Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 1
UOBVIUINN Þriðjudagur 12. mai 1981 — 106. tbi. 46. árg. n Starfsaldurslisti flugmanna: ! Gerðardómur skipaður 1 IHæstiréttur skipaði i gær þrjá menn i geröardóm sem ákvarða skal röðun flugmanna á sameiginlegan starfsaldurslista hjá • Flugleiðum hf. Er þetta i samræmi við lög sem sett voru nýlega » Iað þvi frágengnu að samkomulag næðist ekki um sameiningu listanna. I nefndinni eru: Guðmundur Jónsson borgardómari formaður, Bárður Danielsson verkfræöingur og Guðmundur | ■ Magnússon Haskólarektor. Tillögur ríkisstjórnar í virkjanamálum: Virkiað vatnsafl tvö- faldað á 10 - 15 árum Sléttum orkureikninginn fyrir aldamót Eðlilegt er að landsmenn setji sér það mark að jafna orkureikninginn gagnvart útlöndum fyrir lok aldarinnar, sumpart með framleiðslu á eldsneyti hér innan lands eftir þvi sem hagkvæmt getur talist og.með tilliti til öryggis i orkumálum, svo og með útflutningi orkufrekra afurða til gjaldeyrissöfnun- ar. A þessa leið er komist að orði i greinargerð meö frumvarpi rikis- stjónarinnar um raforkuver, sem lagt var fram á Alþingi i gær og Hjörleifur Guttormsson, iönaðar- ráöherra kynnti á blaðamanna- fundi sama dag. 1 frumvarpinu er leitað heimilda til að virkja á næstu 10—15 árum fjórar nýjar vatns- aflsvirkjanir, auk þess sem lokiö yrði við framkvæmdir við Hraun- eyjarfossvirkjun, en fyrsti áfangi hennar kemur I gagnið á komandi hausti. Þessar virkjanir eru: Blanda með allt að 180 MW afli, Jökulsá f Fljótsdalmeð allt að 330 MW afli, Héraðsvötnvið Villinga- nes i Skagafirði með allt að 40 MW afli og virkjun við Sultar- tanga á ármótum Þjórsár og Tungnaár með allt að 130 MW afli. Að viðbættri þeirri viðbót viö Hrauneyjarfossvirkjun upp á 40 MW sem nú er leitað heimildar fyrir, þá eru þetta alls 720 MW i nýjum vatnsaflsvirkjunum. Þá er einnig i frumvarpinu leit- að heimilda til aö reisa jarð- varmavirkjanir til raforkufram- leiðslu á háhitasvæöum eða stækka slik orkuver sem fyrir eru um allt að 50 MW og að reisa nýj- ar varaaflsstöðvar með samtals allt að 50 MW afli á næstu 10 ár- um. Frumvarpið tekur þannig mið af áformum um að auka uppsett afl I landskerfinu samtais um 820 MW á næstu 10—15 árum, sem er meira en tvöföldun, en um siðustu áramót var uppsett vatnsafl i landskerfinu i heild talið vera um 540 MW. Kostnaður við allar þessar Þó áreiðanlega væri hægt að fylla marga poka til viöbótar þá er ailt annað að lita út um gluggana núna, sagði Lena Rist, formaöur Framfarafélags Breiðholts III, sem gekkst fyrir hreinsunardegi i hverfinu sl. laugardag. Plastpokar voru afhentir i Hólabrekkuskóla og Fellahelli kl. 10 um morguninn og þeir runnu út. Á ferðinni var bill með gjallarhorn, sem hvatti ibúa til að taka þátt i hreinsuninni og á þvi stóð ekki að sögn Lenu. Bliðskaparveöur var allan laugardaginn og kepptust menn I við langt fram eftir degi, jafnt á | lóðum sinum sem götum. Eftir » hádegið byrjuðu fullir pokar að I hrannast upp við gangstéttar- brúnir og áður en kvöldaði hafði | Hreinsunardeild Reykjavikur » fariö 12 ferðir með fulla vöru- I bflspalla upp á hauga. AI Svavar Gestsson um herstöðina Eðlisbreytingar auka á tortímingarhættuna Vilji stórveldin beita okkur of- riki skulum við mæta þvi ofriki eins og menn, en það er hins veg- ar ekkert annað en helber barna- skapur að láta sér detta það i hug að herstööin i Kefiavík geti oröið okkur til varnar ef til styrjaldar kemur. Þvert á móti bendir flest til þess að meö þeim breytingum sem gerðar hafa verið á herstöð- inni á undanförnum árum sé hún i rauninni I fyrsta skotmáli og þannig hafi stóraukist sú tortim- ingarhætta sem i striði vofir yfir. ÞannigkomstSvavar Gestsson, form. Alþýðubandaiagsins að oröi i itarlegri ræðu sinni um utan- rikis- og öryggismál i gær en þá fóru fram umræður um skýrslu utanrikisráöherra á Alþingi. 1 ræðu sinni drap Svavar Gests- son á fjölmarga þætti utanrikis- stefnu okkar og þeirri öryggis- málastefnu sem fylgt hefur verið. Þannig rakti hann hvernig Nato flokkarnir hefðu staðið að inn- göngu Islands i Atlantshafsband- lagiö og komu hersins 1951. Hann fjallaði um hinn 3ja valkost i öryggismálum, þ.e. kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd og frið- lýsingu NA-Atlantshafsins, eðlis- breytingar herstöðvarinnar, Norðurlandasamvinnu, EFTA, samskipti eyrikjanna á N-At- Framhald á bls. 13 Hjörieifur Guttormsson á fundi með blaðamönnum i gær. Ljósm. — gel. virkjanaframkvæmdir er talinn nema rösklega 4000 miljónum króna, og I frumvarpinu er m.a. leitað heimilda til aö verja 50 miljónum króna til undirbúnings- framkvæmda á þessu ári umfram þaö sem áður hafði veriö ákveðið. Auk þeirra virkjana sem frum- varpið gerir ráð fyrir, þá er þar einnig gert ráð fyrir miklum Eldur i togara Uppúr kl. 11 I gærkvöld kom upp eldur I nýjasta skuttogara Reykvlkinga, Ottó N. Þorlákssyni, við suðurbryggjuna i Hafnarfirði. Togarinn var smiðaður hjá Stál- vík og var verið að leggja siðustu hönd á hann. Kviknað mun hafa I málningarefnum sem verið var aö vinna með i skipinu. Allt slökkviliö Hafnarfjaröar var kvatt á vettvang og tókst fljótlega aö slökkva eldinn, en ekki var vit- að hvert tjónið varð er blaöiö fór i prentun. Bob Marley iátínnn Konungur „reggae” tón- listarinnar, Bob Marley, lést á sjúkrahúsi I Miami i Bandarlkjunum I gær, en þangað var hann fluttur sl. fimmtudag frá Þýskalandi, þar sem hann hafði verið i meðferð vegna sjúkdóms sins, nánar til tekið i Bæjara- landi. Banamein Bobs var lungnakrabbi og æxli við heila. Læknar I New York kváðu upp þennan sjúk- dómsúrskurð sl. haust, er Bob var komið undir læknis- hendur eftir lokahljómleika hljómsveitar hans, The Wailers, I Madison Square Gardens þar i borg. Bob Marley var 36 ára. miðlunarframkvæmdum á Þjórs- ársvæðinu með svokölluðum Kvlslarveitum, Sultartangastlflu og stækkun Þórisvatns. Fram kemur að ætiunin er að Ijúka þessum miðlunarframkvæmdum á næstu 4—5 árum, en talið er að þær gætu einar sér aukið orku- vinnsiugetuna I landskerfinu um allt að 800 Gwh á ári, eða sem svarar heilli Blönduvirkjun. A fundi meö fréttamönnum i gær tók Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráöherra fram, að auk þessara miðlunarframkvæmda á Suöurlandi væri ráö fyrir þvl gert Framhald á bls. 13 Sjá kynningu á frumvarpinu í opnu Mitterrand vann! Sósiallstl er forseti Frakklands Forsetaefni sósialista, Francois Mitterrand, vann ótviræðan sigur á Giscard d'Estaing i seinni umferð forsetakosninganna i Frakk- landi á sunnudag, fékk nær 52% atkvæða. Fyrsti forseti vinstrimanna i Fimmta lýð- veldinu mun að iikindum rjúfa þing innan skamms til að freista þess að fá þann þingmeirihluta sem hann þarf til aö fylgja fram stefnumáium sinum um þjóðnýtingar, aögerðir gegn atvinnuleysi, eignaskatt, styttingu vinnuviku og fleira. Vinstrimenn I Frakklandi sungu og dönsuðu á torgum i fyrrakvöld enda hafa þeir lengi beöiö eftir þessum sigri — sem og vinstrimenn i Evrópu, sem munu túlka tið- indin sem merki um að hægribylgjan svonefnd hafi nú hjaðnað. Einar Már Jónsson, frétta- ritari Þjóðviljans I Parls, segirfrá kosningunum á bls. 5. A bls. 3 er birt heillaóska- skeyti Svavars Gestssonar, formanns Alþýðubandalags- ins, til Mitterrands og franskra sósialista.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.