Þjóðviljinn - 18.03.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.03.1983, Blaðsíða 1
1*0 lö mars 1983 föstudágur 61. tölublað. 48. árgangur Yfirvinmi- bann í Straumsvík Verkamannafélagið Hiíf hefur ákveðið að boða yfirvinnubann í álverinu í Straumsvík frá og með 20. þessa mánaðar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi trúnaðar- manna með verkamönnum í álver- inu þann 9. mars sl. Ástæðan fyrir þessum aðgerðum er fyrirhuguð fækkun á starfs- mönnum, sem að sögn Sigurðar T. Sigurðssonar starfsmanns í álver- inu beinist einkum að verka- mönnum. Þetta gerist samhliða því, að unnin er gegndarlaus yfirvinna og fer vaxandi. Að sögn Sigurðar er unnið það mikið, að ekki vinnst tími til að sinna eðlilegum þrifum í verk- smiðjunni, og er ástandið í skálun- um verra nú en þegar kerin voru óyfirbyggð. eng. Bandaríkjastjórn hætti stuðningi við ógnarstjórnina í El Salvador: Þögul mótmælastaða við bandaríska sendiráðið, og á myndinni sjást meðal annars Kjartan Jóhannsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Þráinn Hallgrímsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Birna Þórðardóttir. Ljósm. eik. Þögul mótmælastaða við bandaríska sendiráðið Þrátt fyrir kalsaveður var fjölmennt á útifundi í Bak- arabrekkunni í Reykjavík í gær og í hljóðri stund fyrir framan bandaríska sendiráðið þar sem mótmælt var morðinu á Marianellu Garcia-Villas formanni Mann- réttindanefndarinnar í El Salvador. Alþýðuflokkurinn stóð fyrir útifundinum í Bakarabrekkunni og þar minntust Þráinn Hallgrímsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Árni Gunn- arsson og Kjartan Jóhannsson Marianellu Garcia-Villas og sendu ógnar- stjórninni í El Salvador og Bandaríkjastjórn kaldar kveðjur. Fundarstjóri var Kristín Guðmundsdóttir. Að loknum útifundi gengur fundarmenn til bandaríska sendiráðsins þar sem afhent var harðorð mótmælaorðsending frá fundinum og þess krafist að Bandaríkjastjórn hætti tafarlaust öllum hernaðarstuðningi við stjórn- ina í El Salvador og mannréttindabrot hennar. Alþýðubandalagið efndi til mótmælastöðu við sendiráðið og bað Ólafur Ragnar Grímsson viðstadda að mótmæla stuðningi Bandaríkjastjórnar við ógnarstjórnina í El Salva- dor, og minnast Marianellu Garcia-Villas í þögn, sem skyldi verða tákn- ræn fyrir þá heitstrengingu að bregðast ekki þeim málstað sem hún barðist fyrir. -óg. El Salvador nefndin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðsins á Marianellu Garcia- Villas. Sjá 5 MÚÐVIUINN Verðmerkingum í verslunum víða ábótavant. Sagt frá nýrri könnun Neytendasam.íak- anna. Sjá 13 Gunnar Thoroddsen 1 framboð? Skýrist um helglna „Við eigum von á viðbrögðum frá Gunnari núna uppúr helginni, hvort hann afræður að bjóða fram eða ekki. Við erum að safna saman undirskriftalistunum og ætlum að afhenda honum þá á morgun (fimmtudag). Undirtektir fóru fram úr því sem við væntum, hljóm- grunnurinn fyrir framboði Gunnars er mjög góður“, sagði Benedikt Bogason verkfræðingur í samtali við Þjóðviljann í gær. „Þetta er einhver pirringur. Það eitthvað, annars væru þeir ekki að hlýtur að vera að þeir óttist fórna plássi á heilagasta staðnum í Mogganum á okkur“, sagði Bene- dikt aðspurður um túlkun á leiðarabút í Morgunblaðinu í gær þar sem veist er að undirskrifta- söfnurum og stuðningsmönnum Gunnars Thoroddsen. „Mér finnst felast í þessum leiðaraskrifum viðurkenning á því að þarna sé einhver hópur á ferð- inni sem er pínulítið meira en ekki neitt og hafi eitthvað að segja, og mér þykir vænt um það“. “•g- Reykjavíkurborg hefur fest kaup á stærstum hluta Viðeyjarfyrir28 miljónir. Morði Marianellu mótmælt á útifundi Raf orkuverðið: Þriðiungur er ísal-skattur Ef raforkuverð til álversins í Straumsvík væri tvöfaldað, eins og gert er ráð fyrir í því frumvarpi * sem þingmenn Alþýðubandalags- ins lögðu fram, gæti Landsvirkjun lækkað verð til almenningsveitna um allt að 40% (eða sleppt hækk- unum sem því nemur). Ef þessi lækkun yrði sett jafnt á alla taxta t.d. hjá Rafmagnsveitum ríkisins gætu þær lækkað rafmagns- taxta sína um ca. 20%. Ef öll lækkunin væri látin ganga út í húshitunartaxtana, sem eru um 57% af heildarraforkusölu Rarik, væri hægt að lækka þá um ca. 35%. Ef raforkuverð til ísal væri þre- faldað væri hægt að lækka húshit- unartaxtana hjá Rarik um liðlega helming, ef hækkunin væri látin öll á þessa taxta. Þetta er ísal skatt- urinn. fbúar í Búðardal greiða kr. 2,43 á kwst. fyrir sitt almenna heimilis- notkunarrafmagn. Álverið í Straumsvík greiðir 13 aura á kwst. Talið er sanngjarnt að rafmagn til álversins verði þrefaldað. Það myndi þýða að Landsvirkjun gæti lækkað verð til almenningsveitna um allt að 60%, sem aftur þýðir um 30% lækkun til neytenda. ísal-skattur þeirra í Búðardal er þannig um 80 aurar á kwst. eng. Sjá 20

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.