Þjóðviljinn - 09.07.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.07.1982, Blaðsíða 1
MOWIUINN Vítakeppni á HM! Frakkar og V.Þjóðverjar í sjónvarpinu kl. 15 á sunnudag Vestur-Þjóðverjar sigruðu Frakka 8—7 eftir framlengingu og vitaspyrnukeppni i undanúr- slitum heimsmeistarakeppninnar i knattspyrnu i gærkvöldi. Þá unnu ítalir Pólverja 2—0 og þvi leika V-Þjóöverjar og Italir til úr- slita á sunnudag. Stofnanir Alþýðubandalagsins ræða stöðuna í efnahagsmálum: \ Heiláaraðgerðir nauðsyn Annars verður erfitt að viðhalda fullri atvinnu, segir Svavar Gestsson í viðtali á bls. 3 Eins og fram hefur komið i fjöl- miðlum hafa stofnanir Alþýðu- bandalagsins verið á fundum um efnahagsm álin . Formaður flokksins segir f samtali við blaðið að erfitt myndi reynast að viðhalda fullri atvinnu i landinu ef ekki yrði brugðist við þeim vandamálum sem uppi væru með heildaraðgerðum i efnahags- málum. Svavar Gestsson segir að Al- þýðubandalagið sé reiðubúiö að taka þátt i efnahagsaðgerðum svo fremi sem þær séu i samræmi við grundvallarsjónarmið þess um jafnari skipti i þjóðfélaginu og fyrirheit stjórnarsamnings um fulla atvinnu. En hann ræðir einnig um það los sem komið hafi á tengsl Sjálfstæðismanna i rikis- stjórn við beina og óbeina stuðn- ingsmenn þeirra á þingi og segir að rikisstjórnin muni ekki vinna sig fram úr vandanum né veita þá leiösögn sem nauðsynleg sé nema að staða hennar sé traust á Al- þingi. I viðtalinu kemur fram, að gangi spá Þjóðhagsstofnunar eftir gæti tekjumissir þjóðarbús- ins vegna framleiðslusamdráttar i sjávarútvegi orðið einn og hálfur milljarður króna, eða sem nemur svipaðri upphæð og allar ráðstöf- unartekjur lifeyrissjóða i landinu eru áætlaðar i ár. Þá segir Svavar að staða bankanna gagnvart Seðlabankanum sé nú neikvæð um mörghundruð milljónir króna á sama tima og lánsfjárþorstinn hafi aldrei verið hrikalegri en nú. Þá hafi vaxtakjör lslendinga af erlendum lánum versnað að meðaltali um 40% úr 7.97% i 11.33% og þýöir það verulega aukin útgjöld rikissjóðs. — ekh Framhalds aðalfundur Leigj enda- samtakanna á mánudag: Staða húsa- leigu- mála Staða húsaleigumála i dag og framtiðarstarf Leigjendasamtak- anna verða meðal umræðuefna á framhaldsaðalfundi samtakanna, sem haldinn verður á Hótel Borg á mánudaginn kemur, 12. júli kl. 20.30. Auk þess verða reikningar samtakanna iagðir fram og kosin ný stjórn. Leigjendasamtökin eru ekki gömul samtök, en eins og segir i fréttatilkynningu i tilefni fundar- ins, hafa þau þegar sannað til- verurétt sinn.meðal annars með baráttu fyrir lagasetningu um húsaleigumál, sem var samþykkt frá Alþingi 1979, meö frumkvæði að umræðu um húsaleigumál og bágri aðstöðu leigjenda og i dag- legu starfi sinu, sem felst m.a. i upplýsingaþjónustu við leigjend- ur ásamt visi að leigumiðlunar- starfsemi. Þá segir og, að tugir fólks leiti til samtakanna, i hverri viku með hin margvislegustu úr- lausnarefni. Þá er þess og getiö, aö virkir fé- lagar séu of fáir, og megi það undrun sæta, þar sem leigjendur eru einhver kúgaðasti þjóðfélags- hópurinn hérlendis, auk þess sem teikn eru uppi um það að sivax- andi hópar einkum ungs fólks séu að gefast upp á „manndóms- vigslu byggingarbrjálæöisins” og dreymi þess i stað um öruggt Ieiguhúsnæöi. Framhaldsaðalfundur Leigj- endasamtakanna hefst sem fyrr segir á mánudagskvöldiö kemur kl. 20.30 á Hótel Borg. —jsj Við vitum ekki á hvers bandi þessi „markmaður” er en hann var I gær að bíða úrslita i undanúrsiitum heimsmeistarakeppninnar i knattspyrnu eins og svo margir aörir á einum Iþróttavalla borgarinnar. Ljósm. gel. Kópavogshæli: Launadeila læknanem- anna leyst A fundi læknanema og forstöðu- manna Kópavogshælis með full- trúum stjórnunarsviðs Rfkis- spitalanna voru launadeilur nem- anna leystar þannig að báðir aðil- ar gátu sætt sig við. Fá nemarnir greidd laun skv. þeim launaflokki sem þeir töldu sér hafa verið lof- að, til þess dags er þeir gengu út af Kópavogshæli til að þrýsta á um skjóta úrlausn málsins, en hins vegar var endanlega úr þvi skorið, að ekki er nein heimild til þess aö ráöa læknanema upp á þau býti, sem þeir töldu að lofað hefði verið. Deilan snerist um það, aö nem- arnir sem eru á 3. ári við lækna- deild iháskóla Islands töldu, að þeim hefði verið lofað greiöslu skv. 11. launaflokki BSRB, enda taldir læknanemar i starfi. Þeir voru hinsvegar settir i stöður gæslumanna, sem fá greitt skv. 5. launaflokki, enda ekki heimild fyrir læknanemastöðum á Kópa- vogshæli.sem fyrrsegir. —jsj. j Stálfélagið hf.: | „Steypustyrictarjám úr j ! mnlendu brotajámi \ ! — sparar þjóðarbúinu 50—60 miljónir í gjaldeyri árlega j IStáifélagiö hf„ er um þessar mundir að fara af stað með Isöfnun aukins hlutafjár vegna fyrirhugaðrar stálbræðslu • félagsins, sem reisa á i IStraumsvik. A verksmiöjan að framleiða steypustyrktarjárn fyrir byggingarmarkaðinn úr • innlendu brotajárni og er áætlað Iað slik innlend verksmiðja geti sparað þjóðarbúinu sem nemur 50—60 miljónuin króna i er- '■ lendum gjaldeyri á ársgrund- Ivelli. Talið er að hérlendis falli til um 18.500 tonn af brotajárni ár- ,* lega og sé nýtanlegt magn til Iendurvinnslu vel 10.000 tonn. Kostnaður við að byggja verk- smiðju sem annar þessu magni ■ af brotajárni er talinn vera um 125 miljónir og mun hún skapa milli 200 og 300 manns örugga lifsafkomu. Stálfélagið hefur verið i nánu sambandi við erlenda sérfræð- inga i járnbræðslu og telja þeir félagið uppfylla öll þau skilyrði sem krafist er af smáum stál- bræðslum, en þau helstu eru: að nægjanlegt hráefni sé i nánd við bræðslustað, framleiðslan sé sérhæfð, nægur innlendur markaður sem skapi vissa fjar- lægöarvernd gegn erlendri samkeppni, traust vinnuafl og góðar samgöngur auk þess sem öryggirlki iorkumálum og verð raforku sé hagstætt. Það er sér- staklega tekið fram að Stál- félagið reiknar i forsendum sinum með að raforkuverð sé hið sama og Grundartanga- verksmiðjan greiðir. Telja for- ráðamenn Stálfélagsins að öllum þessum skilyrðum sé full- nægt og stærð verksmiðjunnar verði mjög heppileg til að sinna islenskum þörfum. Annar þáttur sem Stálfélags- menn leggja mikla áherslu á, er fegurra umhverfi, sem stál- bræðsla hér á landi mundi stuðla að. Vilja þeir að hætt verði að grafa járnarusl i jörðu og sökkva skipum, en nýta þess i stað það járn sem til fellur á hverjum stað og breyta þvi i nýta vöru fyrir byggingariðnað- inn hérlendis. Hluthafar i Stálfélaginu eru nú um 344 þar af 15 sveitarfélög en þyrftu að vera mikiö fleiri þannig að ráðast megi i þær framkvæmdir sem nauðsyn- legar eru til að bræðsla geti haf- J ist. Samþykkt var þvi á hlut- hafafundi nýlega að hækka hlutafé félagsins úr 1250 þús. kr. i 40 miljónir. Hafa núverandi hluthafar forgangsrétt á nýjum • hlutabréfum fram til 20. júli n.k. ■ en að þeim tima liðnum gefst I öðrum aðilum einnig kostur á að I skrifa sig fyrir hlutafé. Heimilt I er aö greiða hluti með skulda- ■ jöfnuði vegna innlagðs hráefnis eða einstakra verkþátta á vegum félagsins. Taka mun um I 1—2 ár að koma verksmiðjunni i gagnið þegar nægjanlegt hluta- fé hefur fengist. -áþj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.