Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Laugardagur 4. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Mér finnst út i hött aö gera flokksforystuna eda
hluta hennar ábyrga fyrir þessu óbjörgulega ástandi.
Flokkurinn sem heild hefur nú hvorki hugmyndaflug
né skólun til þess að starfa öðruvísi en hann gerir.
Vésteinn
Lúöviksson
Alþýðubandalagid
og þingræðið
Hressileg dagskrárgrein
Oskars Guðmundssonar (25.
júli) virðist mér hafa ýtt við
mörgum og veitti ekki af. 1 blaö-
inu I dag (29. júll) snýst svo Arni
Bergmann til örðugrar varnar
fyrir Alþýðubandalagið og segir
ýmislegt skemmtilegt, en getur
þó ekki stillt sig um að flokka
gagnrýni Oskars undir „óþolin-
mæöi". Þaðfinnstmér lágkUra.
Eða vott um hverskonar þolin-
mæði hefði þaö boriö ef Óskar
heföi þagað yfir áhyggjum sín-
um af eigin flokki (sem Arni
fellst á að séu enganveginn á-
stæöulausar)? Heföi það ekki
fremur veriö I ætt viö þá þolin-
mæði flokkshollustunnar sem
gerir niðurlæginguna að dyggö
og vio þekkjum átakanlega
dæmi um úr sögu sósialiskra
hreyfinga?
Þeir félagar koma svo viða
við i sinum greinum að þeim
gæti þessvegna enst efniö til
umræðna hér I blaðinu fram-
eftir næsta vetri. Svo vona ég að
verði, ennfremur að ég reki
ekki samtalio i stans þó ég skjóti
innl þaö nokkrum oröum.
Takmarkanir  þingræðis-
ins
Arni bendir réttilega á hvern-
ig umbótasinnaðir sósialistar
verða æ og aftur fyrir sárum
vonbrigðum með þátttöku
flokka sinna i borgaralegum
rikisstjórnum. „Enda þótt all-
margir viti eða viðurkenni, að I
samsteypustjórnum við
borgaralega flokka getur ekki
verið um sósialiskan vilja að
ræða, og einnig þótt menn geri
sér grein fyrir þvi, að þing fara
ekki nema með hluta valdanna,
þá hættir mönnum alltaf til að
gera ráð fyrir þvi að „okkar
menn" hafi verulegt svigrúm til
verulegra breytinga I sósialiska
átt." En Arni spyr sig ekki
hvernig standi á þessum ósköp-
um. Lesandinn getur freistast
til að halda að alltaf sé þetta
sama vonin og sömu vonbrigðin
og allir séu þessir blessaðir
sósialistar of vitlausir til að geta
lært af reynslunni.
Þingræðisskipulagiö svo-
nefnda er sá baráttuvöllur sem
borgarastéttin hefur haslað sér
af miklu hyggjuviti. Þar og
hvergi annarsstaðar vill hUn
takast á við andstæðinga slna,
þvi þar er hún ævinlega sterkari
aðilinn, jafnvel þó svo geti litið
út að hiln hafi beðið ósigur um
sinn. Það er meiraaðsegja einn
höfuðfidusinn við skipulagið, að
það getur tekið á sig
slikar myndir að fólk trúir þvi að
um raunverulega valdabaráttu
sé að ræða. Hver man til dæmis
ekki eftir kosninganóttinni I
fyrravor þegar jafnvel rauöustu
rauðliðar trúðu þvl að loksins
hefði nú borgarstjórnarlhaldið
verið sigrað? A þessum vett-
vangi getur borgarastéttin i
mesta lagi neyðst til að taka
inni stofnanir slnar óhlýðið
þjónustulið. Hún tapar aldrei.
Til þess er lika leikurinn gerð
ur. 1 grundvallaratriöum
verður allt einsog áður.
Kapitalið blifur.
Utan hins borgaralega þing-
ræðis eru ekki aðeins megin-
spurningar einsog: Hvaö skal
framleitt? Hvernig? Og til
hvers? — heldur lika að mestu
ráðstöfun fjármagnsins. Eig-
endur framleiöslutækja geta
eftir sem áður hanskast af eigin
geðþótta með þann auð er fram-
leiðendurnir hafa skapað,
hverja svosem kjósendur velja
sem fulltrúa sina i þingsalina.
Það er þvi óhjákvæmilegt að
flokkur, sem stefnir að ein-
hverskonar sóslalisma, getur
ekki einskorðað baráttu sina við
þingræðið, hann neyðist þverta-
móti til að lita á það sem auka-
atriði miðað við annað.
Alþýöubandalagið/Sóslalista-
flokkurinn hefur aldrei fullkom-
lega einskorðað baráttu sina við
þingsalina, en með arunuin
hefur æ meiri kraftur beinst
þangað. Má nú heita að starf og
stefna flokksins miðist fyrst og
fremst og nær einvörðungu við
áhrif á þessum vigstöðum. Allt
annað verður að vikja. Og kom-
ist flokkurinn I þá aðstöðu að
þurfa að velja á milli Itaka
sinna I þingræðisstofnunum og
raunverulegrar stéttabaráttu
með f jöldaþátttöku, þá fer ekki
á milli mála að þingræðisbröltið
er flokknum öllu hjartfólgnara.
Bráðabirgðalögin gegn far-
mönnum eru gott dæmi um
þetta. Þá kýs Alþýðubanda-
lagið að sitja áfram i borgara-
legri rfkisstjórn sem hvorki hef-
ur vilja né möguleika til
nokkurra umbóta svo heitið
geti, fremur en að i odda skerist
milli verkafólks og atvinnurek-
enda vegna verkbanns þeirra
siðarnefndu.
Forræðishyggja
Ofurást Alþýðubandalagsins
á leikreglum hins borgaralega
þingræðis er flóknari en svo að
inin verði greind hér: til þess
þyrfti að rekja forsögu og þróun
flokksins langt aftur I timann.
Ég læt nægja að benda á atriði
sem alltof sjaldan er gaumur
gefinn.
Borgaralegt lýðræði er óbeint
fulltrúalýöræöi. Einu sinni á
fjögurra ára fresti geta kjós-
endur valið sér fulltrúa til að
stjórna þvi sem kapltalið stjórn-
ar ekki beint. Þessir fulltrúar
geta sfðan setið á þingsamkund-
unum út kjörtimabilið og framið
allar hugsanlegar óhæfur án
þess að þeir verði settir af, þeir
geta meiraaðsegja kippt þjóö-
inni inni hernaðarbandalag án
þess að þurfa að spyrja nokkurn
mann, sist af öllu þá sem kusu
þá. Meö þessu fyrirkomulagi er
verið að segja við fólk (og það
virðist sætta sig viö það furöan-
lega): „Þið getið ekki stjórnað
ykkur sjálf. Þið verðið að hllta
forsjá annarra." I stil við þetta
er megininntakið i mestöllum
kosningaáróðri: „Þið eruð fá-
kunnandi og einskis megnug.
Þið erUð lika hrædd við pólitik,
og skiljanlega: hiin er ekki ann-
að en ljonagryfja fyrir atvinnu-
menn. Þessvegna viljiði ekki
koma nálægt neinu. Gott og vel,
við erum klárir stjórnendur og
harðir I barátunni fyrir ykkur
oggerum þetta og hitt fyrir ykk-
ur — ef þið skjósið rétt."
Nú gæti maöur haldið að allt i
þessa veru hlyti ávallt að vera i
hrópandi andstöðu við alla só-
sialiska hugsun. Svo er þvl
miður ekki. Allir meginstraum-
ar þessarar miklu hreyfingar
sem kennt hefur sig við só-
sialisma áþessar i öld eru gegn-
sýröir af ámóta forræðishyggju
og þeirri sem borgaralegt lýð-
ræði felur i sér. Sósíaldem-
ókratíið, lenlnisminn, stalin-
isminn og maóisminn — svo
óllkir sem þessir straumar ann-
ars eru — eiga það sameiginlegt
aðhafa grómtekna vantni á þvi
að fjöldinn geti i raun stjórnað
sér sjalfur, jafnvel er litið svo á
að það sé ekki æskilegt:há einn
eöa annan hátt verði aö hafa vit
fyrir honum, leiða hann. Meira-
aðsegja á bestu bæjum er þetta
sagt berum orðum. Asgeir
Danielsson, félagi I Fylkingunni
— b ar attu sa mtökum
kommúnista, segir hér I blaðinu
24. júlí:
„Lausnin á kreppu auðvalds-
ins felst i þvi að afnema einka-
eignarréttinn yfir framleiðslu-
tækjunum og koma á áætlunar-
gerö undir lýðræðislegu eftirliti
verkafólks."
Það fer ekki á milli mála:
verkafólk á ekki að  stjórna
sinni eigin framleiðslu, það á
aöeins  að  hafa  „lýðræðislegt
eftirlit" með henni.
Sú leninfska flokkshyggja
sem einkennir hugsanagang As-
geirs er einmitt einn þátturinn i
hugmyndaf ræðilegri forsögu
Alþýðubandalagsins. Flokkur-
inn átti að leiða baráttuna,
verkalýðinn, fjöldann. I stéttaá-
tökum skipti meira máli að
verkafólk fengi eða missti ekki
tiltrú á flokknum eða forystu
hans en að þvl gæfist tækifæri til
að þróa eigin baráttuform. A-
rangur verkfalla miðaðist ekki
við þá dýrmætu reynslu sem
verkafólk gat hafa hlotið I átök-
unum, heldur viö það sem ætla
mátti að verkafólk þakkaði slð-
an eða vanþakkaði þeim sem
„leiddu" slaginn. Þetta er einn
þráðurinn i sögu KFÍ og
Sósial islaf lokksins.
Sú ofuráhersla sem Alþýðu-
bandalagið leggur nú á þing-
ræðisbaráttuna verður að sjálf-
sögðu ekki skýrð með þessu ein-
göngu. Það kemur margt fleira
til. En það liggur I augum uppi
að flokkur með sterkar rætur I
forræðishyggju, af hvaða tagi
sem hún kann að vera, hefur
ekki I sér það mótefni sem
forðað geti honum frá verstu
hættum hins borgaralega þing-
ræðis. Hann hefur þvertámóti
sterkar tilhneigingar til að sam-
lagast þvi þeim mun betur sem
hann vinnur lengur innan þess.
Hugsjónir á útsölu
Óskar virðist álita aö Alþýðu-
bandalagið geti starfað öðru-
visi. Mér er það mjög til efs þó
ég treysti mér ekki til aö Utiloka
möguleikann. Reynslan hér-
lendis sem erlendis sýnir ljós-
lega að flokkum af þessu tagi er
annað betur lagið en að taka upp
róttækar starfsaðferðir eða
hef ja þær aftur til vegs sem áð-
ur nafa gloprast niður á ölluin
hlaupunum eftir göngum þing-
húsanna. Það er engu likara en
hér sé um að ræða þróun sem
hvergi geti enda nema þar sem
borgaraskapurinn og Ihalds-
semin kássast saman i einum
stól.
Þátttaka Alþýöubandalags-
ins I núverandi rlkisstjórn er
réttlætt meö þvl einu, að fari
stjórnin frá taki við önnur ennþá
atorkusamari I viðleitni sinni til
að láta alþýðu manna bera
þunga kreppunnar. Það virðist
ei hvarfla aö öðrum en Oskari,
að þessum glæsilega árangri
geti flokkurinn fullt eins vel náð
i stjórnarandstöðu. Og enn f jar-
lægari virðist sú hugsun aö
hægt sé að ná fram umbótum
með ekki - þingræðislegum aö-
ferðum. Skæruhernaðurinn 1942
og langa verkfallið 1955 eru
greinilega engar fyrirmyndir
lengur, miklu fremur óþægileg
áminning um þá tlma þegar
menn kunnu ofurlítið til verka.
Langt handan við öll sólkerfi er
svo sá ægilegi þanki að mögu-
legt sé að heyja einhverja bar-
áttu sem beinist útfyrir ramma
rikjandi skipulags.
Mér finnst úti hött aö gera
flokksforustuna eða hluta henn-
ar ábyrga fyrir þessu óbjörgu-
lega ástandi. Flokkurinn sem
heild hefur nú hvorki hug-
myndaflug né skólun til að
starfa öðruvlsi en hann gerir.
Og þá erum við aftur komin
að spurningunni: hvernig
stendur á þvi að sóslalistar eru
aftur og aftur að gera sér vonir
um að „okkar menn" i borgara-
legum rfkisstjórnum geti breytt
einhverju I sósiallska átt, jafn-
vel þó reynslan sýni að þeir
breyti ekki einu eða neinu?
Sá sem trúir þvi að hann sé fá-
kunnandi og einskis megnugur,
er þar að auki (og  kannski
þarafleiðandi) valda- og áhrifa-
laus á sinum vinnustað, I sinu
stéttarfélagi,    flokksfélagi
osfrv., hann á ekki um annað að
velja en að hengja von slna I þau
semhann treystirbest.hlíta for-
sjáþeirra.veraleiddur af þeim.
Ef þau svo bregðast von hans
verður hann annaðhvort að gefa
upp vonina eða hætta að treysta
þeim og standa einn uppi með
sina von. Han getur hvorugt.
An vonar er hann ekkert. An
forsjár   ekki heldur. Hann fer
milliveg og slær af voninni. Nú
býst hann ekki framar við að
þeim lakist að koma sósialism-
anum innum bakdyrnar. Eftir
löng og erfið ár þar sem honum
finnstheimurinnstandaistað og
allt skreppa saman nema van-
máttur hans sjálfs, þá ljómar
hann nU skyndilega af von um
að i þessari stjórn takist þeim
að reka bandariska herinn til
sins  heima.  Þvi  miður,  þvl
miður. Og hvilik vonbrigði! En
hvað á hann að gera? Ganga Ut
og hengja sig? Nei, þá er betra
að biða og sjá. Og hann blður og
sér og jafnar sig og áðuren hann
veit af er hann orðinn upplyf tur
i þeirri trU sinni, að nú muni
flokkurinn beita öllum ráðum til
að kveða niður erlenda stóriðju I
landinu. Það bregst. Æ æ! En nU
er hann líka orðinn vonsvikun-
um nokkuð vanur. Næst gerir
hann ekki meiri kröfur en þær,
að flokkurinn noti aðstöðu sina I
stjórninni til aö loka kanaUt-
varpinu. Ógerningur. Hann er
hættur að bölva, nU dæsir hann
aðeins: svona er lifið. Og að sið-
ustu lætur hann sér nægja að
vona að þau skerði ekki kaup-
máttinn meira en eðlilegt getur
talist — og  gamlar hugsjónir
hans eru fyrir lögnu komnar A
Utsölu  þó  hann  beiti  siðustu
hugarkröftum sinum til að telja
sjálfum sér trU um að þær séu
þrátt fyrir allt það sem þær
voru i eina tlð.
Það er aðeins timaspursmál
hvenær slyngir lýðskrumarar af
sortinni Vilmundur Gylfason og
Albert Guðmundsson fá hjá
honum áheyrn. Þeir eiga
kannski ekki til mikla von
handa honum, en þeir geta lofað
honum sterkri og góðri forsjá,
einmitt nUna þegar hann i'innur
svo átakanlega til þess hvað sU
gamla er orðin veik og slitin. Já
þvi ekki það?
Og þingræðið blómstrar á-
fram i sinum skripaleik og
kapitalið blifur.
Akureyri  29. jUli
Vésteinn Lúoviksson.
Um tannvidgerdir og ófrískar konur
Það er furðulegt að bera þvi vio
sem ástæðu til aö fella niöui
ókeypis tannlækningar fyrir
ófrískar konur, að þær hafi mis-
notað sér þessi ákvæði.
Dettur engum i hug að ef um
misnotkun er að ræða, þá se" hUn á
ábyrgð tannlæknanna? Eru það
ekki þeir sem ákveða hversu
miklar viðgerðir séu nauðsynleg-
ar? Dettur fólki virkilega i hug að
konur láti tannviðgerðir drabbast
niður viljandi þar til þær verða
ófriskar? Eða að þær verði
ófriskar gagngert til að fá ókeypis
tannviðgerðir? Þetta er svo
fáránlegt sjónarmið að það tekur
þvi ekki að svara þvi. Hefur
tannlæknum ekki dottið i hug að
mæla með að nauðsynlegar við-
gerðir falli undir tryggingar en
dýrar brýr séu utan trygginga-
kerfis? Éins og allir vita fá
tannlæknar mest fyrir dýrustu
viðgerðirnar, og kannski er það
skýringin.
Merkilegir tannlæknaprófess-
orar vestan Atlantshafsins hafa
komist að þeirri niðurstöðu að
ófriskum konum sé ekki hætt-
ara við tannskemmdum en öðr-
um. SU staðreynd að flestar
konur þjást af ógleði amk. fyrstu
3 mánuði meðgöngunnar og er þá
oft ráðlagt að narta i mat hlýtur
að fela i sér ákveðna hættu fyrir
tennurnar. Þótt konur eigi að
borða hollan og sykurlausan mat
verður ekki gengið fram hjá þvi
að sumar konur geta alls ekki
borðað nema ákveðinn mat á
meðan ógleðin er sem mest. Þetta
þekkja fjöldamargar konur og er
hér á engan hátt verið að draga Ur
nauðsyn þess að konur borði
hollan mat á meðgöngu. Þessir
ágætu prófessorar hafa lika
komist að raun um að með
„nútimamataræði og holl-
ustuháttum" sé ekki ástæða til
að óttast tannskemmdir hjá
ófriskum konum umfram aðra.
Þetta er vissulega merkileg
speki. Sælgætis- og sykurát
Islendinga   er  með  þvilikum
ósköpum að það má mikið vera ef
við föllum ekki undir þær van-
þróuðu þjóðir þar sem „hvert
barn kostar eina tOnn" eins og
sagt var á tslandi til forna.
Þvi má svo bæta við, að þótt
fráleitt sé að ætla að konur verði
ófriskar til að fá ókeypis tann-
lækningar, hafa fjöldamörg lönd
tekið upp umfangsmikla félags-
lega og fjárhagslega aðstoð við
ófriskar konur i þeirri vo.íi að það
megi verða til að snUa við þeirri
þróun sem orðið hefur á vestur-
löndum s.l. áratug, þar sem barn-
eignum fækkar stöðugt.
P.L
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16