Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Laugardagur 26. janúar 1980 — 21. tbl. 45. árg.
Kreditkortin enn til umræðu:
Reynsla Svía
er neikvæð
»
Sátta-
tillögu "
Benedikts
afar illa
tekið
Steingrimur Hermannsson og Tómas Árnason tilkyhntu Benedikt Gröndal fyrir hádegi i gær niðurstöðu
þingflokks og framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins i fyrrakvöld: Þvert nei viö „kratasáttum"
Ljósm. — eik.
SPRENGJUSTEFNA
KRATAENNÁNÝ
Stefnir Alþýðuflokkurinn að því að skapa öngþveiti?
„Sáttagrundvöllurinn" sem
Benedikt Gröndal actlaöi að opna
„allar dyr" með og koma nýrri
hreyfingu á stjórnarmyndunar-
möguléika, hefur mælst afar illa
fyrir. Alþýðubandalagiö og
Framsóknarflokkurinn hafa
hafnað honum sem umræðu-
grundvelli, en Sjálfstæðisflokkur-
inn samþykkti ab ganga til stjórn-
armyndunarviðræðna með hlið-
sjónaf honum, en þó með miklum
fyrirvörum. Benedikt Gröndal
gerði á fundi með blaðamönnum i
gær ráð fyrir að skila umboði sinu
tii forseta i dag að loknum þing-
flokksfundi Alþýðuflokksins.
Framsóknarflokkurinn telur
grundvöll Alþýðuflokksins skref
afturábak og hefur lýst undrun
sinni á efni hans, en afstaða Al-
þýðubandalagsins  kemur  fram
neðar á slðunni. Framsóknar-
menn hafa hinsvegar boðist til
þess að leggja fram nýjan grund-
völl, en Benedikt Gröndal hafnaði
þvi að leiða stjórnarmyndunar-
viðræður á grundvelli heildartil-
lagna annars flokks. Af orðum
Benedikts á fundinum i gær mátti
skilja, að Alþýðuflokkurinn ætlaði
sér ekki að taka þátt I stjórnar-
myndunarviðræðum undir stjórn
Steingrlms Hermannssonar.
Benedikt Gröndal taldi I gær að 2-
3 möguleikar á myndun meiri-
hlutastjórnar væru enn fyrir
hendi; þaö er samstjórn Alþýðu-
bandalags, Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks, samstjórn
Framsóknar og Sjálfstæðisflokks,
og þá ef allt um þryti, þjóðstjórn
fjögurra flokka.
Alþýðuflokkurinn   sprengdi
vinstri stjórn í haust og hefur sið-
an hótað að sprengja hverja þá
rlkisstjórn, sem hann ætti sæti I
þar til hann næði fram sinum
málefnagrundvelli fram. Al-
mennt álit manna I stjórnmála-
heiminum I gær var, að umræðu-
grundvöllur Benedikts hefði verið
enn eitt sprengjutilræðið af hálfu
Alþýðuflokksins og væri annað-
tveggja hrein pólitisk afglöp eða
markviss viöleitni til þess að
skapa hér þvllikt öngþveiti I
stjórnmálum að minnihlutastjórn
Alþýðuflokksins gæti hangiö
áfram við völd I skjóli sundur-
lyndis annarra flokka á Alþingi.
Innan Alþýðuflokksins mun
vera mjög mikil óánægja með til-
lögur flokksins. Kjartan Jóhanns-
son og Sighvatur Björgvinsson
munu    vera    aðalhöfundar
„sprengjusáttanna" en aðrir
pingmenn eða áhrifamenn innan
flokksins litið komiö nærri. Þá er I
verkalýðsarmi flokksins oánægja
mikil. Alþýðuflokkurinn virðist
ekki geta hugsað sér að stjórna
meö öörum en sjálfum sér, og til
að mynda munu „Stefaniu-hug-
leiðingar" hafa strandað á þvi að
mikiJ átök eru um ráðherraem-
bætti milli þeirra sex ráðherra
sem sitja I starfsstjórninni, en
ráðherrum krata myndi fækka
um helming i samsteypustjórn
þriggja flokka. Þá er það einnig
talið Alþýöuflokknum fjötur um
fót að ef hann eigi kost á forsætis-
ráðherra þá muni Kjartan
Jóhannsson krefjast embættisins
af Benedikt Gröndal.
—ekh.
Neytendasamtökin hafa sent
frá sér fréttatilkynningu þar sem
segir að samtökin telji sér skylt
að benda á þá neikvæðu reynslu
sem fengist hefur eftir áralanga
notkun kreditkorta I Svfþjóð. Seg-
ir ennfremur að Neytendasam-
tökunum hafi borist fjöldi fyrir-
spurna um notkun kreditkorta og
fyrst fara eigi af stað með þessa
starfsemi hér á landi eigi neyt-
endur heimtingu á að fá sem
gleggstar upplýsingar bæði um
kosti hennar og galla.
I fréttatilkynningunni er vitnað
til Consumer Review, sem gefið
er út af Alþjóðasamtökúm neyt-
endafélaga, en þar birtist á síð-
asta ári útdráttur úr júnihefti
sænska neytendablaðsins Rád og
rön. Þar segir:
„Vegna nýrra laga (þ.e. I Svl-
þjóð), sem takmarka mjög kaup
með afborgunarskilmálum, hafa
auglýsingar á lánakortum aukist
verulega. Þetta hefur gerst á
sama tima og 'æ fleiri lenda i
vandræðum vegna skulda. Frá
þvi á árinu 1973 til 1978 hefur
dómsmálum  fjölgað  um  83%.
Astæðan er fyrst og fremst aukin
notkun á lánakortum. Þau lána-
kort, sem eingöngu er hægt að
nota I ákveönum verslunum
verða ,nú sifellt algengari. Þess
háttar kort geta verið óhentug
fyrif neytendur, vegna þess að
þeir sem hafa þau undir höndum
fara siður I aðrar verslanir, sem
kannski bjóða vörur sinar á lægra
verði. Einnig er sú hætta fyrir
hendi, að kostnaðinum vegna
þessara viðskipta sé velt yfir á
neytendur og að það bitni lika á
þeim, sem greiða út i hönd."
1 frétt Neytendasamtakanna
segir ennfremur aö hagræðið við
greiðslufyrirkomulag með lána-
kortum sé augljóst en ókostirnir
liggi siður i augum uppi.
Sósialdemókratar I Sviþjóð
hafa lagt til að notkun kreditkorta
verði bönnuð þar i landi, þar sem
hún auki verulega á verðbólguna
og Bandarikjamenn eru uggandi
yfir umsvifum þessa greiðslu-
fvrirkomulags.
— AI
Þingflokkur Alþýðubandalagsins hafnar grundvelli Alþýðuflokksins
Gagnslaus gegn verðbólgu
Engin
máiamiðlun
1042%
kauplækkun
Harkaleg
árás á bændur
Erlend
stóriðja
1 Valdaafsal
til Seðlabanka
Byggðas jóður
lagðurniður
Önnur atriði
óframkvæmáh-
leg eða stór-
hættuleg
Þingflokkur Alþýðubandalagsins hefir
haft til athugunar nýjar tillögur Alþýðu-
flokksins um stjórnarmyndunargrundvöli.
Tillögur þessar bera Iheild vott um mikla
óbilgirni, ekki sist þar eð gefiö er I skyn að
við ger ð þeirra hafi verið höfð hliðsjón af til-
lögum annarra flokka úr fyrri stjórnar-
myndunarviðræðum og hér sé þvi um til-
raun til málamiðlunar að ræða. Svo er alls
ekki i reynd, a.m.k. ekki að þvi er Alþýðu-
bandalagið varðar, og tillógurnar virðast
heldur ekki liklegar til að ná miklum
árangri til lækkunar verðbólgu.
Rétt þykir að þegar I stað komi fram af-
staða Alþýðubandalagsins til nokkurra
veigamestu atriða þessara tillagna Alþýðu-
flokksins.
1. I tillögunum er gert ráö fyrir að vísitölu-
bætur á laun verði lögbundnar við 5% á
þriggja mánaða fresti út árið, án tillits 01.
verðlagsþróunar. Samkvæmt þessu
myndu laun lækka um 3-4% frá gildandi
verðbótareglum. Kauplækkunin héldi svo
áfram út árið og I árslok gæti hún samkv.
þessu numið aö minnsta kosti 10-12%.
2.1 tillögunum er gert ráö fyrir gjör-
breyttum reglum um útflutningsbætur á
landbúnaðarvörur. Ljóst er, að hér er
vegið á hinn harkalegasta hátt að hags-
munum bænda, og hlutur þeirra myndi
skerðast um marga miljarða þegar  á
þessu ári. Útflutningur á ýmsum land-
búnaöarafurðum yrði beinllnis útilokað-
ur.
3.1 tillögunum er lögð áhersla á stóriðju-
rekstur I samvinnu viö útlendinga.
4. Lagt er til að ríkisstjórnin afsali sér i
hendur Seðlabankanum fullnaðarvaldi um
ákvörðun vaxta, gengisskráningu, bindi-
skyldu og aðra þætti peningamála.
5. t tillögunum felst að Byggðasjóður yrði I
reynd lagður niður.
6. Gert er ráð fyrir byggingu hinnar um-
deildu flugstöðvar á Keflavikurflugvelli.
Alþýöubandalagið er andvigt þeim atrið-
um, sem hér hafa verið nefnd og mörgum
fleiriitillögum Alþýðuflokksins og telur þau
ýmist óframkvæmanleg eða stórhættuleg
eins og nú er ástatt i islenskum atvinnu- og
efnahagsmálum.
Ekki aðili
að viðræðum
Af hálfu Alþýðuf lokks ins hefur komið
fram, að I þeim stjórnarmyndunar-
viöræðum sem nú fara fram undir forystu
Benedikts Gröndals, eigi samtlmis að kanna
mismunandikosti á stjórnarmyndun, ýmist
með eöa án þátttöku Alþýðubandalagsins.
Þingflokkur Alþýðubandalagsins telur slíkt
óhæf vinnubrögð og telur t.d., að þeir flokk-
ar, sem að svokallaðri Stefaniustjórn vilja
standa,  þ.e.  Alþýöuflokkur,  Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur, verði einir
að ger a það upp sin á milli, hvort slik stjór n
verður' mynduö.
Alþýðubandalagið telur sig því ekki aðila
að þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem
nú fara fram um myndun Stefaniustjórnar,
enda óeðlilegt að það sé tengt slikum viö-
ræðum, þar sem ekkier gert ráð fyrir þátt-
töku þess.
Alþýðubandalagiðer hins vegar reiðubúið
að ræða við form. Alþýðuflokksins eins og
aðra forystumenn flokkanna um stjórnar-
myndunarvandamáliö, og um þátttöku I
ríkisstjórn, enda sé þá um að ræöa þann
málefna-grundvöll sem viðunandi er fyrir
Alþýöubandalagið.
I þvi sambandi varðar mestu, eins og
itrekað hefur komiö fram af hálfu flokksins,
#að ekki verði um að ræða skerð-
ingu á kaupmætti almennra
launa;
#að marktækur árangur náist
varðandi hjöðnun verðbólgu;
#að samstillt átak verði gert til að
efla innlenda atvinnuvegi og
auka framleiðni þeirra;
Qað staðið verði fast gegn erlendri
ásælni.
-**¦
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20