Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 76. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Nýjungaríland-
bú naðar tækni í
sérstökum
blaðauka um
þcnnan geira
Sjá9-16
mars
föstudagur
76. tbl.
49. árgangur
„Við borgum ekki"
segja Flugleiðaforstjórarnir um þá kröfu að fyrirtœkið
borgi af65 miljón króna láninu áþessu gróðaári félagsins
- Við tökum ekki þátt í því að greiða þetta lán. Það
er alveg Ijóst hver ákvörðun alþingis er í þessum efn-
um. Fjármálaráðherra getur ekki breytt þessu einn,
alþingi verður að fjalla um þetta ef einhver breyting á
að verða þarna á, sagði Sigurður Helgason forstjóri
Flugleiða aðspurður um það álit fjármálaráðherra að
félagið væri vel í stakk búið vegna hagnaðar uppá
rúmar 107 miljónir kr. að greiða 65 miljón króna lán
sem fellur á ríkissjóð innan tíðar vegna ríkisábyrgðar á
láni sem Flugleiðir tóku árið 1982 vegna slæmrar út-
Samningaumleitanirnar við Alusuisse-hringinn
í hreinskilni sagt
feiknalega þungt
Erfiðara en ég átti von á, segir Sverrir Hermannsson
sem œtlaði að ná samningum fyrir 1. apríl % Sjá bls. 2
koinu á N-Atlantshafsfluginu.
í fjárlögum og lánsfjáráætlun fyrir yfirstandandi ár
er fjármálaráðherra heimilt að veita Flugleiðum 92
miljón kr. ríkisstyrk í ár. 65 miljónir eru til greiðslu á
fyrrnefndu láni og 27 miljónir vegna niðurfellingar á
lendingargjöldum á Keflavíkurflugvelli vegna N-
Atlantshafsflugsins.
Sigurður Helgason sagði að ríkissjóður hefði á sín-
um tíma tekið á sig allar skuldbindingar vegna þessa
láns, meðan tap væri á N-Atlantshafsflugleiðinni.
„Það er algjör fjarstæða að hér sé um einhverja kröfu á
Flugleiðir að ræða. Spurningin er frekar hver skuldi
hverjum hvað", sagði Sigurður. Aðspurður hvort fé-
lagið væri ekki betur í stakk búið nú en oft áður að taka
á sig þessa skuldbindingu, sagði hann að eiginfjárstaða
félagsins væri enn neikvæð um 800 miljónir og þar af
hefði ríkisvaldið neytt félagið til að reka innanlands-
flugið með 300 miljón kr. tapi sl. 10 ár.
Varðandi niðurfellingu lendingargjalda sagði Sig-
urður að hún væri til að tryggja samkeppnisaðstöðu
félagsins á N-Atlantshafsleiðinni þar sem vegna við-
komu á íslandi þyrfti félagið að lenda fjórum sinnum í
hverri hringferð en önnur félög aðeins tvisvar sinnum.
_______________________________________-Jg.
, Já, ég er nú helst á því að maður hafi ekki gert sér
grein fyrir því hvað þetta er feiknalega þungt í vöfum.
Ég get sagt það hreinskilnislega að þetta er meiri
þungaiðnaður en ég átti von á", sagði Sverrir Her-
mannsson iðnaðarráðhera aðspurður í gær um hvort
erfiðara væri að ná samningum við Alusuisse en hann
átti von á áður en hann varð ráðherra. Sverrir tók þá
þátt í ásökunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins á
Hjörleif Guttormsson þáverandi iðnaðarráðherra
fyrir að ná ekki samningum við Alusuisse. Þingmenn
flokksins fluttu meira að segja tillögu um það á Alþingi
að víkja Hjörleifi úr samningum við Alusuisse og kjósa
þingnefnd til að leysa þetta „auðvelda" mál.
Ástæðan til þess að Sverrir var spurður þessa er sú,
að í skýrslu sem hann flutti Alþingi í haust um bráða-
birgðasamkomulagið við Alusuisse sagði hann:
„Aðilar munu leitast við að ná endanlegu samkomu-
lagi ekki síðar en hinn 1. apríl 1984".
Ekkert hefur þokast í málinu síðan þessi bráða-
birgðasamningur var gerður og nú nýverið lýsti Sverrir
Hermannsson því yfir, bæði í blaðaviðtali og útvarps-
fréttum, að samkomulags væri ekki að vænta fyrr en í
fyrsta lagi næsta haust.
- S.dór.
Sjá bls. 3
Framsóknarflokkurinn kengbeygir Sjálfstœðisflokkinn í með-
ferð kjördœmamálsins á Alþingi
Páll Pétursson formaður
Hann er yfirlýstur andstœðingur jöfnunarfrumvarpsins
Framsóknarflokknum hefur tekist að beygja Sjálfstæðis-
flokkinn um meðferð kjördæmamálsins á þingi. Þvert á þing-
venju hafa flokkarnir ákveðið að formenn beggja stjórnar-
skrárnefnda þingsins séu úr stjórnarliðinu, en venjan er sú
að stjórnarandstaðan eigi formann í annarri nefndanna.
Þetta varð h'óst í gær þegar Sjálfstæðisflokkurinn féllst á
kröfu Framsóknarflokksins um að PáU Pétursson yrði kosinn
formaður stjórnarskrárnefndar neðri deildar alþingis.
Ljóst er að Framsóknarflokknum hefur tekist aðbeygja
Sjálfstæðisflokkinn í þessu máli, þarsem þingflokkur Sjálf-
stæðisflokksins hafði áður samþykkt að kjósa fulltrúa úr
stjórnarandstöðunni, annað hvort Svavar Gestsson eða
Kjartan Jóhansson, til formennsku stjórnarskrárnefndar
neðri deildar.
í efri deild er Þorvaldur Garðar Kristjánsson formaður
stjórnarskrárnefndar en í neðri deild Páll Pétursson einsog
áður sagði. Páll er einn fárra þingmanna sem mælt hefur í
mót tillögu formanna fjógurra stærstu stjórnmálaflokkanna
á þingi um breytingar á kosningalögum sem koma til með-
ferðar í stjórnarskrárnefndum þingsins.
I baksölum alþingis í gær var mikið rætt um þetta mál og
voru nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins á þéttbýlissvæð-
inu afar óánægðir með þessa skipan mála. Þeir bentu á að nú
væru formenn beggja stjórnarskrárnefndanna úr röðum
landsbyggðarþingmanna og þetta bæri ekki vott um þann
víðtæka samkomulagsvilja sem fram að þessu hefði verið
fyrir hendi.
-óg.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24