Þjóðviljinn - 05.04.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.04.1977, Blaðsíða 1
oiODViuiNN Þriðjudagur 5. april 197T—42. árg. —79. tbl. Mikifi var uppi af liflegurn og frumlegum kröfuspjöldum á úti- fundinum sem Torfusamtökin gengust fyrir um framtlö Torf- unnar á laugardaginn var. Mátti þar lesa texta eins og „Lifi Torfan” og „Upp, upp min Torfa” o. fl. I svipuðum dúr. Á fundinum töluöu þau Laufey Jakobsdóttir, húsmóöir, Þorbjörn Broddason, lektor, Ellert B. Schram aiþingismaöur og Jón Norland menntaskólanemi og var góöur rómur geröur aö ræöunum aö sögn Arnar Erlendssonar, sem var fundarstjóri. Skeyti og stuöningsyfirlýsingar bárust fundinum frá 7 aöilum þar á meöal frá námsmönnum er- lendis. Um 500 manns voru á úti- fundinum. Eftir brunann I Bernhöftstorfu skrifuöu Torfusamtökin rlkis- Ekki íkveikja Lögreglan telur sig nú hafa gengið úr skugga um það/ aðekki hafi verið um íkveikju að ræða í Bernhöftstorfunni/ held- ur hafi kviknað í út frá rafmagnstöflu. Þá mun það á misskilningi byggt að eldur hafi komið upp á þrem stöðum, heldur barst hann hratt út með þurru tróði milii veggja í húsunum. Ljósmynd: Gel stjórninni bréf þar sem segir ma. aö nú séu rúmir tveir áratugir liönir siöan fyrst var bent á mikil- vægi húsaraöarinnar austanvert viö Lækjargötu, frá Hverfisgötu suöur aö Laufásvegi, og mun þaö hafa veriö danski arkitektinn Helge Finsen, sem þaö geröi. Þá segir einnig I bréfinu aö fjöl- margir aöilar hafi slöan lagt til aö Torfan skyldi varöveitt og stjórn- völd Itrekaö veriö beöin aö hefjast handa en ætlö veriö talaö fyrir daufum eyrum ráöamanna. •Nú vænti samtökin þess aö ekki verði lengur slegiö á frest aö taka ákvörðun um friöun og endur- reisn elstu og samstæðustu götu- myndar, sem reykvlkingar eiga. —HS Prentarar sækja eftir atvinnu í Svíþjód • Um 20 prentarar fara til Svíþjódar og fleiri eru á förum — • Kaup þar er um það bil helmingi hærra en hér á landi Eins og kom fram í frétt í Þjóðviljanum fyrir nokkru/ f luttust um það bil eitt þúsund íslendingar úr landi árið 1976/ flest allt fólk sem fer til að leita betri lífskjara á Norður- löndunum, þar sem kaup er um það bil helmingi hærra en hér, en afkomu- kostnaður svipaður. Þaö vekur athygli hve margir prentarar fara úr landi. Þannig eru nú 8 meðlimir Hins isl. prentarafélags til þess aö gera nýfarnir til Sviþjóöar og 31 viöbót hafa fengið þar atvinnu og eru á förum, aö sögn £)lafs Emilssonar formanns félagsins. Þá hafa 11 prentarar flust til Sviþjóðar á þessu ári og þvl siöasta, en auk þess munu eitthvað á annan tug Islenskra ofsettprentara vera farnir úr landi. Þaö veröa þvl um eöa yfir 20 islenskir prentarar sem farnir eru I atvinnuleit til Sviþjóöar. Olafur Emilsson sagöi að Framhald á bls. 18. Fyrsti hœstaréttardómurinn í VL-máli: 1,666 kr. fyrir æru hvers VL-manns í ríkissjóð réttar á ný þar sem sömu aðilar hafa sótt hann I fleiri málum. Dæmt hefur veriö I máli VL- inga gegn úlfari Þormóðssyni sem aöalstefndum og Svavari Gestssyni til vara i hæstarétti. Rétturinn sýknaði Úlfar alfarið þar sem nafnritun hans væri ekki nægilega skýr. Þess vegna hlaut varastefndur dóminn allan. Var dómurinn þyngdur nokkuð frá I undirrétti, var dæmd 20.000 kr. refsing, eða 1.666 kr. fyrir æru hvers stefnanda VL-inga, en þeir voru 12 talsins. Málið dæmdu varadómarar I hæstarétti þeir Halldór Þor- björnsson, Guðmundur Ingvi Sig- urösson, Jón Finnsson, Unnsteinn Beck og Þorsteinn Thorarensen. VL-ingar áfrýjuöu úrskuröi borgardómarans, Hrafns Braga- sonar, til hæstaréttar. Varð aö ryðja réttinn vegna aðildar Þór Vilhjálmssonar hæstaréttardóm- ara aö stefnunum. Þess vegna dæmdu nefndir varadómarar. Krafan 1.2 miljónir VL-ingar geröu sex kröfur: 1. Aö umstefnd ummæli væru Heildarsekt 20,000 kr., 200,000 málskostnað og 25,000 kr. í birtingarkostnað dæmd dauð og ómerk. 2. Dæmd verði hæfil. refsing fyrir ummæl- in. 3. Hverjum áfrýjanda verði dæmdar úr hendi stefnda 100.000 kr. eða alls 1.200.000 kr. I miska- bætur meö 9% ársvöxtum frá 16.2.1974 aö telja. 4. Afrýjendum veröi dæmdar 25.000 kr . til aö kosta birtingu dóms og forsendna dómsins. 5. Að forsendur og dóm- ur verði birt I 1. eöa 2 tölublaöi Þjóöviljans eftir aö dómurinn hefur verið birtur dæmdum. 6. Að stefndi verði dæmdur til að greiöa VL-ingum hæfilegan máls- kostnaö. Ekki „mannvitsbrekkur" Hæstiréttur staöfesti dóm undirréttar um ómerkingu um- mæla og þar með fengu sömu ummæli að standa og fyrir undir- rétti. Þannig staðfesti hæstiréttur aö oröiö „mannvitsbrekka” mætti ekki nota um VL-inga og þykir vist engum mikiö. Hæsti- réttur ákvað hins vegar aö refsa fyrir notkun oröanna „Votergeit- víxill”, var refsing talin hæfileg 20.000 kr. sekt i rlkissjóö, en engin vararefsing var dæmd. Þar með er æra hvers VL-ings I máli þessu metin á 1.666 krónur. 1 forsendum dómsins er talið aö nafnmerking úlfars Þórmóösson- ar, -úþ., sé ekki talin nægjanleg til þess að valda honum fébóta- ábyrgð vegna skrifa hans I blaðið. þvl hlýtur varastefndur dóminn, enda þótt úlfar hafi fyrir undir- rétti gengist viö ummælunum. Lögfræöingum þykir mörgum þessi niöurstaöa hæstaréttar undarleg, og eðlilegra heföi veriö fyrst Úlfar er sýknaöur aö visa málinu gegn Svavari til undir- Niðurstaða 245.000 krónur Niðurstaöa hæstaréttar er þessi: 1. Akvæði undirréttardómsins um ómerkingu ummæla skulu óröskuö. 2. Varastefndi, Svavar, greiöi 20.000 kr. sekt I rikissjóð. ?. Varastefndi skal vera sýkn af kröfum VL-inga um miskabæt- ur. 4. Varastefndi greiði VL-ingum 25.000 kr. til þess aö kosta birt- ingu dóms og forsendna i blöðum. 5. Varastefndi skal birta dóm- inn 11. eða 2. tölublaði Þjóðviljans eftir birtingu dómsins. 6. Varastefndi greiði VL-ingum 200.000 kr. i málskostnaö. Dóminum ber aö fullnægja meö aöför aö lögum. Dómararnir, Halldór Þor- björnssón og Guömundur Ingvi Sigurösson vildu refsa og dæma miskabætur vegna ummælanna um „Votergeit-vixil”, þó aö þeir féllu frá þeirri afstööu sinni þar sem meirihluti dómsins hafnaöi kröfu þeirra og viröist áöurnefnd sekt, 20.000 kr., hafa verið ein- hverskonar málamiðlun. Dómurinn og forsendur hans veröa birt i biaðinu á morgun. Trveevi Emilssnn V erkamannafélagið Dagsbrún veitir bókmennta- verðlaun: Sæmdur gullmerki og heiðurs- ritlaunum A aðalfundi Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar sl. sunnudag, tilkynnti Eövarö Sigurösson formaöur félags- ins um þá ákvöörun stjórnar Dagsbrúnar aö sæma Tryggva Emilsson heiöursmerki félagsins úr gulli, sem er æösta heiöurs- 'merki Dagsbrúnar, auk þess aö veita honum heiöursrit- laun, aö upphæö 300 þúsund krónur fyrir bók hans „Fá- tækt fólk”, sem kom út fyrir siöustu jól, og vakti meiri athygli en aörar bækur sem út komu á siöasta ári, vegna efnisins og sérstæörar stil- snilldar. Tryggvi Emilsson átti sæti I stjórn Dagsbrúnar I 20 ár, lengst af sem ritari og vara- formaður, en lét af störfum 1970 sökum vanheilsu. Þessari ákvöröun stjórnar 'Dagsbrúnar var tekiö meö fádæma fögnuöi og lang- varandi lófataki á fundinum á sunnudaginn, enda hefur Tryggvi notiö sérstakrar hylli meöal dagsbrúnar- manna um langt árabil. Tryggvi gat ekki verið viöstaddur á aöalfundinum vegna lasleika og veröur honum afhent gullmerkið viö fyrsta tækifæri. A bls. 3 I Þjóðviljanum I dag er birt ávarp það, sem Eövarö Sigurösson flutti viö þetta tækifæri á aöal- fundinum sl. sunnudag. S.dór Ávarp Eðvarðs Sjá 3. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.