Þjóðviljinn - 14.08.1977, Blaðsíða 9
Sunnudagur 14. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Gæfa mín
a ð taka
þátt í að móta nýtt þjóðfélag
Ég ólst upp á pólitisku heimili.
Foreldrar minir töluöu um
stjórnmál, og þótt æskuheimilið
væri litið kom þangaö margt fólk
og ræddi um pólitik og stjórn-
málamenn. Þetta var löngu áður
en ég komst til svokallaðs vits og
ára, en samt sperrti ég eyrun og
sitthvað festist i kollinum á mér,
þar á meðal nafnið Einar Olgeirs-
son. Ég hef ekki hugmynd um af
hvaða tilefnum rætt var um hann,
en ég veit enn hvernig umtalið var
Hann festist i kollinum á mér á
svipuðum slóðum og söguhetjur
þær sem mér þótti vænst um I
bókum um þær mundir, til að
mynda frásaguirnar um Hróa
hött og félaga hans.
Ég kynntist Einari Olgeirssyni
ekki persónulega fyrr en ég fór að
starfa við Þjóðviljann 1946, en þá
hófust samskipti sem siðan hafa
haldist náin allt til þessa dags. Ég
átti eftir að starfa á Þjóðviljanum
i um það bil 9.000 daga — á ýms-
um timabilum væri að visu rétt-
ara að nota orðið sólarhringa —
og langfl. þessa daga hafði ég
samband við Einar, oftast að
frumkvæði hans. Hann hringdi
venjulega I mig á morgnana, þeg-
ar hann var búinn að lesa blöðin,
barmafullur af hugmyndum um
það hvernig ætti að svara árásum
og bregðast við tiöindum. Siðan
héldum við áfram að heyra hvor I
öðrum allan daginn; hugkvæmni
hans og áhugi voru með ólikind-
um. Ég var ekki alltaf sammála
matihans og fór þá mínu fram, en
hann fyrlist aldrei við, heldur
leyfði mér að njóta áfram hug-
kvæmni sinnar og eldlegs áhuga.
Hann haföi hugann fullan af rök-
um og staðreyndum, en það sem
mér þótti vænst um var hugsjón'a-
eldurinn og siðgæðið sem ævin-
lega stjórnaði viðbrögðum hans
beislað af raunsæi. Þótt mér
finnist ég þekkja Einar betur en
flesta aðra menn eftir meira en 30
ára nána samvinnu, er hann enn I
huga minum á svipuðum slóðum
og Hrói höttur.
Ég hef átt kost á þvi að ferðast
talsvert um heiminn og hitta
ýmsa þá forustumenn sem hæst
hefur borið i margvislegum sam-
tökum sósialista. Ég hef aöeins
hitt einn forustumann sem minnti
mig á Einar Olgeirsson, Fidel
Castró á Kúbu. Þeir eru fjarska
ólikir í útliti, félagslegur og and-
legur jarðvegur þeirra af ólikum
toga, ræðustHIinn annar.en þegar
ég heyrði Castro halda ræður sin-
ar minnti hann mig þó alltaf á
Einar. Það sem sameinaði þá var
umtalið um framtiðina. Hún var
ekki aðeins rökhyggja og draum-
ur, heldur veruleiki. Hún var
fyrirheitna landið sem beið ef
menn klöngruðust yfir nokkrar
torfærur. Þeir höfðu lifað sig svo
inn i hugsjón sina að þeir gátu
talað um fyrirheitna landið eins
og þeir befðu báðir dvalist þar.
Snemma I sumar minntist ég á
það við Einar að mig langaði
að eiga við hann viðtal handa
Þjóðviljanum i tilefni þess að
i dag hefur hann lifaö þrjá
aldarf jórðunga. Hann tók þvi vel,
en sagði að við yrðum að huga að
ramma viðtalsins. Þegar ég fór
að huga að þvi komst ég strax i
bobba. Einar hefur verið baráttu-
maður i islenskum stjórnmálum i
meira en hálfa öld á mesta um-
breytingaskeiði sem islendingar
hafa lifað. i gcrvallri sögu þessa
timabils er Einar Olgeirsson að
finna; i rauninni er ekki hægt að
fjalta um hann nema hafa að bak-
sviði 50 ára islandssögu. Þau
urðu málalokin að ég fengi hann
til að minnast lauslega á þau þrjú
timaskeið sem væru honum efst I
huga. Siðan höguðu atvikin þvi
svo, að hann þurfti að fara utan
nokkru fyrr en hann hafði áform-
að, svo að ég gat ekki spjallað við
hann nema nokkra klukkutima og
ckki verið eins nærgöngull og ég
hafði ætlað inér.
Magnús Kjartansson
Fyrsta skeið: „Sigurbragur fólks er vaknar"
— Fyrsta skeiðið var á Akur-
eyri og Norðurlandi, segir Einar
Olgeirsson. Einar Benediktsson
lýkur, tslandsljóðum sinum á lin-
unum: „ég fann það, sem að sál
min heyrði, / var sigurbragur
fólks er vaknar.” Það hefur verið
mesta gæfa minaðfá aðtaka þátt
i þeim atburðum sem gerast þeg-
ar fólk vaknar. Ég gekk i Alþýðu-
flokkinn á Akureyri 1921, en fór
skömmu siðar utan til náms. í
Þýskalandi gekk ég i Kommún-
istaflokkinn og tók þátt i starf-
semi hans meðan ég dvaldist
ytra. Siðan kom ég til Akureyrar
aftur 1924 og hóf kennslustörf við
menntaskóladeildina á Akureyri.
Þá var svo ástatt á Akureyri að
Framsóknarflokkurinn réð
verkalýðshreyfingunni. Forusta
hennar var einskonar fulltrúaráð
og þar áttu sæti 10 Framsóknar-
menn af 15. Við Alþýðuflokks-
mennirnir hófumst handa um að
koma á laggirnar nýjum stofnun-
um á vegum flokksins. Við stofn-
uðum Jafnaðarmannafélag 1924,
Sjómannafélag Norðurlands,
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna
á Akureyri, Verklýðssamband
Norðurlands og fjölmörg ný
verkalýðsfélög. Við bæjar-
stjórnarkosningarnar 1925 sögð-
um við Framsókn að við myndum
bjóða fram sjálfir og i þeim
kosningum urðum við sterkasti
flokkurinná Akureyri. Við buðum
siðan fram til þings 1927 og fram-
bjóðandi okkar Erlingur Frið-
jónsson var kjörinn á þing.
Á þessum árum var mikið lif og
fjör og við héldum stöðuga út-
breiðslufundi. Eitt helsta verk-
efnið var að fá fólk til þess að
ganga i verklýðsfélögin; i lok
funda var venjulega safnað nöfn-
um þeirra sem vildu gerast félag-
ar. Ég man eftir einum slikum
fundi; þar stóðu upp í fundarlok
einn af öðrum þrir ungir menn og
gengu i verklýðsfélagið siöan
aldraður maður sem reyndist
vera faðir þeirra: alls bættust við
36nýirfélagar á þeim eina fundi.
A þessum árum gekk vakningar-
alda yfir Norðurland og sá timi
liður mér aldrei úr huga. Ég
fékkstvið margt auk kennslunnar
og þessarar verklýðsbaráttu,
samdi bókina um Rousseau og tók
að mér timaritið Rétt 1926, en
hann hefur siðan verið fræðirit is-
lenskra sósialista.
Styrkur verklýðshreyfingar-
innar og sósialistiskra viðhorfa
óx óðfluga frá 1924. Þá urðu mörg
söguleg átök, svo sem Nóvubar-
dagin’n, þar sem vinstri fylkingin
sigraði þrátt fyrir svik Alþýðu-
sambandsstjórnar. Arið 1934 var
ég ikjöri fyrir Kommúnistaflokk-
inn á Akureyri og við fengum 34%
atkvæða, reyndumst sterkari en
Framsóknarflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn til samans. Allt
þetta timabil mótaðist af bróöur-
hug og samheldni. Krossanes-
verkfallið 1930 var til að mynda
mjög sögulegur atburður, en þar
reyndinorskur forstjóri, Holdö að
nafni, að lækka kauptaxta is-
lenskra og norskra verkamanna.
Við fórum þá á vettvang með
mikið lið frá Siglufirði og okkur
tókst að sigra að fullu, ri.a. neit-
uðum við að semja nema norsku
verkamennirnir fengju sama
kaup og þeir islensku. Þetta var
stórfenglegt vakningatimabil,
eitt mesta ánægjuskeið ævi minn-
ar.
(Eins og ég gat um i upphafi
var timinn til viðræðna við Einar
allt of stuttur og ég gat ekki kom-
iðáframfæriýmsum spurningum
sem vöktui huga minum. Égsé til
að mynda i uppflettiritum að Ein-
ar Olgeirsson er forstjóri Sildar-
einkasölu Islands, eins stærsta
fyrirtækis á landinu, árin 1928-
31. Sömu ár er hann formaður
Verklýðssambands Norðurlands.
Þá kemur upp i hugann Héðinn
Valdimarsson sem er i senn for-
stjóri B.P. á íslandi og formaður
Dagsbrúnar og einn aðalfrum-
kvöðullinn að stofnun Sósialista-
flokksins. Er hlutverkaskipan af
þessu tagi ekki næsta sjaldgæf i
sögu annarra landa? spyr sá sem
ekki veit.
En það er ljóst að þessi hlut-
verkaskipan olli Einari Olgeirss.
engum vandræðum. I bók sinni
Vor i veruin segir Jón Rafnsson
frá Krossanesverkfallinu sem
Einar orðaði i samtalinu við mig.
Jón segir m.a. svo frá:
„Ég er staddur á Siglufirði um
miðjan júnimánuð þetta sumar.
Eitt kvöld eftir almennan vinnu-
tima, erum við nokkrir róttækir
Alþýðuflokksmenri staddir i skrif-
stofu Sildareinkasölunnar, hjá
Einari Olgeirssyni. ...Ekki höfum
við setið og spjallað mjög lengi i
skrifstofu Sildareinkasölunnar,
þegar Einar er kallaður i lands-
simann. Þar talar Erlingur
Friðjónsson, þáverandi forseti
Verklýðssambands Norðurlands,
við Einar sem ritara i stjóm sam-
bandsins. Ungt verklýðsfélag
hefur tekið til starfa i Glerárþorpi
og er komið i launadeilu við
sildarverksmiðjuna i Krossanesi.
Þetta félag hefur gengið I Verk-
lýðssamband Norðurlands og
leitar nú fullt ingis þess. Hinn er-
lendi forstjóri Krossanesverk-
smiðjunnar, Holdö, hefur brugð-
ist loforði sinu um að greiða
Akureyrartaxta og aftekur nú
með öllu að semja við félagið.
Þetta unga félag berst nú ekki að-
eins f yrir kaupi og kjörum heldur
einnig fyrir tilveru sinni. Erling-
ur telur hæpið að fyrir hendi sé á
staðnum mannafli til að stöðva
vinnu verkfallsbrjóta og knýja
fram samninga.
Þegar Einar hefur sagt okkur
allt af létta um ástand og horfur á
Krossanesi er tekin sú ákvörðun
vafningalaustað reyna að komast
til Krossaness hið allra fyrsta.
Svo heppilega vill til að Sildar-
einkasalan á hraðskreiðan lysti-
bát, hið mesta veltiþing sem nú
kemur i góðar þarfir.
Það er mjög áliðið þegar við
leggjum af stað...lystisnekkja
Sildareinkasölunnar fleytir bók-
staflega kerlingar á sjónum af
hraða.slik tilþrif hefur hún aldrei
sýnt fyrr... Þegar til Akureyrar
kemur er fljótlega náð sambandi
við helstu framámenn verklýðs-
samtakanna þar... Er nú I skynd-
ingu safnað einhverju liði og
siðan haldið af stað út eftir.”
Ég hef þessa ivitnun ekki
lengri; verklýðssamtökin unnu
fullan sigur og sigursamninginn
undirritaði fyrir hönd verka-
manna Einar Olgeirsson, m.a!
forstjóri Sildareinkasölu íslands!
Eg get ekki á mér setið að halda
áfram ivitnunum. I spjallinu við
migorðaði Einar Nóvudeiluna, en
um hana fjallar Jón Rafnsson
m.a. i bók sinni Vor i veruni. Hún
sprattafþvi að bæjarstjórn Akur-
eyrar ætlaði að knýja fram kaup-
lækkun við tunnusmiði, en þeim
áformum var hrundið eftir langa
og harða baráttu. Þeir sögulegu
atburðir áttu sér eftirmála. Jón
Rafnsson segir frá þvi að nokkr-
um dögum eftir deiluna hafi
bæjarfógetinn á Akureyri beðið
sig að koma á skrifstofu sina án
þess að tilgreina nokkurt erindi.
En þegar Jón mætir þar er um-
svifalaust settur yfir honum
réttur, þótt um það hafi verið
samið i deilulok að allar „sakir”
skyldu látnar niður falla. Eftir
nokkurt þvarg var Jóni sungið i
tukthúsið og var þar f jóra tima i
góðu yfirlæti, þvi að hópur fólks
safnaðist fyrir utan og rétti Jóni
inn um gluggan mat og annað
góðgæti. Fjórum timum siðar er
réttur settur á ný, og gef ég nú
Jóni Rafnssyni orðið:
„Og sem við hnotabitumst um
það, hvor okkar sé meira vand-
ræðaskáldið i þessu máli, beinist
allt i einu athygli réttarins að
stóra glugganum sem veit að
torginu. Ekki man ég hvar ég sat
eða stóð, en rétt utan viö glugg-
ann skýtur upp manni, eins og
bornum af ósýnilegum höndum,
þvi þetta er önnur hæð. Maðurinn
byrjar að tala og ræðan bylur sem
haglél á glugganum. Ég gleymi
snöggvast að ég er fyrir rétti og
geng út að glugganum þvi mér
flýgur i hug hvort maðurinn sé á
svona háu stultum, en svo reynist
ekki vera. Einar Olgeirsson
stendur á stýrishúsþaki vörubif-
reiðarog heldurræðu. Ég fer ekki
að hafa það eftir hér sem við
þarna i réttinum heyrðum hann
segja. En orðbragð hans og gnýr
mannhafsins fyrir utan fær yfir-
manni réttvisinoar slikrar ógleði
að mér er gert það skiljanlegt
meira með látbragði en orðum,
að min sé ekki þörf hér lengur og
ég megi fara.”
Ég kemstekki hjá þvi að vitna i
enn eina heimild um þennan at-
burð. Tryggvi Emilsson verka-
maður, sem nú er að skrifa sjálfs-
ævisögu sina, einstakt verk sem
nýtur frábærra frásagnarhæfil.
Tryggva, heitra tilfinninga og
drengskapar, birti grein i lsta
hefti Réttar 1965 um Nóvudeil-
una. Hann var einn þeirra sem
vann við tunnugerð eftir að
samningar höfðu lokstekist; þeg-
ar fréttist i verksmiðjuna að Jón
Rafnsson hafi verið handtekinn
verða menn að vonum órólegir og
biða þess með óþreyju að vinnu-
degi ljúki. Siðan skunda þeir af
stað og ætla að tukthúsinu til
Jóns:
„Þá var Jón kominn út i þann
mikla skála sem við eigum þó
sameiginlegan, og stóð ásamt
fjölda fólks undir himinhvelfing-
unni framan við sýslumannshúsið
en á bilpalli i miðri mannþyrping-
unni stóð maður og hélt ræðu. Við
þekktum strax röddina og
hröðuðum okkur til að missa ekki
af orðunum. Einar Olgeirsson var
að tala, rödd hans barst út yfir
mannfjöldann og inn á sýsluskrif-
stofurnar. Og fólkið sameinaðist i
reiðiþrunginni þögn gegn þeim
valdhöfum, sem ekki létu sér
nægja að siga hvitliðasveitum á
fátækasta fólkið i bænum, sem
ekkert hafði til saka unnið, en
krafðist þess aðeins að fá um-
saminn taxta fyrir vinnu sina,
heldur átti nú að ná sér niðri á
þeim, sem þorðu að verja rétt
þeirra snauðu og fangelsa for-
ustumennina. A þessu torgi var
risinn dómstóll fólksins, sem
krafðist réttlætis, svo að hrikti i
húsi burgeisanna um allt land,
svo að þá brast hugur til þess að
fangelsa fleiri i þessari deilu. En
þennan dag hafði Jón Hreggviðs-
son tvihrækt á þá, fyrst af þvi að
þeir dæmdu rangt og enn meira
þegar þeir siðan dæmdu rétt, þvi
að þá voru þeir hræddir.”)
RÆTT VIÐ EINAR OLGEIRSSON SEM ER 75 ÁRA f DAG