafsmegin og
rækju Atlantshafsmegin, eru þó
algerlega bannaðar.
Bandarikin hafa þegar gert
samning um fiskveiðiréttindi inn-
an 200 milna lögsögu sinnar við
Japan, Sovétrikin og Efnahags-
bandalag Evrópu. Kuba, sem
lýsti yfir 200 milna fiskveiðilög-
sögu i gær, hefur þegar lýst sig
fúsa til að ræða við Bandarikin
um hafsvæði, sem bæði rikin gera
tilkall til.
Miðsvetrarfundur SÍR:
Verðum mjög orkufrek 1980-2000
Þurfum 3 Hrauneyjarfossvirkjanir
til eigin nota fram t& ársins 2000
Fullkomin orkudreifing kostar 30 miljarða
SJA SIÐU 3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16