Þjóðviljinn - 11.07.1978, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.07.1978, Blaðsíða 1
Fuiltrúar Alþýðubandalags og Framsóknarflokks á fundi f gær. Framsókn vill ræða um vinstri stjóm UOBVIUINN Þriðjudagur 11. júli 1978—145. tbl. 43. árg. t gærmorgun, klukkan tiu, hitt- ust þriggja manna hópar frá Alþýðubandalagi og Framsókn- arflokki, annars vegar þeir Lóð- vik Jósepsson, Ragnar Arnalds og Svavar Gestsson, hins vegar Ólafur Jóhannesson, Steingrimur Hermannsson og Tómas Árna- son. Á fundinum lýstu ' tals- menn Framsóknarflokksins þvi yfir, að flokkur þeirra væri reiðu- búinn til þátttöku i viðræðum þriggja flokka, Alþýðubandalags- ins, Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins, um rnyndun vinstri stjórnar. — Fundurinn fór fram að ósk og frumkvæði Alþýðubandalagsins. Klukkan hálf þrjú i gær héldu fullskipabar viöræöunefndir Alþýöuflokks og Alþýðubanda- lags fund þar sem könnunarvið- ræöum flokkanna var haldiö áfram. Viðræöunefndirnar hafa nú haldið mjög marga fundi um stjórnmálin almennt og um ein- staka málaflokka, svo sem efna- hagsmál, atvinnumál, félagsmál og utanrikismál. Þjóöviljinn haföi tal af ólafi Jóhannessyni formanni Fram- Framhald á bls. 14. Skuld ríkissjóðs við Seðlabankann: 23 miljarðar króna Skuldir rikissjóös viö Seöla- frá áramótum. Gjöld á fyrra bankann námu tæpum 23 miljörö- hluta ársins fóru um 2 1/2 milj- um króna viö siðustu mánaöa- arb'fram úr áætlun, og þaö geröu mót, segir i fréttatilkynningu frá tekjur einnig. Ráöuneytismenn fjármálaráðuneyti. Höföu. eru bjartsýnir á aö jöfnuöur hafi skuldirnar aukist um 6 miljaröa náðst i búskap rikissjóös i árslok. Mat frystihúsamanna á Norðurlandi Endar ná saman — ef ríkisstjórnin ábyrgist greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði Ef rikisstjórnin ábyrgðist greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði og afurðalán hækkuðu samsvarandi myndu endar ná saman I rekstri frystihúsanna, var álit þeirra stjórnenda frystihúsa á Norður- landi sem Þjóöviljinn spurði álits I gær. Þeir voru sammála um að skuldahalinn lengdist verulega um þessar mundir, en rekstrar- stöðvun væri ekki yfirvofandi alveg á næstunni. Tryggvi Finnsson hjá Fiskiöju- samlagi Húsavikur sagöi m.a.: Þaö er hálfgert pat aö veröa á þessu öllu saman. Þaö er gefiö,út frá þeim breyttu forsendum sem nú eruorðnar, aö viö framleiöum meö einhverju tapi. Hve miklu þori ég ekki aö segja. Þetta gengur náttúrulega ekki tillengdar. Ef staöa okkar ætti ab haldast óbreytt eftir þessa 11% lækkun þyrfti hráefnisverö aö lækka um 22%. Meginvandinn i augnablikinu er aö leysa fjárhagsstööu frysti- húsanna. Hún er mjög erfiö. Viö erum ekki meö neinn skuldahala á eftir okkur eins og sum húsin, en hann er farinn aö myndast. Reksturinn hefur veriö nokkuö f járnum á þessu ári, en ef rlkiö ábyrgðist áfram greiöslur úr verðjöfnunarsjóði tel ég aö endar myndu ná saman f rekstrinum. Við eigum töluvert miklar birgöir, Iviö meiri en i fyrra og þaö munar einnig um þaö. En meginatriöiö i augr.ablikinu er aö ef rikiö gengi i ábyrgö gagn- vart Veröjöfnunarsjóöi og lán hækkuöu sem þvi nemur þá næöu endar saman. Bæjarstjórn Eskifjaröar: Greiðir fulla vísitölu Frá Hrafnkeli Jónssyni, frétta- tölubætur frá X. júni. Eins og ritara Þjóðviljans á Eskifirði. vænta mátti greiddu fulltrúar Á fundi bæjarstjórnar Eski- Sjálfstæöisflokksins atkvæöi fjaröar 6. júli sl. var samþykkt gegn tillögunni, en hitt vakti tillaga frá fulltrúum Alþýöu- undrun aö bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar- flokksins geröi eins, og má flokksins um aö greiöa bæjar- segja aö hann elti Ihaldiö eins stárfsmönnum óskertar visi- og skuggi þess. Reynum að hanga eitt- hvað áfram. Staöan er ansi erfiö eins og stendur, sagöi GIsli Konráösson hjá (Jtgeröarfélagi Akureyringa. Þaö eru miklar birgöir hjá okkur, allar okkar geymslur eru fúllar og viö erum meö mikiö i geymslu hjá öörum. Þaö er ekki fjarri lagi aöviöséum meöum einnmiljarö bundinn i birgðum. Viö reynum aö hanga eitthvaö áfram, þótt viö séum aö vinna meö verulegu tapi eins og er. Viö hættum ekki vinnslu fyrr en i lengstulög, þvi þaö er þaö versta af öllu aö stoppa. Viö framleiddum i fyrra fyrir um 2 miljaröa króna og skiluöum 100 miljón króna hagnaöi. Ef viö miöum viö sama framleiöslu- magn þá þýöir 11% lækkunin á skila veröi einar 220 miljónir á ári, ogþaðeruof mikil umskiptitil aö geta gengið. Ég er þeirrar skoöunar aö ef rikisstjórnin ábyrgöist greiöslur úr Veröjöfnunarsjóöi þá næöu endar alveg saman i framleiösl- unni. Viö treystum þvi aö innan fárra daga veröi mynduö ný stjórn. Og hvernig sem hún veröur saman- sett veröur hún fyrst og fremst aö takast á viö þennan vanda. 1 þvi trausti höldum viö áfram, sagði Gisli Konráösson. eng. Umbrot við Kröflu: KVIKUHLA UP NORÐURÚR? Siðdegis I gær hófust landskjálftar við Kröflu og sigur nú land með meiri hraða en fyrr. Þykir allt benda til að kvikuhlaup hafi orðið og renni hraunkvika undir yfirboröi jarðar norðurúr Kröfluöskjunni. Viröist þarna þvf endurtaka sig atburöarás sem menn eru nú farnir aö þekkja býsnavel af reynslu. 1 gærkvöld voru skjálftar mestir I Gæsadal sem er norðantil I vestur frá Kröflu. Engin skjálftavakt hefur verið I Kröflu siðan um áramót og margir þeirra visindamanna sem fóru norður fyrir helgi voru komnir suður aftur i gær. Steinþór Ingvarsson, eigandi Jókers Skrifaði undir að allur ágóði rynni tíl skátahreyfingarinnar en hirðir hann svo sjálfur t frétt Þjóðviljans s.l. laugar- dag af skátasirkusnum og spila- fyrirtækinu Jóker, var rakið orö- rétt umsóknarbréf Bandalags isl. skáta um niðurfellingu á skemmtanaskattinum. Hins vegar féll niöur úr frétt- inni, hver heföi skrifaö undir bónarbréfið, þar sem segir: „Væntanlegum hagnaöi af skemmtun þessari veröur variö til skátahreyfingarinnar á tslandi m.a. til æskulýösheimila og ýmissar annarrar félagslegrar aöstööu fyrir islenskt æskufólk.” Sá sem þetta undirritar er Steinþór Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Bandalags is- lenskra skáta og annar tveggja eigenda Jókers, en einsog komið hefur fram, hiröir Jóker meiri- hluta alls ágóöa af sirkusnum. — AI. Hvað er klukkan? Mánuðum saman hafa Reykvikingar horft árangurslaust til torgklukkunnar á Lækjartorgi, ef þeir þurftu að vita, hvað timanum leið. Nú fer hugsanlega að rætast úr þessu. Sjá frétt á bak- siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.