Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Öskudagur
í Reykjavík
Sjá2
mars
fimmtudagur
49. árgangur
57. tbl.
Viðrœðurnar teknar
úr höndum VSÍ______
Dagsbrún
vinnur
enn sigur
Eimskip fellst á viðrœður
Eimskip féllst í gær á að taka upp viðræður við starfsmenn
Dagsbrúnar við Sundahöfn sem fyrirtækið hefur hingað til vísað til
Vinnuveitendasambandsins. Klukkan 12 á hádegi í gær undirrit-
uðu Eimskipsmenn yfírlýsingu þess efnis, en verkamenn hefðu ella
farið heim kl. 13.00 í gær. Samninganefnd Dagsbrúnarmanna og
Eimskipsmanna halda fyrsta viðræðufund sinn kl. 10 árdegis í dag.
Við unnum sigur, sögðu verkamenn í Sundahöfn kampakátir í hádeginu í gær. (Mynd -eik).
Svohljóðandi yfiriýsing var bor-
in fram og undirrituð af förráða-
mönnum Eimskips um hádegisbil í
gær:
„Undirritaðir lýsa því yfir, að hf.
Eimskipafélag íslands er reiðubúið
að taka upp viðræður við fulltrúa
starfsmanna í Sundahöfn um
endurskoðun á samningum milli
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar
og Eimskipafélags íslands dagsett-
um 31. okt. 1974 við aðila frá Vfm.
Dagsbrún og Vinnuveitendasam-
bandi íslands. Fyrsti fundur verður
haldinn á morgun kl. 10.00.
Fyrir liggur „kröfugerð að sér-
samningi á milli Vfm. Dagsbrúnar
annars vegar (félagið) og VSÍ f.h.
Eimskipafélags íslands hf, Haf-
skips hf og annarra skipafélga
innan VSÍ og VMSS. F.h. Skipa-
deildar SÍS og Vinnumálanefndar
ríkisins f.h. Ríkisskips hins vegar."
Undir þetta rita Valtýr Há-
konarson, Jón B. Stefánsson, Jón
H. Magnússon og Guðmundur
Petersen.
Þá má einnig geta þess að annar
viðræðufundur Dagsbrúnarverka-
manna hjá Mjólkursamsölunni við
forráðamenn Samsölunnar og VSÍ
um sérkjaramál verður haldinn
n.k. föstudagsmorgun.
-lg-
Skiparfyrirtœkjum að ganga í VSÍþvert á vilja stjórnaþeirra
Sverrir sendir skipun
Fáheyrt gerrœði, segir Sveinn
Jónsson stjórnarmaður íRarik
Þetta er fáheyrt gerræði hjá ráð-
herranum, sagði Sveinn Jónsson
stjórnarmaður í Rafmagnsveitum
Ríkisins við Þjóðviljann í gær en
fyrirtækið hefur fengið skipun frá
Sverri Hermannssyni iðnaðarráð-
herra um að ganga í Vinnuveitend-
asamband íslands þvert á vilja
stjórnarmanna. Þjóðviljinn fregn-
aði í gær að ráðherrann hefði sent
fleiri fyrirtækjum sams konar bréf
með skipun um að ganga í VSÍ, en
áður hafði hann sent fyrirtækjum
tilmæli um slíkt.
Rafmagnsveitur ríkisins voru
meðal fyrirtækja undir iðnaðarráð-
uneytinu sem fengu slík tilmæli.
Stjórn fyrirtækisins fjallaði um þau
og lét ráðherrann vita um andstöðu
sína við aðild fyrirtækisins að VSÍ.
Ráðherrann gerði engar athuga-
semdir við vilja stjórnarinnar.
Næst gerist það að fyrirtæki
undir iðnaðarráðuneytinu fá send-
ingu frá ráðherranum dagsetta 24.
febrúar með skipun um að fyrir-
tækin gangi nú þegar í hagsmuna-
samtök atvinnurekenda.
Bréfið var ekki sent til stjórna
viðkomandi fyrirtækja og hafa
enga aðra umfjöllun hlotið. Mikil
reiði er meðal viðkomandi fyrir-
tækja, enda hefur þessum fyrir-
tækjum vegnað vel í samskiptum
við verkalýðsfélög með núverandi
fyrirkomuíagi.
-óg
IDNAOARRA
6
Alþjóðlegur baráttu-
dagur kvenna er í dag,
8. mars. Af því tilefni
munu konur hittast í
miðbænum kl. 17 og
halda útifund og fara í
kröfugöngu.
Einnig verður baráttu-
fundur í Félagsstofnun
stúdenta í kvöld.
Magnús Pétursson hagsýslustjóri:    __________
Götin í fjárlögunum
ljós síðan í haust
„Þetta eru allt hlutir sem hafa legið á borðinu frá því í haust og
svo hafa ákvarðanir ríkisstjórnarinnar eftir að fjárlagafrumvarpið
var samþykkt breytt ýmsu", sagði Magnús Pétursson hagsýslu-
stjóri, þegar Þjóðviljinn innti hann eftir því hvort embættismönn-
um væri kennt um að stjórnarliðar virtust ekki hafa áttað sig á því
að 2 milljarðar króna gat væri á fjárlögum fyrr en nú.
„Að verulegum hluta átti þetta
allt að vera ljóst fyrir stjórnmála-
mönnum. Þeir útgjaldaliðir sem nú
er talað um sem gat í fjárlögum
voru á vitorði stjórnmálamanna
við fjárlagagerðina og afgreiðslu
fjárlaga. Vöntun á framlögum í út-
flutningsbætur, 300 milljóna niður-
skurður í heilbrigðiskerfinu, 100
milljónir í lánasjóð námsmanna.
Þetta og fleiri lá ljóst fyrir í allt
haust. Menn sögðu þá: Ja, við
leysum þetta einhvernveginn, mál
kunna að æxlast þannig að þetta
geti gengið."
Magnús Pétursson lagði áherslu
á að það sem gert hefði verið væri
einungis það að tölum hefði verið
raðað upp í lok febrúar til að sýna
stöðuna. Annað mál væri hvernig
brugðist yrði við og það væri
stjórnmálamanna að velja leiðir út
úr vandanum. Ekkert lægi heldur
fyrir um það að ráðherrar væru
hættir við áform um sparnað og
niðurskurð á ríkisútgjöldum,
þannig að of snemmt væri að tala
um 1.8 milljarða króna gat á fjár-
lögum sem endanlega niðurstöðu
ársins.                   -lg.
Magnús Pétursson hagsýslustjóri
(t.h.) og Geir Haarde aðstoðarmaður
fjármálaráðherra kynna blaða-
mönnum fjárlagafrumvarpið á sl.
hausti. Mynd: -eik.
Rangt að
semja um
hærrakaup
segir Steingrímur
Hermannsson
- Ég tel það rangt hjá at-
vinnurekendum að semja við
þau félög sem fella samkomu-
lag ASÍ og VSÍ -og ég tel þá að
menn komi í bakið á Ásmundi
Stefánssyni, sagði ~Steingrím-
ur Hermannsson forsætisráð-
herra er Þjóðviljinn spurði
hann í gær um nýja samninga
milli þeirra félaga sem fella
samkomulag ASI og VSÍ við
atvinnurekendur á viðkom-
andi stöðum.
Pá var Steingrímur inntuf
eftir áliti á nýja Húsavíkur-
samningnum, þar sem
unglingataxtinn er farinn út, •
hærri búnus viðurkenndur,
hærri lágmarkslaun og hærri
viðmiðún. Steingrímur sagð-
ist telja það rangt að atvinnu-
rekendur féllust á hærra kaup
en samningur ASÍ/VSÍ kveð-
ur á um. Hins vegar teldi hann
að þessi samningur riði nú
ekki kaupfélaginu á staðnum
að fullu. Þetta hefði alltaf ver-
ið öðruvísi á Húsavík en ann-
ars staðar.             -rþ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16