Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Laugardagur 13. janúar 1979. —10. tbl.—44. árg.
Samninganefnd
um gaffalbita
Til
Moskvu
um helgina
Nú um helgina fer
þriggja mann sendinefnd
frá Sölustofnun lagmetis
til Sovétríkjanna til þess að
ganga frá samningi um
sölu á gaffalbitum héðan á
þessu ári. Samningur af
þessu tagi eru venjulega
gerðir í upphaf i hvers árs,
en á síðasta ári seldum við
Sovétmönnum 10 miljónir
dósa af gaffalbitum. Á
þessum fundi verða einnig
ræddar kvartanirRússa um
galla  í síðustu sendingu.
„Það er ekki hægt að þræta
fyrir það" Súgöi Gylfi Þór
Magnússon frkvstj. Sölustofn-
unar lagmetis ,,aö Prodintorg
sem er innflutningsfyrirtækiö
sem verslar við okkur, hefur sagt
aö ákveðinn hluti síðustu afskip-
unar sé ekki i samræmi viö samn-
inga. Niðurlögð vara er hins
vegar vandmeðfarin og ég get
alls ekki á þessu stigi nokkuð um
það sagt hvað hér er á ferðinni.
Það veltur auövitað á þvi hvar
varan hefur skemmst og hvernig.
Rússarnir hafa heldur ekki lýst
þessum skemmdum eða gert
kröfur. Þeir hafa einungis óskað
ef tir þvi að þetta veroi rætt og þao
munum við gera".
Þaö kom fram I viðtalinu við
Gylfa að afkastageta þeirra verk-
smiðja er nú framleiða fyrir
sovéska markaðinn er 12-14
miljónir dósa þannig að ef samið
verður um verulega aukið magná
þessu ári yrði aö framleiða það i
fleiri verksmiðjum, en ekki hefur
skort hráefni til framleiðslunnar
undanfarið. Markaðir fyrir lag-
meti eru vlða góðir nú og nefndi
Gylfi sérstaklega að í Vestur
Evrópu byggjust menn við tals-
veröri hreyfingu. Hann sagði aö
efnt yröi til fundar með fram-
leiðendum lagmetis nú um
mánaðamótin og þar yröi lögö
fram framleiðsluáætlun stofn-
unarinnar þetta ár.         sgt
Þetta er Jón en ekkt séra
Jón, sem hantérar flatfisk-
inn I frystihúsi Kirkjusands
hf.            (Ljdsm.eik)
Starfsfólk í„
frystihúsi SÍS
er í starfs-
mannafélagi
SÍS, en fær
ekki að sækja
árshátíð SÍS
Sjá siöu 5
Þrátt fyrir talsverða snjókomu I Reykjavfk f gær voru flugsam-
göngur i sæmilegasta lagi, enda stórvirk tæki i gangi viö að ryöja
völlinn einsog sést á myndinni. Flug féll þó niður til Húsavikur
vegna rafmagnsbilana þar svo og kvöldferðirnar tvær sem ráðgerð-
ar voru til Akureyrar og var það vegna erfiðra bremsuskilyrða á
flugbrautunum hér syðra. Ljósm. Leifur.
Reynt að
skerða kjörin
án þess að tala við verkalýðsfélagið
l»að er verið aðskerða kjörin án
þess að rætt sé við Sókn, annars
vegar með að taka af hálftfma i
álagsvinnu á morgnana og hins
vegar með að skerða 25 minútna
greiðslu sem hefur átt að vera
starfsfóikinu uppbót fyrir að fá
ekki álag á vinnu á laugardags-
morgnum.
Við þetta munum við ekki sætta
okkur, sagði Aðalheiður Bjarn-
freðsdóttir form. Sóknar, þegar
Þjóðviljinn spurði um tilefni með-
fylgjandi auglýsingar sem birtist
I blöðunum I gær.
Sagði hún, að starfsmanna-
stjóri rikisspitalanna hefði að
þeim, og reyndar stjórnum félaga
sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga
lika, forspurðum, hengt upp
auglýsingu um breyttan vinnu-
tima á laugardagsmorgnum
þannig að nú ætti að vinna frá kl.
8 — 15.30 í stað þess að byrja kl.
7.30.
— Það er talsverð skerðing aö
færa þennan hálftima á morgn-
ana yfir á dagvinnu I stað þess að
hingað til hafa konurnar fengið
hálftima i álagsvinnu, sagði Aðal-
heiður. Um leið er tekin af
greiðsla fyrir 25 minútur auka-
lega, sem áttu að koma á móti
Starfsmannafélagið
Sókn tilkynnir
að marg gefmi tilefni lýsum vi» yfir al
Skúli Halldórsson fyrrverandi starfs
mannastjóri rikisspltalanna hefur ekker
talað við félagið um þær breytingar sen
verið er að læða inn á einstakar deildi
rikisspitalanna enda um tilraun tii kjara
skeröingar að ræða.
Stjómin.
bæði því að matartfminn er mjög
óreglulegur og hinu, að þetta var
orðið svo til eina starfsstéttin I
landinu, sem vann á laugar-
dögum án þess að fá þá helgi-
dagsálag.               _vh
3—400 lítrar af bensíni
streymdu úr blöndutanknum
— og átta nýir
bílar bræddu
úr sér
fyrir vikið
Afdrifarlk slysni olli þvi nýlega,
að skipta þarf um veiar i 8 nýjum
bflum. Frá hádegi 21. desember
sl. og til hádegis næsta dags var
dælt upp 3-400 Iitrum af hreinu
bensini i stað oliublandaðs
bensins (súm) á bensinstöð Esso
við Artúnshöfða. Meðal þeirra
bfla, sem bensininu var dælt á,
voru 5 nýir Trabantbilar, sem
Kaupfélag Arnesinga á Selfossi
hafði keypt, og þrir nýir Wart-
burg-bflar. Oliufélagið hf. hefur
þegar látið skipta um vélar I
Wartburg-bifreiðunum á eigin
kostnað, og nýjar vélar voru i gær
sendar austur á Selfoss I þrjár
Trabant-bifreiðar.
Vélar þessara bifreiðategunda
eru gerðar fyrir oliublandað
bensln og þær bræða fljötlega úr
sé'r, ef hreint bensln er notað I
staðinn. Þessir bllar eru með tvi-
gengisvél, ásamt ýmsum eldri
geröum Saab, skellinöðrum, vél-
hjólum og utanborðsmótorum i
báta. Ekki er vitaö hve margir
hafa keypt benslniö I góðri trú á
bila sina eða aðrar vélar á
Artúnshöföa þennan umrædda
sólarhring, en það verður að
teljast furðulegt að Oliufélagið hf.
Framhald á bls. 18
Fimm nýir Trabantar bræddu úr sér ásamt þremur bflum af Wartburg-
gerð, eftir að tankar þeirra höfðu verið fylltir með hreinu bensini f stað
oliublandaðs bensins.
Trúnaðar-
mannafitndur
SFR
Styður
drög
BSRB
A liðlega 100 manna fundi triin-
aðarmannaráðs Starfsmannafé-
lags rikisstofnana var i fyrradag
samþykkt með öllum greiddum
atkvæðum gegn þremur að lýsa
yfir stuðningi við drög BSRB frá
5. janúar sl. að samkomulagi vib
fjármálaráðherra um efnisbreyt-
ingar á lögum um kjarasamninga
opinberra starfsmanna.
Fundurinn taldi það vera al-
gjört skilyrði fyrir samþykki fé-
lagsmanna að auk breytinga á
lagaákvæðum um samningstima-
bil liggi Ijóst fyrir áður en gengið
verði til atkvæða um breytingar á
kjarasamningi, ákvæði um rétt-
arstöðu allra félagsmanna BSRB.
Þá lagði fundurinn rika áherslu
á breytingar á lögum um kjara-
deilunefnd, er tryggi ótvlræðan
verkfallsrétt BSRB.      — ekh
Gagntílbod ríkissíjórnar
tíl BSRB komið fram
A fundi rlkisstjórnarinnar I gær
var samþykkt gagntilboð til
BSRB gegn þvi að bandalagið
falli frá 3% grunnkaupshækkun 1.
april n.k.
i þvi felst að fellt verði úr lög-
um ákvæði um lágmarkssamn-
ingatimabil tiltveggja ára þannig
að eftirleiðis verði samið um
samningstimabil hverju sinni.
Annars vegar að ákvæðið um að
kjaranefnd fjalli um sérsamninga
einstakra félaga verði fellt úr
gildi þannig að aðalsamninga-
nefnd BSRB semji hér eftir um
sérkröfur fyrir hönd rikisstarfs-
manna en samninganefndir bæj-
arfélaga um sérkröfur bæjar-
starfsmanna.
Þá eru áfram til athugunar hjá
rikisstjdrninni  breytingar  á
kjaradeilunefnd og að lögin nái
einnig til hálfopinberra stofnana.
Kristján Thorlacius, formaður
BSRB, sagði f samtali viö Þjóð-
viljann i gær að aðalsamninga-
nefnd BSRB kæmi saman n.k.
fimmtudag til að ræða þetta til-
boð og vildi hann ekki segja neitt
opinberlega um þaö fyrr en að
loknum þeim fundi.
— GFi
Hafsíldardeilan leyst
W
Þeir vildu láta okkur ^
borga fyrir vélarnar"
segir Hallsteinn Friðþjófsson form;verkalýðsfélagsins á Seyðisfirði
F.ins og frá var skýrt I Þjóð-
viljanum I gœr var gert sam-
komulag á Eskífirði um vinnu I
loðnuvcrksmiftjum austan-
lands, en verksmiðjustjórinn i
verksmiðju Hafsfldar á Seyðis-
firði vildi ekki failast á það.
Hann hefur nú gengið að sam-
komulaginu sem ma. felur f $ér
að aliir starfsmenn munu nú
vinna á vöktum.
Aður mun það hafa Uðkast I
verksmiðjunni að þótt hún
starfaði allan sólarhringinn þá
störfuðu margir einungis & dag-
inn og miklu færri unnu á nótt-
unni.
Auk þessa, koma nú einnig til
framkvæmda á Seyðisfirði önn-
ur ákvæði samkomulagsins, svo
sem um akkorð á útskipun á
lausu mjöli.
Hallsteinn Friðþjófsson, for-
maöur Verkamannafélagsins
Fram á Seyðisfirði sagði I gær 1
samtali við Þjóðviljann að
væntanlega yrði nú aflýst áður
boðuðu verfalli hjá Hafsfld. „É3g
sé-það i Morgunblaðinu að verk-
smiðjustjórinn lætur hafa það
eftir sér að við viljum fá greitt
fyrir þaö sem vélarnar gera.
Þetta er auðvitað rangt. Þaöeru
þeir sem hafa viljað láta okkur
borga fyrir vélarnar".
sg(
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20