Þjóðviljinn - 25.03.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.03.1977, Blaðsíða 1
MOÐVIUINN Föstudagur 25. mars 1977 —42. árg. 70 . tbl Yfir 11 þúsund miljónum meira fékkst fyrir íslensk- ar fiskafurðir i Bandarikj- unum i fyrra en árið áður Harðir jarðskjálftar á Kötlusvœðinu í gœr: Ljósaskipti i loAnuróAri (Ijósmeik). Hún er eitthvað að hrista sig sú gamla” Lodnuafl- inn orö- inn 540 þúsund lestir Heildaraflinn á loönuvertiöinni er nú aö nálgast 540 þúsund tonn og hefur aldrei veriö meiri. Frá miönætti i fyrrinótt og fram til kl. 181 gær höföu sjö skip tilkynnt um afla, samtals tæpar 1.500 lestir. Sóiarhringinn áður tilkynntu 11 skip um afla, samtais 2.900 lestir. Loðnan veiöist nú einkum hér I Faxaflóa, vestur og norövestur af Reykjavik, og viö Reykjanes. Einn bátur fékk lika reyting i gær viö Portlandiö. 1 nótt átti töluvert þróarrými aö losna I höfnunum hér viö Faxa- flóa og á Suöurnesjum og i Vest- mannaeyjum er töluvert rými. Margir bátanna sem stundaö hafa loönuveiöar eru nú hættir þeim eöa i þann veginn aö hætta. Eru þaö einkum minni bátarnir sem nú búa sig til netaveiöa enda vertiöin aö komast i fullan gang. Ekki höföu þeir hjá Loönunefnd nákvæmar tölur um fjölda þeirra skipa sem enn stunda loönu- veiöar. —ÞH Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfr.: Bara að bíða og sjá svo til það er ekkert nýtt að jarðskjálfta- hrinur komi á Kötlusvœðinu //Það er svo sem ekkert nýtt að jarðskjálftahrinur komi á Kötlusvæðinu og ekki gosið samt, en því er ekki að leyna, aðtími Kötlu er kominn og því full ástæða til að taka þetta al- varlega og vera vel á verði. Ef ekki koma fleiri stórir skjálftar i dag, þá má gera ráö fyrir aö hér sé aðeins um venju- lega jaröskjálftahrinu að ræöa, en haldi þeir áfram, gæti veriö al- vara á feröum”, sagði dr. Sig- uröur Þórarinsson jaröfræöingur er viö ræddum við hann i gær, en hann er allra manna fróðastur um Kötlugos. Siguröur sagöi að aðdragandi nokkurra Kötlugosa heföi veriö þannig aö 1660 heföi gosið án nokkurra skjálfta á undan gosinu, 1755 var mesta gos sem vitaö er um i Kötlu og þá kom snörp jarö- skjálftahrina á undan og skalf allt og nötraöi alla nóttina fyrir gosiö. Ariö 1823 segir Sveinn Pálsson, sem þá var i Vik i Mýrdal, aö komiö hafi jaröskjálftahrina, en siðan hafi dregiö úr henni en síöan hafi skjálftar aftur aukist rétt áöur en gaus. 1860 komu jarö- skjálftakippir sem siöan hjöðn- uöu og 7 timum siöar kom hlaup- iö. 1 gosinu 1918, sem er siöasta Kötlugos, voru stööugar jarö- hræringar i 2—3 tima fyrir gosiö. Það er þvi æði erfitt aö átta sig á þessu, sagöi Siguröur og ekki um annaöaö gera en biöa og sjá hvaö setur, en ég hygg aö komi ekki fleiri ckjálftar i dag megi reikna með að þarna hafi aðeins veriö um venjulega hrinu aö ræöa, en taki aftur aö skjálfa gæti veriö hætta á ferðum. Maður er aö minnsta kosti i viöbragösstööu. —S.dór. Salan iókst um 11-12 miljaróa áríð 1976 Samt lækkaði kaup verkafólks — Hvar eru peningarnir? í Sambandsfréttum, þ.m., er frá því greint, að Bandaríkjunum, lceland fréttabréfi SÍS frá 18. hjá sölufyrirtæki SíS í Products Inc., hafi á siðasta ári orðið veltu- aukning, sem nemur 42,5%, en áður hef ur komið fram í fréttum að hjá dótt- urfyrirtæki Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna í Bandarík j unum varð veltuaukningin á síðasta ári 45%. Veltan hjá dótturfyrir- tæki SlS í Bandaríkjunum var á síðasta ári 48,5 miljónir Bandarikjadoll- ara, og hafði á þessu eina ári vaxið um nær 14,5 miljónir dollara, eða um 2.770 miljónir íslenskra króna. Veltan hjá dótturfyrir- tæki Sölumiðstöðvar hrað- Framhald á 14. siðu Hækkað verð — Aukin framleiðsla sagði Einar Einarsson bóndi á Skammadalshóli ,,Ég veit ekki hvort henni er einhver alvara núna þeirri gömlu, en eitthvaö er hún óánægö, i þaö minnsta hefur hún ekki hrist sig svona hressilega i ein 10 ár, eöa siöan aöfaranótt 6. júni 1967. Þá komu mjög haröir jarðskjálftakippir, en þá voru ekki komnir upp mælar hér á svæðinu, svo maöur veit ekki hvaö þeir voru sterkir, en tveir höröustu kippirnir I morgun mældust 4,5 og 4,2 stig á Richter kvarða,” sagði Einar bóndí Einarsson á Skammadalshóli er viö ræddum viö hann i gær, en Einar er eftirlitsmaöur jarö- skjálftamæla á Kötlusvæöinu, og þar komu þessir snörpu kippir kl. 9.25 og 10.20 i gærmogun. Þá sagöi Einar aö tveir kippir heföu mælst 3 stig og siðan komu yfir 20 minni sjálftar, sem ekki fundust en komu fram á mælum. Um hádegisbilið var komin á ró á svæöinu og þegar viö töluöum viö Einar um kl. 14.30 i gær haföi enginn skjálfti mælst i nærri tvær klukkustundir. Einar sagöi aö Katla heföi hag- aö sér allt ööruvisi I vetur en und- anfarin ár. í haust er leið byrjuöu þessir venjulegu haustskjálftar, sem segja má að komi á hverju hausti. En vanalega hefur hrinan veriö stutt þar til i vetur aö segja má aö samfelldur órói hafi verið á svæöinu og i gær mældust hörö- ustu kippirnir. í desember sl. þann 10. kom einn kippur sem mældist 4.0 stig. „Þvi er ekki aö leyna aö menn búastallt eins viö Kötlugosi, enda er timi hennar kominn, en menn eru svo sem ekkert hræ’ddir, þaö veröur aö taka þvi eins og ööru og dugir ekki að æörast”, sagöi Einar Einarsson á Skammadals- hóli. Einar Oddsson, sýslumaöur i Vik i Mýrdal, sem er formaöur al- mannavarnanefndar á staönum, sagöi aö nefndin heföi ákveðiö eftir aö stóru kippirnir komu i gærmorgun aö loka veginum yfir Mýrdalssand og var hann lokaöur frá þvi fyrir hádegi og fram til kl. 16.00 að hann var opnaöur aftur fram til kl. 20.00 en siöan var ákveöiö aö loka honum aftur yfir kvöldiö og nóttina. Einar Oddsson sagöi aö til væri áætlun um aö flytja alla Ibúa Vik- ur, sem búa fyrir neöan svo kallaöa Bakka, upp á bakkana ef til Kötluhlaups kæmi, þvi aö hætta væri á aö húsin sem standa fyrir neðan Bakka yröu umflotin vatni ef stórhlaup yröi. „Hér eru tilbúnir björgunar- menn, til aö framkvæma þá neyöaráætlun, sem til er og menn eru vissulega i viöbragösstööu, sagöi sýslumaöur. —S.dór Kona lést eftir átök 1 fyrrinótt lést kona aö heimili sinu og voru á henni áverkar sem gætu bent til þess aö hún hefði látist af völdum þeirra. Klukkan rúmlega fjögur var lögreglunni gert viðvart og var konan látin þegar aö var komið. Eiginmaöur hennar er nú i haldi hjá lögreglunni en þau hjón munu hafa veriö ein heima umrædda nótt og maðurinn undir áhrifum áfengis. Rannsókn er nú á byrjunar- stigi. —GFr Þaö er Petrosjan sem er undir pressu sagði Kortsjnoj i viðtali við Þjóðviljann i gœr SJÁ SÍÐU 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.