Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 67. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						„Mörkin voru
unninfyrirmig-
þetta var ekki
einstaklings-
framtak", segir
Atli Hilmarsson.
Sjá9
mars
þriðjudagur
67. tölublað
49. árgangur
Skattahœkkun ríkisstjórnarinnar:
Þolinmæði fólks ofboðið
Hvert barn sér í gegnum þetta, sagði Olafur Jóhannesson á Alþingi
„I»að er ósanngjarnt að láta slíka
skattahækkun koma ofaní kjölfarið
á tilfinnanlegri kjaraskerðingu sem
allir viðurkenna að hér hafi verið
framkvæmd. Ég var við því. Mér
sýnist að þolinmæði fólks verði of-
boðið" sagði Ólafur Jóhannesson á
Alþingi í gær er hann mótmælti
áformum  ríkisstjórnarinnar  að
hækka skattprósentu með beinni
tilvísun til þess að launafólk hafi
fengið lítillega meira út úr kjara-
samningum en gert hafði verið ráð
fyrir í ramma stjórnarinnar.
„Þessar röksemdir eru óvið-
felldnar í hæsta máta. Það er óvið-
felldið ef fólkið hefur feneið
eitthvað hærra kaup en reiknað var
með að því sé beinlínis veif að fram-
ín í það að hluti þess verði tekinn
aftur. Eðlilegt er að tekjur þessa árs
verði að skattstofni næsta árs og þá
greiði fólkið af hækkuðum tekjum
ársins á undan", sagði Ólafur enn-
fremur og kvaðst gera lítið með tal
ráðherra um leiðréttingu og sömu
skattbyrði.
„Þó að verið sé að tala um að
þetta séu leiðréttingar, þá er það
auðvitað skollaleikur, sem hvert
barn sér í gegnum". Ólafur lýsti því
síðan yfir að hann myndi greiða at-
kvæði gegn þessum skattahækkun-
um.                      - ekh
Sjá bls. 7
SJávarútvegsráðherra sat fundlnn og hlýddl á mál fundarmanna. Ljósm. elk.
300 manna fundur
í Sigtúni:
Kvótakerfið
bannfært
„Með þessu kvótakerfí eru allir
sjómenn dregnir niður í meðal-
mennsku, sem er gagnstætt eðli
veiðimannsins", sagði Jón
Magnússon skipstjóri og útgerðar-
maður frá Patreksfirði á hinum
fjölmenna fundi, sem hann og fieiri
boðuðu til í Sigtúni sl. sunnudag
um kvótakerfið.
Á fundinum var um 300 manns
þegar flest var og uröu fjörugar
umræður, þar sem 27 ræður voru
haldnar og næstum allir bölvuðu og
bannfærðu kvótakerfið.
Sjávarútvegsráðherra, Halldór
Ásgrímsson tók til máls á fundin-
um og varði kvótakerfið, sem einu
færu leiðina eins og á stæði. Hann
sagði að ékki yrði breytt um á þessu
ári, kvótinn myndi standa út árið,
en af honum yrði reynt að sníða
verstu agnúana.
Sjá 2
Kafbátar
granda
fiskiskipum
við írland
16 sjómenn
hafa drukknað
Kafbátasiglingar Breta og
Bandarík jamanna um írlandshaf
hafa valdið sjómönnum þar
ómældu tjóni á mannslífum,
skipum og veiðarfærum. Tveir
skipstapar, þar sem fórust sam-
tals 16 sjómenn eru raktir til þess-
arar kafbátaumferðar.
Pá hafa fleiri skip farist þótt
mannbjörg hafi orðið og ótal
dæmi eru um að kafbátar flækist í
veiðarfærum og dragi þau með
sér í hafíð. Þingmenn á írska
þinginu hafa nú krafist aðgerða
til þess að tryggja öryggi sjó-
manna á frlandshafi.
Sjá bls. 5
Fœreyingar vissu ekkert:
Leynileg banda-
rísk njósnastöð
Bandarískt hernaðartímarit afhjúpar
afgirta njósnastöð 20 km frá Þórshöfn
í Færeyjum hefur bandaríska njósnaþjónustan NSA í meira
en tuttugu ár starfrækt hlerunarstöð sem er veigamikill hlekkur
í bandarísku njósnakerfi sem spannar allan hnöttinn. Svo virð-
ist sem hvorki færeysk né dönsk yfirvöld hafí vitað um þessa
starfsemi.
Stöðin er „falin" á nató-
stöð þeirri sem starfrækt er í
Færeyjum í trássi við yfirlýsta
stefnu Dana í herstöðvamál-
um. Hún er rekin af starfs-
mönnum bandaríska fjar-
skiptahringsins ITT formlega
séð, en er í eign bandaríska
flughersins.
Færeyingar koma af fjöll-
um: Pauli Ellefsen lögmaður
kveðst aldrei hafa um málið
heyrt. Talið er að aðeins örfá-
ir menn tengdir dönsku
stjórninni á hverjum tíma og
bundnir þagnareiðum hafi vit-
að um stöð þessa.
Búist er við því að málið
veki upp allmikla reiði í Fær-
eyjum, en lögþingið í Þórs-
höfn hefur fyrir skömmu sam-
þykkt án mótatkvæða yfirlýs-
ingu um Færeyjar sem kjarn-
orkuvopnalaust svæði og var
þá vísað til fyrri viljayfirlýs-
inga þingsins um að engin
hernaðarmannvirki skuli vera
í Færeyjum.
Upplýsingar um stöð þessa
koma fram í grein í banda-
rísku tímariti um hermál,
„Defense". Höfundar grein-
arinnar segja, að leynilegur
búnaður á Sornfelli, um 20 km
frá Þórshöfn, sé hlekkur í
bandarísku fjarskiptakerfi,
VARS, sem Bandaríkjamenn
reka utan við samstarfsmenn
Á Sornfelli eru mannvirki tveggja
fjarskiptastöðva - oft er „stöð Inni
f stöðinni", þar sem ekki er hægt
að koma bandarískrl starfsemi
fyrir með ódulbúnum hætti.
sína í Nató. Stöðin er afgirt og
er nokkur hundruð metra frá
radarstöð Nató í Mjörkadal.
Gegnum stöðvar af þessu tagi,
segir í greininni, hefur leyni-
þjónustan NSA (National
Security Agency) mjög mikið
forskot í eftirlits- og njósnast-
arfsemi, sem gerir Bandaríkj-
unum kleift að fylgjast með
öllu því sem máli skiptir frá
hernaðarlegu sjónarmiði á
hnettinum.           - áb.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20