Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Fimmtudagur Ú. júlí 1983 ÞJÓÐViLÍÍnN - SÍÐA1*-"
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
LeikÍBVog
KR f restað
Fresta varð leik KR-inga og
Eyjamanna í 8-liða úrslitum
bikarkeppni KSÍ i gærkvöldi.
Leikurinn átti að fara f'ram á
Laugardalsvellinum, en þar
sem ekki gaf til flugs urðu
Eyjamenn að sitja heima. l'cir
þurfa þó ekki að bíða lengi,
því leikurinn fer fram i kvöld,
el' vcðurguöirnir lofa, og hefst
hann W. 19.30.
Þrír leikir
í 1. deild
kvenha
Þrir leikir fara fram í 1.
deild kvenna í íslandsmótinu í
knattspyrnu. Úrslitin S kvöid
munu að öllum iíkindum ráða
því hvort eitthvert lið fær
stöðvað lið Breiðabliks á leið
til sigurs i deildinni.
Á Kópavogsvelli mæta
Blikastúlkurnar Val og hefst
leikurinn kl'. 20. Á sama tíma
hefjast tveir leikir. Á
Garðsvelli leika Víðir Garði,
og ÍA og á Víkingsvelli leika
Víkingar og KR.    ,
Þá fer fram einn leikur í 2.
deild kvenna. Fylkir og FH
leiká í A-riðli deildarinnar og
fer leikurinn fram á Árbæjar-
velli.
ísland á
fimm þátt-
takendur
Fimm íslenskir borðtcnnis-
menn taka þátt í Evrópumóti
unglinga í borðtennis sem
hefst á morgun 1 Malmö í Svi-
þjóð. Þar af eru þrír piltar og
þrjár slúlkur. íslcnsku kepp-
endurnir eru Arna Kjærne-
sted, María Hrafnsdóttir,
Bergur Konráðsson, Sigur-
björn Bragason og Trausli
Kristjánsson.
Þjóðirnar ríáfa verið dregn-
ar i riðla og keppa íslendingar
við eftirtaldar þjóðir, í
stúlknafiokki: England, V-
Þýskaland, Luxemborg og
Frakkland. Og drengirnir
(þeir lentu í mjög sterkum
riðli) við: Svíþjóð, Danmörk,
Skotland og Svtss.
Landskeppnín fer fram
dagana 22/7 - 26/7, og að
loknu eins dags fríi hefst ein-
staklingskeppni, en þar er
keppt í einliðaleik, tvfliðaleik
og tvenndarkeppni. Þar mun
Arna keppá við Heckwolf frá
V-Þýskalandi, María situr hjá
í fyrstu umferð. Sigurbjörn
keppir við Sgouropoulos frá
Grikklandi, Bergur situr hjá í
fyrstu umferð. Trausti mun
ekki taka þátt í einstaklings-
keppni þar sem hann mun
sameinast hópi frá Æsku-
lýðsráði Reykjavíkur, sem er
áförum til Gautaborgar. í tví-
liðaleik keppa þær Arna og
María við Krauskopf og Lang
frá Austurríki, og Bergur og
Sigurbjörn við þá Manneschi
og Borgetto frá ítalfu. í
tvenndarkeppni keppa Berg-
ur og Arna við Madesís og
Zerdila frá Grikklandi og
Maria og Sigurbjörn við þau
Hovden og Rasmussen frá
Noregi. Auk unglinganna fara
þeir BjÖrgvin Hólm Jóhann-
esson landsliðsþjálfari og
Gunnar Jóhannsson sem far-
arstjóri, en hann mun jafn-
framt sitja þing Evrópusam-
bandsins.
Nokkur harka var í leik Blika og VÍkinga í gærkvöldi. Hér kýta þeir Vignir
Baldursson og Heimir Karlsson, en Benedikt Guðmundsson reynir að
stilla til friðar.
Guðmundur Ásgeirsson hafði fremur lítið að gera í marki Breiðabliks í
leiknum í gærkvöldi. Hér slær hann frá marki eftir eina af fáum sóknarlot-
um Víkinga.
Breiðablik í undanúrslit í Bikarkeppni KSI eftir 1:0 sigur yfir Víkingum:
Gula sp jaldinu
óspart veifað
Heldur virðist vera að draga á
milli bestu og lökustu 1. deildar-
liðanna a.m.k., ef marka má úrslit
leikja í 8-liða úrslitum bikarkeppni
KSI í gærkvöldi. íslandsmeistarar
Víkings sem hafa verið gjörsamlega
heillum horfnir í allt sumar máttu
enn þola tap, nú fyrir létt leikandi
og skemmtilegum Blikum. Leikur
liðanna fór fram við varhuga-
verðar aðstæður á Kópavogsvelli,
rennblautan völl. Brciðablik
skoraði eitt mark, án þess að Vflc-
ingar gætu svarað fyrir sig, og ef
eitthvað var, þá voru Blikar nær
því að bæta öðru eða þriðja mark-
inu heldur en hitt. Mcð sigrinum í
gærkvöldi halda Breiðabliksmenn
sér í sigurmöguleikum í tveim
stærstu    knattspyrnumótum,    1.
deildin er þeim galopin til meiri-
háttar afreka.
Nokkur harka setti svip sinn á
leikinn í gærkvöldi. Virtist sem
leikmenn væru hálfhræddir við að
reyna meiriháttar kúnstir. Barist
var um hvern einasta bolta, og lítið
um skemmtileg tilþrif. Það sem
sást kom frá Breiðabliki og strax á
3. mínútu leiksins áttu þeir tækifæri
til að komast yfir er Hákon Gunn-
arsson komst í gegnum vörn Vík-
inga og þrumaði á markið, en Ög-
mundur Kristinsson varði frábær-
lega vel. Blikar áttu nokkur hættu-
leg upphlaup sem flest strönduðu á
Ögmundi í marki Víkings sem var
langbesti maður fslandsmeistar-
anna. Hann varði laust skot Sig-
urðar Grétarssonar á 34. mínútu
sem hitti boltann illa í þröngri
stöðu skammt frá marki. Stuttu
síðar varði Ögmundur meistara-
lega frá Sigurjóni Kristjánssyni og
merkileg mínúta sigldi í kjölfarið er
þrír Blikar, Benedikt Guðmunds-
son, Sigurður Grétarson og Vignir
Baldursson fengu allir að sjá gula
spjaldið. Virtst dómarinn, Þor-
varður Björnsson taka mun harðar
á öllum brotum Breiðabliks-
manna, en sjá í gegnum fingur sér
ef Víkingar voru á ferð, jafnvel þó
svo þeir gerðu sig seka um grófan
leik, eins og t.d. Heimir Karlsson.
Aðeins var lokið um fimm mín-
útum er Sigurður Grétarsson
skoraði eina mark leiksins af miklu
harðfylgi. Hann fékk góða send-
ingu inn í vítateiginn, gaf sér tíma
og þrumaði í vinstra markhornið.
Ögmundur varði frábærlega, en
boltinn fór í stöngina og út, og Sig-
urður var kominn aftur eins og
eldibrandur og stangaði í netið.
Var laglega að þessu marki staðið
hjá Sigurði sem sýndi mikla útsjón-
arsemi í þröngri stöðu.
Blikar gáfu ekkert eftir þrátt
fyrir markið og sköpuðu sér oft góð
færi. Trausti komst í gegn, en skot
hans geigaði, og þegar stutt var til
leiksloka komst Sigurjón aleinn
innfyrir vörn Víkinga, sem höfðu
hætt sér of framarlega. Hann nýtti
færi illa og úr varð markspyrna.
Víkingar á hinn bóginn náðu aldrei
að skapa sér almennileg færi. Við
þær aðstæður sem voru á vellinum
hefðu langskot átt vel við, en eng-
inn virtist hafa uppburði í sér til að
reyna slíkt. í síðari hálfleik fékk
Magnús Þorvaldsson gult spjald.
Blikar leika léttarl og skemmti-
legan bolta um þessar mundir. Sig-
urður Grétarsson er stórhættu-
legur leikmaður sem gæti reynst
Blikum dýrmætur í hinni hörðu
keppni í deildinni.
Hjá Víkingum var Ögmundur
langbestur. Sóknarleikur liðsins
virðist í molum um þessar mundir.
Lagist það atriði ekki, getur barátt-
an um fallið, sem sjáanlega er
framundan, orðið erfið.
Sveinbjörn á
skotskónum
Skagamenn áfram eftir sigur á
ÍBK í bikarkeppninni í gærkvöld
Skagamenn halda áfram í bikar-
keppni KSÍ eftir að hafa unnið ÍBK
í hörðum og spennandi leik í Kefla-
vík í gærkvöldi. Skoruðu Skaga-
menn þrjú mörk gegn einu marki
Keflvíkinga.
Gífurleg barátta var í leiknum í
gærkvöldi og gnótt marktækifæra.
Keflvíkingar skoruðu þegar í byrj-
un leiks. Það var Björgvin Björg-
vinsson sem skoraði, en á 31. mín-
útu leiksins jafnaði Sigurður Lár-
usson fyrir Skagamenn. í síðari
hálfleik tóku Skagamenn öll völd í
leiknum og bættu við tveim mörk-
um. Það var Sveinbjörn Hákonar-
son sem var þar að verki í bæði
skiptin.
Sigurður Lárússon: jafnaði leikinn
fyrir  Skagamenn   á  30.   mínútu
Calvin Smith
á 10,20 sek.
Bandaríski sprctthlauparinn
Cahiti Smith sigraði öruggiega í
100 metra hlaupi á mtklu frjálsí-
þróttamóti sem frant fór í Luxcni-
burg f gær. Calvin var þó fjarri
sínu bcsta, því hann Itljóp 100
metrana á „aðcins" 10,20 sck. í 2.
sæt i varð landi hans, Ron Browne
á 10,67 sek. í 3. sætí varð breski
hlaupagikkurinn Alan Wells scm
hljóp á> 10,69 sek. Aðstæður til
hlaupsins voru góðar ea þð dugði
það ekki Itlaupurtiiuun til að ná
betri árangri, en stutt er síðan
Smíth hljóp 100 ittet rana undir 10
sekúndum.
í hástökkskeppninnt bar það
helst til ttðinda að v-þýski há-
stökkvarinn Dietmer Rogenburg
stökk 2,30 metra sem dugði hon-
u,m til sigurs. Þetta er sama hæð
og Þjóðverjinn stökk á Evrópu-
meistaramótinu í Aþenu fyrir
skömmu ogidugði það honum til
sigurs.
Einna mesta athygli vakti
bandaríska frjálsíþróttakonan
Carol Lewis, en hún er systir þess
frábæra frjáísíþróttamanns, Carl
Lewis sem á góða möguleika á
sigri í fjórum greihum á heims-
meistaramótinu í Helsinki í næsta
mánuði. Carol var nálægt því að
stökkya 7 metra, hun flaug 6,97
metra.
Þá sigraði Svisslendingurinn
Peter Wirz í mfluhlaupi, hann
hljóp mfluria á 3:57,74 mín. í 2.
sæti varð Mike Boit Kenýa á
3:57,84 mín. og þriðji varð Marc
Stevens frá Belgiu á 3:57,98 mín.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16