Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Þriðjudagur 22. janúar 1980 — 17. tbl. 45. árg.
Opinn fundur
með Svavari
Alþýðubandalagið i Reykjavik boBar til almenns fundar i Lækjar-
hvammi Hótel Sögu annaö kvöld (Miövikudagskvöld) kl. 20.30.
Svavar Gestsson alþm. flytur framsögu og skýrir niðurstööur
stjórnarmyndunarviðræðna Alþýöubandalagsins.
ABR
Mat Þjóðhagsstofnunar á tillögum Alþýöubandalagsins:
Verðbólga á árinu 27-33%
i umsögn Þjóðhagsstofnunar um tillögur Alþýðu-
bandalagsins kemur fram að verðbólga innan ársins 1980
yrði samkvæmt tillögunum 27-33%. Þar kemur einnig
fram að greiðsluafgangur ríkissjóðs yrði á árinu 10.4
miljarðar króna.
Árangurinn í baráttunni gegn verðbólgu yrði þannig
verulegur samkvæmt tillögur Alþýðubandalagsins og
meiri en samkvæmt tillögum annarra flokka. Þó yrði
kaupmáttur launa betri eftir tillögum Alþýðubandalags-
ins en miðað við óbreytt ástand.
Tillögur Alþýðubandalagsins gera ráð fyrir milli-
færslu uppá um það bil 20 miljarða króna.
Áhrif á kostnað og verðlag
Ahrif aðgerðanna yrðu sem hér segir:
1.  Niðurgreiðslur á matvöru nemi 10% i visitölu framfærslu-
kostnaðar oghefðiþaðáhrif til lækkunar verðlags um 3%.
2. Lækkun verslunarálagningar, farmgjalda og fleiri þátta sem
hefði i för með sér lækkun ver ðlags um 3%.
3. Vegna minnkandi ver ðbólgu ver ði vextir iækkaðir um 5% 1. mar s
og 5%l. október, en þetta jafngildir um það bil 3-4% i kaupi.
4.Launaskattur verðifelldur niður en hannnemur 11/2%.
Áhrif á stöðu ríkissjóðs
í.Til félagslegra aðgerða 6000 miljónum króna, þar af til greiðslu
1980 3000miljónir króna.
2.Til hækkunar á raungildi tekjutryggingar og annarra lifeyris-
bóta 3000 miljónir króna.
3. Vegna lækkunar launaskatts tapar rikissjóður 3.500 miljónum
króna 1980.
4. Til niðurgreiðslna íOmiljarðar króna.
Samtals hafa liðir 1-4 hér að framan i för með sér 19,5 miljarða kr.
útgjaldaaukningu eða tekjumis s i i för með s ér fyr ir r ikis s jóð.
Vegna þessara aðgerða yrði gripið til eftirfarandi ráðstafana:
1. Alagning veltuskatts skilar 3.500 miljónum kr. 1980.
2.Bætt innheimta söluskatts, tekjuskatts, hækkun skatta á miklar
eignir og á allra hæstu tekjur gefur 3.500 miíjónir króna.
3. Skattar á tekjuafgang banka 1979 færir rikissjóði I500miljónir
króna.
4.Dregiðverðiúr greiðslum til Seðlabankans áskuldum rikissjóðs
frá árunum 1975 til 1976, en það skapar svigriim upp á 8,5miljarða
króna.
Samtals gera liðir 1 til 4 hér að ofan 19.500 miljónir króna i tekju-
auka og frestun endurgreiðslna fyrir rikissjóð.
Áhrif á verðlag og kaup
Ahrifinaf tillögum Alþýðubandalagsins á verðþróunina erueins og
áður sagðiaðgerter ráðfyrir 27 til 33% hækkun framfærsluvisitölu á
árinu. Er það meiri árangur en gert var ráð fyrir i tillögum
Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Tekjuskerðing var hinsvegar i
tillögum þeirra flokka 6-12% á árinu, en 1 tillögum Alþýðubandalags-
ins er gert ráð fyrir að hún yrði til muna minni en að óbreyttum
Ólafslögum sem mæla munu launafólki minni verðlagsbætur en sem
nemur hækkun framfærsluvisitölu. Samkvæmt tillögum Alþýðu-
bandalagsins yröi meöaltalskaupmáttur á árinu 1980 1.5% hærri en á
síðasta fjórðungi 1979, og skerðing ráðstöfunartekna 1/2 til 1 1/2%
milliára. Að óbreyttum ólafslögum hefði hún orðið 4-5%.
Greiðsluafgangur ríkissjóðs 10.4 miljarðar
Sjá sídu 7
Stuttur viðræðufundur var haldinn I Þórshamri kl. 18 I gær, og spáðu margir þvi að þaö yrði slðasti
fundur um vinstri stjórn I þessari stjórnarkreppu.                          -    Ljósm. eik.
Svavar tilforseta i dag
Vilja- og áhugaleysi
Framsókn og Alþýðuflokkur
neikvœö i öllum meginatriðum
,,A þessum fundum hefur
eingöngu verið rætt um aðgerðir
gegn verðbólgu og undirtektir
Alþýðuflokks og Framsóknar-
flokks við okkar tillögum hafa
verið dræmar og raunar mun
neikvæðarien ég gerði ráð fyrir",
sagði    Svavar     Gestsson
alþingismaður i samtali við Þjóð-
viljann i gær, en i dag gengur
hann á fund forseta tstands og
gefur honum skýrslu um gang
vinstri viðræðnanna-. Siðar i dag
mun Svavar Gestsson efna til
blaðamannafundar.
„Það þurftiekki langan tima til
þess að leiða fram niðurstöðu i
þessum viðræðum. Þessir flokkar
hafa verið að ræða saman meira
og minna frá þvi i júlí 1978 og
þekkja vel hvern annan. Ég taldi
vist að öllum væri jafnljós sú
skylda sem á okkur hviKr að
mynda hér starfhæfa rfkisstjórn
og þessvegna finnst mér það
pólitiskur ábyrgðarhluti að
Alþýðuflokkur og Framsóknar-
flokkur skuli ætla sér að fram-
lengja þá stjórnarkreppu sem
hér hefur staðið yfir með þvi að
sýna vilja- og áhugaleysi gagn-
vart tillögum sem i senn tryggja
kaupmátt launa og ná verðbólgu
verulega niöur eins og okkar til-
lögugerð er mótuð.
Framhald á bls. 13
Tillögur Alþýöubandalagsins í efnahagsmálum
Mest lœkkun veröbólgu
Hagstœöastur kaupmáttur launa
Aðaltillógur Alþýðubanda-
lagsins um ráðstafanir gegn
verðbólgu á þessu ári eru
þessar:
Framleiðniaukning
i sjávarútvegi 7% og 10% I
iönaði myndi koma i veg fyrir
10% gengislækkun.
Niðurfærsla   verðlags
sem næmi 3% i framfærslu-
visitölu. Allir aðilar taki þátt
i niðurfærslu verðlags.
Þannig lækki þjónustugjöld,
verslunarálagning, vextir,
vátryggingagjöld og flutn-
ingsgjöld.
Rikissjóður taki þátt i niður-
færslunni og bankar greiði
sinn hlut.
Niðurgreiðslur    land-
búnaðarvara
verðiauknar sem nemur 3%
I framfærsluvlsitölu.
Niðurgreiðslur hafa farið
minnkandi sem hlutfall af
verði og yrðu eftir sem áður
lægra hlutfall af útsöluveröi
en var I árslok 1978.
Launaskattur til ríkis-
sjóðs
U/2%, verði felldur niður til
þess m.a. að greiða fyrir þvi
að fyrirtæki geti tekiö á sig
niðurfærslu verðlags.
Vextir  verði  lækkaðir
um 5% 1. mars og aftur um
5% 1. ágús.t. Slik vaxtalækkun
er liður i verðbólgulækkun og
yrði til að auðvelda niður-
færslu verðlags.
Kostnaður ríkissjóðs
vegna þessara ráðstafana
yrði jafnaður meö: lækkun
rikisútgjalda i rekstri, nýj-
um veltuskatti á þau fyrir-
tæki sem lltið eða ekkert
greiða til rikisins i skatti,
með skatti á banka, með því
að falla frá 8.5 miljarða af-
borgun til Seölabankans.
Kjaramál.
Laun  skulu  verðtryggð.
Greiða  skal  6  miljarða  I
félagslegar framkvæmdir til
þess að greiða fyrir nýjum
kjarasamningum.
I
BSRB fái fuílkomlega sam-
bærilegan samningsrétt á
við aðra.
Lífeyrisbætur.
Elli- og örorkulaun og aörar
lifeyrisgreiðslur trygging-
anna verði hækkaðar um 7-
10% að raungildi.
Landbúnaðarmál.
Útvegað verði 3 miljarða lán
vegna skorts á útflutnings-
bótum á siðasta verðlagsári.
Þriggja ára áætlun
um hjöðnun verðbólgu, efl-
ingu atvinnuvega, jöfnun lifs-
kjara og bætta efnahags-
stjórn.
Sjá opnu
Sara Lidman
fékkbók-
menntaverð-
laun Norður-
landaráðs
Dómnefndin um bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs
ákvað á fundi sfnum i Osló I gær
að veita sænska rithöfundinum
Söru Lidman verðlaunin.
Verðlaunin fær Sara fyrir 2.
bindi i 3ja skáldsagna flokkium
erfitt lif alþýðufólks I Vestur-
botnum I Norður-Svíþjóö og ger-
ist ságan á siöustu öld. Aður hef-
ur Sara Lidman einkum skrifað
um vandamál samtlmans 'og
vöktu skrif hennar bæði um
Suður-Afriku og um Vietnam
mikla athygli og deilur, en hún
var skeleggur talsmaður Viet-
nam-hreyfingarinnar I Sviþjóð.
Hún hefur einnig tekist á við
vandamálin heimafyrir, ma. I
bókinni „Náman," sem fjallar
um lif námuverkamanna i N-
Sviþjóð. Ein bók hefur komiö Ut
eftir Söru Lidman á islensku,
„Sonur minn og ég", sem Einar
Bragi þýddi.
Sara Lidman hefur einu sinni
komið til tslands. Það var árið
1966 og hélt hún þá fyrirlestra
um Vletnam striðið.         vh
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16