Þjóðviljinn - 24.05.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.05.1978, Blaðsíða 4
IVSÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. mai 1978 Miövikudagur 24. mai 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA V lAV „ Verðum að leita annarra atvinnuhátta, ef ekki á illa að fara”, segir Vilberg Jóhannesson verkamaður Vilberg Jóhannesson er varaformaður Verka- lýðsfélags Grindavfkur. Hann skipar 13. sæti á lista Alþýðubandalagsins i bæjarstjórnarkosning- unum. Er við ræddum við Vilberg fyrir fáeinum dögum, sagðist hann vera nýkominn af f undi í verkalýðsfélaginu, þar sem rætt hefði verið um að afla heimildar til verkfallsboðunar. „Hér hefur veriö léleg vertiö, eins og allir vita,” sagði Vil- berg. „Verkafólk er ekki undir þaö er búið aö fara i hörö átök, en hitt er annaö mál, aö eitthvað veröur að gera. Þaö stóö til aö samið yröi á Suöur- nesjum, en atvinnurekendur drógu tilboð sitt til baka. Þaö virðist sem kippt hafi verið i spotta einhvers staðar. Hér var ekki samþykkt út- flutningsbann, en maöur heyrði það á atvinnurekendum hér að þeir ætluöu að nota tækifærið og hreinlega loka frystihúsunum, ef útflutningsbann heföi veriö sett á. Tónninn var þannig i þeim.” Vilberg sagöi að atvinnuá- standiö i Grindavik heföi ann- ars veriö sæmilega gott i vetur, en allt þó með minna móti en áður. „Þetta var til dæmis Vilberg starfar I loönubræöslunni, þar sem þessi mynd var tekin Atvinna dregst saman vegna mínnkandi afla enginn afli sem viö fengum i bræðsluna, tæp 7000 tonn, miðaö viö þau 26 þús. tonn, sem við fengum á siðustu loðnuvertið. Það má þvi segja, aö atvinna sé mikiö að dragast saman vegna hins minnkandi afla.” — Verður þá ekki að leita nýrra leiða i atvinnumálum? „Jú, ég get ekki séð annað en að hér verði aö koma upp ein- hverjum iðnaði. Hér er nú eng- inn iðnaður, aðeins tvær vél- smiöjur og eitt bilaverkstæöi fyrir utan fiskvinnsluna.” — Hvað voru gerðir út margir bátar héðan i vetur? „Ég held að þeir hafi verið um 100, bátarnir sem gerðir voru út á vetrarvertið. En vertiðin var léleg, og tiltölulega lélegri en i Þorlákshöfn og Vestmannaeyj- um. Hinsvegar kom sildarsölt- unin hér sl. haust ágætlega út og skapaöi töluverða vinnu. Hér eru ansi margar ibúðir til sölu núna, þannig að það viröist þvi frekar vera hreyfing á fólki frá Grindavik en i plássið.” — Er nóg vinna fyrir ung- linga? „Það er mjög takmarkað sem unglingar komast i salt- fiskstöðvarnar, en yngri aldurs- hópar hafa einhverja vinnu við hreinsun hjá bænum. Mestur vandinn er meö unglinga á aldr- inum 13—16 ára. Þetta er það stór hópur, og það virðist vanta meiri vinnu fyrir þessa ung- linga. Eins eru oft vandræði meö vinnu fyrir eldra fólk, þvi að það s’itur sér út i frysti- húsunummiklu lengur en það hefur heilsu til.” Þab stefr.ir i heldur leiðinlega átt, eins og málin standa i dag. Hér verður að leita annarra at- vinnuhátta, ef ekki á illa að fara.” —eös Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins er að Leynisbraut 10, Grindavík. Sími 8530. Umboðsmaður Þjóðviljans í Grindavík er Jón Guðmundsson, Leynisbraut 10. Sími 8530. Algjör stöðnun þar tll vinstri stjómin tók við Skagaströnd, öðru nafni Höfðakaupstaður er samfélag i örum vexti. 1. desember 1977 voru þar skráðir 597 íbúar. Fyrir nokkrum árum var atvinnuleysi landlægt fyrirbæri á staðnum og var ekki óalgengt að 60-70% karlmanna væru i vinnu fjarri heimilum sinum yfir vetrarmánuðina, þá gjarn- an á vertið fyrir sunnan. Stöðn- unin var svo afgerandi á allri þróun staðarins að á 15 árum voru byggð innan við 10 hús. Mál og flestar myndir: Þórður Ingvi Guðmundsson Þegar vinstri stjórnin komst til valda 1971 varð gjörbreyting á öllu atvinnulifi á staðnum. Keyptur var skuttogari og hefur hann siðan tryggt frystihúsinu stöðugt og gott hfáefni. Reist var rækjuverksmiðja sem hefur borið sig vel og hafnar voru miklar framkvæmdir á vegum hreppsins. Þá er starfandi saumastofa. Einnig er rekin skipasmiðastöð sem hefur þá sérstöðu að framleiða plastbáta allt frá 2 upp i 15 lestir að stærð. Eftirspurn eftir þessum bátum er nú mjög mikil og næg fram- tiðarverkefni fyrir stöðina. Þjóöviljinn var á ferö á Skagaströnd fyrir nokkrum dögum og spjallaði við sveitar- stjórann og nokkra frambjóð- endur Alþýðubandalagsins fyrir hreppsnefndarkosningar, sem fram eiga að fara 28. mai n.k. I framboði eru 4 listar, listi Alþýðuflokksins, Fram- sóknarflokksins, Sjálfstæðis- flokksins og Alþýöubandalags- ins. I hreppsnefndarkosningun- um 1974 fékk Alþýðubandalagið 62 atkvæði sem er 21.4% greiddra atkvæða og 1 mann kjörinn i hreppsnefndina. Frá Skagaströnd Lárus Ægir Óskarsson, sveitarstjóri: Loðnubræðsla verður rnikil lyftístöng fyrir staðinn Sveitarstjórinn á Skagaströnd heitir Lárus Ægir óskarsson. Viö byrjuðum á þvi aö fræöast af honum um helstu fram- kvæmdir á vegum hreppsins og um atvinnulifið á staönum almennt. — Gatnageröarframkvæmdir . hafa veriö okkar aðalmál siðast liðin 2-3 ár. A árinu 1976 voru lagðir hér um 1600 lengdar- metrar af oliumöl og i sumar er fyrirhugað að leggja rúmlega 1500 til vi^bótar. A siðasta ári lauk sveitarfél. við að byggja 5 ibúðir og fyrirhugað er að byggja 8 til viðbótar nú i ár. Hér hefur veriö byggður góður iþróttavöllur rétt við félags- heimilið og eru nú flest stærri iþróttamót i sýslunni haldin hér. 1 Spákonufelli hér fyrir ofan staðinn hefur verið sett upp skiðalyfta og áform eru um aö koma þar upp veitingastað. Ég nefndi að gatnageröarmál væru okkar aðalmál hér á staðnum. Það má ekki gleyma öðrum mjög mikilvægum fram- kvæmdum, en það eru dýpkunarframkvæmdir við höfnina. A höfninni byggist allt atvínnulif staðarins. I fram- haldi af þessum framkvæmdum er áformað aö reka niður stálþil til að skapa betra viðlegurými fyrir stærri báta. Þessa stund- ina er verið að endurbyggja gömlu sildarverksmiðjuna hér og breyta henni i loðnubræðslu, en hafnarframkvæmdirnar standa i beinu sambandi við það. Þessi verksmiöja kemur til meö að verða mjög fullkomin og ætti hún að geta tekið á móti um 50 þúsund lestum til bræðslu á Lárus Ægir óskarsson sumar-og haustvertiöinni ef við náum að ljúka við hana fyrir þann tima. Hvaö um næstu verkefni hreppsins? Nú það verður unnið áfram að varanlegri gatnagerð, en þá eru uppi áform um að byggja sund- laug og iþróttahús og er mikill áhugi á þvi meðal ibúanna. Er nóg atvinna fyrir fólkið? Þaö er óhætt að segja það. Hér eru starfrækt nokkur fyrir- tæki, frystihús, rækjuvinnsla og stefnt er að þvi að vinna hörpudisk og koma á fót lag- metisframleiðslu. Hér er starf- andi saumastofa, skipasmiða- stöð og þjónustuiönaður. Nauösyn ber þó til að efla fjöl- breytnina i atvinnulifinu og stækka frystihúsið, en eins og er getnr þaö varla tekiö á móti meiru en nú þegar berst til þess. Brýnast er að leysa húsnæðisvandamálið á Skagaströnd Stutt spjall viö Guðmund Hauk Sigurðsson sem skipar 1. sœtið á lista Alþýðubandalagsins fyrir hreppsnefndarkosningarnar Efstur á lista Alþýöubanda- lagsins I hreppsnefndarkosning- unum á Skagaströnd er Guö- mundur Haukur Sigurösson kennari. Þjóöviljinn rædddi viö hann um helstu málefni hrepps- ins i tilefni af sveitarstjórnar- kosningunum 28. mai n.k. .. „Ég hef sjálfur mestan á- huga á æskulýðsmálum og hér á þessum stað eru mörg vanda- mál á þvi sviði. Hér er mjög lit- ið hugsað um hvort unglingar hafi nokkuð fyrir stafni og gildir það sérstaklega yfir vetrartim- ann. Það sem liggur fyrir að gera er að hraða framkvæmd- um við barnaskólann sem er orðinn alltof litill, og er kennt i allskonar skúmaskotum, og nauðsyn er mikil á þvi að .býggja iþróttahús, og nýja sundlaug, sú gamla er orðin lé- leg og aðeins opin einn mánuð á ári. Iþróttamál eru mikið til um- ræðu hér. Það hefur verið gerð- ur hér ágætur iþróttavöllur, en mikilvægt er að ganga frá hon- um hið bráöasta. Það má bæta þvi við i sambandi við æskulýös- málin aö hægtværi aðkoma upp einhverri félagsaðstöðu I nýju barnaskólaviðbyggingunni þeg- ar hún er risin. Hvaö með önnur vandamál I hreppnum? Halda þarf áfram gatnagerð- arframkvæmdum af fullum krafti. Það þarf að leggja oliu- möl á fleiri götur og ganga frá þeim götum endanlega sem þegar er búið að leggja á. Þá má nefna lóðamál. Þau eru að komast á töluvert slæmt stig. Okkur Alþýðubandalags- mönnum finnst að framboö á lóðumséekkinægilegamikiö og lóðirnar eru ekki nægilega vel undirbúnar áður en þeim er út- hlutað til eigenda. tlr þvi að viö erum farnir aö minnast á húsbyggingar og lóöamál. Er nóg framboð á i- búðum? Það er langt frá þvi að svo sé. Hér er alltaf skortur á ibúðar- húsnæði. Gera þarf áætlun um byggingu fleiri leiguibúða en leyfi er nú þegar fyrir 8 ibúöum. Guömundur Haukur Sigurösson Auk þess að flýta byggingu i- búða fyrir aldraða. Að visu er það sýslan sem er að byggja þessar ibúðir fyrir aldraða, en okkur hérna virðist aö hún hafi verið Blönduósingum mun hlið- hollari i þeim málum en okkur og þvi þarf að breyta, sagöi Guðmundur aö lokum. „Engin tengsl \ið fólkiö” Rætt við Sævar Bjarnason verkamann Sævar Bjarnason verkamaö- ur skipar 3. sætiö á lista Alþýöu- bandalagsins fyrir hrepps- nefndarkosningarnar 28. maf n.k. Þjóöviljinn spuröi Sævar fyrst aö þvi hvernig ástandið væri i dagvistunarmálum á Skaga- strönd. „Dagheimiliðsem núerstarf- andi var reist i tið núverandi hreppsnefndar. Það má segja aðmennhafi renntdálitið blinti sjóinn varðandi það þvi það kom iljósaöþörfin var mun meirien menn almennt gerðu sér grein fyrir. Ég tel að Alþýðubanda- lagið verði að leggja m jög mikla áherslu á aö auka núverandi dagvistunarrými, þvi eftir- spurnin er gifurleg og biðlistinn er langur. Núna er aðeins pláss fyrir 20 börn á heimilinu. Hvaö um heilbrigismái? Mér skilst aö þaö rfki slæmt ástand i þeim málum. Það er alveg rétt. Við búum við þjónustu frá Blönduósi og það er ekki nóg i ört vaxa ndi bæ. Atvinnulifiðhérer i vexti og þar af leiðandi hætta á aö vinnuslys- um fjölgi. Arið 1953 kom hér læknir og árið eftir var Skaga- strönd gerð að sjálfstæðu lækn- isumdæmi. Siöan 1966 hefur enginn læknir verið á staönum. Hins vegar er hér glæsilegur læknisbústaður sem ekki er nýttur til fulls. Mér finnst það mjög brýnt verkefni að fá hing- að lækni og fyrir þvi mun Al- þýðubandalagið berjast. Hér hafa verið miklar hafnar- framkvæmdir, er þaö ekki? Jú, siðan i haust hefur verið skip að vinna við dýpkun hafn- arinnar og var það orðiö mjög brýnt verkefni, þvi skuttogarinn okkar þufti að sæta sjávarföll- um til aö komast inn og út úr höfninni. Nú er farið að sjáfyrir endann á þessu verki. Næsta verkefni er aö byggja nýjan við- legukant, en það er nauðsynlegt til þess að loðnubátarnir sem koma til með að leggja loðnu- bræðslunni til hráefni geti lagt hér upp. Þaö er búið að taka á- kvörðun um byggingu kantsins en verkinu verður að hraða sem mest svo hægt sé að hefja vinnslu strax i haust í verk- smiðjunni. Auövitað er brýnast að útvega fjármagn það sem á vantar, en sú upphæð er hvorki meiri né minni en 40 miljónir. Hvernig eru tengsl hrepps- nefndarinnar viö ibúa staöar- ins? Tengsl við fólkiö hafa engin verið og er það forkastanlegt. Við Alþýðubandalagsmenn munum leggja á þaö mikla á- herslu að komið verði á föstum viötalstimum við hreppsnefnd- ina og að gefið verði reglulega út fréttabréf, til að auka upplýs- ingastreymið til fólksins. Ég vil taka það fram svona að lokum og i sambandi við hreppsnefndina almennt, að nefndirnar sem hafa átt að starfa á vegum hreppsins hafa allar verið dauðar nema hafn- arnefnd og byggingarnefnd. Þarna veröur aö gera gagngera breytingu á og viö munum leggja áherslu á að svo verði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.