Þjóðviljinn - 09.08.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.08.1983, Blaðsíða 1
Hvað er gert við þá sem klúðra slíkum dauðafærum? Spyrjið Magnús Jónatansson, þjálfara 1. deildarliðs Breiðabliks í, knattspyrnu, en einn hansj manna, Sævar Geir Gunnleifs- J son, fékk þetta tækifæri til að skora í leiknum gegn KR á fösÞ udagskvöldið. Stefán Jóhanns- son, markvörður KR, virðist bjargarlaus en samt sem áður tókst honum að góma knöttinn og forðast mark. KR vann leik- inn 1-0 og ersagtfráhonumog öðrum leikjum í 1. deild um helgina á næstu síðum. Mynd: -eik. FH gegn ÍBV í kvöld Það vcrður án efa harf barist á Kaplakrikaveili í Hafnarfírði í kvöld því þar mætast FH og ÍBV í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ. Leikurinn hefst kl. 19. FH er eitt liða utan 1. deildar sem eftir er í keppninni og til mikils er að vinna, sigurvegarinn rnætir annað hvort ÍA eða Breiðabliki í úrslitum kcppninnar. Nokkrir leikir eru á dagskrá í 2. og 3. deild í kvöld, allt eftirlegu- kindur sem áður hefur verið hætt ■'við. Einherji og Fram mætast á Vopnafirði í 2. deild og í 3. deild eigast við Snæfell-Skallagrímur í Stykkishólmi og Magni-Valur á Grenivík. Hópferð til Hollands: Fjögur stórlið mætast Um næstu helgi fer fram í Hol- landi æfíngamót fjögurra stórliða í evrópskri knattspyrnu. Hollensku félögin frægu, Ajax og Feyenoord, skipa tvö sætanna, en hin verða Manchester United frá Englandi og ítölsku meistararnir, AS Roma. Það sem þykir kannski einna bitastæðast í þessu er möguleikinn á viðureign Ajax og Feyenoord en það myndi þýða Johan Cruyff gegn Ajax. Hinn einstaki Cruyff, nú 35 ára gamall, yfirgaf nefnilega Ajax í sumar og gekk yfir í raðir erki- fjendanna, Feyenoord. Á föstudag mætast Feyenoord— Manchester United og Ajax- Roma. Á sunnudaginn fara svo fram úrslitaleikirnir, tapliðin berj- ast um 3. sætið og síðan sigurliðin frá föstudeginum um efsta sætið. Samvinnuferðir/Landsýn hafa á- kveðið að gefa knattspyrnu- mönnum hérlendis kost á að fara utan og fylgjast með keppninni, dvelja þar dagana 12. —16. ágúst, og mun ferðin ásamt gistingu með morgunverði og miðum á leikina kosta samtals kr. 12.500 á mann. -VS Þriðjudagur 9. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Umsjón: Víöir Sigurösson Heimsleikarnir í frjálsum íþróttum: Lewis er fljótastur Banks bað áhorfendur að hvetja andstæðinginnl i Bandaríkjamaðurinn Carl Lewis sýndi og sannaði í gær að hann er fremsti spretthlaupari heims þegar hann sigraði glæsilega í 100 m hlaupi karla á heimsleikunum í frjálsum íþróttum í Helsinki. Hann sigraði örugglega, hlaut tímann 10,07 sekúndur, heimsmethafinn Calvin Smith varð annar á 10,21 og þriðji Bandaríkjamaðurinn, Em- mitt King, hirti bronsverðlaunin, hljóp á 10,24 sekúndum. Næstur þeim kom Alan Welsh frá Bretlandi á 10,27 sekúndum. Lewis fékk fljúgandi start, hlaupararnir byrjuðu á að „þjóf- starta" tvisvar, King virtist ætla að veita honum keppni framan af en réð síðan ekki við hinn 22 ára blökkumann sem ætlar sér þrenn gullverðlaun á leikunum með því að sigra einnig í langstökki og í 4x100 m boðhlaupi með banda- rísku sveitinni. Heimsmethafinn í 100 m hlaupi kvenna, Evelyn Ashford frá Bandaríkjunum, þótti mjög sig- urstrangleg fyrir úrslitahlaupið í gær. Hún byrjaði líka vel, en skyndilega greip hún um annað lærið og féll. Hún var borin af leikvanginum, illa tognuð á vöðva. Marlies Göhr frá Austur-Þýska- landi nýtti sér þetta, varð heimsmeistari eftir gífurlega keppni við löndu sína, Maritu Koch. Göhr fékk tímann 10,97 sek- úndur en Koch 11,02. Þriðja varð svo Diana Williams á 11,06 sek. Þriðja greinin sem kláraðist í gær var þrístökkið. Þar var hörku- spennandi keppni, og, að sögn fréttamanns BBC, ein sú besta sem farið hefur fram. Bandaríkjamað- urinn Willie Banks tók snemma forystuna með 17,18 metra stökki og hélt henni fram ífimmtu og næst síðustu umferð. Þá sveif Pólverjinn Zdzislaw Hoffman 17,35 metra. Banks náði ekki að bæta sig í síð- asta stökkinu og sýndi síðan í- þróttamannslega framkomu þegar hann bað áhorfendur að hvetja Hoffman í lokastökkinu. Með þeim góða stuðningi sveif sá pólski 17,42 metra og innsiglaði sigurinn. Ragnar ellefu högg- um á undan næsta! Ragnar Ólafsson, GR, sigraði með miklum yfírburðum á Jo- hnny Walker golfmótinu sem fram fór á Nesvellinum um helg- ina. Ragnar lék á heilum ellefu höggum færra en næsti maður og fékk fyrir vikið vöruúttekt að upphæð kr. 8.000. Ragnar lék 54 holur á 213 höggum. Sveinn Sigurbergsson, GK, kom næstur á 224 og þeir Páll Ketilsson, GS, Jón H. Guð- laugsson NK, og Sigurður Pét- ursson, GR, léku á 226 höggum hver. Ragnar Ólafsson tekur við sig- urlaununum úr hendi Guðrún- ar Arnadóttur frá Vang hf. Nígeríumaöurinn Ajayi Agbebaku náði þriðja sætinu í lokaumferð- inni, stökk þá 17,18 metra. Oddur Sigurðsson hljóp í gær í milliriðli í 400 m hlaupi karla og mátti sætta sig við neðsta sætið. Hann fékk tímann 48,09 sekúndur. var því nokkuð frá sínu besta og er úr leik. Vestur-Þjóðverjinn kunnf, Hans-Peter Ferner, náði í gær best- um tíma í milliriðli í 800 m hlaupi karla, hljóp á 1:45,24 mín, og þykir sigurstranglegur. Þar er Alberto Juantorena frá Kúbu fjarri góðu gamni eftir meiðslin sem hann hlaut á sunnudag. -VS Ísland-Færeyjar 6-0: Léttur sigur á blautu grasi Færeyingar áttu ekki erindi sem erfíði þcgar þeir mættu íslcnska landsliðinu í knattspyrnulandslcik á blautum grasvellinum í Njarðvík í gærkvöldi. Þeir réðu aldrei við aðstæðurnar né íslenska liðið sem sýndi allt það sem augað gladdi í leiknum og vann létt, 6-0. Gunnar Gíslason opnaði leikinn á 21. mínútu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu en Per Ström, mark- vörður Færeyinga, var þó nálægt því að verja. Á 36. mínútu náði svo Óli Þór Magnsuson botanum af varnarmanni, lék á tvo aðra og skoraði með góðu skoti. Nokkur harka færðist í leikinn eftir þetta, og ekki bættu aðstæður úr skák en þær buðu heim hættulegum sam- stuðum. Þriðja markið kom á fimmtu mínútu siðari hálfleiks, Ragnar Margeirsson komst á auðan sjó í vítateig Færeyinga og skoraði ör- ugglega. Fjórum mínútum síðar komst Ragnar að endamörkum og renndi boltanum út, Óli Þór stökk yfir hann og Sæbjörn Guðmunds- son skoraði með óverjandi þrumu- skoti, efst í markhornið, 4-0. Sex mínútur enn, Sæbjörn lék á tvo og gaf á Óla Þór sem renndi sér frarn- hjá varnarmönnum og mark- manni, 5-0. Loks 73. rnínúta, Óm- ar Torfason, nýkominn inná sent varamaður, þrumaði í. stöng, Sæ- björn kom aðvífandi og bætti við sínu öðru marki og sjötta marki ís- lands. Færeyingar komu meira inní leikinn síðasta korterið en náðu aldrei að skapa sér tækifæri. ísland fékk síðan möguleika á sjöunda markinu á 86. mínútu, Helgi Bentsson fiskaði vítaspyrnu og tók hana sjálfur en skaut vel framhjá. Hjá íslenska liöinu áttu flestir góðan leik og oft sáust skemmtileg tilþrif. Þórður Marelsson og Sæ- Wörn voru bestir en þeir Helgi, Ómar, Aðalsteinn Aðalsteinsson og Þorgrímur Þráinsson sýndu allir góða takta. Kari Reyniheint frá HB átti best- an ieik Færeyinga en aðrir voru daufir, enda öllu vanari harðri möl en blautu grasi. Þorvarður Björnsson dæmdi og hefði mátta taka strangar á brotum þegar harka færðist í leikinn. Hann þefði kannski orðið skeinmtilegri fyrir vikið. -gsm/Keflavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.