Þjóðviljinn - 15.03.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.03.1983, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 15. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SH>A • Þórdís Gísladóttir setti á laugar- dag nýtt íslandsmet í hástökki kvenna innanhúss, stökk 1,88 metra. Það gerði hún á meistara- móti háskólanna í Michigan í Bandaríkjunum þar sem hún dvel- ur við nám og dugði það til sigurs á mótinu. - FE/VS Met hjá Þórdísi Þrenna Stefáns Víkingar sigruðu KR-inga 4:3 í , æfingaleik í knattspyrnu um helg- ina. Stefán Halldórsson, miðvörður Víkingas, brá sér í sína gömlu stöðu sem framherji og skoraði þrjú markanna, það fjórða sá Jóhann Þorvarðarson um. Þrjú jöfn i Keflavík Laugdælir, Isfirðingar og Breiðablik þurfa að heyja nýja úr- slitakeppni um 1. deildarsætið í körfuknattleik en þessi þrjú lið urðu efst og jöfn í úrslitum 2. deildar í Keflavík um helgina. Fjórða liðið, ÍME, Egilstöðum, tapaði öllum sínum en skartaði þó þeim leikmanni sem mest kom á óvart, hástökkvaranum kunna, Stefáni Friðleifssyni. Fyrst unnu Laugdælir ÍME 98- 72. Þá mættust Breiðablik og ísa- fjörður. Blikar voru yfir allan tímann og sigruðu 79-76. Atli Ara- son 27 og Björn Christensen 22 voru stigahæstir þeirra en Guðjón Þorsteinsson með 29 og Jón Odds- son 21 hjá ísfirðingum. Á laugardag unnu ísfirðingar Laugdæli 79-76 eftir æsispennandi leik. Laugdælir voru yfir mínútu fyrir leikslok en ísfirðingar skoruðu fjögur síðustu stigin. Kristinn Kristjánsson skoraði 23 stig fyrir ísafjörð, Jón 17 og Guðjón 16. Sigurður hástökkvari Matthíasson skoraði 22 stig fyrir Laugdæli, svo og Ellert Magnús- son, og Þorkell Þorkelsson 20. Breiðablik vann ÍME 88-75 eftir að Austfirðingar höfðu haft yfirhönd- ina framan af. Þá sigruðu ísfirðing- ar ÍME 91-70 og loks settu Laugdælir allt í hnút með því að vinna Breiðablik 91-81. -gsm Þorbergur til Eyja Þorbergur Aðalsteinsson, fyrir- liði landsliðsins í handknattleik, verður næsta árið í Vestmanna- eyjum og leikur með Tý eða Þór. Hann ætlar að gefa áfram kost á sér í landsliðið þrátt fyrir flutninginn. Guðmundur „Dadú“Magnússonskorar hjáEUert Vigfússyni Víkingsmark verði í bikarleiknum í gærkvöldi. Mynd: -eik. FH réð ekki við Viggó i síðari hálfleiknum! Bikarleikur var það í orðsins fyllstu merkingu þegar tveir ris- anna í íslenskum handknattleik, Víkingur og FH, mættust í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í Laug- ardalshöllinni í gærkvöldi. Eftir að allt hafði stefnt í sigur FH lengi vel tóku Víkingar heldur betur við sér. Mínútu fyrir leikslok í stöðunni 26- 26 fengu þeir knöttinn eftir klaufa- leg mistök FH-inga. Þeir héldu hon- um og tíu sekúndum fyrir leikslok átti Sigurður Gunnarsson laglega línusendingu á Hilmar Sigurgísla- son sem skoraði, 27-26, og tíminn sem eftir var reyndist FH-ingum of naumur til að ógna Víkingsmark- inu verulega. Leikurinn var jafn í byrjun en síðari hluta síðari hálfleiks skoruðu FH-ingar fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 7-9 í 12-9. Þeir leiddu síðan 15-11 í leikhléi. Vík- ingar voru afar slakir í fyrri hálf- leik, sóknarleikurinn var einhæfur og FH-vörnin átti ekki í erfiðleik- um með að stöðva ráðlausa sóknar- menn íslandsmeistaranna. Það sama var uppi á teningunum fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks. Staðan var orðin 20-15, FH í hag, en þá fór dæmið að snúast við. Hringt frá Islandi og Viðar út í kuldann! Eins og menn muna, lék Viðar Vignisson landsliðsmaður í körfu- knattleik, sem í vetur stundar nám í Bandaríkjunum, nokkra leiki með Keflvíkingum í úrvals- deildinni meðan hann var staddur hér heima í fríí eftir áramótin. Andstæðingar Keflvíkinga kærðu þar sem hann léki með úrvalsliði síns skóla þar ytra. Úrskurðurinn varð hins vegar sá að væri Viðar einhvers staðar ólöglcgur, væri það með skólaliðinu. Viðar hefur ekki fengið mörg tækifæri með skólaliðinu en fyrir skömmu leit út fyrir að stundin væri runnin upp. Vegna brottfarar tveggja sterkra leikmanna virtist röðin komin að Keflvíkingnum unga. Af því varð ekki, þjálfari liðsins fékk upphringingu frá ís- landi þar sem honum var tilkynnt, að Viðar væri ólöglegur með skóla-| liðinu vegna leikja sinna með IBK. Þjálfarinn vildi enga áhættu taka - Viðar var kominn útí kuldann á ný! Vonbrigðin að sjálfsögðu mikil og í Keflavík sýður á mörgum vegna þessa tiltækis. - VS Hafnfirðingar gerðust bráðir í sókninni og töpuðu knettinum hvað eftir annað. Undir forystu Viggós Sigurðssonar sem var hreint óstöðvandi söxuðu Víkingar ört á forskotið og jöfnuðu tólf mín- útum fyrir leikslok með marki nýja fyrirliðans, Guðmundar Guðmundssonar. Síðan var jafnt á flestum tölum til leiksloka og end- inum er áður lýst. Leikur Víkinga var eins og svart og hvítt. Síðustu 20 mínúturnar léku þeir mjög vel, einkum Viggó. Sigurður Gunnarsson var nánast einn um að halda uppi merki liðsins í fyrri hálfleik en í þeim síðari voru Viggó og Ellert Vigfússon mark- vörður í aðalhlutverkum. Vörnin tók sig verulega á eftir því sem á leið og þar voru bestir þeir Hilmar og Páll Björgvinsson, sem setti nýtt leikjamet hjá Víkingi í gærkvöldi, lék sinn 404. leik með meistara- flokki. Þorbergur Aðalsteinsson og Kristján Sigmundsson léku ekki með, voru á.fundi, en fjarvera þeirra kom ekki að sök að þessu sinni. Viggó skoraði 10 mörk, 8 þeirra í síðari hálfleik. Sigurður gerði 9, Hilmar 2, Ólafur Jónsson 2, Steinar Birgisson 2, Guðmundur og Páll eitt hvor. Með hraða sínum og krafti virt- ust FH-ingar hafa öll ráð Víkinga í hendi sér lengi vel. Þeim tókst ekki að halda haus þegar á móti blés, enginn gat tekið frumkvæðið þegar Kristján Arason var tekinn föstum jtökum. Kristján var yfirburða- maður í liðinu og Pálmi Jónsson átti virkilega góðan síðari hálfleik. Þorgils Óttar lék ekki með vegna meiðsla. Sverrir Kristinsson átti mjög góða kafla í markinu og þegar hann varði frá Guðmundi í hraðaupphlaupi tæpum tveimur mínútum fyrir leikslok þegar FH ' var yfir 26-25 hefði mátt halda að I hann hefði þar með unnið leikinn endanlega fýrir FH. Víkingar voru á öðru máh. Kristján skoraði 13 mörk, 6 víti, Pálmi 4, Guðmundur M. 3, Guðjón Á og Hans 2 hvor, Sveinn og Valgarður eitt hvor. Dómgæsla Grétars Vilmundar- sonar og Ævars Sigurðssonar var langt frá því að vera gallalaus en þeir voru ákveðnir og höfðu mjög góð tök á erfiðum leik. -VS Oruggt hjá KR Á eftir Víkingum og FH áttust við KR og Ármann í bikarkeppn- inni. Þar voru bikarmeistararnir að leika við botnlið 2. deildar og sigur KR varafaröruggur, 31-21. Staðan í hálfleik var 20-11, KR í vil. KR þurfti ekki að leika á fullu og t.d. var Alfreð Gíslason hvfldur al- gerlega. Ekki búinn að ná sér eftir kalda hóteldvöl í Hollandi. Stefán Halldórsson skoraði 10 marka KR, Gunnar Gíslason 7 og Ragnar Her- mannsson 4. Bragi Sigurðsson og Haukur Haraldsson skoruðu 5 mörk hvor fyrir Ármann, Jón Við- ar „poppskríbent“ Sigurðsson þrjú. - B/VS Missti niður forystuna ensigraði í bráðabana Mike Nicolett vann sinn fyrsta sigur í „Bandaríkjaferðinni", golf- keppni atvinnumanna, á Bay Hill Classic mótinu í Florida um helg- ina. Sigur hans var þó mjög naumur, eftir að hafa haft góða for- ystu lengst af missti hann hana nið- ur og þurfti að leika „bráðabana" við sjálfan meistarann í slíkum viðureignum, Greg Norman, en báðir léku á 283 höggum. Nicolett sló þar frábært upphafshögg og lagði Norman á fyrstu holu. D.Á.Weibring og Bill Rogers höfnuðu í 3.-4. sæti, léku á 286 höggum hvor. Fjórir kunnir kapp- ar komu næstir með 287 högg, Se- verino Ballesteros, Jack Nicklaus, Hale Irwin og Gil Morgan. -VS, Manch. Utd- Arsenal í undanúrslitunum! Úrslitaleikur ensku bikarkeppn- innar í knattspyrnu á Wembley-leikvanginum í London I maí næstkomandi verður ekki á milli Manchester United og Arsenal eins og margir knattspyrnuunn- endur voru að vonast eftir. Þessi lið drógust saman í undanúrslitin í gær og leika þau á Villa Park í Birming- ham þann 16. aprfl. Brighton, Sheffield Wednesday eða Burnley kemst í úrslit. Þau tvö síðamefndu, sem bæði leika í 2. deild, mætast öðru sinni í kvöld í 8-liða úrslitunum og sigurvegarinn mætir Brighton, einu botnliða 1.- deildar, á Highbury í London 16. apríl. Aberdeen-Celtic í Skotlandi var einnig dregið til undanúrslita og þar lentu saman efstu lið úrvalsdeildarinnar, Aber- deen og Celtic. Hinn leikurinn verður á milli Rangers og St.Mirr- en en báðir fara fram 16. aprfl, sá fyrmefndi á Hampden Park en sá síðarnefndi á Parkhead, heimavelli Celtic. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.