Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Sunnudagur 8. júli 1979 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 11
Sagan bak
við söguna
Það lætur að líkum, að saga
Heimis er fróðleg og forvitnileg
um margt en hiin verður ekki
rakinhérað ráði. En bak við hina
ytri sögu hvers félagsskapar er
önnur saga, sagan bak við sög-
una. I þeirri sögu er m .a. að leita
skýringanna á þvi, hversvegna
þessi félagsskapur hefur náð 50
ára aldri i stað þess að hreppa
það hlutskipti að deyja drottni
sinum eftir fárra ára starf, svo
sem orðið hafa örlög ótal í'élaga
um allt land, söngfélaga sem ann-
arra á undangenginni starfsævi
Heimis. Sú saga er að visu að
verulegu leyti sameign okkar
allra, sem i kórnum höfum starf-
að. Enhúnereinnig, öðrum þræði
séreign hvers félaga, mótuð af
hans persónulegu sjónarmiðum,
tilfinningum og aðstöðu. Þess-
vegna verður hún aldrei sögð til
fullrar hlitar og 'sist af einum
manni.
Heillandi
erfiðleikar
Þeir, sem komiðhafa til starfa i
Heimi hin síðari ár, hafa að von-
um litla hugmynd um þá erfið-
leika, sem varð að yfirstiga áður j
fyrr til þess að geta mætt á æfing-
um, sem jafnaðarlega voru einu
sinni i viku og þó oftar er nálgað-
ist opinberan söng,stundum ann-
að hvert kvöld auk raddæfinga.
Það varð engin bylting i sam-
göngumálum við það að Bænda-
kórinn hætti störfum en Heimir
reis á legg. Nú þurfa menn ekki
að treysta á fæturna, ekki einu
sinni hestana, nú er ekki farið
öðruvisi enibilum. Sú vegalengd,
sem áður varð ekki farin nema á
klukkutimum, en nú lögð að baki
á nokkrum minútum.
En þetta voru, þrátt fyrir allt,
heillandi erfiðleikar. Ég varð
aldrei var við að nokkur sæi
nokkurn tima eftir þvi að þurfa að
þreyta fangbörgð við þá. Þvert á
móti. Flestumþykir meira varið I
að öðlast það, sem nokkuð þarf-
fyrir að hafa. Og eg held að
amstrið, fyrirhöfnin, jafnvel
þreytan hafi aðeins orðið til þess
að gera félagsskapinn ennþá
ánægjulegri, tengt menn ennþá
traustari böndum en ella.
Dottið afbaki
Þegar eg kom fyrst i kórin„, að
beiðni vinar mins Jóns Björns-
sonar, söngstjóra á Hafsteins-
stöðum, þá átti ég, — og raunar
alllengi siðan, — heima i Ey-
hildarholti. Það var fámennur
hópur en samstilltur, sem stóð að
Heimi þennan vetur. Við vorum
aðeins 13 að söngstjóranum með-
töldum, þrir í hverri rödd. En þó
voru þessir 13 menn dreifðir um 4
hreppa. Enginn átti ráð á bil, við
fórum riðandi eða gengum. Ein-
staka maður sem heima átti
nálægt vegi mun hafa brugðið
fyrir sig reiðhjóli.
Hún lifir mér enn i ljósu minni
fyrsta æfingin, sem ég mætti á. Is
var á eylendinu og ég fór á skaut-
um upp I Hátún á Langholti.
Hugðist verða Gunnlaugi, vænt-
anlegum félaga minum i 1. tenór,
samferða þaðan og fram i
Varmahlíö. Hann stakk upp á þvi
að við færum á hjólum. Mér þótti
það vofveifleg tillaga og sagði,
sem satt var, að ég hefði aldrei
prófað aö sitja hjól. „ÞU kemst
strax upp á lag með það", sagði
Gunnlaugur og virtist bera óbil-
andi traust til námshæfileika
minna. Jú, þetta virtist ætla að
fara betur enégbjóstviö. fögnaöi
fljótlega nokkrum tökum á hjól-
inu, þótt ég væri framan af nokk-
uð reikull i spori. Bætti það heldur
ekki úr skák, að komið var myrk-
ur ogbæði hjólin ljóslaus. En hjá
Grófargilsárbrúnni henti slysið.
Ég varaði mig ekki á brekkunni,
misstivald áhjólinuenum leið og
það rullaði niöur kantinn kastað-
ist ög af færleiknum og skildi
þar leiðir. Ég sat eftir á brautar-
kantinum, sjálfsagt fallinn á
prófinu.enhjoliöhafnaði niörii á.
A þessum árum höfðu allir með
sér kaffi og brauð, enda ekki van-
þörf á einhverri lifsnæringu þvi
aö þeir, sem lengst áttu að
fara, urðu að gera ráð fyrir þvi að
túrinn tæki 6-7 klst. Eftir að hafa
æft   góða    skorpu   hófst   kaffi-
drykkjan. Brauðinu öllu var
steypt i eina hrúgu og gengu svo
allir i binginn. Þetta fannst okkur
gera „máltiðina" ennþá sameig-
inlegri en ella myndi. Og það var
oft glatt á lijalla i þessum veisl-
um, enda aldrei „hnipin þjóð"
þar sem Gisli i Mikley var nær-
staddur.
„Vatnsborin"
ferðalög
Karlakórinn Heimir. Mvndin er tekin 1963.
Við vorum liðilega settir með
að sækja æfingar frá Eyhildar-
holti. Geröu það Héraðsvötnin,
sem umluktu okkur á alla vegu.
Þegar is vará þeim var Ieiðin að
Framhald   á 21. siðu.
ÞAÐER
VISSPASSI!
Vísir er smekklegt og lifandi blað sem er í
takt við ólíkustu strauma hvunndagsins svo ekki sé talað
um helgarblaðið.
Pólitík, kvikmyndir, myndlist, leiklist, umhverfi,
bókmenntir o.m.fl. fá öll sína umfjöllun.
Með áskriftaðVísi losnar þú við óþarfa hlaup og vesen en færð
blaðið borið inn á gafl til þín stundvíslega dag
hvern. Það er viss passi.Sendu seðilinn til Vísis Síðumúla 8
eða hringdu í síma 86611 og við sjáum um framhaldið.

i
dh
Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Vísi
Nafn
Heimilisfang
Sími
WtSIB
...og segir rétt ftó!
,\
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24