Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Föstudagur 18. janúar 1980—14. tbl. 45. árg.
Guðmundar og Geirfinnsmálin:
Samtök um að draga
framburði til baka?
Eitt vitni enn hefur dregiö framburö sinn til baka
t gærdag skýrði Þórður Björns-
son, rlkissaksóknari,frá þvl fyrir
Hæstarétti að s.l. þriðjudags-
kvöld hafilegið bréf á borði sinu á
skrifstofu rikissaksóknara þegar
hann kom úr málflutningi I
Hæstarétti. Þetta bréf er frá Páli
Konráö Konráðssyni Þormar, en
hann var vitni f Geirfinnsmálinu,
og vill hann draga framburð sinn
til baka.
Páll Konráð er nú fangi aö Litla
Hrauni sem og tveir menn sem
skrifa undir bréfið sem vottar.
Páll bar það sem vitni á sinum
tima, að hann heföi búið að
Laugavegi 32 I Reykjavlk og þar
Frásögn af Geir
finns og Guð-
mundarmálum
— sjá bls.
Breiðist ófriður
út frá Afganistan
suður fyrir
landamærin?
sjá bls. .
"1
¦
I
¦
I
2\
¦
I
Verkamenn
berjast gegn upp-
sögnum
bls. 5
hefði Kristján Viðar fengið að
sofa oft á tlöum. Páll bar það að
Sævar Ciecielski hefði hringt I
Kristján 19. nóv. 1974 og hefði
Kristján eftir það sagst ætla I
spirakaup með Sævari til Kefla-
víkur. Páll bar það enn fremur að
um kvöldið hafi maður komiö að
sækja Kristján. Daginn eftir var
Kristján niðurdreginn og neytti
róandi lyfja.
Annað vitni, Hulda Ingibergs-
dóttir, sem þá var sambýliskona
Páls að Laugavegi 32 gaf nær
samhljóða vitnisburö. Hún hefur
ekki dregið framburð sinn til
baka.
I bréfi slnu til rikissaksóknara,
segir Páll Konráð m.a. „Sam-
visku minnar vegna rita ég þetta
bréf til yðar, þar sem ég get ekki
staðið að framburði þessum sem
vitni." Einnig greinir hann frá
þvi að hann hafi gefið vitnisburð
sinn á sinum tima vegna þrýst-
ings frá lögreglu. Hann segist
einnig hafa kynnt núverandi við-
horf sitt fyrir Sakadómi Reykja-
vlkur á sinum tima, en það hafi
ekki verið bókað. „Virtist mér
það vera vilji dómsforseta að ég
legði lið að þeim framburði sem I
lögregluskýrslu var og mér var
kynntur."
Þetta er megin inntak I bréfi
Páls en hann hefur einnig skýrt
verjendum I málunum frá þessu.
Sú spurning hlýtur að vakna
hvort um einhvers konar samtök
er að ræða hjá vitnum sem eru aö
draga framburði sina til baka.
Sigurður Ottar Hreinsson hefur
dregið sinn framburð til baka,
Erla Bolladóttir líka, s.l. föstudag,
og eins og skýrt var frá I Þjóð-
Framhald á bls. 13
Rekstur járnblendiverksmiðjunnar 1979:
1250 milljóna
króna halli
17.000 tonn af kísiljárni framleidd
á árinu — 12.500 tonn flutt út
Framleiðsla kisiljárns I verk-
smiðju járnblendifélagsins að
Grundartanga varð á sl. ári rúm
16.600 tonn, en ráðgert haföi verið
að framleiða 17.000 tonn miöaö
við gangsetningu 1. april. Rekstur
verksmiðjunnar hófst hinsvegar
mánuði siðar, eða um mánaða -
mótin april/mai.
A blaðamannafundi með for-
svarsmönnum járnblendiverk-
smiðjunnar I gær kom fram, aö
framleiðslugeta ofnsins hefur
reynst nokkru meiri en menn
höfðu þorað að vona fyrirfram. I
sumar var ofninn einnig rekinn
með nokkru yfirálagi.
Fram til áramóta voru 12.500
tonn af kisiljárni flutt út til Bret-
lands, Vestur-Þýskalands, Pól-
lands og Noregs. útflutnings-
verðmæti þessa magns, fært I Is-
lenskum krónum á gengi hvers
tlma, reyndist vera um 3 miljarð-
ar króna, sem er nálega 0,8% af
útflutningsverömæti landsins á
árinu.
Verulegur rekstrarhalli varð á
járnblendiverksmiðjunni á slð-
asta ári, en Jón Sigurðsson for-
stjóri sagði að alltaf hefði verið
gert ráð fyrir slæmri afkomu
hennar á meðan hún er rekin með
einum ofni.
Tölvusþár sýna nú um 1250 mil-
Framhald á bls. 13
Unnið við undirstöður ofns nr. 2, sem á að verða tilbúinn I haust. (Mynd: — gel).
Aikoma Grundartangaverksmiðjunnar:
Gert ráð fyrir halla
áfram á árinu 1980
— en veik von um hagnað af rekstrinum árið 1981
Gert er ráð fyrir áframhald-
andi venilegum halla á rekstri
Grundartangaverksmiðjunnar  á
þessu ári, en að sögn Jóns
Sigurðssonar forstjóra verk-
smiðjunnar  er  útlit  fyrir  að
Efnahagstillögur Alþýðubandalagsins kynntar i gær:
Veruleg hjöðnun verðbólgu
Vinstri viðrœðum framhaldið á morgun
Fyrsti formlegi viðræðufund-
ur Alþýðubandalags, Alþýðu-
flokks og Framsdknarflokks
hdfst I Þórshamri I gærmorgun.
A fundinum mættu þrlr frá
hverjum flokki. Frá Alþýðu-
bandalagi mættu Svavar Gest-
son, Ragnar Arnalds og ólafur
Ragnar Grfmsson. Frá Alþýðu-
flokki komu þeir Sighvatur
Björgvinsson, Magnús Magnús-
son og Vilmundur Gylfason, en
frá Framsóknarflokki Stein-
grlmur Hermannsson, Jón
Helgason og Tdmas  Arnason.
Að ósk Steingríms Hermanns-
sonar verða tillðgur Alþýðu-
bandalagsins sendar Þjóðhags-
stofnun til umfjöllunar. Mat
Þjóðhagsstofnunar á að liggja
fyrir kl. 2 á laugardag er næsti
fundur flokkanna hefst.
Svavar Gestsson sem stýrir
þessum viðræðum, sagði i sam-
tali við Þjóðviljann að hann
hefði í upphafi fundarins gert
grein fyrir þeim 7 áhersluatrið-
um sem Alþýðubandalagið hefðí
kynnt f vinstri viðræðunum fyrir
jol undir forystu- Steingrims
Hermannssonar, en þar er kom-
ið inn á flest málefnasviðin, svo
sem efnahagsmál og herstöðva-
málið.
A eftir Svavari talaði svo
Ragnar Arnalds og kynnti fyrri-
hluta tillagna Alþýöubandalags-
ins I efnahagsmalum, en þær
skiptast tvo meginkafla. Annars
vegar er um aö ræöa fyrstu aö-
gerðir og hins vegar þriggja ára
áætlun um hjöðnun verðbólgu,
eflingu atvinnuvega og jöfnun
Ufskjara.
Fyrstu aðgerðir
Varðandi fyrstu aðgerðir
lagði Svavar áherslu á eftír-
farandi atriði:
1) Ný stefna I gengismálum.
Höfð verði hliðsjón af þeirri
stefnu við ákvörðun fiskverðs.
Dregiðverðiur þörf á gengissigi
með skipulagðri framleiðslu-
aukningu i fiskiðnaði.
2)  Niðurfærsla verðlags og
lækkun kostnaðar í atvinnu-
rekstri.
3)  1 kjaramálum launþega
verði við það miðað aö verja 600
miljónum til ákveðinna félags-
legra aðgerða og jafnframt
verði llfeyristryggingar al-
mannatrygginga hækkaöar að
raungildi á árinu 1980.
4)  Ráðstafanir i málefnum
landbilnaðarins.
5)  Ráðstafanir vegna áhrifa
þessara aðgeröa á stöðu ríkis-
sjóðs. Um er að ræða tilfærslu
upp a 22 miljarða.
Langtimaáætlun
Svavar Gestsson sagði að
þessar fyrstu aðgeröir þýddu að
takast mætti að ná verðbölgunni
verulega niður. Tillögur
Alþýðubandalagsins miðuðust
þó ekki aðeins við skammtíma-
aðgeröir, heldur væru þessar
fyrstu aðgeröir tengdar þriggja
ára áætlun um hjöðnun verð-
bólgu, eflingu atvinnuvega og
jöfnun lifskjara. í þessari lang-
tlmaáætlun væri m.a. lögð
áhersla á eftirfarandi atriði:
1)   Framleiðniaukning I
sjávarútvegi og iðnaði.
2)  Breytt efnahagsstjörn.
Akvarðanir í efnahagsmáium
heyra nú undir margar stofnan-
ir og ráðuneyti. Nauðsyn er á
samhæfingu með stofnun sér-
staks efnahagsráðuneytis sem
fái hluta verkefna er nú eru hjá
fjármála- og viðskiptaráðu-
neyti. Ennfremur er um að ræða
sérstakt áætlunarráð sem heyri
undir efnahagsráðuneytið og
hafi yfirsýn yfir framkvæmd
þriggja ára áætlunarinnar. Þá
felst í breyttri efnahagsstjórn
samstillt stjórn peninga- og
fjárfestingarmála.
3) Sparnaður I hagkerfinu.
4) Verðlagsmál.
5)   Nokkrar aðgerðir I
skattamálum.
Svavar lagði á það áherslu að
hér væri aðeins um að ræöa
fyrri hluta tillagnanna. Á næsta
fúndi yrði lögð fram nánari út-
færsla varðandi atvinnumálin
og félagslegar aðgerðir.
Svavar sagði að lokum að til-
lögur Alþýöubandalagsins yrðu
ræddar I þingflokkum Fram-
stíknar-og Alþýðuflokks Idag og
á morgun og sagðist hann vona
að þessir flokkar gætu svarað
þvl á næsta fundi hvort tillögur
Alþýðubandalagsins gætu verið
skaplegur umræöugrundvöllur i
þessum viöræðum.
— þm.
rekstrarafgangur verði árið 1981.
„En ef annar ofninn fer ekki I
gang fyrr en undir vor 1981, þá
verðum við væntanlega með halla
þá," sagði Jón.
Orkuástandiö og gangur bygg-
ingaframkvæmda ræður mestu
um það hvenær ofn nr. 2 kemst I
gagnið, en þá er talið að hagur
fyrirtækisins muni vænkast veru-
lega. Þróun stálframleiðslunnar
i heiminum og framboðs á kisil-
járni ræður miklu um söluhorfur.
A s.l. ári jókst stálframleiðsla I
heiminum um innan við 2% og
framleiðsla kisiljárns nokkurn
veginn I sama hlutfalli. Að sögn
Jóns Sigurðssonar er gert ráð
fyrir mjög óverulegum vexti I
stálframleiðslu á þessu ári.
Hinsvegar fer raforkuverð I sum-
um þeim löndum, sem framleiða
kísiljárn, mjög hækkandi og taldi
Jón þvl ekki fráleitt að einhverjir
framleiðendur gæfust upp á árinu
vegna óviðráöanlegs raforku-
verðs. Og nú gildir þar lögmáliö
um að eins dauði er annars brauð.
Gert er ráð fyrir að framleiðsla
járnblendiverksmibjunnar 1980
geti orðið 25.000-33.000 tonn, og fer
það einkum eftir þvi hversu mikil
orka fæst. Tap á þeim rekstri
yröi á núgildandi gengi 2-3 mil-
jaröar króna. A árinu 1981 er
hinsvegar gert ráð fyrir betri af-
komu, jafnvel þótt nokkur orku-
skortur kynni að verða fyrri hluta
ársins.
Fjárhagsáætlun fyrir ofn nr. 2
gerir ráð fyrir 140 miljón króna
kostnaði, eða 1120 miljónum isl.
króna, að frátöldum vöxtum á
byggingartima ofnsins. Enn virð-
ist sú áætlun ætla að standast og
er stefnt að þvi að verkinu ljúki
um mánaðamótin ágúst/septem-
ber næstkomandi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16