Þjóðviljinn - 25.01.1983, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 25.01.1983, Qupperneq 1
DJúÐvnnNN Slíkt kerfi er hvorki sanngjarnt né skynsamlegt, sagði Garðar Sigurðsson, alþingismaður um núverandi niðurgreiðslukerfi á olíu tii fiskiskipa. Sjá 13 janúar 1983 þriðjudagur 48. árgangur 19. tölublað Björgunarmenn að störfum á Patreksfirði. Náttúruhamfarirnar á Patreksfirði 4 létust og 19 hús skemmdust Ótrúleg mildi að fleiri létu ekki lífið Tvö geysiöflug snjóflóð féllu yfir Patreksfjörð s.l. laugardag og urðu fjórum mönnum þar að fjörtjóni. 19 hús skemmdust mikið þar af eru þrjú talin gjörónýt. Mikið eignatjón varð að öðru leyti, m.a. eru 10-15 bifreiðar taldar ónýtar, fjárhús eyðiiögðust svo og skúrar sem urðu á leið flóðanna. Aur- og krapaflóðin féllu yfir bæinn niður á Geirseyri, hið fyrra um kl. 15.40 úr Brellum og hið síðara um tveimur tímum síðar úr Litladal. Þeir sem létust í flóðunum hétu: Valgerður Jónsdóttir 77 ára, Marteinn Ólafur Pétursson 41 árs, Sigurbjörg Sigurðardóttir 58 ára og Sigrún Guðbrandsdóttir 6 ára. Um 10 manns aðrir lentu með einum eða öðrum hætti í flóðun- Orsakir snjóflóðanna á Patreksfirði: um og eru nokkrir slasaðir, þó ekki lífshættulega. Hrein mildi var þó að fleiri létu ekki lífið. Strax eftir að flóðin féllu hófust allir vinnufærir menn á Patreksfirði handa um að bjarga fólki úr elgn- um og komu fljótlega á vettvang björgunarsveitarmenn frá Tálknafirði og úr Reykjavík. Sjatnaði vatnið fljótlega í krapanum og gerði það björgunarmönnum mjög erfitt um vik þar sem flóðið harðnaði við það og varð eins og steypa. Húsin Aðalstræti 79, 79a og 101 eyðilögðust algerlega en 6 önnur íbúðarhús skemmdust verulega. Unnið var áfram að björgun verðmæta. -v. Sjá ennfremur 5, 6 og 7. Guðjón Friðriksson blaðamaður og Einar Karlsson Ijósmyndari fóru til Patreksfjarðar skömmu eftir að snjófióðin féllu þar. Miklll snjór og rigningar segir Hafliði Jónsson veðurfræðingur „Forsendna snjóflóðanna á Patreksfirði og þeirra snjóflóða sem fallið hafa á Vestfjörðum að undanförnu er að leita í þeirri gíf- urlegu snjósöfnun sem átt hefur sér stað í byrjun þessa árs og reyndar allt frá jólum. Að þessum forsendum gefnum, geta svo ýmis veðrabrigði komið snjóflóðunum af stað. Það sem gerðist á Pat- reksfirði er það, að með rigningu veikjast stoðir þeirra skriðilata sem þegar hafa myndast. Rign- ingin og vatnsstraumurinn eykur svo þrýstinginn á snjóbreiðuna sem fer af stað. Vatnið grefur rákir í snjóbreiðuna þannig að ekki einasta fer snjórinn af stað, heldur ryðst aur og leðja með flóðinu. Snjóflóð geta verið af ýmsum gerðum. Þannig var snjó- flóðið á Neskaupstað 1974 með nokkuð öðrum hætti. Lagskipt- ingin í snjóhreiðunni þar þoldi ákveðinn massa af snjó og þar sem sífellt kyngdi niður brustu stoðirnar og flekahlaup fóru af stað,“ sagði Hafliði Jónsson veðurfræðingur, en hann fylgist með snjóflóðahættu á landinu öllu fyrir hönd Veðurstofunnar. „Þegar ég kom til vinnu á laugardaginn og fór aö athuga veðurkortið varð mér strax ljóst að snjóflóðahætta var á Vest- fjörðum vegna mikilla rigninga. Ég tilkynnti því Almannavörnum ríkisins um hættuna og þeir komu síðan boðunum áfram á hina ýmsu staði. Við getum ekki stungið út ákveðin svæði mjög nákvæmlega, en leggjum áherslu á að á hverjum stað séu gerðar staðbundnari athuganir. Eg get bætt því við að frá mér bárust einnig skilaboð um samsvarandi hættu á Siglufirði," sagði Hafliði. Hafliði sagði ennfremur að víða um land þar sem snjóflóða- hætta er alltaf fyrir hendi annað veifið væru menn oft illa í stakk búnir til að gera nákvæmar rann- sóknir á snjóbreiðum, hefðu ekki til þess þartilgerð tæki o.s.frv. Dr þessu þyrfti að ráða bót. Hafliði sagði að af fenginni reynslu á Neskaupstað hefði ver- ið ráðinn þar maður í hálft starf til þess að gera athuganir á snjó- breiðum. Hefði hann öðlast mikla reynslu við þetta starf. Hafliði vildi að lokum ítreka mikilvægi þess að öllum athugun- um um snjóflóð væri haldið vel til haga og að fólk tæki mark á öllum þeim aðvörunum sem bærust vegna snjóflóðahættu. Hann kvaðst álíta að vegna rigninga og votviðris um land allt væri snjó- flóðahætta sem næst úr sögunni hvarvetna á byggðu bóli. -hól. Fjárhagsáætlun Kópavogs er nú til umræðu í bæjarstjórn og hún ber vissulega merki ytri aðstæðna í þjóðfélaginu segir Björn Ólafsson formaður bæjarráðs Kópavogs í viðtali við Þjóðviljann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.