Þjóðviljinn - 16.11.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.11.1977, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 16. növember 1977 —42. árg. 256 tbl. SÖGULEGUR DAGUR 1 RAFORKUMÁLUM: Kílóvattstundin kostar um 20kr. frá dísilstöð en 5 kr. með byggðalínunni til Akureyrar Full spenna á byggðalínu Stofnendur og stjórnarmenn Málfrelsissjóðsins á fundi meö fréttamönnum I gær. Frá vinstri: blaöamaóur Timans, þá Páll Skúlason, prófessor, Silja Aöalsteinsdóttir, cand. mag. Jóhann S. Hjálmarsson ménntaskólakennari og Vésteinn ólason, lektor. 78 stofna Málfrelsissjóð Sjá lista yfir stofnendur sjóðsins og ávarp vegna stofnunar málfrelsissjóðs á 3. síðu Slökkt á dísilstöðvum á Norður- landi Um hádegisbiiið í gær var slökkt á dísilstöðvum þeim sem notaðar hafa verið til raforkufram- leiðslu á Norðurlandi. Þá hafði byggðalínan verið tengd og þar með var lokið langþráðum áfanga i raf- orkumálum landsmanna. Til þess að menn átti sig á þeim fjárhagslega sparn- aði sem hér um ræðir skal þess getið að kilóvattstund kostaði í framleiðslu frá dísilstöðvum 20 krónur/ en hver kílóvattstund til Akureyrar er seld á 5 krón- ur. , Framhald á 14. siðu Stœrð þorsk- stofnsins ’78 verður sú minnsta síðan rannsóknir hófust SJÁ 6. SlÐU Stofnaður hefur verið sjóður til verndar mál- frelsi á islandi. Tilgangur sjóðsins er að tryggja fyllsta frelsi til umræðu um málefni sem varða al- mannaheill og til óheftrar listrænnar tjáningar. Hlutverk sjóösins er aö standa straum af kostnaði og miskabót- um vegna meiðyrðamála þegar stjórn sjóðsins telur aö með þeim séu óeðlilega heftar umræður um mál sem hafa almenna sam- félagslega eða menningarlega skirskotun. Málfrelsissjóður er stofnaður af 78einstaklingum og var ákvörðun um sjóðstofnunina tekin fyrir réttri viku. Stofnendur hafa undirritað ávarp, þar sem til- gangi sjóðsins og tilefni stofnunar hans er lýst og er ávarpið I heild og listi yfir stofnendur sjóðsins birt á siðu 14 i blaðinu I dag. Stjórn sjóðsins skipa Jóhann S. Hannesson, menntaskólakennari, Jónas Jónsson frá Ysta-Felli rit- stjóri, Páll Skúlason prófessor, Silja Aðalsteinsdóttir cand. mag. og Thor Vilhjálmsson rithöf- undur. Stofnunin var tilkynnt á blaða- mannafundi i gær. Þar var saman komin stjórn sjóðsins, utan þeir Jónas og Thor sem eru erlendis en auk þeirra starfsmaður Mál- frelsissjóðsins Guðrún Þorbergs- dóttir og einn af stofnendum Vé- steinn Ólason lektor. Á blaðamannafundinum kom fram að stofnendur telja að meiðyrðalöggjöf Islendinga setji almennri umræðu um málefni sem varða almannaheill og til óheftrar listrænnar tjáningar mjög þröngar skorður, og skerði framkvæmd gildandi lagaákvæða um þau lýðréttindi sem stjórnarskráin tryggir, þ.e. mál- frelsi og tjáningarfrelsi. Markmið Málfrelsissjóðsins er að tryggja að menn geti talað og ritað um slik mál án þess að hugsa um pyngjuna, þ.e. án þess að eiga á hættu að greiða háar miskabætur eða málskostnað af meiðyrðamálaferlum. Stofnendur sjóðsins telja að dómar þeir sem nýlega hafa verið kveðnir upp i Hæstarétti vegna Framhald á 14. siðu Horfur á rekstrarhalla á Grundartanga: Heimsmarkaösverð á kísiljárni lækkar enn Eins og greint var frá i Þjóö- viljanum sl. vor eru verulegar likur á rekstrarhalla járn- blendiverksmiðjunnar f Hval- firöi. Þessar likur fara nú vax- andi og eru aö breytast I vissu samkvæmt fréttum i virtum er- lendum blööum. Samkvæmt þeim er heimsmarkaösverö á framleiöslu verksmiöja af þvi tagi sem nú er veriö aö reisa I Hvalfiröi um 2.300 norskar krónur hvert tonn, en þaö heföi i för meö sér árlegan halia á járnbiendiverksm iöjunni i Hvalfiröi upp á liöiega 800 miljónir islenskra króna á ári. Þetta verð er lægra en þaö verð sem taliö var lágmark I fyrra, þá 2.388 norskar krónur. 1 áætlun fyrir járnblendiverk- smiðjuna 1978 sem lögð var fyr- ir alþingi sl. vor var hins vegar gert ráð fyrir 3.405 norskum krónum á hvert tonn af kisil- > járni. Þennan halla yrði islenska rikið að taka á sig — það er: Greitt yröi beint úr rikissjóði meö verksmiðjunni á Grundar- tanga. 1 timaritinu Metal Bulletin frá 6. september sl. er birt frétta- klausa um verksmiðjuna á Grundartanga. Þar segir meðal annars: „Kisiljárnverksmiðja Is- lenska járnblendifélagsins, sem framleiðir um 50.000 tonn á ári, mun njóta mun hagstæöari kjara en flestar aörar verk- smiðjur, að þvi er nýlega var upplýst. Orkan fæst þar á sem svarar aðeins 350 norskum krónum á hvert tonn af kisil- járni en til samanburöar er orkuveröiö 1.800 norskar krónur á hvert tonn af kisiljárni i Jaþan... Verksmiöja þessi, sem núris að Grundartanga f grennd við Reykjavik, er sameign is- lenska rikisins og hins nýstofn- aða Norræna fjárfestingar- banka (sic!) sem sér Islenska járnblendifélaginu fyrir láni aö upphæð 540 miljónir dollara. Bankastjórinn Bert Lindtrom sagði að verksmiðjan væri gott dæmi um það hvernig sérstök náttúruskilyröi eru hagnýtt til þess að koma á lifvænlegum iönaði. (Alþjóðiegi kisiljárn- iðnaðurinn er samt I þvilikri óreiðu eins og sakir standa og óliklegt aö úr rætist fljótlega aö eitthvaö meira en hagstæö náttúruleg skilyrði þarf til þess að gera þennan iðnað llfvænleg- an á næstu árum. — Ritstj.)” — Þessi athugasemd ritstjóra Metal Bulletin er athyglisverð spáumframtlðarhorfuri þessari iðngrein um leið og tilvitnunin segir sina sögu um það orkuverð sem hér á landi verður notað til járnblendiverksmiðjunnar I samanburði við það verð sem hliöstæður iðnaður verður að greiða annars staöar. Augljóst er aö verö á kisil- ÍLow costs in lceland I rom our Norwtfj-ian correspondent I HI! '>(),()()() tp.v ferro-silicon plant beint* IVuill hy Icelandic Alloys will i be producinti ai a distinct cost ad- | vanlá.ne lo most other producers, it was recently revealed. Hydro- electric cnerv»y will bc available at ( only NKr350 (S67) a ton of ferro- alloy production, compared with some NKrl,800 (S344) a ton for Japanesc ferro-silicon, which is k based on thermal power. The plant, which is being built at |Grundartangi near Reykjavik, is the ' result of a partnership between the Icelandic state and the recently formed Nordic Investment Ðank, which is providing Icelandic Alloys with a $40m. loan. The bank’s direc- tor, Bert Lindstrom, said that the plant is a good example of how special natural advantages can be | Vxploited to achieve a viable in- dustry. (Though, with the inter- national ferro-silicon industry in 1 such a mess at the present time and unlikely to improve with any speed, I something more than natural ad- t vantages will be needed to keep it viable in the next few years.—Ed.) Úrklippa úr Metal Bulletin járni er enn i þvi lágmarki sem það var i fyrra — og það virðist enn fara lækkandi. ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.