Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Laugardagur 5. janúar 1980 3. tbl. 45. árg.
Hvaða tak hefur Sea-
board á Flugleiöum hf.?
Borgarstjórn samþykkir:
Starfslok víð
71 árs aldur
Nýrra tillagna um starfslok og
sveigjanleika í
þeim efnum að
vænta 1. júní
Hvers vegna vilja
Flugleiöir ekki
spara hundruð
miljóna með við-
haldi og viðgerð-
um hér heima?
Á blaöamannafundi sem Fél.
Loftleiðaflugmanna og Fél. flug-
virkja hélt I gær kom margt at-
hyglisvert fram. Þess á meöal
var bent á það, að meo þvi aö
framkvæma alla skoðun á DC 8 og
10 vélum Flugleiða h.f. hér
heima, eins og hægt er að gera nú
þegar myndu Flugleiðir h.f.
spara hundruð miljóna árlega,
og ef farið hefði verið að tillögu
flugvirkja um byggingu flugskýl-
is á Keflavikurflugvelli, þar sem
allar viðgerðir á þessum vélum
væru framkvæmdar mætti á að-
eins 3 mánuðum spara 280 þúsund
dollara miðað við það se*m Flug-
leiðir verða að greiða bandarlska
flugfélaginu Seaboard and West-
ern nú.
Einar Guðmundsson formaður
Fél. flugvirkja skýrði frétta-
mönnum frá þessu. Hann benti
einnig á aö þrátt fyrir þessa stað-
reynd sem flugvirkjar hefðu sýnt
stjórn Flugleiða h.f. fram á hefði
féiagið ákveðið að láta Seaboard
and Western félagið hafa alla við-
halds og viögerðarþjónustu á DC
8 og DC 10 vélum félagsins.
Ennfremur benti Einar á að
Seaboard and Western hefði sett
það sem algert skilyrði fyrir þvi
aö selja Flugleiðum h.f. DC 10
þoturnar að það fengi að annast
um viðhald og viðgerð þeirra og
einnig DC 8 vélanna.
Og þvi má skjóta hér inni að á
sama tima og Flugleiðir gengu að
þessum afarkostum sem SW setti
þvi, var mikið úrval af flugvélum
sem hægt var að fá keyptar út um
Framhald á bls. 13
Fráblaðamannafundiflugvirkja og Loftleiðaflugmanna igær. — (Ljósm.— eik —)
LOFTLEIÐAFLUGMENN:
Borgarstjðrn samþykkti á
fimmtudag að starfsmönnum
borgarinnar verði heimilt að
starfa til 71 árs aldurs eðá næstu
mánaðamóta þar á eftir og jafn-
framt var nefnd sem skipuð var á
sinum tíma til að endurskoða
reglur um aldurhámark starfs-
manna, faliö að ljúka störfum og
skila tillögnm fyrir 1. júll 1980.
Nokkrar umræður urðu um
þessa tillögu, sem borgarráðs-
fulltrúar meirihlutans lögðu fram
en með samþykkt hennar var
horfið frá samþykkt borgar-
stjórnar frá i fyrra. Þá samþykkti
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og
borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins tillögu þess efnis að
engum starfsmanni yrði sagt upp
fyrir aldurs sakir uns fyrrgreind
nefndskilaði störfum, sem áætlað
var að yrði nú um siðustu áramót.
Til máls tóku Kristján Bene-
diktsson, Guðrún Helgadóttir,
Guðmundur Þ. Jónsson, Birgir
Isl. Gunnarsson og borgarstjóri.
Guðrún Helgadóttir lagði áherslu
á að fyrri samþykkt borgar-
stjórnar hefði veríð gerð i fljót-
heitum og af meira kappi en for-
sjá, enda hefði komið i ljós að
verkið sem nefndinni væri falið
að vinna væri mjög viðamikið og
hefði hún þvi þurft rýmri vinnu-
tima en til áramóta. Ljóst væri
einnig að einhverjar reglur yrðu
að vera um starfslok fólks og
ómögulegt væri að fela forstöðu-
Framhald á bls. 13
Erum hlynntír rannsókn
á starfsemi Flugleida
Flugmenn Loftleiða og flug-
virkjar voru spurðir að þvl á
blaðamannafundi í gær hvort þeir
væru hlynntir þvi að starfsemi
Flugleiða h.f. yrði tekin til rann-
sóknar af opinberum aðilum.
Forsvarsmenn flugvirkja viku
sér undan spurningunni, en flug-
menn svöruðu henni hiklaust ját-
andi. Þeir bentu á að ef allt er
með eðlilegum hætti hvað rekstur
félagsins varðar væri ekkert að
óttast. Ef ekki, þá væri rannsókn
nauðsynleg.
Flugmenn bentu einnig á að
þeim þætti það i hæsta máta
óeðlilegt að Flugleiðir h.f. gerðust
nú aðilar að nýju  flugfélagi  i
Luxemburg, sem ætlað væri að
fljúga á langleiðum, eins og kom-
ið hefur fram, sem þýðir N-
Atlandshafsleiðin, ef Flugleiðir
töpuðu 5-6 miljörðum kr. á þess-
ari leið 1979.
Þeir bentu á að þetta nýja.flug-
félag færi þá inná rútu Flugleiða
h.f. á þvl flugleyfi sem ísland
hefði fengið fyrir Flugleiðir h.f.
vegna veru jVarnarliðsins" hér á
landi.
Þá sögðust þeir stórlega draga i
efa að tapið A N-Atlandshafsleið-
inni væri eins mikið og Flugleiða-
menn segöu, hvað þá að það
þyrfti neitt að vera ef skynsam-
Framhald á bls. 13
Lúðvik Jósepsson um „áþreifingar" Geirs
Engar viðræður um
sti órnarmyndun enn
Þetta eru aðeins könnunarviðræður Geirs
„Ég vil taka það skýrt fram
að engar stjórnarmyndunarvið-
ræður eru enn I gangi," sagði
Lúðvik Jósepsson formaður
Alþýðubandalagsins i samtali
við Þjóðviljann I gær er blaðið
innti eftir þeim samtölum sem
Geir Hallgrimsson hefur staðið
l'yrir milli stjórnmálamanna að
undanförnu. „Um slíkar við-
ræður hefur ekki verið beðið af
hálfu Geirs og engar sérstakar
tillögur hafa verið settar fram
áf hans hálfu um að mynda
tveggja flokka, þriggja flokka
eða fjögurra flokka stjórn."
sagði Lúðvik ennfremur.
Þjóöv. — Að hverju miða þá
viðræður Geirs við fulltrúa
annarra flokka?
Lúðvik. — „Eftir þvi sem ég
skil best hans vinnubrögð snú-
ast þau um að kynna sér viðhorf
annarra flokka, ræða ýmist við
aðaltalsmenn flokkanna eða
einstaka þingmenn og menn
utan þings. Ég tel vist aö þetta
þýði það að hann sé að undirbúa
sig undir að eitthvað frekar
komi frá honum."
Þjóðv. — Nú hefur verið látið
að þvi liggja i fjölmiðlum og ýtt
undir það af Sjálfstæðismönn-
um að verið sé sérstaklega að
reyna að mynda samstjórn
Alþýðubandalags og Sjálf-
stæðisflokks?
Lúðvlk.—- „Þetta er gjörsam-
leg út í bláinn og eintómar get-
gátur. Ekki skortir á að menn
leiki sér í f jölmiðlum þessa dag-
ana. Því er m.a. haldið fram að
þessi eða hinn flokksmaðurinn
taki Sjálfstæðisflokknum sér-
staklega vel eða illa, sagt að
verkalýðsleiðtogar i Alþýðu-
bandalaginu séu með og á móti
nýsköpunarstjórn o.s.frv. En
allt er þetta út i hött, enda engar
hugmyndir uppi af hálfu þess
sem fer meö umboð um stjórn-
armyndun hvert hann hyggst
stefna. Ég lit því alfarið á þess-
ar viðræður sem persónulega
athugun Geirs Hallgrlmssonar
og hann virðist vera að gera upp
við sig hvað gera skuli."
Þjóðv. — Þvi hefur verið haldið
fram i fjölmiðlum að dr.
Kristján Eldjárn veifi þvi nú
óspart yfir höfðum ykkar
stjornmálaleiðtoga að hann sé
kominn á fremsta hlunn með að
skipa utanþingsstjdrn undir for-
sæti Jóhannesar Nordal, Seðla-
bankastjóra með meiru?
Lúðvik.— „Ég hef ekki heyrt
á þetta minnst. Menn búa til
allskyns sögur þessa dagana.
Meginmálið er aö enn fer Geir
Hallgrimsson með umboðið og
spurningin er hvort hann reynir
myndun stjórnar eða skilar af
sér. Ákvörðun um næstu skref
verður ekki tekin fyrr en Geir
hefur lokið sér af."
Þjóðv. — En ef Geir gefst upp
og skilar umboði sinu, hver
verður framvindan þá?
Lúðvik Jósepsson: Hugmyndir
um samstarf ihalds og Alþýðu-
bandalags  eintómar  getgátur.
Lúðvik.— „Ég teíliklegast að
haldið yrði áfram tilraunum til
myndunar meirihlutastjórnar."
Þjóðv. — Væri Alþýðubanda-
lagið þá reiðubúið að taka að sér
forystu um tilraun til stjórnar-
myndunar?
Lúðvik. — „Ég vil ekkert um
það segja á þessu stigi. Það
verður að skoða þegar og ef að
þvi kemur. Auðvitað taka menn
að sér umboö eftir þvi hvort þeir
teljaliklegtað það leiði til árang-
urs og eðlilegt að nokkur athug-
un á þvi fari fram áður en menn
takast á hendur stjórnar-
myndun."             — ekh
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16