Þjóðviljinn - 24.07.1982, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 24.07.1982, Blaðsíða 32
BWÐVIUINN Helgin 24.-25. júlí 1982 nafn viKunnar Steingrímur Hermannsson Nafn vikunnar að þessu sinni er Steingrimur Hermannsson, samgöngu- og sjávarútvegsráðherra. Hann liggur nú mjög undir gagnrýni og ásökunum i framhaldi af ákvörðun um að taka flugleyfið til Amster- dam af Flugleiðum og eftir- láta Arnarflugi þessa flug- leið. „Valdniðsla”, segja Flug- leiðamenn. „Það er pólitisk ólykt af þessu”, segja þeir einnig og ásaka Steingrim um að vera að hygla að Sambandinu, sem er með- eigandi i Arnarflugi, en reyndar einnig i Flugleiðum. En Steingrimur fær tóninn fyrir að hygla fleirum en Sambandinu og Arnarflugi. Margir vilja ætla, að þessi ákvörðun Steingrims sé siðasta greiðsla til Arnar- flugs fyrir að kaupa íscargo á fáránlega háu verði i vetur sem leið. Þannig segir Ellert B. Schram i leiðara DV i gær: „Þegar Arnarflug keypti leifarnar af góssi Iscargo, frægu flugfélags- ævintýri nokkurra fram- sóknarmanna, var fullyrt alla leið inn i þingsali, að Steingrimur Hermannsson og formaöur Framsóknar- flokksins, hefði komið þeim kaupum á með gylliboðum og þvingunum.” En Steingrimur hefur fengið skammir fyrir íleira þessa siðustu daga. Vandi togaraútgerðarinnar er skrifaður á fjárfestingar- og fiskveiðistefnu hans sem sjávarútvegsráðherra. Og nú siðast þarf hann að fá skýrslu inn á borö hjá sér út af þeirri ósvinnu, að full- komið öryggistæki i flug- umferðarstjórn er ekki notað fyrir aðflug i Reykjavik. Sennilega væri búið að krefjast afsagnar Steingrims i nágrannalöndum okkar. Og ljóst er að hægri pressan ætl- ar sér að taka hann ærlega á beinið. Tónninn leynir sér ekki. Aðalstmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins I þessum slmum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 8iz85, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiöslu blaösins i slma 81663. Blaðaprent hefur slma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiöslu 81663 Jökuldœlir og Skotveiðifélagið meðal þeirra er vilja breytt skipulag Hefurðu gert þér grein fyrir því að mílli bíls og vegar eru aðeíns fjórir lófastórir fletir. Aktu því aðeíns á viðurkenndum hjóibörðum. HUGSIÐ UM EIGIÐ ÖRYGGI OG ANNARRA HEKLAHF jLaugavegi 170-172 Simi 21240 Oánægja með dýraveiða Reglur um hreindýraveiðar eru gefnar út árlega hér á landi, þar sem tiltekið er hversu mörg dýr megi fella I hverjum hreppi. Veiðar eru einnig háðar reglum: Einn eftirlitsmaður skal vera I hverjum þeirra hreppa og kaup- staða, sem tilteknir eru, og skal hann ráðinn af menntamála- ráðuneytinu. Hann framkvæmir siðan ásamt aðstoðarmönnum, sem hann velur sjálfur, þá fækk- un hreindýra sem ákveðin er. Þeir bændur, sem verða fyrir mestum ágangi hreindýra, njóta fyrst of fremst arðs af veiðunum, en siðan sveitarsjóðurinn. Upp hefur komið óánægja með þessa skipan mála. Telja sumir, að hún tryggi ekki æskilega nýt- ingu á heildarstofninum. Yfirleitt hefur aldrei verið felldur sá fjöldi dýra, sem leyfður hefur verið. Hreindýrum hefur fjölgað: árið 1979 var áætlaður fjöldi þeirra 1000, og árið 1980 voru þau talin 1500. 1 rannsókn, sem fram- kvæmd var á hreindýrum 1979—1981 kom i ljós að allt of lltið væri af fullorðnum törfum á Fljótsdalshéraði. Eins og áður sagði, telja sumir þessa nýtingu slæma, en aðrir að ástæðulaust sé að mælast til breytinga. Meðal þeirra, sem eru óánægð- ir með núverandi skipan eru Jök- uldælirog Skotveiðifélag tslands. Hreppsnefnd Jökuldalshrepps hefur samþykkt að fara þess á leit við menntamálaráðuneytið, að horfiö verði frá algeru banni við að selja sportveiðimönnum leyfi til hreindýraveiða og leggur m.a. til, að inn I reglurnar komi þessiklausa: Sveitarstjórn er heimilt að sjá algerlega um hreindýraveiði I viðkomandi hreppi, þar með að selja sportveiðimönnum sem uppfylla skilyrði 6.gr. leyfi til að fella dýr undir eftirliti hrein- dýraeftirlitsmanns i hreppnum og/eða aðstoðarmanna hans skv. 5.gr. Skotveiðifélag Islands sam- þykkti á síðasta félagsfundi sln- um, hinn 20.07, að það væri sjálf- sagt eðlilegt að sportveiðimönn- um gefist kostur á þvi að taka á löglegan og vel skipulagðan hátt þátt i hreindýraveiðunum. Fund- urinn sagðist telja augljóst, að núverandi skipulagning veiðanna tryggi alls ekki skynsamlega nýt- ingu hreindýrastofnsins og eftir- liti með skotvopnum, sem notuð eru við veiðarnar og framkvæmd veiðanna sé mjög ábótavant. ast Jökuldælir og Skotveiðifélagið eru óánægð með núvcrandi skip- an á hreindýraveiðum. skipan hrein- ÞÚ ERT ÖRUGCUR Á GOODfÝEAR Nýtt sykurminna Sanitas mattol

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.