Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Miðvikudagur 2. nóvember 1983 ÞJÖÐVÍLjlNN - SÍÐA 5
Bjarnfríður Leósdóttir
um afstöðu miðstjórnar ASI:
Veik rök
Hef ekki tekið ákvörðun um framhaldið
„Eg er að vonum afskaplega óá-
nægð með þessa niðurstöðu og
finnst í raun furðuiegt að mið-
stjórnin hafi ekki látið fyrri niður-
stöðu kosninganna gilda eftir að
viðurkenndir hafa verið allir þeir
vankantar sem á kosningunni
voru", sagði Bjarnfríður Leósdótt-
ir í gær. Á fimmtudag staðfesti
miðstjórn Alþýðusambands ís-
lands þá niðurstöðu lögmanna ASÍ
að ekki væru forsendur til þess að
ógilda kosningu sambandsstjórnar
á þingi Verkamannasambands ís-
lands á dögunum.
Bjarnfríður sagðist rétt vera
búin að fá umsögnina í hendur og
því ekki vera tilbúin til þess að
segja til um hvert framhaldið yrði,
t.d. hvort hún afhenti féíags-
málaráðherra eða lögfræðingi mál-
ið, til þess að slík vinnubrögð verði
ekki aftur viðhöfð.
„Mér finnast þetta afskaplega
veik rök", sagði hún. „í umsögn-
inni er allt það upp talið sem að
var, - ekki var vitað fyrir kosning-
arnar hversu margir atkvæðaseðlar
voru prentaðir og því ekki hægt að
stemma kosninguna af, - manntal
var ekki tekið og því ekki hægt að
stemma ótalda seðlana af með því,
- mistök áttu sér stað við talning-
una, þar sem 22 seðlar uppgötvuð-
ust löngu síðar á botni annars kass-
ans og - skipulag talningarinnar
var ekki nógu gott enda stemmdu
fyrsta og önnur talning engan veg-
inn. Þarna virðist einn fulltrúi fá 26
atkvæði út úr þessum 20 atkvæðum
sem voru gild á botni kassans,"
sagði Bjarnfríður, „og þrátt fyrir
þetta allt leggja menn bara blessun
sína yfir kosninguna. Og rökin eru
þau að ég gerði ekki athugasemd á
þinginu sjálfu."
- Af hverju ekki?
„Það var rétt að maður væri bú-
inn að átta sig á þessu, - ég var
t.a.m. ekki búin að skoða hvernig
atkvæðin féllu í síðari talningunni í
samanburði við þá fyrri. Úrslitin í
síðari talningunni komu ekki fyrr
en á sunnudagsmorgni og ef ég
hefði farið að snúa þinginu upp í
rifrildi og endurkosningu þá hefði
annað tveggja gerst, - menn hefðu
ekki komist heim til sín þann dag-
Bjarnfríður Leósdóttir: Þetta eru
veik rök því leitt er í Ijós að van-
kantarnir á kosningunni voru fjöl-
margir.
inn, því skipið fór klukkan tvö og
ekkert flug var áætlað, eða þá hitt
að kjaramálaályktunin hefði ekki
orðið útrædd. Pegar úrslitin komu
voru menn í miðri umræðu um til-
lögu Karls Steinars um flugstöðina
og mér var afskaplega mikið í mun.
að koma í veg fyrir samþykkt henn-
ar.
Aðstæður allar mæltu gegn því
að krefjast endurkosningar á þeirri
stundu, en hins vegar hefði ég get-
að lýst því yfir að ég tæki niðurstöð-
unni  með fyrirvara, það sá ég
eftirá."                    :¥
- AI
Hjörleifur
Guttormsson:
Sjáum við
norrænt
sjónvarp á
næstunni?
Lögð hefur verið fram á al-
þingi fyrirspurn frá Hjörleifi
Guttormssyni             til
menntamálaráðherra um norr-
ænt sjónvarpssamstarf. Spyr
Hjörleifur m.a. um eftirfar-
andi:
1. Hafa íslensk stjórnvöld tekið
afstöðu til hugmynda um að-
ild að Telexþætti Nordsat-
kerfisins eða til tilboðs Norð-
manna um afnot af Eutelsat-
sendingum (ECS) til bráða-
birgða?
2. Hvernig er háttað aðild ís-
lenskra stjórnvalda að þeiin
athugunum sem nú fara fram
milli Norðurlandanna varð-
andi sjónvarpssamstarf?
3. Hvenær gæti þurft að taka
skuldbindandi afstöðu um
aðild að norrænu sjónvarps-
samstarfi og á hvaða stigi
yrði málið lagt fyrir Alþingi?
Fyrirspurn
um olíu-
styrkinn
Lögð hefur verið fram fyrir-
spurn til viðskiptaráðherra frá
Hjörleifi Guttormssyni um
olíustyrki og innlenda orku í
stað olíu til húshitunar. Hjör-
leifur óskar eftir skriflegu svari
við eftirfarandi:
1. Hvererfjöldiþeirranotenda
sem fá greidda olíustyrki:
a) sundurliðað eftir lands-
hlutum?.
b) sundurliðað        eftir
sveitarfélögum?
2. Hversu margir þessara olíun-
otenda gætu nú þegar fengið
tengingu við orkuveitur, sbr.
6. gr. laga nr. 53/1980, um
jöfnun og lækkun hitak-
ostnaðar?
3. Hversu margir gætu fyrst
fengið slíka tengingu á næsta
ári eða síðar?         - óg
Nesskip bætir flotann
Nesskip h/f hefur nýlega fest
kaup á þýska skipinu „Estebogen"
og verður það afhent félaginu í des-
ember n.k. Skipið var byggt í
Þýskalandi árið 1972 og hefur 2500
tonna burðargetu. Kostnaðarverð
skipsins er 5 miljónir v-þýsk mörk.
Estebogen er systurskip m.s. Suð-
urlands sem Nesskip gerir út.
Nýja skip félagsins verður einkum
notað í flutningum á norðlægum
slóðum og er það styrkt til siglinga í
ís samkvæmt ströngustu kröfum
þýska Lloyds flokkunarfélagsins.
Skipinu er ætlað að sinna alhliða
stórflutningum svo sem fyrir stór-
iðju svo og ýmsum flutningum á
sjávarafurðum til útflutnings, en
að auki er skipið vel útbúið til gám-
aflutnings.
Þing Alþýðusambands Vesturlands
Sigrún D. Elíasdóttir
endurkjörin formaður
Fjórða þing Alþýðusambands
Vesturiands var haldið á Akranesi
um síðustu helgi. I skýrslu stjórnar
kom fram að aðalviðfangsefni sam-
bandsins síðustu 2 ár hafa verið
kjara- og fræðslumál. í samband-
inu cru nú 14 aðildarfélög með um
3300 félagsmenn. Þingið sóttu 42
fulltrúar frá 12 aðildarfélögum.
Á fundinum urðu miklar um-
ræður um framtíðarstarf sam-
bandsins og var kosin milliþinga-
nefnd til að fjalla um þau mál. M
urðu einnig miklar umræður um
kjara- og efnahagsmál. Stjórn Al-
þýðusambands Vesturlands skipa:
Formaður, Sigrún D. Elíasdóttir
verkalýðsfélagi Borgarness, vara-
formaður Einar Karlsson verslun-
arfélagi Stykkishólms, ritari Þórey
Jónsdóttir verkalýðsfélagi Akra-
ness, gjaldkeri Guðlaug Birgis-
dóttir verkalýðsfélagi Akraness,
meðstjórnendur, Þórarinn Helga-
son verkalýðsfélagi Akraness, Jón
Agnar Eggertsson verkalýðsfélagi
Borgarnes, Bárður Jensson verka-
Sigrún Elíasdóttir formaður Al-
þýðusambands Vesturlands.
lýðsfélaginu Jökli Ólafsvík, Sig-
urður Lárusson verkalýðsfélaginu
Stjarnan Grundarfirði, Kristján
Jóhannsson verkalýðsfélaginu Val
Búðardal.
K j aramálaályktun
Alþýðusambandsþings Vesturlands
Óbærileg
kjaraskerðing
Verkalýðshreyfingin verður að
heyja baráttu sína með öllu tiltæku afli
Núverandi ríkisstjórn hefur
tekið samningsrétt af verkafólki og
leitt óbærilega kjaraskerðingu yfir
alla alþýðu þessa lands. 4. þing AI-
þýðusambands Vesturlands krefst
þess að lögin um afnáni samnings-
réttar verði nú þegar felld úr gildi
svo að verkalýðshreyfingin geti
hafið viðræður við ríkisstjórn og
atvinnurekendur til að ná fram nýj-
um kjarasamningum sem bæti upp
þá kjaraskerðingu sem orðið hefur
frá því bráðabirgðalögin tóku gildi.
Með tilliti til þessa gjörbreytta
ástands í kjaramálum launafólks
þurfa eftirfarandi atriði að hafa
forgang: 1) Þingið telur að lág-
markslaun fyrir dagvinnu megi
ekki vera lægri en 15 þúsund krón-
ur á mánuði. 2) Verðbætur þær
sem reiknast á laun vísitölufjöl-
skyldu skulu greiðast í sömu
krónutölu á öll laun. 3) Skapa
raunverulegt launajafnrétti karla
og kvenna. 4) Lánakjör og lenging
lánstíma til íbúðabygginga verði
eitt af forgangsverkefnum með
aukinni byggingu félagslegra
íbúða. 5) Bæta nú þegar hag þess
fólks sem hefur aðeins örorku- eða
ellilaun  og  tekjutryggingu.  6)
Stefna ber að því að allt launafólk
sitji við sama borð að því er varðar
félagsleg og kjaraleg réttiridi. Stór-
ir hópar njóta í þessum efnum
hvers konar forréttinda. 7) Réttur
foreldra. til leýfis á launum' í
veikindum barna verði tryggður.
Baráttan framundan
Sú staðreynd blasir við að verka-
fólk hefur ekki fengið sinn eðlilega
og réttláta hlut af þjóðartekjum
undanfarin ár. Afleiðingin hefur
orðið sú að verkafólk hefur yfirleitt
neyðst til þess að lengja vinnudag-
inn umfram það sem eðlilegt getur
talist. Á þann hátt hefur tekist að
hækka árstekjur verkafólks en
raunveruleg lífskjör hafa þrátt fyrir
það rýrnað. 4. þing Alþýðusam-
bands Vesturlands telur árang-
ursríkustu leiðina til að ná bættum
kjörum, að verkafólk hefji nú þeg-
ar almenna umræðu í verkalýðsfé-
lögum og á vinnustöðum um kjör
sín svo það verði sem best meðvit-
að um þá baráttu sem framundan
er sem verkalýðshreyfingin verður
að heyja með öllu því afli sem hún
hefur yfir að ráða."
-•g.
Davíð Oddsson borgarstjóri skrifar
Þeir en ekki við
Davíð borgarstjóri Oddsson hef-
ur sent dagblaðinu Þjóðviljanum
bréf. Þar er lagt út af frétt blaðsins
fimmtudaginn 27. október þar sem
rætt var um fæðiskostnað í mötu-
neyti Bæjarútgerðar Reykjavíkur.
í frétt Þjóðviljans þennan
fimmtudag sagði m.a.: „Eins og
Þjóðviljinn skýrði frá á dögunum
kom tilskipun frá borgarkerfinu
um síðustu mánaðamót að hækka
mötuneytiskostnað hjá starfsfólki
BÚR um 30%. Vakti þessi hækk-
unartilskipun íhaldsins mikla ólgu
meðal starfsmanna auk þess sem
ljóst var, að þeir greiddu eftir
hækkunina mun hærra verð fyrir
fæði í mötuneyti en aðrir starfs-
menn borgarinnar". Undir þessa
frétt skrifuðu blaðamennirnir Álf-
heiður Ingadóttir og Lúðvík Geirs-
son.
Davíð Oddsson vill koma á
framfæri athugasemd við þennan
fréttaflutning og hann ségir í bréf-
inu sem blaðinu barst: „Eins og
borgarfulltrúinn Sigurjón Péturs-
son hefði getað sagt fréttamannin-
um, en hann virðist vera heimildar-
maður fyrir fréttinni, þá var
ákvörðun um þessa hækkun í
mötuneyti tekin af framkvæmda-
stjórum fyrirtækisins, þeim Björg-
vini Guðmundssyni og Einari
Sveinssyni, án sérstaks samráðs við
borgaryfirvöld".
Bréfi Davíðs lýkur.
Tillaga Sigurjóns Péturssonar samþykkt í útgerðarráöi
Stórlækkun t
mötuneyti BUR
MÖtuneytlskoslnaður starfs-
manna Bæjarútgerðar Reykjavík-
ur mun stórlækka frá og mcð deg-
inum í dag. Á iiiiuli útgeraarráðs
BÚR I gær var samþykkt sam-
hljóða að færa mötuneytískostnað
hjá starfsfólki fyrirtækisins til sams
vegar og starfsfóik hjá öðrum borg-
ai lyrirtakjum þarf að greiða.
Eins og Þjoðviljinn skýröi frá á
dögunum kom tilskipun frá borg-
arkerfmu um síðustu mánaðarmót
að hækka mötuncytiskostnað hjá
Máltlötr starfifólksins hckka um 30%	j
Mikil ólga í	BÚR
Fiskverkunarfólkio borgar mun nicira en krafist	er & skrifstofunum
	
Frétt Þjóðviljans frá 14. október sl. um 30% hækkun motuneytis-
kostnaðar.
starfsfóiki BUR um 30%. Vakti
þessi hækkunartilskipun ihaldsins
mikla ólgu meðal starfsmanna auk
þess sem Ijóst var að þeir gteiddu
eftir hækkunina mun tiærra verð
íyrir fæði í mötuneyti en aðrir
starfsmenn borgarinnar.
Á fundi útgerðarráðs í gær bar
Sigurjón Pétursson fram tiilögu
þess efnis að verð máltíða í mötu-
neyti BÚR yrði lækkað og fært til
jafns við það scm gildir í öðrum
mötuneytum borgarinnar. Þessi til-
laga Sigurjóns var samþykkt sam-
hljóða en samkvæmt hcnni mun
verö á kjötmáltíð Iijá starfsfolkt
BÚR lækka um 21 krónur, verð á
fiskmáltíð lækka um 5 "krónur og
hér eftir verður kaffi ókeypis eftir
mat sem og í öðrum mðtneytum
borgarstarfsmanna. cn áður þurfti
starfsfólk BÚR að greiða sérstak-
lega fyrir þennan kaffisopa, sem
aðrir borgarstarfsmenn fengu
^eypjs.             -Ig/-Al
Frétt Þjóðviljans um ólgu i BÚR, frá 14. október sL, varð þess valdandi að
mötuneytiskostnaður starfsmanna Bæjarútgerðarinnar var stórlækkað-
ur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16