Þjóðviljinn - 06.05.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.05.1981, Blaðsíða 1
| Hækkanir hjá j því opinbera | Mesta j hækkun i 10% Gjaldskrárnefnd hefur nú heimilað hækkanir hjá sex opinberum fyrirtækjum og er hæsta leyfða hækkunin 10% hjá Strætis vögnum Reykjavikur. Hækkana- beiðnir voru liins vegar mjög liáar eða allt upp i 43%, eins og sést á þessu yfirliti. Póstur og simi sótti um 37% hækkun en íékk 8%, Hitaveita Keykjavikur sótti um 43% en fékk 7%, Lands- virkjun sótti um 42,5% en fékk 9%, Rafmagnsveita Reykjavikur sótti um 25% en fékk 8%, SVR sótti um 40% en fékk 10% og sundstaðirnir i Reykjavik sóttu 7—20% hækkanir en fengu 9%. Gjaldskrárnefnd fjailar nú um fleiri hækkanabeiðnir og verða þær væntanlega af- greiddar næstu daga. j Þj óðhagsstofnun spáir: Minni verðbólga Sami kaupmáttur „Samkvæmt þeim forsendum og áætlunum, sem hér hafa verið raktar, munu ráðstöfunartekjur aukast nokkru meira en heildar- tekjur eða um 53—54%. Kaup- máttur ráðstöfunartekna ykist þvi lítið eitt i heild en yrði á mann svipaður og á siðast liðnu ári. Kaupmáttur kauptaxta yrði hins vegar 2% minni í ár en í fyrra”. — A þessa leiðer komist að orði i 12. hefti af riti Þjóðhagsstoín- unar „Or Þjóöarbússkapnum”, sem stofnunin sendi frá sér i gær. Eins og þarna kemur fram gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir að kauprnáttur ráðstöfunartekna haldist óbreyttur á mann nú á þessu ári, en ráðstöfunartekjur eru þær tekjur sem heimilin halda eftir þegar allir skattar hafa verið greiddir. Á siðasta ári lækkuðu ráðstöfunartekjur á mann um 3% að kaupmætti sam- kvæmt upplýsingum Þjóðhags- stofnunar, en hækkuðu um 1,6% á árinu 1979. Athyglisvert er, að Þjóðhags- stofnun telur að i ár verði kaup- máttur ráðstöfunartekna á mann aðeins 1,5% lakari en hann var á árinu 1978, enda þótt stofnunin spái 16—17% lakari viðskipta- kjörum nú i utanrikisviðskiptum okkar heldur en um var að ræöa á árinu 1978. Samkvæmt þvi sem fram kemur i riti Þjóðhagsstofnunar rýrnaði hins vegar kaupmáttur kauptaxta Alþýðusambandsins um 4% á siðasta ári, en stóð i stað á árinu 1979. A móti rýrnum kaupmáttar kauptaxtanna kom nokkurt launaskrið að dómi Þjóð- hagsstofnunar og telur stofnunin að raunverulega greitt kaup hafi á siöasta ári hækkað um 2—3% meira en sjálfir kauptaxtarnir. ! riti Þjóðhagsstofnunar er bent á, að hækkun framfærsluvisitöl- e.nnar varð 13% frá febrúar til mai í fyrra en nú er talið að hækkunin verði á bilinu 8,5—10% á sama tima. Þjóðhagsstofnun telur, að reikna megi með 45—50% verð- lagshækkunum frá upphafi til loka þessa árs, ef ekki koma til nýjar aðgerðir, en á siðasta ári varð hækkun framfærslukostn- aðar 58,9% frá upphafi til loka árs og árið áður 60,6% . _ k. Þá er útsæðið komið I Grænmetis- verslunina og ekki seinna vænna aö fara að láta það spira. Þeir fyrstu ku vera búnir að setja niður, en þeir eru fáir enda er enn hætta á næturfrostum. Þessi skötuhjú voru að kaupa sér út- sæði i Grænmetisversluninni þegar Ijósmyndari Þjóðviljans,—eik leit þar við. múÐviuiNN Miðvikudagur 6. mai, 1981, 101. tbl. 46. árg. ! Alltí strand ífóstrudeilunni IEkkert varö úr þvi I gær að dagheimili rikissjúkrahúsanna ■ yrðu opnuð I gær þó margir von- I uðu að svo yrði og kæmu með ' börn sin eða hringdu. Sóknar- Ikonur, sem fyrir voru á heimil- unum, kynntu foreldrum sam- ■ bvkkt sina frá í fvrradae. bar sem m.a. er bent á lög sem um rekstur dagvistarheimila gilda og skilyröi þau sem þar eru sett um fóstrumenntun. Tóku for- eldrar þessu vel og engin börn voru skilin eftir. A sjukrahúsum voru nokkur forföll foreldra sem ekki höfðu pössuaen auk þess komu ýmsir með börnin meö sér til vinnu og voru þau þá i vaktherbergjum eða inni hjá forstöðumönnum. Enginn samningafundur hefur enri verið boðaöur og virð- ist þessi deila fóstra vera sigld I strand i bili. Að sögn Þrastar Ólafssonar, aðstoðarmanns fjármálaráðherra, er siöasta tilboð fóstra hærra en Reykja- vikursamningurinn og sagði hann að á það gæti rikið engan veginn fallist. Þá væri þess að gæta að ýmsir starfshópar gætu Framhald á bls. 13 ■ I ■ I ■ I Bobby Sands er látinn Bobby Sands, fangi úr írska lýðveldishernum og-nýkjörinn þingmaður, lést i Mazeíangelsi i Belfast i fyrrinótt eftir 66 daga hungurverkfail. Félagar hans i IRA hafa boðað þriggja daga þjóðarsorg og mælt gegn hermdarverkum á þeim tima, en engu að siður hafa þegar brotist út verulegar óeirðir á Norður-lrlandi vegna dauða Bobby Sands. IRA helur heitið þvi, að tiðindi þessi verði Bretum dýrkeypt og efar enginn að nú fer i hönd mikil skálmöld á Norður- Irlandi. Sjá leiðara. Síma- skrá í jum Margir kunna að vera farnir að undrast yfir þvi að ekki skuli bóla á nýrri simaskrá fyrir árið 1981. En menn verða að biða enn um hrið, hún kemur ekki fyrr en i fyrsta lagi um miðjan júni. Að sögn Baldurs Eyþórssonar hjá Prentsmiðjunni Odda, pantaði Innkaupastofnun rikisins á sinum tima pappir i simaskrána en þegar til kom reyndist hann ekki aðeins lþlegur heldur alger- lega^ónýtur. Liggur hann nú á lager hjá prentsmiðjunni og mun ekki ákveðið hvað viö hann verður gert en haft i ílimtingum að hann henti vel fisksölum til að pakka inn vöru sinni fyrir við- skiptavinina. Von er á pappirssendingu til prentunar á skránni 25. mai og standist það á hún að geta komið út um miðjan júni. —j Fyrstu læknarnir hætta 18. maí: 16-21 þús, á mánuði Engin niðurstaða varð'iá’ viðræðufundi rikisins ogjlækria á rikissjú'krahúsuhumM-gærdagýen' þann 18. þ.m. taka fyrstu^ uppsagnir þeirra gildi. Að s’ögn ÞrasLaij,Ólafssonar, aðstoöar,- manitS:>ifjármáiar(áðherra gerðu læknar grein fyrir'ástæðúm upp-' sagnanna sem er óánægja með launakjör fyrst og fremst en einnig er óanægja vegna breyttra skattalaga og lifeyrismála. Þröstur Ólafsson sagði að lækn- unum hefði á hinn bóginn verið gerð grein fyrir launabreytingum á siðasta ári, en þær voru 6—12%. Þeir hefðu fengið sin 6% eins og , . > - ‘ . • flestir oþinberir starfsmenn og óeerningur væri fyrir rikið ‘að' o®ta þar við''án þess aö valda .miklum erfiðleikum ög röskun á launateerlinu. Ennfrem'úr*3«.gði ^ÍÞrostur að það kæmi, vissulegá ' ;ft)ánskt f^rir Sjónir að mennuneð “petta ilágj&tekjur ætluðu að verða til þess að brjóta þarin viðkvæma is sem náðst hefðisamstaða um á siðasta ári. Sjúkrahúslæknar hafa sér- samning við rikið og þau sveitar- félög sem reka sjúkrahús og sem- ur Læknafélag islands fyrir þá, venjulega hliðstætt samningum BHM. Læknarnir skiptast i þrjá éflmm hópa, yfirlækna, sérfræðinga og aðstoðarlækna, en það erú fyrst 'Ogáremstþeirsiðastnefndu,58 að tölu, sem sagt hafa upp störfum. Engir yfirlæknanna, sem eru 15, hafa sagt upp störfum, en s'tór ■ hluti sérflæðigganna, serri. eru'6S. A sjúkrahúsutn^ríRlsins eru. 135 stöðugildi lækna og hafa þeir að meðaltali 217.200 nýkrónur i árslaun miðað við mailaun 1981. Jafngildir þetta 18.100 nýkrónum á mánuði. Rétt er að taka fram að hér er aðeins um laun þeirrá inni á sjúkrahúsunumað ræða en yfir- læknar og sérfræðingar fá auk þess greitt fyrir kennslu á Lands- Frá upphafi viðræðufundarins sem þaldinn var að ósk rikisins með læknum i gær. — Ljósm.: —eik. ,\ , ' spitalanum og i Há.skpliuiujn og eru margir hverjir m-öSi' élnka- stofur úti i bæ þess utan: Sjúkra- húslaunin segja þvi ekki alia ^öguna, hvað tekjur þeirra vatð«r Áðstoðarlæknar hafa á hinn bóg- inn ekki sömu möguleika til tekjuöflunar utan sjúkrahúsanna. Sé aftur liðið á sjúkrahúslaunin sem eru ástæða uppsagnanna nú, hafa yfirlæknar að meðaltali 252.lOð nýkrónur i árslaun (21 þúsund.á.mánuði), sérfræðingar hafa. 233.800 nýkrónur i árslaun (19.500 á -mánuði), «og aðstoðar-. læknar 195 þúsund á ári (16.250 á mánuði). Laun einstakra manna geta verið hærri eða lægri en þessar meðaltalstölur segja eftir yfirvinnu og vaktaskipan. Yfir- vinnan er mest hjá aðstoðarlækn- um, tæpur þriðjungur af heildar- launum. Grunnlaun þeirra eru i mai 9.140 nýkrónur. — AI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.