Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 68. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Michel Abs er fulltrúi
nevðarhjálpar kirkjunnar
íLíbanon.
„Sálræn áhrif sty rjaldar-
innar eru verst", sagði
hann í viðtali við blaða-
mann Þjóðviljans.
Sjá 7
mars
miðvikudagur
67. tbl.
49. árg.
Nýtt fiskmatskerfi stórlækkar laun sjómanna:
FLOTINN I LAND
- ef punktakerfí Jónasar verður ekki afnumið, segja sjómenn
• Jónas
Bjarnason
neitar að
hlýða skipun
sjávar-
itivegsráðherra
i^ ímálinu
Hið nýja punktakerfí við fiskmat, sem Jónas
Bjarnason settur forstöðumaður Framleiðslu-
eftirlits sjávarafurða, hefur látið taka upp, veld-
ur nú ólgu og óánægju meðal sjómanna, þar sem
það lækkar laun þeirra um 40% til 50%. Jónas
Bjarnason lét taka þetta kerfi upp, þvert ofan í
skriflegt loforð Halldórs Ásgrímssonar, sjávar-
útvegsráðherra við síðustu fískverðlagningu. Þá
var lofað að kerfið yrði ekki tekið upp fyrr en
búið væri að gerbreyta allri verðlagningunni,
enda er það forsenda þess að hið nýja kerfi verði
sett af stað. „Ef þessu punktakerfi verður ekki
strax kippt úr sambandi, mun allur flotinn sigla í
land og við skulum leyfa þessum guðföður fram-
leiðslueftirlitsins að leysa það mál", sagði Óskar
Vigfússon formaður Sjómannasambandsins í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Þegar fiskverð var ákveðið í febrúar sl. var
ákveðið að fresta því að taka þetta nýja punkta-
kerfi við fiskmat upp. Yfirnefnd verðlagsráðs
hafði bréf frá Halldóri Ásgrímssyni uppá það.
Síðan ákvað Jónas Bjarnason uppá eindæmi að
láta nýja kerfið taka gildi.
Þeir Óskar Vigfússon, Kristján Ragnarsson
og Kristján Pálsson, gengu á fund sjávarútvegs-
ráðherra í fyrradag útaf þessu máli og lofaði
ráðherra að kippa því í liðinn. Það hafði hinsveg-
ar ekki gerst í gær og virðist Jónas ætla að keyra á
málinu þvert ofan í vilja og loforð sjávarútvegs-
ráðherra.
Elías Bjarnason formaður sjómannafélagsins
í Vestmannaeyjum sagði bullandi óánægju með
þetta mál þar og gæti allt eins farið að flotinn
sigldi í land vegna þessa máls. Sjá bls 3.
- S.dór- Ig.
Þjóðviljinn fær bréf frá Ingimar Hanssyni:
Rekstrarstofan og
sonur Ragnhildar
Enginn formlegur samningur. Ráðherra forðast umrœður
Þjóðviljinn greindi frá því fyrir
helgina að Rekstrarstofan í Kópa-
vogi sem Ragnhildur Helgadóttir
fékk til að gera úttektina á mennta-
málaráðuneytinu væri m.a. í eign
sonar hennar. Þessi úttekt varð sfð-
an tilefni til flokkspólitískrar
breytingar á ráðuneytinu, sem
byggð er á ólögmætri fjölgun skrif-
stofustjóra.
í gær barst Þjóðviljanum bréf frá
Ingimar Hanssyni þar sem hann
leitast við að bera frétt Þjóðviljans
til baka og segir Rekstrarstofuna
vera einkafyrirtæki sitt. í haus
þessa sama bréfs er Rekstrarstofan
hins vegar skilgreind sem „Sam-
starf sjálfstæðra rekstrarráðgjafa á
mismunandi sviðum". Helgi Þórs-
son, sonur menntamálaráðherra er
síðan tilgreindur sérstaklega í bréf-
haus fyrirtækisins sem einn þeirra
ráðgjafa sem mynda fyrirtækið. í
símaskránni er Rekstrarstofan
einnig skráð sem undireining við
nafn Helga Þórssonar.
í viðtali Þjóðviljans við Ingimar
Hansson í gær kom fram að fjármál
allra sem vinna í gegnum fyrirtækið
eru sameiginleg og menntamála-
ráðuneytið gerði engan formlegan
verksamning við fyrirtækið um út-
tektina. Virðist hér því eingöngu
hafa verið um munnlega ráðstöfun
greiðslna að ræða.
Ragnhildur Helgadóttir neitaði
á Alþingi í síðustu viku að ræða
útttektina sem hún fól samstarfs-
fyrirtæki Helga Þórssonar og fleiri
að gera. Einnig neitaði hún að
ræða spurningar frá tveimur fyrr-
verandi menntamálaráðherrum
um að fjölgun skrifstofustjóra væri
brot á lögum um Stjórnarráð fs-
lands.                óg/ekh
Sjá nánar bls. 2
Deilur í Sjálfstæðisflokknum:
Hver átti að verja „gatið"?
Það var ekki fyrr en skömmu
sVður en útsending sjónvarpsþátt-
arins um fjárlagagat ríkisstjórn-
arinnar hófst í gærkvöldi að Al-
bert Guðmundsson fjármálaráð-
herra dróst á að mæta til um-
ræðnanna.
Páll Magnússon þingfrétta-
maður fór þess á leit við Albert
Guðmundsson fjármálaráðherra
að hann kæmi sem fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í umræðuþáttinn
en hann neitaði. Leitaði Páll þá
til formanns Sjálfstæðisflokksins,
formanns þingflokksins, for-
manns fjárveitingarnefndar, sem
er Lárus Jónsson þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, en aílir
neituðu og töldu sér ekki skylt að
svara fyrir Albert. Málið var
tekið fyrir á þingflokksfundi, en'
hvorki Albert né þingflokkurinn
breýtti afstöðunni.
Það var svo ekki fyrr en í gær-
kvöldi sem Ijóst var hver yrði full-
trúi Sjálfstæðisflokksins við um-
ræðurnar. Það mátti heyra á
mönnum í gærdag að með tregðu
sinni hefði Albert viljað leggja
áherslu á að „fjáriagagatið" væri
alveg eins mál flokksins í heild
eins og fjármálaráðherrans eins.
-ekh
lelgi Þórsson Stigahl
Irarstofai
ncnð i hhhí
— Samstarf sjálfstæöra rekstrarráögjafa
Framkvæmdastjóri
J Ingimar Hansson
Rádgjafar
Bjorn Viggósson
Bolli Magnússon
Gestur Einarsson
Gunnar H. Guðmundsson
Helgi Þórsson
r\
cS\é%r\  tí'rtc+iá
Efsta úrklippan er úr símaskránni en.fyrir neöan er hluti af bréfhaus
Rekstrarstofunnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16