Þjóðviljinn - 10.08.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.08.1982, Blaðsíða 1
Það var glaumur, gleði og gott veður á Þjóðhátíðinni í Eyjum, sem lauk í gær. Ljósm. Guðm. UOmiUINN Þriójudagur 10. ágúst 1082 —179. tbl. 47. árg. r;------------------------------j j írafár vegna umræðna j j um samræmingu verðbóta: j j Fundir boðaðir í kapp i Ekkert varð úr fyrirhuguðum samningafundi ríkisins og BSKB í gærdag vegna fundarhalda hjá samninganefnd BSRB. I gærmorg- un kallaði Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra þá Kristján Thorlac- ius formann BSRB og Harald Steinþórsson framkvstj. á sinn fund I og gerði þeim grein fvrir að komið ' hefði til álita innan ríkisstjórnar- Iinnar að setja bráðabirgðalög um 2.9% skcrðingu verðbóta hjá öllu iaunafólki þám. hjá opinberum , starfsmönnum til samræmis við ný- gerða samninga ASÍ. Samninganefnd BSRB ræddi þessi mál í gærdag og boðaði síðan til fundar kl.21 í gærkvöldi ásamt stjórn bandalagsins. Rætt var um það innan samninganefndarinnar hvort ástæðan væri til þess að boða til verkfalls vegna áforma um bráðabirgðalög. Fjármálaráðherra fór síðan fram á það síðdegis í gær að við- ræðunefnd BSRB kæmi til fundar við sig áður en fundur stjórnar og samninganefndar átti að hefjast. „Ég hafði heyrt eftir mér sagt að við myndum ekkert bjóða uppá í ! Rætt um verkfallsaðgerðir innan samninganefndar BSRB samningum, sem er eins og hver | önnur fjarstæða og mér þótti á- * stæða að leiðrétta" sagði Ragnar I Arnalds í samtali í gærkvöldi. „Hg I tók einnig fram að við legðuni I áherslu á að hraða samningum og J ljúka þeim fyrir 1. september. Ég I hefeinnigsagt aðefsvofæri aðþað I tækist ekki þá kæmi til álita að þessi , 2.9% yrðu engu að síður greidd út i sem hluti af væntanlegum kjaras- ■ amningum". Ragnar sagði að þess- I ari hugmynd hefði verið vel tekið. I Kristján Thorlacius formaður 1 BSRB vildi ekki gefa neinar yfirlýs- I ingar um stöðu mála fyrir síðari I fundinn í gærkvöldi, en hann stóð * enn yfir þegar Þjóðviljinn prentun. V erslunin hagnast þótt aðrír tapi SJÁ NÁNAR BLS. 9 Svavar Gestsson reifaði hugmyndir Alþýðubandalagsins: Bjartsýnn a samkomulag Framlag og skilningur þarf að koma frá fleiri aðilum en launafólki við lausn efnahagsvandans Eg er bjartsýnn á að samkomulag takist um að- gerðir í efnahagsmálum innan ríkisstjórnarinnar á næstu vikum, sagði Svav- ar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins í gær. Á fundi ráðherranefndar um efnahagsmálin í dag kynnti ég þær hugmyndir sem þingflokkur Al- þýðubandalagsins gekk frá sl. föstudag um marga þætti efnahagsmála sem snerta sjávarútvegsmál, vandamál togaraútgerð- arinnar, iðnað, landbún- að og verslun. Ríkisstjórn- in mun svo áfram vinna að þessum málum á grund- velli þeirra hugmynda sem fram hafa komið frá að- ilum stjórnarsamstarfs- ins. Svavar sagði að Al- þýðubandalagið minnti sérstaklega á það að verkalýðshreyfingin hefði þegar samþykkt 3% skerðingu á verðbótum 1. september sem kæmi til viðbótar frádrætti Ólafslaga og nú þyrftu aðrir aðilar að sýna amk. ámóta skilning á hinum alvarlegu efnahagsvandamálum sem við væri að etja. Við leggjum áherslu á að þær greinar sem best hafa staðið sig verði látnar skila sínu inn í lausn á efnahagsvandanum. Við viljunt að það verði tekið fast á þeim efnahagsvanda sem nú er um að ræða. Við höfum það markmið að tryggja fulla atvinnu, halda verðbólgunni í skefjum, og draga verulega úr viðskiptahalla sem fjármagnaður er með er- lendum lántökum. Þetta viljum við gera með því að auka framleiðslu að svo miklu leyti sem það er unnt, með sparnaði í milliliðakostnaði, loks með lífskjarabreytingu sem getur haft í för með sér kjaraskerð- ingu hjá hátekjufólki, en ekki hjá þeim sem lægst eru launaöir. — ekh Slökkviliðsstjóri vill Reykjavíkurflugvöll burt: Stórslys við sömu aðstæður eríendis Ég er búinn að sjá út um gluggann hjá mér tvær flugvélar detta hérna nið- ur í Vatnsmýrina. Önnur átti stutt eftir í Landspít- alann og hin niður í mið- bæjarkvosina. Það er því ekki óeðlilegt að maður reyni að vekja athygli á þeirri hættu sem flugvöllurinn hefur í för með sér, sagði Rúnar Bjarnason slökkviliðs- stjóri í Reykjavík í samtali við Þjóðviljann í gær. Fyrir skömmu ritaði slökkviliðs- stjóri borgaryfirvöldum bréf þar sem hann mælist eindregið til þess að Reykjavíkurflugvöllur verði færður burt úr miðborginni. Þetta er búið að vera gamalt áhyggjuefni hjá mér og fleirum og ég hef áður kynnt borgaryfirvöldum þessa skoðun mína að flytja eigi flugvöll- inn burt. Þegar síðan tvö stórslys verða á flugvöllum í Bandaríkjun- um, í Washington 13. janúar og New Orleans 10. júni sl., en báðir þessir tlugvellir eru inn í byggð rétt eins og Reykjavíkurflugvöllur, þá er ekki annað hægt en að benda - yfirvöldum á þá hættu sem við bú- um við. Það er alveg ljóst að í þess- um tveimur flugslysum varð mann- ,tjón og eignartjón margfalt meira en annars hefði orðið ef þessir flugvellir væru í eðlilegu um- hverfi. Rúnar sagði að það Iægi ljóst fyr- ir að langflest flugslys yrðu við flugtak og lendingu. Einmitt þá eru vélarnar yfir byggð annaðhvort í Reykjavík eða Kópavogi. Aðspurður um viðbrögð borgar- yfirvalda sagði Rúnar þau engin orðið. Málinu er yfirleitt vísað til skipulagsnefndar og síðan ekki meir. Mér hefur hins vegar fundist full ástæða til að halda málinu vak- andi og láta vita af þeirri hættu sem við búum við, ekki síst með tilliti til þeirra atburða sem hafa verið að gerast við sömu aðstæður í öðrum löndum nú á síðustu mánuðum, sagði slökkviliðsstjóri. — Ig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.