Þjóðviljinn - 18.08.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.08.1982, Blaðsíða 1
ÞJOÐVIUINN Miðvikudagur 18. ágúst 1982 —186. tbl. 47. árg. Tillögur Alþýðubandalagsins um samræmda lækkun, láglaunabætur og kjarajöfnunarsjóð. Sjá baksíðu Tillögur Alþýðu- bandalagsins í land- búnaðarmálum Útflutnings- bætur í áföngum Alþýðubandalagið leggur til að dregið verði úr rétti til útflutn- ingsbóta i áföngum i samræmi við áætlun um fækkun búfjár ásamt með þvi að fjármunum verði varið til aðlögunar i landbúnaði. Orðrétt hljóðar þessi kafli i til- lögum AB svo: „Stefnt verði að þvi að sniða hefðbundinni búvöruframleiðslu (kjöt- og mjólkurafurðum) stakk eftir innanlandsneyslu um leið og þróaðar verða nýjar búgreinar vegna innanlandsmarkaðar og arðbærs útflutnings. Mótuð verði hið fyrsta áætlun um búrekstur á jörðum i sam- ræmi við landgæði og markaðsað- stöðu. Á komandi hausti verði hafist handa um fækkun sauð- fjár i samræmi við niður- skurðartillögur Framleiðsluráðs landbúnaðarins og á grundvelli samþykktar rikisstjórnarinnar. Stefnt verði að þvi að draga úr rétti til útflutningsbóta i áföngum i samræmi við áætlun um fækkun búfjár og verði útflutningsbóta- réttur afmarkaður eftir jafurða - greinum Fjármunir sem aö óbreyttu hefðu farið til útflutningsbóta verði að hluta til notaðir til að auðvelda aðlögun i landbúnaði, m.a. til að efla nýjar búgreinar og auðvelda bændum er það kjósa að hætta búskap. Við endurskipulagningu land- búnaðarframleiðslunnar verði leitast við að verja kjör þeirra bænda sem við þrengstan hag búa.” Smyglarar og laun- sátursmenn fara með völd á Italíu, segir fjár- málaráðherra fráfarandi ríkisstjórnar. Sjá nánar um stjórnarkreppuna á (talíu á bls. 7 Það voru óvenjulegir tónar sem svifu yfir Austurstrætinu I gær og þegar menn gengu á hljóðið komu i ljós tveir karlar frá Hollandi og voru þeir með lirukassa sem þeir spiluðu á eins og þeir ættu llfið að leysa. Þeir eru hér á vegum Arnarflugs sem nú stendur fyrir Amster- dam-kynningu i Reykjavík. Ljósm.: —gel— Óvænt þrátefli hjá stjórnarliðinu: Beðið eftir Þrír þingsflokksfundir Framsóknar- manna á einum sólarhring Efnahagstillögur Alþýðubandalagsins sem miða að breiðari þjóð- félagslegri samstöðu um efnahagsaðgerðir, kjarajöfnun og kerfis- breytingar hjá hinu opinbera og hjá atvinnuvegunum hafa vakið all- mikla athygli. Svo virtist hinsvegar I gær að Framsóknarfiokkurinn gæti ekki í fljótu bragði fallist á þær kerfisbreytingar og atvinnuvega- tillögur sem Alþýðubandalagið hefur sett fram, né aö hann sé reiðubú- inn að fara þá leið kjarajöfnunar til að mæta minnkandi þjóðartekjum sem Alþýðubandalagið hefur lagt til. Framsóknarflokkurinn hafði i fundi á einum sólarhring. Ekki er gærkvöldi haldið þrjá þingflokks- vitað hvað þæft er á þeim Framsókn fundum, en fram hefur komið aö þingflokkur Framsóknar vil setja i lög skeröingu verðbóta um helming eða meira 1. desember Hinsvegar mun hann mótfallinn lækkun búvöruverðs og fiskverðs til samræmingar. Alþýðubanda lagið vill að sinu leyti veita heim ild til samræmdrar lækkunar þessu þrennu um allt að helming ef þjóðartekjur minnka eins og spáð hefur verið og að undan gengnum viðræðum við verka lýðshreyfinguna. A morgun, fimmtudag hefst á Laugarvatni tveggja daga vinnufundur stjórn- arskrárnefndar, þar sem m.a. eiga að vera forsætisráöherra, fjármálaráöherra, formaður þingflokks Alþýöubandalagsins og aðrir nefndarmenn i stjórnar- skrárnefnd. í hópi stjórnarliða var i gær uppi nokkur kurr vegna þess að Framsóknarflokkurinn hefði látið gærdaginn fara i þóf i stað þess að vinna markvisst að niðurstöðu. Þá er á það bent að klukkan gangi á stjórnarliða vegna lokunar gjaldeyrisdeilda bankanna. — ekh I I Harmleikur við sæluhús í Öræium Geysilega viðamikil leit fór fram i gær að manni sem hafði ráðist að tveim frönskum systrum i sæluhúsi sem staðsett er vestan Skeiðarár i Austur-Skaftafellssýslu. önnur stúlkan fannst látin I farangursgey mslu bils árásarmannsins en hin var flutt með hraði á gjörgæsludeild Borgarspitalans i Reykjavik. Liðan hennar mun vera eftir atvikum ogerhún talin úr lifshættu. Margt er enn óljóst um atburðina við sæluhúsið, en maðurinn, sem undanfarin 1—2 ár hefur verið búsettur á bæ i öræfasveit mun hafa ekiö stúlk- unum i sæluhúsiö alla leið írá Hornafirði og snúið siðan aftur til hússins nokkru siðar með skotvopn meðferðis. Að sögn sýslumannsins á Höfn, Friðjóns Guðröðarsonar, mun maðurinn haía leitað inn- göngu i sæluhúsið og hafið mis- þyrmingar á stúlkunum. önnur þeirra komst út en maöurinn veitti henni eftirför. Hann mun hafa misþyrmt henni með þeim afleiðingum að hún lést. Að sögn Friðjóns var i gær tekin skýrsla af vörubilstjóra sem fyrir tilviljun átti þarna leið hjá. Arásarmaöurinn mun hafa gengið til hans og sagt að hann hafi ekið á stúlku og bað bilstjórann um að sækja hjálp hið bráðasta. Þegar lögreglan á Hornafirði mætti á vettvang, lá önnur stúlkan i blóði sinu við vegarkant. Sluttu siðar iannst bill árásarmannsins og i far- angursgeymslu hans lik hinnar. Maöurinn var hinsvegar á bak og burt og einnig skotvopn það sem hann hafði meöferöis. 1 allan gærdag fór iram lát- laus leit aö manninum. Við leitina var notast viö þyrlu Landhelgisgæslunnar, spor- hundur tók þátt i leitinni svo og hjálparsveit skáta á Höfn og margar aðrar björgunarsveitir úr nærliggjandi héruðum, enn- fremur björgunarmenn úr Hafnarfirði. Þá voru á staðnum þrir tæknimenn frá RLR. Frið- jón Guðröðarson stjórnaöi leit- inni. Naín árásarmannsins verður ekki birt að svo stöddu. Maö- urinn mun eitthvað hafa komist i kast við iögin áður, en þó ekki fyrir ofbeldisverk. Leitin stóð fram á inyrkur i gærkvöldi, en siðast er fréttist hafði spor- hundur rakið slóð mannsins að sprungu i Svinafellsjökli. Ekki var talið ráðlegt að siga i sprunguna i gærkvöldi vegna slæmra aðstæðna. Ráðist að frönskum systrum með þeim afleiðingum að önnur lést, en hin liggur stórslösuð á gjördeild Borgarspítalans ögmundur Kristinsson mark- vörður Vikings horfir á eftir knettinum skella i þverslánni úr vitaspyrnu Arnar Öskarssonar Eyjamanns. Vikingur vann IBV 1:0 i gærkvöldi og stefnir hrað- byri að sigri i 1. deild tslands- mótsins i knattspyrnu. Sjá iþróttir bls. 11.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.