Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 73. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Ávarp Flosa Ól-
afssonar í tilefni
afalþjóðaleik-
húsdeginúm
Sjá 13
mars
þriðjudagur
73. tbl.
49. árgangur
Dagsbrún gefur tóninn fyrir nýja kjarasamninga í haust
Auðvitað uppsögn
fyrsta september
„Við skulum vera viðbúnir frekari átökum í
haust. Menn eiga eftir að rísa upp alls staðar á
landinu og láta í sér heyra í stað þess að leggj ast í
uppgjöf o'g vonleysi. Það er mikil vinna eftir",
sögðu forystumenn Dagsbrúnar m.a. á fundi fé-
lagsins í Áusturbæjarbíói sl. sunnudag þar sem
samningar félagsins við VSÍ og fjármálaráð-
herra voru nær einróma samþykktir.
í þessum nýju samningum Dagsbrúnar sem nú
þegar eru orðnir að hluta nýir samningar fyrir
allt launafólk innan ASÍ, hvað varðar niðurfell-
ingu unglingataxtans og starfsaldurshækkun, er
ákvæði um að öll flokkaskipan Dagsbrúnar
verði endurskoðuð fyrir lok ágústmánaðar n.k.
Guðmundur J. Guðmundsson sagði á fundin-
um að ef sú vinna skilaði ekki viðunandi árangri
yrði enginn friður þann 1. september. Aðrir for-
ystumenn Dagsbrúnar og fundarmenn tóku
undir það að auðvitað yrði samningum sagt upp
1. september og farið út í enn frekari baráttu
fyrir bættum kjörum. Það hefði sýnt sig með
þessum nýju samningum að barátta skilaði ár-
angri.                             - lg.
Sjá bls. 2, 3, baksíðu
og leiðara
Hvalreki
„Ég er fæddur hér á Hvalsnesinu og hef búið hér
alla riiína tíð en ekki mirinist ég þess að hér hafi rekið
hval", sagði Hákon Magnússon bóndi í Nýlendu suður
þar, en í stórstreymi fyrir skömmu rak 16—18 metra
langan búrhval á fjöru hans og liggur skepnan um
100-200 metra ofan við sjávarmál.
„Það var ekki fyrr en í gær sem ég varð hvalsins var
og það verður að segjast eins og er að hvalrekinn er
mér ekkert sérstakt fagnaðarefni. Eflaust er skepnan
fleiri tonn að þyngd þannig að það er ómögulegt að
draga hana á sjó út, þannig að í sumar má búast við
illri þefjan af hræinu auk þess sem vargur kemur til
með að liggja hér í fjörunni", sagði Hákon enn frem-
ur.
Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar sjávarlíffræðings
Hákon Magnússon bóndi í Nýlendu viö stórhvelið
sem rak á fjörur hans. Hér er um búrhveli aö ræða,
gamlan tarf, enda skepnan 16-18 metra löng. Ljósm.
Atll.
og viðtal er birt við inni í blaðinu, er hér um gamalt
karldýr að ræða sem hefur hrakist óvenju snemma
upp að landinu. Skepnan er gulhvít á litinn, nokkuð
fallin saman um miðjuna eftir hrakninga um fjöru-
grjótið. í neðri skoltinum eru 36 tennur sjáanlegar og
má ráða aldur dýrsins af tönnunum þegar vísinda-
menn hafa gert á því rannsóknir. Bjóst Jóhann Sigur-
jónsson við því að fara suður á Rosmhvalanes hið
skjótasta til að kanna hvalrekann nánar. — v.
Sjá bls. 7
Konurnarfrá Greenham Common
Fundur í kvöld
í kvöld kl. 20.30 verður fundur á Hótel Borg þarsem tvaer breskar
konur sem tekið hafa þátt i mótmælaaðgerðumim við Greenham
Common herstöðina í Bretiandi munu koma og segja frá baráttunni
gegn kjarnorku vopnuin. Auk þess verður fjölbreytt menningardag-
skrá.
Sjá viðtal á bls. 3
Steingrímur og Þorsteinn Pálsson mœttu á skrifstofuna hjá Albert
til að stöðva samninga við Dagsbrún snemma á sunnudagsmorgni:
„Þið eruð bara gestir"
sagði Albert og rak þá út í horn
„Þið eruð bara gestir hér", sagði Al-
bert Guðmundsson fjármáiaráðherra
við þá Steingrím Hermannsson forsæt-
isráðherra og Þorstein Pálsson for-
mann Sjálfstæðisflokksins þegar þeir
síðarnefndu mættu án samráðs við
fjármálaráðherra  á  skrifstofu  hans
snemma sl. sunnudagsmorgun þar sem
hann var að ganga frá samningi fyrir
hönd Vinnumálanefndar ríkisins við
Dagsbrún.
Þeir Steingrímur og Þorsteinn
brugðust ókvæða við þegar þeir fréttu
sl.  laugardagskvöld aö fjármálaráð-
herra ætlaði að skrifa undir samning
morguninn eftir við Dagsbrún um
flokkatilfærslur hjá Dagsbrúnar-
mönnum sem starfa hjá ríkisfyrirtækj-
um. Reyndu þeir að stöðva frekari
samningaviðræður en Albert tilkynnti
þeim þá að þeir væru gestir í hans ráðu-
neyti og gætu fengið að fylgjast með en
hann réði þessari samningagerð. Síðan
skrifaði hann undir nýjan kjarasamn-
ing við Dagsbrún.
I þessum samningi er ákveðið að
gera nýja sérkjarasamninga við Dags-
brúnarstarfsmenn hjá ríkisstofnunum,
þar sem uppröðun í launaflokka verði
tekin til endurskoðunar og miðað við
að starfsmenn hækki um einn launa-
flokk eftir 3ja ára starf, um annan flokk
eftir fimm ár og einn til viðbótar eftir 9
ár.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20